Morgunblaðið - 14.06.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.06.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 3 Reykvíkingar á göngu. Göngudeginum var vída frestað GÖNGUDAGUR fjölskyld- unnar var haldinn í gær á vegum Ungmennafélags ís- lands, en innan þess starfa 202 ungmennafélög. Ekki urðu göngumenn heppnir með veður og víða var göngum frestað eða jafn- vel aflýst með öllu. Skúli Oddsson, fulltrúi Ungmenna- félags íslands, sagði í sam- tali við Mbl. að á Reykjavík- ursvæðinu hefðu um 400 manns gengið, þar af 300 í Reykjavík, 40 í Kópavogi og um 40 í Bessastaðahreppi en göngu var frestað í Kjós. Á Norðurlandi var göngu yfirleitt frestað en í Eyja- fjarðarsýslu gengu um 150 manns. Þá gengu um 100 manns í Dalasýslu og 200 á Snæfellsnesi í mjög slæmu veðri. Þar sem fresta varð göngudeginum er víðast hvar áætlað að ganga um næstu helgi, s.s. í Kjós og í Austur- Skaftafellssýslu þar sem ráð- gert er að hafa tvær göngur. Ekki voru allir eins óheppnir meó veóur. Hér sjást nokkrir þátttakendur göngudagsins í Reykjavík ( blíðskaparveóri. Fiskifélagið: Reynt að fá leyfi til framleiðslu á línubeit- ingavél AF HÁLFU Fiskifélags íslands hef- ur aö undanfórnu verið ’inniö aö því aö afla framleiösluleyfa fyrir línu- beitingavélar hér á landi og yröu þær væntanlega framleiddar á véla- verkstæöi Síldarverksmiöja ríkisins - í Siglufiröi. A þessu stigi eru þrjár vélateg- undir taldar helzt koma til greina, tvær norskar og ein bandarísk. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins Gíslasonar hjá Fiskifélag- inu yrði um gjaldeyrissparnað að ræða ef beitingavélarnar yrðu framleiddar hér, auk þess sem framleiðsla þeirra mundi veita nokkrum vélsmiðum atvinnu. Láta mun nærri að innflutt beitingavél tilbúin til niðursetningar kosti um þrjár milljónir króna. Um 10 línubeitingavélar eru til hér á landi og hafa náðst góð tök á þeim í nokkrum bátum, svo sem Skarfi frá Grindavík, Brimnesi frá Dalvík, Gunnjóni úr Garðinum, Haraldi frá Akranesi og bátum frá Hornafirði og Vestmannaeyj- um. í Noregi eru um 120 stórir yfir- byggðir línubátar og eru 80 þeirra með línubeitingavélar um borð. Þorsteinn sagði að útgerð línubáta væri hvað hagkvæmust vegna til- tölulega lítillar olíunotkunar. Einnig skiluðu þessi veiðarfæri hvað beztu hráefni og minnst hætta væri á rányrkju með línu- veiðum. Hvað er syona merkilegt við það að Eitt er víst, aö í 25 ár hafa þúsundir íslendinga fariö á vegum Útsýnar til „Sólarstrandar“ Spánar. Og þeir halda því áfram ár eftir ár. Þetta er líka staöurinn sem býöur mesta fjölbreytni í sumarleyfinu, meö góöum gististööum, úrvali veitingahúsa, fjörugu skemmtanalífi, frábæru veöurfari og skemmtilegum kynnisferöum. Hagstætt verðlag. Hvaö segja farþegarnir viö spurningunni: „Hvað finnst þér um sumarleyfió hér“? „Costa del Sol er einhver yndislegasti staöur sem viö höfum komiö til. Hann hefur upp á flest þaö aö bjóöa sem ferðamaðurinn óskar sér. Góöa matsölustaði, skemmtistaöi og gott veö- urfar. Hótelið sem viö erum á, Castillo de Santa Clara er i hæsta gæðaflokki og varla til sam- bærilegt hótel hér um slóöir. Hreint og þokka- legt og allur viöurgjörningur meö þeim hætti aö á betra verður ekki kosið. Viö fullyröum aö við höfum fengið allt það er viö greiddum fyrir i þessari ferö.“ Ragnheiður Ólafsdóttir og Baldur Ólafsson, Sóleyjargötu 15, Akranesi (Gestir á Castillo de Santa Clara) „Hér á sólarströndinni er meira gert fyrir feröa- manninn en maðúr veröur var viö annars staöar. Hér er allt til alls, góö aðstaða til íþróttaleikja og sólbaös. Sundlaugin og garöurinn eins og best verður á kosið. Þeir sem vilja hafa það rólegt á kvöldin eiga auövelt með þaö, en þeir sem vilja skemmta sér geta þaö án fyrirhafnar. Þaö hefur komiö okkur á óvart hve allt er hreint á ströndinni og í Torre- molinosbænum. Kynnisferðir sem boöiö er uppá eru frábærar, bæöi skemmtiferöir og menning- arferöir. Viö hjónin ætluöum til Hollands í sumarhús, en hættum við þaö og sjáum svo sannarlega ekki eftir þvi. Hér, eins og annars staöar er þaö aðal- merki Útsýnar aö standa viö þaö sem lofað er“. Unnur Bjarnardóttir og Ásgeir Lárusson, Hlíðargötu 4, Neskaupsstað. (Gestir á Timor Sol) „Veðrið er yndislegt, sól og hiti uþp á hvern dag og hótelið El Remo eins og best veröur á kosiö, og sennilega leitun aö öðru eins hér á strönd- inni.“ Jón Ingi sagöi aö fyrir sér væri Costa del Sol paradís. Hann heföi komið hingaö oft áöur og vildi helst ekki annaö í sumarleyfinu. „Hvers vegna halda menn að fólk komi hingað ár eftir ár, því hvergi er betra aö vera. Torremolinos er draumastaöur allra sælkera, úrval af góöum og fjölbreyttum matsölustööum er óviöa meira en hér á ströndinni. Vilborg vildi fara annaö aö þessu sinni, en fyrir mín orö kom hún hingaö", sagöi Jón. „Og ég sé ekki eftir því,“ sagði Vil- borg aö lokum. Vilborg Gunnarsdóttir og Jón Ingi Ingi- marsson, Miklubraut 20, Reykjavík. (Gestir á El Remo) e- (Utesiir , Brottfarardagar: 16/6 upps., 23/6, 30/6, 7/7, 14/7, 21/7, 28/7, 4/8, 11/8, 18/8, 25/8, 1/9, 8/9, 15/9, 29/9. 2 OG 3 VIKUR Verö frá. kr. 15.904 gengi 27/5/83 AKUREYRI: 1 Hafnarstræti 98. Simi: 22911. Feróaskrífstofan LÚTSÝN f ' REYKJAVÍK Austurstræti 17. Símar: 26611, 20100, 27209.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.