Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 „Viö gáfum bátnum stöövun- armerki, en hann hlýddi þvi ekki strax og spurði um heimild okkar til aö stöðva ferð sína,“ sagði Þor- valdur Axelsson, sem var skip- herra á Ægi við tökuna á Einari Benediktssyni BA 377 í samtali við Morgunblaðið, skömmu eftir að varðskipið hafði fært Einar Benediktsson til hafnar í Hafnar- firði í gær. Bjargaði honum af sökkvandi trillu. „Við skýrðum það út fyrir honum og sögðumst ætla að koma um borð til eftirlits. Hann stöðvaði skipið og fimm menn frá okkur fóru um borð. Skipstjórinn var fenginn hingað um borð í varðskipið með skjöl skipsins og það kom í ljós að haffærnisskírteini var útrunnið. Varðskipsmenn ganga frá borði. jfl | . Einar Benediktsson kemur til hafnar í Hafnarfirði. Ægir færði Einar Benediktsson til hafnar: 1. stýrimaður Ægis leysti skipstjórann af Ég leysti hann þá formlega frá störfum sem skipstjóra og lét yfir- stýrimann Ægis, Halldór Gunn- laugsson, taka við hans störfum og ferðin hingað til Hafnarfjarðar gekk í alla staði vel. Skipstjórinn óskaði að fá að vera um borð í Ein- ari og það var leyft," sagði Þorvald- ur. „Ég var þarna bara að fram- kvæma emþættisskyldu mína og skipstjórinn hegðaði sér í hvívetna óaðfinnanlega. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við hittumst, þvf fyrir nokkrum árum átti ég því láni að fagna að bjarga honum af sökkvandi trillu út af Vestfjörðum, þannig að ég vona að okkur sé ekki illa hvorum við annan," sagði Þor- valdur ennfremur. Hluti skipshafnar Einars Benediktssonar BA377 í brúnni. Taldir frá vinstri: . . , , Guðmundur Guðmundsson, háseti, Skúli Sævarsson, háseti, Árni Sigurösson Kostar okkur tekjutap. j stýrimaður, Þorvaldur Guðmundsson, háseti, Níels Hansen, kokkur og „Það er furðulega að þessu stað- Óskar Aðalsteinsson, 1. vélstjóri. MorfcunblaAíð/RAX. ið. Við áttum pantaða löndun hér í Hafnarfirði á mánudaginn og þá hefðum við komið inn, svo að það var óþarfi að færa skipið til hafn- ar,“ sögðu skipverjar á Einari Benediktssyni, þegar Morgunblaðið ræddi við þá i gær, eftir að lagst hafði verið að bryggju í Hafnar- firði. Þá kom einnig fram hjá skipverj- unum að það kostaði þá tekjutap að skipið væri kyrrsett. Þeir sögðu að varðskipsmenn hefðu 1 alla staði komið mjög vel fram og ferðin til Hafnarfjarðar gengið mjög vel. Meiri linkind ef eitthvað er. „Ég á að gefa út það haffærni- skírteini sem þarf og ég kannast ekki við að hann hafi fengið undan- þágu. Að vísu tel ég að hann hafi farið fram á það, hann hringdi ein- hvern tíma frá Vestmannaeyjum varðandi það, en fékk ekki undan- þágu,“ sagði Páll Guðmundsson hjá Siglingamálstofnun um þá stað- hæfingu Níelsar Ársælssonar, skip- stjóra á Einari Benediktssyni, (sem kemur fram í Morgunblaðinu I gær) að hann hafi verið með und- anþágu vegna haffærniskírteinis til 15. apríl. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri er í fríi eins og er. Það kom fram hjá Páli að frest- urinn til að lagfæra það sem Sigl- ingamálastofnun hefur fundið að- finnsluvert við búnað Einars Bene- diktssonar, hefur oft verið fram- lengdur, svo að ásökun um hefndar- aðgerðir væri algerlega úr lausu lofti gripinn, ef eitthvað væri þá hefði verið sýnd meiri linkind en almennt væri með skip, sem væru keypt gömul til landsins. „Hann lætur úr höfn hér í Hafn- arfirði eftir að pappírar eru út- runnir og það er þess vegna sem við látum stöðva hann á Tálknafirði og förum fram á að rannsókn fári fram á ferðum hans. Forsagan er raunar miklu lengri. Skipið var bil- að frá því í nóvember fram í febrú- arlok og lá á Tálknafirði. Þá var haffærniskírteini útrunnið, en hon- um er gefin mánaðarundanþága til að koma málum sínum í lag og það var ekki gert,“ sagði Páll. Aðspurður um hvort einhver við- urlög væru við því að leggja úr höfn án haffærniskírteinis sagði Páll, að eftir að sjópróf hefði farið fram, sem ekki væri annað en rannsókn, væri það saksóknara að taka af- stöðu til þess, hvað gert yrði. „Það eru þó nokkuð mörg atriði sem er eftir að lagfæra, og nú er einnig komið að hinni hefðbundnu árlegu skoðun á skipinu," sagði Páll aðspurður um það sem þyrfti að lagfæra um borð í Einari. Hljómsyeitin Mezzoforte: Mjög góðar undir- tektir í Hollandi Kópavogur: Selja heimilispoka „PLATAN gengur mjög velí Hol- landi núna,“ sagði Steinar Berg ís- leifsson, framkvæmdastjóri Steina hf. og Mezzoforte, í samtali við blaðamann Mbl., er hann var inntur eftir gengi hljómsveitarinnar erlend- is síðustu daga. „Litla platan var í 74. sæti vinsældalistans í Hollandi f síðustu viku, en stökk nú upp f 32. sæti, sem telst afar gott. Stóra plat- an hefur einnig tekið mjög vel við sér,“ sagði Steinar, „fór úr 42. sæti í síðustu viku í 21. sæti nú, svo það gefur tilefni til bjartsýni.“ f Englandi kvað Steinar litlu og stóru plöturnar vera í 30. sæti. I gær kom plata Mezzoforte út á Spáni, hún er komin út í Portúgal og á Ítalíu og j Frakklandi. Platan er væntanleg í Japan, Vestur- Þýskalandi, Austurríki og Sviss, og samningar eru á byrjunarstigi Myndbands- tæki stolið MYNDBANDOTÆKI var stolið úr bfl þar sem hann stóð við Laufásveg, norðan Skothússvegar, mánudaginn 11. aprfl síðastliðinn. Atburður þessi átti sér stað á milli klukkan 12.00 og 18.30. Myndbandstækið er af gerðinni JVC-7650 og er talið að tækið sé tuga þúsunda virði, samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögregl- unnar. Biður lögreglan þá, sem kunna að hafa orðið varir við þjófnaðinn, að gera Rannsóknarlögreglu ríkis- ins viðvart. milli Steina hf. og CBS-samsteyp- unnar í Bandaríkjunum um mark- aðssetningu í Kanada, Bandarfkj- unum og Suður-Ameríku. í maí er síðan væntanleg ný, lft- il plata frá Mezzoforte í Englandi, og mun titillagið að öllum lfkind- um heita „Rockall", en trúlega verður eldra lag á B-sfðu, hugsan- lega lagið „Stjörnuhrap" sem að- dáendur Mezzoforte munu kann- ast við frá fyrri tíð, að sögn Stein- ars Berg ísleifssonar. Tónleikar á vegum SATT TÓNLEIKAR á vegum SATT verða haldnir í Klúbbnum nk. fóstudags- og laugardagskvöld 15. og 16. aprfl. Föstudagskvöldið koma fram hlómsveitirnar Kikk og Puppets, og á laugardag leika Vaka og Tappi tíkarrass. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.45. Féll úr stiga og slasaðist VINNUSLYS varð í Sementsverk- smiðju rfkisins á Akranesi í fyrradag er maður um þrítugt féll úr stiga niður á gólf. Maðurinn slasaðist talsvert og var fluttur í sjúkrahúsið á Akra- nesi, en þaðan f Borgarspítalann f Reykjavík. Lionsklúbburinn Týr verður með sölu á heimilispokum laugardaginn 16. aprfl. Pokinn inniheldur gólfklút, borðklút, afþurrkunarklút og upp- þvottabursta. Þessa hluti keypti Lk. Týr á vernduðum vinnustöðum og allur ágóði rennur til góðgerðarstarf- semi. Við biðjum borgarbúa að taka vel á móti sölubörnum okkar nk. laugardag 16. apríl. Pokaverð er 100 kr. (Frétutilkynning.) Merkjasala á Suðurnesjum STYRKTARFÉLAG aldraðra á Suður- nesjum gengst fyrir merkjasölu dag- ana 15.—16. apríl nk. Merkin verða seld á kr. 20.00. Stefnt er að því að selja merki fyrir kr. 50.000.00, sem rennur til starf- semi félagsins. Suðurnesjabúar eru beðnir að taka vel á móti merkjasölufólki. Liðlega 1.000 kosið utan kjörstaðar LIÐLEGA 1000 kjósendur höfðu neytt atkvæðisréttar síns utan kjörstaðar í gær, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Friðjóni Skarphéðins- syni, fulltrúa borgarfógeta, á utankjörstaðaskrifstofunni í Reykjavík. Friðjón kvaðst ekki hafa tölur til samanburðar frá síð- ustu kosningum, í maí í fyrra, en sagði að kjörsókn hefði far- ið stigvaxandi undanfarna daga og kvaðst hann búast við að kjörsókn ykist allt fram að kjördegi. Utankjörstaðaskrifstofan er í Miðbæjarskólanum og er opin virka daga frá klukkan 10 til 12, frá 14 til 18 og frá 20 til 22 alla daga nema sunnu- daga, en þá er skrifstofan opin frá klukkan 14 til 18. Utan- kjörstaðaskrifstofan verður opin fram á kjördag. Afmæli 50 ára er í dag 15. apríl Helga Stef- ánsdóttir Drápuhllð 26. Eiginmað- ur hennar er Friðgeir Gunnars- son. Málþing sálfræði- nema um kynjamismun LAUGARDAGINN 16. apríl næstkom- andi kl. 14 gengst félag sálfræðinema fyrir málþingi sálarfræðinnar í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Að þessu sinni verður fjallað um þemað „kynjamismunur". Hug- myndin er að taka efnið fyrir út frá fimm mismunandi sjónarhornum. Frummælendur verða: Fyrir hönd mannfræðinnar Sigríður Dúna Kristmundsd. stundak., fyrir hönd bókmenntafr. Helga Kress lektor, fyrir hönd lífeðlisfr. Guðlaug Torfa- dóttir líffræðingur, fyrir hönd sál- fræðinnar Lára Halldórsdóttir sál- fræðingur og fyrir hönd uppeldisfr. Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor. Flutt verða fimm 20, mínútna framsöguerindi og að því loknu verða almennar umræður. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.