Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 47

Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 27 Fram og til baka með Arnarflugi • Mark Atla Eövaldaaonar tryggM lalandi aigur gagn MMtu í Evrópukappninni á dögunum, og er það Arnarflugi að þakka að Atli, áaamt Pátri Ormalev, komat í leikinn. Arnarflug náði í þá félaga til DOaaeldorf ( Þýakalandi, KSÍ að koatnaöar- lausu og flaug síðan meö þá til baka á mánudaginn. Á myndunum að ofan, sem Guömundur Hilmarsaon, flugmaður Arnarfluga tók, slaka þair félagar á í vélinni og standa við vélina eftir komuna til Þýakalanda. Skðmmu aiðar háldu þair i frí til Spánar, þar sem þair aru ann. • Hver man ekkl eftir þv( þegar Brlan Clough, etjóri hjá Nottingham Forest, hljóp á eftir einum áhangenda Nottingham út á völlínn í leik þeirra viö Watford. Clough eá þó aöeine um aö koma manninum útaf vellinum en eftir þaö tók lögreglan við og Clough hélt áfram aö etjórna sínum mönnum. • Á þeim 20 tímabilum eem liöu milli heimsstyrjaldanna var aö- eins einum manni úr liöi Arsenal víeaö af leikvelli, markmanninum Dai Lewie, í deildarleik á móti Sunderland, og var hann sam- stundis settur á eölulista. Þaö sama henti Tommy Black áriö 1926 er hann kostaöi liöiö óþarfa vítaspyrnu í bikarleik á móti Walsall. Þeir hafa veriö haröir stjórnendur Arsenal á þeim tím- um eins og sjá má, en líklega kemur þetta ekki aftur fyrir á Highbury. • Earnie Shavers, höggfasti Am- eríkumaöurinn sem keppti ( þungavigt hnefaleika, varö fyrir þungu höggi á dögunum — frá skattayfirvöldum, sem vildu meina aö hann heföi taliö vitlaust fram á árunum 1977 og 1978. Shavers, sem tvívegis hefur keppt um heimsmeistaratitilinn, en í bæöi skiptin tapað (fyrir Ali 1977 og Larry Holmes 1979), var dæmdur af réttinum í Cleveland Ohio til tveggja ára fangelsisvist- ar. • .Reiknaö meö því aö 55 þúsund áhorfendur veröi á hinum glæeilega Ol-leikvangi í Helsinki daglega á meöan á HM í frjálsum íþróttum fer fram. Völlurinn er hinn glæsilegasti eins og sjá má á myndinni. Heimsmeistarakeppnin í frjálsum í Finnlandi: 150 þjóðir hafa tilkynnt þátttöku Á HVERJU ári fara fram mörg umfangsmíkil íþróttamót víös- vegar um veröldina. Þau eru mis- munandi yfirgripsmikil, bæöi fjöldi þátttakenda og þjóða. Þaö leikur þó tæpast á tveim tungum, að Ólympíuleikar, sem haldnir eru fjórða hvert ár, eru mesta íþróttahátíð þess árs, enda er þá keppt í 20 til 30 íþróttagreinum. Sú íþróttagrein, sem hæst hefur boriö á Ólympíuleikum frá upp- hafi, eru frjálsar íþróttir. Til þessa hefur frjálsíþróttakeppni Ólympiuleika gilt sem heims- meistaramót. Á þessu er nú aö veröa breyting. Dagana 7.—14. ágúst næst- komandi fer fram í Helsinki fyrsta heimsmeistaramótiö í frjálsum íþróttum. Allt bendir til þess, aö þetta mót veröi merkasti íþrótta- viöburöur ársins 1983. Þaö kemur margt til. Fjöldi aöildarþjóöa Al- þjóöa frjálsíþróttasambandsins er 172, sem er þaö mesta einstakra íþróttagreina. Þegar þetta er ritaö hafa rúmlega 150 þjóöir tilkynnt þátttöku sína í mótinu. Þaö má segja, aö þar sé slegiö fyrsta heimsmetið viövíkjandi heims- meistaramótinu. Þau eiga örugg- lega eftir að falla fleiri. Þátttökuskilyröi einstakra íþróttamanna í mótinu eru mjög ströng. í fyrsta lagi skal þaö nefnt, aö allar þjóöir mega senda tvo þátttakendur, þó svo aö enginn nái lágmarki. Þaö er sett til þess aö allar þjóöir eigi möguleika á aö senda keppendur. Þegar þessi grein er skrifuö hafa 6 íslendingar náö tilskildum árangri og nokkrir eiga enn möguleika. Þaö veröur aö teljast mjög gott hjá fámennri þjóð eins og viö erum. Búist er viö aö keppendur veröi alls um 1300. Ekki er aö efa, aö í HM í Helsinki verður stórkostlegt mót. Eins og kunnugt er eru frjálsar íþróttir númer eitt allra íþróttagreina í Finnlandi og fastlega er búist viö, aö uppselt veröi á ólympíuleik- vanginn í Helsinki alla sjö keppn- isdagana i sumar. Einnig veröur sýnt beint í sjónvarpi í flestum löndum í heiminum frá þessari miklu keppni. • Hér eru tveir góöir úr iteleka fötboltanum. Þaö er Michel Platini (Juventus) sem nær þarna knettinum af Trevor Francis (Samporia) en brýtur á honum um leiö. • Randy „Tex“ Cobb sem haföi atvinnu við að kasta út fólki á næturklúbbum hér áöur fyrr baröist gegn Larry Holmes fyrir hans síðustu heimsmeistara- keppni í æfingaskyni. Öllum aö óvörum stóö Cobb enn uppréttur eftir 15 lotur og þegar blaöamenn spuröu hann hvort hann heföi einhvern tíma legið flatur, svaraöi hann. „Jú, einu sinni þegar flutn- ingabíll ók á mig.“ — O — • Lítið skilti meö oröunum „Ég skrapp í veiðitúr" hangir mjög oft á hurðinni aö skrifstofu Jack Charltons framkvæmdastjóra Sheffield Wednesday. Þessi fyrr- um landsliösmaöur hefur slíkt dálæti á veiöum aö hann notar hvert tækifæri til aö bleyta í öngli sínum. „Aö finna aö fiskur hefur bitiö á, og jafnvel þaö eitt aö sjá fisk á sundi er mér jafn mikil upplyfting og 4—0 sigur líös m(ns á útivelli," segir Jack Charlton. — O — • Leon Spinks, hinn 29 ára gamli ameríski hnefaleikakappi og fyrrverandi heimsmeistari ( þungavigt, stefnir nú aö þvi aö veröa heimsmeistari í léttþunga- vigt. Núverandi meistari i þeim flokki er bróöir heimsmeistarans fyrrverandi og heitir Michael Spinks, 25 ára aö aldri. Leon verður aö hafa sig allan viö þar sem yngri bróöir hans er ósigraö- ur. • Markmaöurinn Bill McOwen var dálítiö sér á báti í liöi sínu Liverpool í fyrsta deildarleiknum áriö 1893. Hann var eini Englend- ingurinn sem var inná, allir hinir voru Skotar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.