Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 25 Frambjóóendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum 23. apríl vilja opiö stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra._____________________________ Þess vegna erum viö tilbúin aö hitta ykkur aö máli og skiptast á skoöunum til dæmis í heimahúsum, á vinnustööum eöa hjá félögum og klúbbum. Síminn okkar er 82900 eða 82963 — hafiö samband FRAMBJÓDENDUR SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS í REYKJAVÍK. Verðkönnun Neytendasamtakanna á Akureyri: Allt að 29,8% verðmunur Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni hafa framkvæmt verð- könnun á Akureyri og Svalbarðseyri og var hún gerð 23. marz síðastlið- inn. í fréttabréfi samtakanna segir að nokkrar nýjar vörutegundir hafi verið teknar í þessa verðkönnun. Mikill munur hafi komið fram á hæsta og lægsta verði hverrar teg- undar, eða alls á 26 tegundum kr. 177,85, þ.e. hæsta samanlagt verð var 29,8% hærra en hið lægsta. Er þetta nánast sama prósentuhlut- fall og síðast er kðnnun var gerð. Ekki var reiknað út samanlagt verð, þar eð innan við helmingur tegunda var til í öllum verzlunum. Hér fer á eftir listinn yfir vör- urnar, sem sýnir verðmismuninn milli verzlana: Ný ferðaskrifstofa, Ferðaval, hefur opnað í Kirkjustræti 8 Ferðaval mun leggja áherslu á ferðir með ms. Eddu til Bremerhaven og rútuferðir um Þýskaland í sumar. Ferðaval mun hafa alla almenna ferðaþjónustu og farseðlaútgáfu innanlands sem utan. Einnig sér Ferðaval um íslandsferðir í samvinnu við erlendar ferðaskrifstofur og er von á 200—300 Þjóðverjum og Belgum í sumar og mun Snæland Grímsson hf. sjá um þær hálendisferðir. Eigendur Ferðavals hf. eru Snæland Grímsson hf., Lárus Sigurðsson, Friðrik Björgvinsson og Kjartan Stefánsson. Ari Gíslason hefur skráð fjölda af ættfræðiritum, lengi vel einsog til hliðar við sitt aðalstarf, en hann er kennari að mennt og stundaði kennslu um áratugi. Einnig vann hann yfir 20 sumur að örnefnasöfnun víðsvegar um land, — og að mörgu fleiru hefur hann lagt hönd og látið mikið starf í té svo sem að bindindismál- um, — en þessar línur eiga ekki að vera nein heildarúttekt á ævi- starfi Ara, heldur til að vekja at- hygli á hversu merkur er þáttur hans í nútíma ættfræðiritun. Það eru þrjátíu ár síðan að fyrsta ættfræðiritið birtist eftir Ara, en það var íslenzkt prentara- tal 1530—1950. Þá vann hann að Vestfirzkum ættum I—IV., 1959—1968, ásamt útgefanda þeirra Valdimar B. Valdimars- syni, mikið undurstöðuverk. Þá samdi hann Ættarskrá Bjarna Hermannssonar, 1965, 304 bls. og Bæjarættina, Sögu Gumundar og Ragnheiðar í Bæ á Selströnd, 1972, 118 bls. Ari endurritaði og jók við kaflann um prentara í Bókagerðarmenn, 1976, u.þ.b. 400 bls. Þá lagði hann hönd að Deildartunguætt í tveimur bind- um með Hjalta Pálssyni, 1978, 562 bls. — og þriðjung aðildar vænti ég hann eigi í Borgfirzkum æviskrám, sem áður er um getið. Auk þessa hefur hann skrifað ætt- artölur fyrir hina og aðra. Síðust viðbót við ættfræðiverk Ara eru áðurnefndar bækur tvær, Æviskrár Akurnesinga og Niðja- tal Páls Breckmanns, 160 blaðsið- ur. Sú bók snertir aðallega ættir fólks á Snæfellssnesi norðanverðu, sjálfstætt verk og óviðkomandi æviskránum. Þessu greinarkorni er ekki ætl- að að vera fræðileg úttekt á þess- um nýútkomnu ritum, til þ«ss skortir mig kunnugleika, heldur miklu fremur ábending til þeirra lesenda, er fer fjölgandi sem ekki vilja láta framhjá sér fara bækur um ættfræði og skyld efni. Með þessum tveimur siðustu bókum Ara eykst enn hlutur hans í ís- lenzkri ættfræðiritun, og um leið og þökk er goldin, læðist sú fróma ósk fram í hugann að honum megi auðnast að ljúka þessu stórvirki, — og þeim borgfirzku görpunum þremur. — eftir Indriða Indriðason Ari Gíslason: Æviskrár Akurnesinga I. 1982. Sami: Niðjatal Páls Breckmanns. 1982. Á undanförnum árum hefur mikið kveðið að Sögufélagi Borg- firðinga á vettvangi ættfræðirit- unar með útgáfu á hinu umfangs- mikla verki, Borgfirzkar æviskrár. Á árunum 1969—1979 komu út 6 stór bindi á vegum félagsins, alls yfir 3.200 blaðsíður með meira en mynd á síðu til jafnaðar, vönduð að útliti og frágangi. Ætlun fé- lagsins er að gefa út æviskrár, „allra þeirra manna, karla og kvenna, er átt hafa heima í Borg- arfarðarhéraði, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðarsýslum og Ákranes- kaupstað, og eitthvað er um vit- Ari Gíslason að“. Höfundar þessa verks eru þrír þekktir ættfræðingar, borgfizkir: Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason og Guðmundur Illuga- son. Ætla má að útgáfu þessa verks sé u.þ.b. að hálfu leyti lokið eftir því að dæma hversu langt er komið í stafrófi, en þó þarf sú um- sögn nokkurrar skýringar við varðandi Akurnesinga. í ævi- skránum voru teknir með samkv. upphaflegri áætlun íbúar á Akra- nesi er uppi voru fyrir 1930. Hin öri vöxtur kaupstaðarins síðustu áratugina gerði það að verkum að hentara þótti að gefa út æviskrár Akurnesinga sérstaklega hvað varðar síðari tímann. Var Ari ráð- inn til þess verks, en hann á heima á Akranesi. Um næstliðin jól kom út fyrsta bindi þessa verks, Æviskrár Ak- urnesinga I., samt að útliti og frágangi og hinar æviskrárnar. Þetta bindi er 354 bls. og með 798 myndum. Höfundur segir í for- mála að ráðgert sé að Æviskrár Akurnesinga verði í 4 bindum. Annað bindi er væntanlegt á þessu vori (1983), milli sumarmála og Hvítasunnu, og hin bindin tvö væntir höfundur að komi út á hausti 1984 og vori 1985. Þetta fyrsta bindi nær í starfófi frá A að Fróði yfir hálfrar aldar bil í íbúasögu Akraness (1930—1980). Þetta er mikið þol- inmæðis- og nákvæmnisverk, og verður hrein náma fróðleiks þegar því er lokið, um þennan stað og það fólk er hann byggir á þessu tímaskeiði. Þeir vita gerzt sem þessum rit- störfum eru vanir, hvílik óhemju vinna liggur til grundvallar svona verki, um efnisöflun og úrvinnslu. Það má engan furða þó rekast kunni á skakkan tölustaf í dag- setningu eða ártali. Við gerð slikr- ar bókar verður aldrei hægt að fullu að útiloka slfkt, en þess hátt- ar villur hygg ég að hafi verið í lágmarki í Æviskrám Borgfirð- inga frá upphafi. Akureyri og Svalbarðseyri 23. 3. 1983 .. . KCb Verðkönnun á KSP Svalb.eyr1 KEA Strandgötu KEA Sunnuhl Hri Haqkflui 13.45 9.85 12.95 8,10 13,95 9.55 Molaaykur mokka Sykur Borðsalt Hvalti Hrisgrjón River Maggi blómkálssúpa Mjólkurkex Frón Hafragrjón OTA Ritz saltkex Gr. baunir Ora Gr. baunir KJ Rauókál Ora App.safi Floridana App.safi Tropicana Tómatsósa Llbbýs Majónes Gunnars Egg App.marmel. Flóra WC pappir Serla Eldhúsrl. Serla Pvottaduft VEX Uppþv.l. Hreinól Uppþv.l. Palmolive Tannkrem Colgate Handsápa Lux K*d • grill krydd Juvel Hveiti 5oo g 35,50 27.3o 28,6o 27.3o 28.75 13,00 17,5o 14.45 17,30 15.4o 75o g 97,6o 81,20 «l,5o 51bs 81.2o 77.15 75,10 74.4o 15,65 14,4o 16,85 14,4o 12,25 16,95 15.55 434 g 9,95 12.25 9.95 8.45 Ll,5o lo.85 24,8o 24,8o 24.8o 25,00 21, lo 24,70 21.55 33,90 33,35 31.7o 33,35 32.9o 95o g 24,9o 26.1o 26 . lo 2o,75 2 4,10 21.9o 16, lo 16,25 16,25 16.25 13.8o 16.05 13.65 15.20 15,20 15.2o 12,95 13.65 13.55 38,7o 35.35 3o,o5 34.75 3o.65 8.25 8.25 9,7o 8.25 8,25 7,oo 8.25 10,25 9.15 7,8o 11.25 fi. Ifl 22.6o 20.85 19,25 17.7o 19,05 18.6o 34o q 2o.65 20.65 17,55 17,60 66,00 56,00 57.00 68,75 27.90 27.9o 19,45 5oo g 19,6o 18.85 18.95 16,65 18,9o 33.5o 33, So 33,oo 25,9o 26,2o llo,8o 10,45 lo2.6o 1 lo, 8o lo2,6o 92,lo 14,45 12.05 lo, 3o 23,05 29,5o 25,7o 28,75 5oo g 21.85 21,85 2o,75 27.95 14o q 7.35 6,20 7,30 6,20 6,75 9o q 12.85 17,70 16.95 17,70 14,50 1 bréf 16.1o 21.90 21,50 18,60 Tvö ættfræðirit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.