Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 30
I 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Gagivkvaem tillitssemi allra vegfarenda Hvað get ÉG gert á nor- rænu umferðaröryggisári? Eitt af markmiðum norræns umferðaröryggis árs er að vekja fólk til umhugsunar um þátt hvers og eins í umferðinni. Sér- stök áhersla er lögð á málefni svonefndra óvarðra vegfarenda, þ.e. gangandi manna, hjólandi og ríðandi. Það væri mikið unnið ef tækist að auka skilning allra vegfarenda á þörfum og tak- mörkunum hvers annars, þannig að gagnkvæm tillitssemi ríkti þeirra á milli. Einstaklingar og félagasam- tök geta látið ýmislegt gott af sér leiða á árinu. Eitt af því er Umferðarráð telur brýnt að gera er að stofnaðar verði nokkurs konar umferðaröryggisnefndir sem víðast um landið. Slíkar nefndir störfuðu víða af miklum þrótti við breytinguna yfir í hægri umferð árið 1968, en heyra nú flestar sögunni til, því miður. í mörgum hinna stærri sveit- arfélaga starfa umferðarnefnd- ir, sem fara í umboði sveitar- stjórna með umferðarmál, líkt og bygginganefndir fara með lóða- og byggingamál. Margar vinna þessar nefndir mjög gott starf, en aðrar minna eins og gengur. Þar sem engar umferð- arnefndir starfa geta öryggis- nefndir komið í þeirra stað og má hugsa sér að Slysavarnafé- lagið, Klúbbarnir öruggur akst- ur, lögregla, íbúasamtök, for- eldrafélög og önnur samtök, auk einstaklinga, standi að stofnun þeirra. Frumkvæðið þurfa ein- hverjir fyrrnefndra aðila að hafa, t.d. deildir SVFÍ. Verkefni samstarfsnefnda af þessu tagi geta verið margvísleg. Lagt hefur verið til að gerð verði Ffíi IIMFtHBAR m fíiRi 29 könnun á umferðaraðstæðum og umferðarmannvirkjum og gerð- ar tillögur til yfirvalda um úr- bætur. Þau atriði sem vert er að hyggja að eru: Ásigkomulag merkja og merkinga, hættulegar aðstæður hvers konar, lýsing umferðarmannvirkja og þörf á hjólreiða- og göngustígum. Sett verði upp skilti við að- og út- keyrslur þéttbýlisstaða með áminningum til vegfarenda, í samráði við Umferðarráð. Um framkvæmdir er nauðsynlegt að leikmenn hafi samráð við þá starfsmenn sveitarfélaganna sem með þessi mál fara, svo og við lögreglu og vegagerðarmenn. Þá hefur verið mælst til þess að sérstakar umferðarvikur verði haldnar út um allt land. Hugsanlega gætu þær verið tvær, ein að vori og önnur að hausti. Um framkvæmd þeirra verður að nást víðtækt samstarf allra þeirra sem lagt geta mál- inu lið. í tengslum við umferð- arvikurnár verði haldnir borg- arafundir um umferðarmál og að þau verði á dagskrá sem víð- ast á fundum félaga og klúbba. Er Umferðarráð reiðubúið að leggja sitt af mörkum til slíkra funda. Þess má geta að lögreglan mun taka sérstaklega til um- fjöllunar fjögur viðfangsefni og helgar hverju þeirra eina viku. Þau eru: í maí: „Hjólreiðamenn og ökumenn léttra bifhjóla og bifhjóla." í júní: „Hegðun veg- farenda við gangbrautir og um- ferðarljós." I september: „Öku- hraði í nágrenni skóla.“ í októ- ber: „Ölvun við akstur og eftirlit með búnaði bifreiða, svo sem ljósabúnaði." Það er von Umferðarráðs að lögreglunni verði veitt liðsinni við framkvæmd þessara við- fangsefna og lögð er áhersla á að umferðarvikur fari fram í fullu samstarfi við löggæslu á hverj- um stað. í Kópavogi hafa þegar verið gerð drög að dagskrá um- ferðarviku þar í bæ í haust. Hef- ur samstarfsnefnd skipuð full- trúum skólanefndar, umferðar- nefndar, lögreglu og tæknideild- ar bæjarins undirbúið vikuna. Dagskrá hennar verður eitthvað á þá leið, að haldnir verða fundir í skólum og með eldri bæjar- búum, auk almenns borgara- fundar um umferðarmál. Efnt verður til teiknimyndasýningar og sýndar kvikmyndir um um- ferðarmál og fram fara góðakst- urs- og hjólreiðakeppnir. f tengslum við dagskráratriðin verður kynning á ýmsu sem snertir umferðar- og skipu- lagsmál á stofnunum bæjarins. Þá má ekki gleyma skólunum. Þeir hafa margir sinnt verkefn- um um umferðarmál með mikl- um ágætum, en víða má samt úr þeim málum bæta. í þeim má efna til funda um umferðarmál, gjarnan með foreldrum. Þá er mikilvægt að nemendur fái að- stoð er þeir vinna að verkefnum um umferðarmál og þeim gefist kostur á vettvangferðum og könnunum, t.d. í samstarfi við tæknimenn sveitarfélaganna. Vélhjóla-unglinga má gjarnan aðstoða við stofnun klúbba og að efna til góðaksturskeppni þeirra. Víðsvegar um landið var unnið mikið og merkilegt starf í tengslum við hægribreytinguna 1968. Það væri mikilvægt, ef leit- að væri til þeirra sem þá stóðu fremstir í flokki og rifjað upp hvað gert var. Vafalaust má sækja til þeirra dýrmæta reynslu og hagnýta ýmislegt af því sem gert var. Það er mikilvægt að allir beiti sér fyrir því, hver á sínum vett- vangi, að umferðarmál verði sem mest til umfjöllunar á árinu. Þetta á ekki síst við þá sem eru félagar í hinum fjölmörgu frjálsu félagasamtökum víðsveg- ar um landið. Einmitt á þeim vettvangi hefur oft sannast hverju menn fá áorkað með sam- takamætti sínum. Umferðarráð vill sérstaklega hvetja alla þá smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar f húsnæöi 1 f / boöi^ \ Eignamiðlun Suðurnesja Eínbýlishú* steinsteypt 96 fm + kjallari, 35 fm bílskúr. Ekkert áhvílandi. Vel staösett. Verö kr. 1.550 þús. Góö 3ja herb. hæö viö Sunnu- braut. Sér inngangur. Glæsileg íbúö. Verö kr. 900 —950 þús. Grindavík 3ja herb. íbúö viö Dalbraut ásamt bilskúr. Verö kr. 660 þús. Glæsilegt einbýlishús 138 fm ásamt góöu geymsluloftl og kjallara undir öllu húsinu. Verö 1800 jiús. 180 fm einbýlishús viö Vikur- braut í góöu ástandi. Verö 1100 þús. 128 fm glasilegt einbýlishús viö Hvassahraun. Eign í sérflokki. Bilskúr 55 fm. Verö 1850 þús. Raóhús í smfóum rúmlega fok- helt. Verö kr. 950 þús. I D Gilmli / Edda, Mímir, Glitnir, i fundi 26.3. frestaö til 16.4. Krossinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 aö ÁLfhólsvegi 32. Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja heldur almennan félagsfund í Fjölbrautaskóla Suöurnesja á morgun, sunnudag 27. mars, kl. I 15.00. Gestur fundarins er Séra Sveinbjörn Svelnbjörnsson í Hruna. Félagar mætiö vel og j stundvíslega. stjórnin. Tilkynning fré félaginu Anglfu Síöasta kafflkvöld fólagsins veröur aö Aragötu 14, nk. þriðjudagskvöld 29. mars kl. j 20.00. Brian Holt segir frá. Þetta er ennfremur síöasta kennslu- kvöld félagsins í vetur. Kennsla hefst aftur í haust. Anglíufélagar fjölmenniö. Stjórn Anglíu. | Félag kaþólskara leikmanrta heldur fund í félagsheimilinu við Hávallagötu 16 nk. mánudag 28. mars. kl. 20.30. Sýnd veröur kvikmynd um þjáningar og dauöa Krists. Stjórn. F.K.L. Kvenfélag Keflavíkur Páskabingó veröur haldiö miö- vikudaginn 30. marz kl. 8.30 aö Hafnargötu 80 (Víkin). Konur takiö börnin meö. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 27. marz: 1. Kl. 10 Skíöagönguferö um Kjósarskarð. Fararstjóri: Sigurö- ur Kristjánsson. Verö kr. 150. 2. Kl. 13 Meöalfell (363 m) — gönguferö. Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. Verö kr. 150. Farið frá Umferöarmiöstööinnl, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorölnna. Ferðafélag Islands. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, laugardag, veröur barna- samkoma kl. 16.30. Á morgun, sunnudag, veröur almenn sam- koma kl. 17.00. Veriö velkomin. Keflavík Slysavarnadeild kvenna Kefla- vik, aöalfundur veröur haldinn í lönsveinafélagshúsinu Tjarnar- götu 7, mánudaginn 28. mars kl. 9.00. Nefndin. Heimatrúboðið Almenn samkoma á morgun, pálmasunnudag, kl. 20.30. Allir velkomnir. ÍIÍJHHHHÍÍ ÚTIVISTARFERÐIR Lækjargötu 8, sfmi 14808 Símsvari utan skrifstofutima. Sogin — Lambafellsgjá Sunnud. 27. mars kl. 13.00 Gengið um litfagurt útbrunniö hverasvæöi á miöjum Reykja- nesskaga. Eitthvaö annaö skemmtilegt veröi færöln slæm. Leiösögn: Kristján M. Baldurs- son. Tunglskinsganga Mánudagskvöld 28. mars kl. 20.00 Göngum í Bessastaöanes, skoö- um Skansinn, heilsum upp á Óla og Völu og tökum sporlö vlö fjörubál. Sjáumst. 1 i,y«j UTIVISTARFERÐIR Sími 14806, simsvari utan skrifstofutíma. Páskafrí með Útivist 1. .Þórsmörk 31. mars — 5 d. F#tj. Ágúst Björnsson. 2. Þórsmörk 2. apríl — 3 d. Fstj. Áslaug Arndal og Berglind Kára- dóttir. Nýr, hlýr og notalegur skáli. Fjörugar kvöldvökur meö söng og glensi. Björgvin Björg- vinsson, myndlistarkennarl leiö- beinir þeim sem óska um teikn- ingu og/eða málun. 3. Fimmvöröuháls 31. mars — 5 d. Fstj: Hermann Valsson. Óbyggöaferö fyrir alla. Gist í skála á Hálsinum í 3—4 nætur. Fariö á jökla á gönguskíöum. 4. Öræfasveit 31. mars — 5 d. Fstj. Ingibjörg Ásgeirsd. og Styrkár Sveinbjarnarson. 5. Snæfellsnes 31. mars — 5 d. Fstj. Kristján M. Baldursson. Útl- vistarferöir eru öllum opnar. Útl- vera er öllum holl. Velkomin í hópinn. Frítt f. börn til 7 ára, hálft f. 7—15 ára. Sjáumst. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ÉFélogsstarf Sjálfstœðisfíokksins | Kosningaskrifstofan Keflavík Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Keflavík er að venju í Sjálfstæðishúsinu og er opin daglega kl. 14—18. Sími 2021. Stuðningsfólk, hafið samband við skrifstof- una. Athugið aö utankjörfundaratkvæöagreiðsla hefst laugardag 26. mars. Sjálfstæðisfélögin í Keflavík. Akranes Fundur veróur haldinn i Sjálfstæöishúsinu aö Heiöargeröi 20, sunnu- dagsmorguninn 27. marz kl. 10.30. Fundarefni: 1. Jóhannes Finnur Halldórsson. bæjarrltari, kynnlr starfseml bæjar- skrifstofunnar. 2. Almennar hringborösumræöur. Sjálfstæöisfólk mætiö vel og fáiö ykkur morgunkaffi. Stjórn fulltrúaráós Siálfstæólsfélagana á Akranesi. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu veróur haidinn þriöjudaginn 29. mars nk. kl. 20.30 í samkomuhúslnu í Garöi. Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi mæta á fundinn og af þeim taka til máls Matthías A. Mathiesen, Salóme Þorkelsdóttir og Ellert Eiríksson. Stjórnln. Vestfirðingar — Vestfirðingar Kjördæmisráö Sjálfstæöisflokksins á Vestfjöröum efnlr tll almennra stjórnmálafunda. Framsögumenn veröa efstu menn á framboöslista flokkslns vlö næstu alþingiskosningar. Þeir: Matthías Bjarnason, alþingismaöur, Einar K. Guöfinnsson, útgeröarstjóri, Hilmar Jónsson, sparisjóösstjórl, Engilbert Ingvason, formaöur kjördæmisráös. Fundir veröa í félagsheimilinu á Bildudal næstkomandi laugardag kl. 14. á Patreksfiröi í félagshelmilinu næstkomandi sunnudag kl. 15 og Tálknafiröi i Dunhaga næstkomandi sunnudag kl. 20.30. Sjálfstæólsflokkurlnn. Spilakvöld — félagslíf Félög sjálfstæöismanna í Laugarnes- og Háaleitishverfi halda splla- kvöld mánudaginn 28. marz í Valhöll, Háaleltisbraut 1. Spiluö veröur félagsvlst og hefst hún kl. 20.30. Góö verölaun — kaffiveltingar — hlaöborö. Stjórnlrnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.