Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 13 Hækkun skattstiga, sem leiðir til rýrnandi skattstofna, er vafasöm tekjuleið fyrir ríkissjóð til lengri tíma litið. Lækkun skattstiga, sem verkar hvetjandi í þjóðlífinu, kann hinsvegar að stækka skattstofnana og gefa ríkissjóði meiri tekjur er fram líða stundir. Það þarf líka að gæta hófs í eignasköttun. Einstaklingur, sem sparar, með innstæðu í lánakerfi þjóðarinnar (sem fjármagnar m.a. atvinnuvegi okkar) eða íbúð, svo dæmi séu tekin, á ekki að sæta verri kostum en sá, er eyðir öllum aflatekjum. Er réttlætanlegt að sískatta tekjur, sem breytt er t.d. í íbúðareign, en einskatta ef eytt er jafnharðan? Eiga skattareglur að stuðla að sparnaði eða eyðslu? Skattareglur svara stundum á annan veg en þjóðhagsleg sjón- armið í þessum efnum. SKATTHEIMTA ER ÓH JÁKV ÆMILEG Hið opinbera", ríki og sveit- arfélög, verða að fá tekjur til að mæta útgjöldum. Skoðanir eru ekki skiptar um það efni. Hinsvegar greinir menn á um, hve hátt hlutfall af þjóðartekjum eigi að ganga um „hendur" opinberrar ráðstöfunar, sem og um skatta- reglur, en skattastefna er eitt af stjórnsýslutækjum rétt kjörinna valdhafa í þjóðfélaginu. Það þarf því að mörgu að hyggja við mótun slíkrar stefnu. Þegar stöðnun segir til sín í þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- ur, sem til skipta koma, dragast saman, ber ríkisvaldinu að draga saman segl um eyðslu og skatt- heimtu. Þveröfugt hefur verið far- ið að, því miður. Síðastliðin fjögur ár hefur keyrt um þverbak í hverskonar skatt- heimtu, bæði í tekju- og eigna- sköttun og verðþyngjandi skött- um, sem við greiðum í verði nauð- þurfta og þjónustu frá degi til dags. Það er því meir en tímabært að skattþegnar hugi að sátt milli lýðs og landsstjórnar um fast- ákveðið „þak“ á opinbera skatt- heimtu sem hlutfalls af þjóðar- tekjum. Skattheimta er óhjá- kvæmileg til að mæta margs kon- ar sameiginlegum kostnaði, en hún má ekki keyra fólk og fyrir- tæki í viðjar stöðnunar, fátæktar og allsráðandi ríkisforsjár. Þeir valkostir í skattamálum, sem finna má í nýbirtri stefnu- yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins, koma í aðalatriðum heim og sam- an við þau sjónarmið, sem sett hafa verið fram í þessum grein- arstúf. En þjóðin semur stefnu- mörkun sína við kjörborðið, eins í skattamálum se öðrum þáttum samfélagsins. Nú er einstakt tækifæri til að eignast nýjan BMW Við seljum síðustu bílana af BMW árgerð 1982 á ótrúlega hagstæðu verði Samkv. gengi 15/3 '83 BMW315 BMW316 Verðnú kr. 259.500.- RMW318Í Verðnú kr- 310.000. Annars kr. 288r0ð0.- Annars kr. 3j58í600. Verðnú kr. 285.000.- BMW 320 Verönú kr- 339.400. Annars kr. 33G?4O0.- Annars kr. ^J4r000. BMW518 v4erð"ú 347 000 - BMW520Í v^"ú Annars kr. 3j}0.000.- Annars kr. 4£0:000. Missið ekki af þessum hagstæðu kaupum, og tryggið ykkur bíl sem fyrst. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 HEIMIUSIÆKI BARNAFÖT HÚSGÖGN MATVÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.