Morgunblaðið - 14.06.1983, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.06.1983, Qupperneq 46
MOF.GUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JtJNÍ 1983 Fólk og fréttir í máli og myndum MorgunbteMð/Skapti Hallgrímtton. • Ólafur Jónsson, veitingamaóur, er vel þekktur meðal golfara. Hann rekur veitingasölu í golfskála GR í Grafarholti — og nú er auðvitaö allt komiö á fullt hjá honum eftir að kylfingar drógu fram kylfur sínar eftir vetrarhvíldina og fóru aö elta hvíta boltann á ný. Með Ólafi á myndinni er eiginkona hans, Valgerður Friðþjófsdóttir. • Myndin hér til hægri, sem tek- in var í landsleik Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í körfuknattleik kvenna, hlaut fyrstu verölaun í flokki svart/hvítra mynda, í Ijósmyndasamkeppni sem ADI- DAS-fyrirtækið gekkst fyrir. Þarf engan að undra það, enda mynd- in afburða skemmtileg. Þaö er enginn smámunur á þeirri banda- rísku með boltann, og þeirri rússnesku — sem teljast verður í hærra lagi. En þaö er greinilegt að ekki hefur hún yfir að ráða sömu snerpu og sú litla. Kannski ekki nema von. — O — Ameríska sjónvarpsstöðin ABC-TV hefur keypt sjónvarps- réttindin af Ólympíuleikunum f Los Angeles 27. júlí til 13. ágúst 1984. Stöðin mun hafa útsend- ingar í samtals 207 tíma og munu útsendingar hefjast klukkan 11.30 en Ijúka klukkan 2. ABC-TV greiddi 225 milljónir dollara fyrir réttinn eöa sem samsvarar um einni milljón á tímann. — O — Besti íshokkýleikari Finna, Esa Peltonen, sem hefur 282 lands- leiki að baki, er kominn í ógöng- ur. Kappinn hefur drýgt tekjur sínar með því aö vinna hjá bíla- fyrirtæki þegar hann er ekki í hokkýinu og núna hefur þetta sama fyrirtæki ásakaö hann um fjárdrátt, allt aö 700.000 krónum. Peltonen sem er 35 ára gamall hefur verið settur úr liði sínu, IFK Helsinki, og landsliðinu fyrir vik- iö. Fyrstu 6 ár Preston North End, náöi liðið að skora 1502 mörk. Liöið sigraði áriö 1887 Hyde með 26 mörkum gegn engu og er þaö enn þann dag í dag met í ensku bikarkeppninni. Peter Lorrimer, skoski leik- maðurinn sem var þekktur fyrir sín þrumuskot og átti góöa daga hjá Leeds United og fleiri liðum, spilar nú með University College Dublin í írsku deildinni. — O — Um síöustu jól haföi Luton fengið á sig 43 mörk í 20 leikjum og haföi ekkert lið fengiö eins mörg mörk á sig í fyrstu deild. Þetta varð til þess aö Gordon Banks var fenginn til að þjálfa markmenn liðsins. Banks er löngu þekktur fyrir markvörslu sína, spilaöi 73 landsleiki fyrir Engiands hönd og var talinn einn besti markmaöur heims. — O — 15. desember sl. þurftu leik- menn Charlton Athletic að syngja afmælissönginn tvisvar. Tilefnið var að tveir menn innan liösins áttu afmæli þennan dag. Alan Simonsen varð 30 ára og Derek Hales 31 árs. Simonsen er sem kunnugt er farinn aö spila í Danmörku á ný. — O — Frank McLintock, fyrrum landsliösmaður Skotlands og fyrirliöi Arsenal, er liðið vann tvö- falt árið 1971, hefur snúiö sér aft- ur að fótboltanum eftir nokkra hvíld. Hann hefur gerst þjálfari varaliðs Queen Park Rangers. — O — • New York Cosmos endaði tímabilið 1982 með mikilli keppn- isferð til Los Angeles, Ástralíu, S-Kóreu og Japan, samtals 41.000 km. Cosmos spilaöi á síðasta tímabili 58 leiki, vann 41 þeirra, tapaöi 15 en tveimur lauk með jafntefli. Giorgio Chinaglia spilaöi alla þessa leiki og skoraði 47 mörk. • Eins og við sögöum rækilega frá síöasta þriðjudag, skoraöi Atli Eövaldsson fimm mörk fyrir DUsseldorf gegn Frankfurt í síöaata leikn- um í Bundesligunni. Einn þeirra sem skoraö hefur fimm mörk í einum og sama leiknum I Bundesligunnni er Manfred BurgsmUller, Borussia Dortmund. Þaö gerði hann fyrr í vetur er liö hans sigraöi 11:1. Hann átti í útistöðum við forráöamenn félagsins seinni part vetrar og fékk ekki að æfa með liöinu um tíma, en undir lokin var hann tekinn í sátt á ný og lék með liöinu í tveimur síðustu leikjunum í deildinni. Auk þeirra Atla og BurgsmUller (sem reyndar léku saman hjá Dort- mund hér áriö) hafa Karl-Heinz Thielen (FC Köln), Rudi Brunnenmeier (1860 MUnchen), Franz Brungs (NUrnberg), Klaus Scheer (Shalke 04) og Gerd MUIIer náö þeim árangri aö skora fimm mörk í einum leik. MUIIer afrekaöi það m.a. fjórum sinnum meöan hann lék við Bayern MUnchen. • Áhuginn á knattspyrnunni hef- ur eyöilagt margan vinskapinn og enginn veit hvort þau Lynetta og Trevor George eiga nokkurn tíma eftir að búa saman aftur, a.m.k. er Lynette flutt heim til foreldra sinna með nýfædda dóttur þeirra hjóna, Jennifer Anne. Málsatvik voru þau að Trevor George fór með dóttur sína til prests nokk- urs án þess að Lynette vissi af og lét skíra hana því ágæta nafni Jennifer Edson Arantes do Nasc- imento (Pelé) Jairzinho Rivelino Carlos Alberto Paolo Cesar Breitner Cruyff Greaves Banks Gray Francis Brooking Curtis Toshack Law. — O — Frida, fyrrum meðlimur ABBA-flokksins fræga, er sögö hafa meira en Ktinn áhuga á enskri knattspyrnu. Hvort það er vegna einhvers sérstaks leik- manns innan liösins er ekki vitað en hún ku vera harður aðdáandi Arsenal. KLAUS Bugdahl tók þátt í 228 sex daga hjólreiðakeppnum, þeirri fyrstu í október 1956 í fæð- ingarbæ sínum, Berlín, og þeirri síðustu í febrúar 1978 ( Milanó. Ef dagar þeir sem hann hefur keppt eru lagðir saman kemur í Ijós aö kappinn hefur keppt í um það bil 4 ár en á þeim tíma hefur hann náð að sigra 37 sinnum meö 16 mismunandi félögum. Allan Hunter er hættur sem spilandi framkvæmdastjóri í Colchester en sinnir nú aöeins því síðarnefnda. Langvarandi meiösli í hné uröu til þess aö hann hætti að spila með liðinu rétt fyrir síöustu jól, 36 ára aö aldri. Hunter sem spilaöi áöur með n-írska landsliðinu var skor- inn upp árið 1978 er hann hafði hjálpað Ipswich viö að vinna FA- bikarinn en einmitt þá var honum ráðlagt að hætta. _ _ (Mnra • Debi Beachel hefur nýverið sett heimsmet í dýfingum. Debi sem er 24 ára og ættuð frá Amer- íku setti metið á Ítalíu þar sem hún stökk ofan af 35,15 metra há- um palli ofan í fjögurra metra djúpa laug. Fyrir vikið fékk hún 745.000 kr. auk þess sem hennar var getið í Heimsmetabók Guinn- ess. — O — • Jim Cannon fyrirliöi Crystal Palace er á þeirri skoðun að Charlton hafi ekki gert góð kaup er liðið keypti Allan Simonsen til sín, en viðurkennir þó að Daninn sé góður knattspyrnumaöur. „Ég get ekki séð aö Simonsen komi til með að hjálpa liðinu upp í fyrstu deild, ekki síst vegna þess að Kevin Keegan er mikið að- dráttarafl í annarri deild og marg- ir fara til að sjá hann á The Vall- ey,“ segir Cannon. „Liöiö og jafn- framt ensk knattspyrna hefði ver- ið betur stödd meö að kaupa fjóra til fimm enska atvinnulausa knattspyrnumenn.“ — O — • Það veröur aö segjast eins og er að þaö er sjaldgæft aö bræður spili hvor meö sínu landsliðinu. John Hollins spilaði einn lands- leik fyrir Englands hönd og skömmu síðar spilaði bróðir hans með landsliöi Wales sem mark- vöröur. Ástæöan fyrir þessu er sú að John er fæddur í Guilford en Dave í bænum Bangor í Wales. — o — • Þeir menn sem standa í fram- línunní hjá enskum liðum kvarta sáran yfir því að sífellt sé erfiðara að skora mörk þar sem varnar- spil sé allt of mikiö. David Cross markaskorari Manchester City er þó á annarri skoöun síöan hann var keyptur frá West Ham. „Mér finnst sífellt léttara aö skora mörk, en kannski er ástæöan bara sú að ég er orðinn reyndari með árunum.“ — O — • Martin Allen, 17 ára gamall, hefur nýlega skrifað undir samn- ing hjá Queens Park Rangers sem lærlingur. Bróðir hans, Clive, spilar með liöinu og faðir hans, Les Allen, var einn af máttar- stólpunum hér áöur fyrr, fyrst sem leikmaöur og síöar framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.