Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 ALÞINGISKOSNINGARNAR Á sameiginlegum framboðsfundi á Reyðarfirði: ---------------------------—%----------— ■ Iðnaðarráðherra kveinar, vælir og brigslar öðrum um - sagði Halldór Asgrímsson um málflutn- ing Hjörleifs Guttormssonar vegna kfsilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð MÁLFLUTNINGUR stjórnarliða á sameiginlegum fundi frambjóðenda í Austurlandskjördæmi sem haldinn var á Reyðarfírði sl. mánudagskvöld einkenndist af ásökunum hvers í garð annars. Framsóknarmenn ásökuðu Alþýðubandalagið fyrir að standa í vegi fyrir lagfseringum á efnahagsástandinu, sem allir voru sammála um að hefði sjaldan verið verra. Alþýðubandalagsmenn ásök- uðu framsóknarmenn á móti fyrir að vilja lögbinda niðurtalningu á laun o.fl. Fundinn sóttu um 80 manns og að sögn heimamanna bjuggust marg- ir við yfírlýsingum iðnaðarráðherra um kísilmálmverksmiðju í Reyðar- fírði, en ekkert nýtt kom fram varð- andi hana á fundinum. Stefánsson sagði vá framundan I atvinnumálum. Hann kom að ÍSAL-málinu og sagði iðnaðar- ráðherra hafa „eytt öllu púðrinu í að senda skeyti og gefa yfirlýs- ingar“, — allt sem hann hefði komið nálægt væri „aðeins innan seilingar og á stefnuskrá". Ráð- herrana sagði hann smákónga sem ættu að víkja, þeir væru með allt niður um sig og kjósendur ættu að gefa þeim spark. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins töluðu Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson. Sverrir sagði m .a. að sjálfstæðismenn hefðu lofað stjórnarliðum að lögbinda bráða- birgðalögin frá í ágúst sl. til að „Þú verður að koma með okkur á fundinn á Egilsstöðum annað kvöld, því við munum ella sakna ýlustrás,“ svaraði Sverrir Hermannsson einum aðal- frammíkallaranum á fundinum, við mikinn hlátur fundarmanna. „Trúður,“ kallaði sá hinn sami á móti. Ljósm. Mbl. Matthias G. Péturason. Tveir til þrfr frambjóðendur töl- uðu fyrir hvern framboðslista í þremur umferðum. Dregið var um röð listanna. Ræðumenn Fram- sóknar voru þrír og kom m.a. fram í ræðu Halldórs Ásgrfmssonar hörð ádeila á iðnaðarráðherra sem hann sagði kveina og væla og brigsla öðrum um að hafa eyðilagt frumvarp sitt, svo endanleg ákvörðun um kfsilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði lægi ekki fyrir. Sagði hann fullkomna ein- ingu um málið milli allra þing- manna í kjördæminu. Alþýðubandalagsmenn voru þrír. Sveinn Jónsson sagði Al- þýðubandalagið enn krefjast úr- sagnar úr NATO og að herinn færi burt. Hjörleifur Guttormsson sagði þá fúsa til að standa reikn- ingsskil gjörða sinna, en sagði leið Framsóknar einvörðungu niður- talningu á kaupi. Þá sagði hann Framsókn bjóða upp á samstarf við svartasta fhaldið eftir kosn- ingar. Tveir alþýðuflokksmenn ræddu landsmálin. Guðmundur Árni sýna fram á gagnsleysi þeirra. Verðbólgan væri nú komin í þriggja stafa tölu. Við værum að sökkva á kaf f erlendum skuldum. Hann minnti á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði áður tekið við vinstra þrotabúi og komið þjóðar- skútunni á réttan kjöl. Það gæti flokkurinn einnig gert nú, ef hann fengi til þess fylgi. Egill Jónsson gerði sfhækkandi raforkuverð að umtalsefni. Hann sagði sjálfstæð- ismenn hafa staðið með stjórnar- liðum að skattlagningu til að jafna húshitunarkostnað, en fjármálaráðherra hefði ekki stað- ið skii á stórum hluta þess fjár- magns. Bandalag jafnaðarmanna átti tvo fulltrúa á fundinum. Grétar Jónsson las úr stefnuskrá banda- lagsins, en Júlíus Þórðarson varði ræðutíma sfnum til fjölbreytilegs umræðuefnis. Hann kvað stefnu Framsóknar i efnahagsmálum fela í sér að „lögbinda allt svínarí- ið“. Þá ræddi hann vaxtarlag með- frambjóðenda og sagði alþýðu- bandaíagsmenn háa og granna, sem hann öfundaði þá af. Þá kvað hann kynlegt að þeir virtust aldrei verða sköllóttir. Einn frambjóð- anda Framsóknar sagði hann nokkuð vel vaxinn, en með haus eins og naut, þá reifaði hann einn- ig vangaveltur sínar um karl- mennsku meðframbjóðenda. Júlf- us sagði f lok ræðu sinnar að byggja ætti yfir Fagradalsveg, Austfirðingar hefðu fengið dalinn ókeypis á sínum tíma og þar af leiðandi gætu þeir lagt fjármagn í yfirbyggingu hans. Ræðumenn fengu flestir góðar undirtektir fundarmanna. Nokkuð var um frammíköll en fyrirspurn- ir voru ekki leyfðar á fundinum. F.P. Kosningastefna AJþýðuf lokksins: „Lífskjaratrygging“ rík- isins í stað vísitölubóta Frá því að slitnaði upp úr 12 ára samstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, viðreisnar- stjórninni, sumarið 1971 hefur Al- þýðuflokkurinn tæplega borið sitt barr. Honum tókst þó að sópa að sér fylgi í þingkosningunum 1978 fyrir tilstilli nýrra manna eins og Vilmundar Gylfasonar og með því að sigla þétt upp að Alþýðubanda- laginu og berjast fyrir „kjörum verkafólks" undir slagorðinu „samningana í gildi“. 1. september settist Alþýðuflokkurinn svo i rík- isstjórn undir forsæti ólafs Jó- hannessonar, Framsóknarflokki, og með þeim Svavari, Ragnari og Hjörleifi úr Alþýðubandalagi. Þessi ríkisstjórn sat aðeins rúm- lega ár og er hennar einkum minnst nú vegna ólafslaganna svonefndu sem sett voru að frum- kvæði Alþýðuflokksins, en dugðu þó ekki til að halda ráðherrum hans í stjórn. Á meðan flokksfor- maðurinn, Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, sat þing Sam- einuðu þjóðanna í New York haustið 1979, ákvað þingflokkur krata að nú skyldi Benedikt hætta setu í ríkisstjórn ólafs Jóhannes- sonar og þeir Magnús H. Magnús- son og Kjartan Jóhannsson með honum. Var Benedikt tilkynnt þetta við komuna til landsins. Síð- an varð hann forsætisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins, rauf þing með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og var kosið 2. og 3. desember 1979 með þeim afleiðingum að Gunnar Thor- oddsen myndaði þá stjórn sem enn situr og hefur jafnvel gengið verr glíman en öðrum vinstri stjórnum síðan 1971. Alþýðuflokkurinn tapaði tölu- verðu fylgi I þingkosningunum 1979 miðað við hin góðu úrslit 1978, en þá hlaut hann 22% at- kvæða, en 17,5% 1979. Benedikt Gröndal lét af formennsku í flokknum haustið 1980 og var skipaður sendiherra í Svíþjóð af ólafi Jóhannessyni sl. sumar. í sveitarstjórnarkosningunum vorið 1982 minnkaði fylgi Alþýðuflokks- ins enn og eftir að Vilmundur Gylfason hafði tapað í varafor- mannskjöri fyrir Magnúsi H. Magnússyni, sagði hann sig úr Al- þýðuflokknum 18. nóvember 1982 og stofnaði eigin stjórnmálaflokk. Allir þessir atburðir og ekki sist úrsögnin úr ríkisstjórninni i október 1979 setja mark sitt á Al- þýðuflokkinn. Það er engu likara en forystumenn hans séu enn að jafna sig eftir „sjokkið". Hver sem vill, getur séð, að úrsögnin úr rik- isstjórninni hefur alls ekki skilað Alþýðuflokknum þeim árangri sem hann ætlaði og frá kosninga- sigrinum 1978 hafa flokknum ver- ið mislagðar hendur í baráttunni um atkvæðin. Til dæmis var ekki einleikið hve skipuleggjendum flokksins mistókst margt í borgar- stjórnarkosningunum i Reykjavík í maí 1982. Fyrir kosningarnar nú er það megininntakið í stefnu Alþýðu- flokksins að „betri leiðir bjóðist en þær sem beitt hefur verið sl. 12 ár, og við viljum láta á þær reyna", eins og Kjartan Jóhannsson flokksformaður kemst að orði i kosningabréfi. Þar segir einnig; „Okkar stefna felur það i sér, að hætt verði að bjarga sér á skammtímaráðum, sem endast einungis fáeina mánuði. Við vilj- uirt breyta stefnunni i atvinnu- málum, þannig að það fé, sem nú fer í óhóflegan togarainnflutning, útflutnin^sbætur og hallærislán, fari í að skapa ný, arðbær störf. Vísitölukerfið er úrelt. I stað þess viljum við samning um launa- il <u iv -I 'í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.