Morgunblaðið - 14.06.1983, Page 19

Morgunblaðið - 14.06.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl 1983 Kinnock líklegur eftirmaður Foot London, 13. júní. AP. MICHAEL FOOT, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, tilkynnti í gær, að hann myndi segja af sér for- ystu flokksins ( kjölfar kosninga- ósigursins. Hann tjáði stuðnings- mönnum sínum að hann myndi sitja áfram í forystu flokksins þar til nýr leiðtogi verður kjörinn á ársþingi Verkamannaflokksins í október í haust. Neil Kinnock, 41 árs gamall, frá Wales, þykir líklegur eftirmaður Michael Foot sem leiðtogi Verka- mannaflokksins, og nokkur verka- lýðsfélög hafa þegar lýst yfir stuðningi við hann. Fyrir utan Kinnock hafa Roy Hattersley og Peter Shore verið nefndir líklegir eftirmenn Foots, en þeir hafa báðir gegnt ráðherra- embættum. Sá sem verður hlutskarpastur um forystu flokksins verður þrett- ándi leiðtogi Verkamannaflokks- ins frá því skoski námuverkamað- urinn Keir Hardie stofnaði flokk- inn á fyrsta áratug þessarar aldar. Lækning sögð fundin við kynsjúk- dómnum herpes Porton Down, Bretlandi, 13. júní. AP. BRESKIR vísindamenn skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu fundið lækn- ingu við kynsjúkdómnum herpes, sem herjað hefur á milljónir jarðarbúa á undanfórnum árum og virst óstöðvandi í útbreiðslu sinni. Lækningin er fólgin í bóluefni, sem þróað var við háskólann í Birmingham og er nú verið að reyna á örverustofnun breska ríkisins í Porton Down. Er árangurinn af tilraununum sagður vera „mjög áhugaverð- ur“, svo notuð séu orð yfirmanns stofnunarinnar, Peter Sutton. Að sögn hans er bóluefni í flestum tilkvikum gefið til þess að koma í veg fyrir smitun. Hann segir hins vegar að um sé að ræða lækningu sjúkdómsins með bólusetningu. „Herpes er þannig sjúkdómur, að hann get- ur skotið upp kollinum aftur og aftur. Með þessu bóluefni er komið í veg fyrir slíkt," segir Sutton. Kanada: Mulroney kjörinn for- maður íhaldsflokksins Ottawa, Kanada, 13. júní. AP. Kaupsýslumaðurinn Brian Mulroney frá Montreal var kjör- inn formaður kanadíska íhalds- flokksins á flokksþingi, sem hald- ið var í Ottawa um helgina. Bar hann sigurorð af fyrrverandi formanni flokksins, Joe Clark, í formannskjörinu. Kanadíski íhaldsflokkurinn er í stjórnar- andstöðu. Mulroney hefur aldrei áður boðið sig fram í kosningum á opinberum vettvangi, en þetta var i annað sinn, sem hann reyndi að krækja í íeiðtogaemb- ætti íhaldsflokksins. Hann reyndi áður í formannskjörinu 1976, en beið þá lægri hlut. Hann á ekki sæti á þingi og þarf að verða kjörinn á þing til þess að geta stýrt flokki sínum í stjórnarandstöðu á þingi. Pólverjar biðja um greiðslufrest Virajá, 13. júnl. AP. PÓLSKUR yfirmaður tilkynnti í dag, að refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Póllandi hafi kostað þjóðina 12 milljarða dollara og lagði til að vestrænar lánastofnanir og ríkis- stjórnir gæfu Pólverjum átta ára greiðslufrest. dollara. Skuldir Póllands á Vestur- löndum nema um 25 milljörðui dollara og er reiknað með því a þessum upphæðum verði ger skil á næstu tveimur áratugun Ekki kom fram í ræðu yfii mannsins, sem boðaði vestræn fréttamenn á sinn fund, hvort rætt hefði verið um greiðslu- frest þennan við ríkisstjórnir á Vesturlöndum, og hann gat þess ekki nákvæmlega á hvern hátt refsiaðgerðir Vesturlanda hefðu kostað þjóðina 12 milljarða VERA,—vandadir borðdúkar og servíettur. Haldirðu veglegan málsverð skaltu vanda til borðbúnaðarins. Vera borðdúkar og servíettur eru úr góðu, mjúku og straufríu efni. Ótrúlega mikið úrval fallegra og bjartra lita. Og nú er um að gera að nota hugmyndaflugið við servíettubrotin. KOSTAllBODA ._______y\______. Bankastræti 10, Sími 13122 Fæ,álang heimili landsins! ftttrgtisiMitMb Bílskúrshurðir Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um myndalista ísíma 18430 v Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 j SKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.