Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 ríkuffll? HÖGNI HREKKVÍSI í Um akstur og far- gjöld Landleiða hf. Hafstcinn Guömundsson, Garðabæ, skrifar: „Velvakandi. Það er furðulegt, hvernig ferðir eru skipulagðar hjá Landleiðum hf. Til Garðabæjar eru ferðir á klukku- tíma fresti og stundum líða tveir tímar milli ferða, með viðkomu á Hótel IiOftleiðum. Áður en aksturs- leið var breytt ók vagninn um Víf- ilsstaðaveg. Fyrir tilstilli nokkurra bæjarbúa fékkst akstursleiðinni breytt og jók það farþegafjöldann um u.þ.b. 40%. Áf því má sjá, að með betri þjónustu eykst farþegafjöld- inn. Hann hefði þó sennilega orðið enn meiri ef farþegar hálfveigruðu sér ekki við að nota vagnana, af ein- skærri hræðslu við að þeir kynnu að detta í sundur í næstu beygju eða holu. Það hefði átt að taka þessa vagna úr umferð fyrir löngu. Fyrir svona þjónustu greiðir hver fullorð- inn 22 krónur. Ferðir í Hafnarfjörð eru öllu betri, en vanskipulagðar innan bæjarins. Má segja að vagnarnir séu á klukku- tíma fresti, þó að þeir séu með styttra millibili I miðbænum, þar sem lítill hluti fólksins býr. Flestir af íbúum norðurbæjarins og suður- bæjarins þurfa að leggja í um 10 til 20 mínútna göngu til að komast á biðstöð, ef þeir þurfa að nota al- menningsvagnaþjónustuna á öðrum tíma en hinum gefna fresti. Þá er einstefnuakstursleið vagnanna, þeg- ar til Reykjavíkur er komið, mjög óhentug fyrir farþegana. Færu þeir sama hring og Kópavogsvagnarnir, horfði það miklu betur fyrir farþeg- ana. Fyrir svona þjónustu borgar hver fullorðinn 27 krónur. Þeir sem halda uppi þessari þjón- ustu þurfa að fara að gera sér grein fyrir, að þeir eru að þjóna um 20.000 manns. Eg tel að langferðabílarnir, sem nú eru notaðir, séu ákaflega óhentugir til bæjaraksturs. En svo er það auðvitað stóra spurningin, hvort Landleiðir hf. eigi yfirleitt nokkuð að annast þessa þjónustu. Bæjaryfirvöldum ber að sjá íbúun- um fyrir þjónustu, ekki síst að því er tekur til samgangna. Þá er verðlagn- ing Landleiða hf. með furðulegum hætti og væri gaman að vita, hvort Verðlagsstofnun hefur lagt blessun sína yfir verð á einstökum fargjöld- um hjá fyrirtækinu. Dæmi: Fullorð- insfargjald Reykjavík-Hafnar- fjörður kr. 27 krónur; Reykjavík- Garðabær kr. 22; Garðabær-Kópa- vogur kr. 15. Eftir hvaða mælikvarða fer Verð- iagsstofnun, þegar hún fjallar um gjaldtöku almenningsvagna? Með þökk fyrir birtinguna." GÆTUM TUNGUNNAR I orðinu austur er au stutt, og framburður þess vegna aust-ur (en ekki au-stur). Eins er vestur borið fram vest-ur (en ekki ve-estur). Hvar er formaður íslensk- pólska menningarfélagsins N.N. skrifar: Pólverjar eiga í þrengingum. Þeir eru svangir og þeir eru kúg- aðir. Þeir eiga samúð flestra fs- lendinga, en hversu mikils má það sín? Heiðrekur Guðmundsson frá Sandi orti: „Ég þekki mann,/ sem missti barn —/ En bót er það í sárri sorg/ að samúð finnur hann“. Samúðin er mikils virði, en hvað gagnar Pólverjum hún nú, þegar lengra líður? - Hér á Islandi mun vera til fé- lagsskapur, sem heitir: íslensk- pólska menningarfélagið. Formað- ur félags þessa er sagður íslend- ingur (?) og nafn hans Haukur Helgason, hagfræðingur. Þótt líf hins almenna Pólverja hafi ekki verið neinn munaður eftir að þeir komust undir ok hins rússneska kommúnisma að lokinni síðari heimsstyrjöldinni, þá var örlítið að rofa til árið 1980, og nokkurrar bjartsýni gætti þar fram til miðs næsta árs. Þjóðhátíðardagur Pólverja er 22. júlí. í tilefni þess dags 1981 fann formaðurinn, Haukur Helga- son, hvöt hjá sér til að minnast Pólverjanna og samgleðjast þeim með hina björtu framtíð „frjálsu" verkalýðsfélaganna „Solidarnosc". Grein eftir hann þess efnis birtist í Morgunblaðinu 21. júlí undir fyrirsögninni „Lítil hugleiðing um Pólverja í tilefni af þjóðhátíð þeirra 22. júlí.“ Ekki er yfirlætið! Ein- hverja samúð mun þar að finna, ef grannt er skoðað. Hér eru tvær tilvitnanir: „í raun er allt það sem skeð hefur í Póllandi á þessu tæpa ári upphafið að því að mikil breyt- ing hlýtur að verða á stjórnun valdhafa í þeim löndum sem búa við hagkerfi kommúnismans/sos- ialismans — og hugsanlega einnig í öðrum löndum — og hefur þar af Ieiðandi heimssögulegt gildi." (Sjá roðann í austri hann brýtur sér braut.j Þar sá formaðurinn hylla undir enn bjartari framtíð sósial- ismans. Og áfram heldur hann í hrifningu: „Allar þær ríkisstjórn- ir, sem með völd hafa farið í Pól- landi frá styrjaldarlokum, hafa í raun verið tilnefndar af Samein- aða verkamannaflokknum, en í þeim flokki hafa kommúnistar haft tögl og hagldir." Ja, hvílík dýrð, verkamennirnir hafa ráðið!! Nú er liðið rúmlega eitt og hálft ár frá því að „formaðurinn" ritaði grein sína í tilefni þjóðhátíðar- dags Pólverja, og boðaði þar þá „breytingu" á „hagkerfi kommún- isnian.s .sósíalismans" sem mundi hafa heimssogulegt gildi“. (Letur- br. N.N.) All-margt hefur skeð í lífssögu Pólverja á þessu eina og hálfa ári. Við heyrum óminn af stunum þeirra af og til. Flestum vekur hann hrylling, en kannski öðrum fögnuð? Það þyrfti e.t.v. að „afmá“ þetta „hyski“ eins og kommúnist- ar kalla það? En kannski eru það rangar fréttir, sem við heyrum? Sé svo, þá þarf að leiðrétta þær. Nú langar mig, N.N. (hinn nafnlausi) til að heyra hinar sönnu og von- andi góðu fréttir þarna að austan. Vil ég því mælast til þess við formann íslensk-pólska menning- arfélagsins, að hann birti okkur framhaldssöguna, frá grein hans í Morgunblaðinu (auðvaldsblaðinu) 21. júlí 1981, og hvað áunnist hef- ur. Pólverjar hafa sjálfsagt haft eitthvað til að gleðjast yfir á þjóð- hátíðardegi sínum 1982, þótt ég hafi ekki séð það í Morgunblaðinu. Skora ég því á formanninn, Hauk Helgason, að láta okkur, sem höf- um fórnað talsverðu magni af lítt ætu rollukjöti ofan í þetta „hyski“ (sjá síðar), að fá hinar sönnu frétt- ir af dýrðinni, ólitaðar af áróðri hinnar kapitalisku heimspressu, um þær framfarir, sem orðið hafa í landi þessu frá 22. júlí 1981, til blessunar fyrir fólkið, og hvernig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.