Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 13

Morgunblaðið - 14.06.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 13 Stykkishólmur: Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði SCykkisholmi, 9. júní. Á VEGUM Stykkishólmshrepps er starfandi lista- og menningarsjóður sem stofnaður var af hreppsnefnd og veitt er í hann árlega talsverðu fé. Hugmyndin er að gera sjóð þennan svo öflugan að hægt verði að veita úr honum árlega til ýmissa verkefna hér í bæ til eflingar menningu og listum. Nú var í ár í fyrsta sinn úthlut- að úr þessum sjóði og fé veitt til Norska hússins í Stykkishólmi, en þar á væntanlegt byggðasafn sýslunnar að hafa bækistöðvar og hefir húsið sem er elsta húsið í bænum verið í viðgerð og endur- nýjun. Margir góðir munir hafa borist safninu og því brýn nauðsyn að ljúka við að koma því í gott horf. Þá var einnig veitt úr sjóði þess- um fjárhæð til að aðstoða við að koma málverkasafni Ketils Jóns- sonar í viðunandi horf, og í fram- tíðinni verður hugað að sérstöku húsnæði fyrir safnið og í því efni er áhugi vaknaður hér í bæ. f stjórn lista- og menningar- sjóðsins eru nú Ellert Kristinsson oddviti, Ágúst Bjartmars og Einar Karlsson. FréttariUri. Norsku spilararnir ásamt eiginkonum. Bridge Arnór Ragnarsson Hérlendis eru nú staddir norskir sporvagnstjórar þeirra erinda aö spila bridge við íslenska leigubíl- stjóra. Það er Bridgeklúbbur Hreyfils sem stendur fyrir þessari heimsókn. Norsku spilararnir eru félagar í Sporvegens Bridgeklubb í Bergen. 6 pör komu frá Noregi en alls spil- uðu 18 pör í barómetertvímenningi í Hreyfilshúsinu á fimmtu- og lostudag. Að sögn Birgis Sigurðssonar, sem er formaður bridgeklúbbs Hreyfils, hófust samskiptin við Sporvegens Bridgeklubb í fyrra að frumkvæði Hreyfilsmanna. Þá voru Norðmennirnir sóttir heim og nú eru þeir að endur- gjalda heimsóknina. Bridgemótinu er nú lokið. Um helgina fóru gestirnir i skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. í gær var lokahóf og verð- launaafhending í Hreyfilshús- inu, en gestirnir fara síðan til Noregs á miðvikudag. Úrslit í bridgekeppninni urðu: A. Hermansen — R. Hermansen 107 Jón Sigurðsson — Vilhjálmur Guðmundss. 103 Helgi Pálsson — Kristján Jóhannsson 64 Anton Guðjónsson — Stefán Gunnarsson 52 Guðmundur Kr. Sigurðsson hefur séð um keppnisundir- búning og stjórn og hann á einn- ig heiðurinn af ágætri mótsskrá, sem var prentuð bæði á norsku og íslensku. Garðyrkjunámskeið f Stykkishólmi SCykkishólmur, 7. júní. LAUGARDAGINN 4. þ.m. gekkst JC Stykkishólmur fyrir garðyrkju- námskeiði fyrir bæjarbúa og var það haldið í Félagsheimiiinu. Leiðbeinandi var Steinþór Ein- arsson garðyrkjuráðunautur Hafn- arfjarðarbæjar, en hann er núver- andi landsforseti J.C. ísland. Það er trú þeirra sem að námskeiðinu stóðu og þeirra er sóttu það, að árangur þess eigi eftir að skila sér í aukinni garðrækt og fegurri bæ. Þann 24. mars sl., átti JC Stykkishólmur 5 ára starfsaf- mæli og í því tilefni gaf félagið út vandað afmælisblað og var þvi dreift meðal bæjarbúa. Þar eru rædd ýms áhugamál félags- skeið. Á landsþingi JC, sem haldið var á Höfn í Hornafirði, fékk félagið tvenn verðlaun fyrir séjrstök byggðaverkefni um æskulýðs- og öryggismál. Tvö fyrirtæki hér í bæ, Baldur hf., og Hótel Stykkishólmur, gáfu JC-hreyfingunni á íslandi tvo verðlaunagripi til verðlauna í verkefnamálum og skipulagn- ingu á starfsemi. Þess má geta að annar gripur- inn var smíðaður hjá fyrirtæk- inu Karlsberg í Stykkishólmi. Nýlega var aðalfundur félags- ins haldinn og var þar kjörinn forseti til næsta árs Guðmundur Andrésson skrifstofumaður. FrétUriUri. 20 og 25 ára afmælisárgangar afhentu skólanum að gjöf málverk af Haraldi Matthíassyni kennara, málað af Gísla Sigurðssyni. Við myndina standa Haraldur, Kristinn skólameistari ásamt fulltrúum gefenda, Loga Kristjánssyni og Erlu Þórðardóttur. 36 stúdentar frá ML á 30 ára afmælisári Stúdentar, brautskráðir frá ML vorið 1983, ásamt skólameistara sínum, Kristni Kristmundssyni. Morgiinblaóid/Sig.Sigm. MENNTASKÓLANUM á Laug- arvatni var slitið í þrítugasta sinn sunnudaginn 5. júní. Að þessu sinni lauku 63 nemendur stúd- entsprófi, 17 úr máladeild, 7 úr eðlisfræðideild og 12 úr náttúru- fræðideild. Hæstu einkunn á stúd- entsprófi hlaut Ragnheiður Braga- dóttir frá Vatnsleysu í Biskups- tungum úr máladeild, 8,81. Freyja Hreinsdóttir frá Laugarvatni varð hæst í eðlisfræðideild með 8,66, en Helga Gunnlaugsdóttir frá Laugar- ási í Biskupstungum hlaut hæstu einkunn í náttúrufræðideild, 8,55. Sigurður Kristinsson frá Laugar- vatni í II bekk hlaut hæstu fullnað- areinkunn í skólanum, 9,3, og er því dux scholae að þessu sinni. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra flutti ávarp við skólaslitin og færði skólanum að gjöf hátíðarútgáfu Heimskringlu áritaða af dr. Kristjáni Eldjárn. Tryggvi Gíslason skólameistari MA færði skólanum að gjöf 100 ára sögu Menntaskólans á Akureyri. 25 og 20 ára stúdentar gáfu skól- anum málverk af dr. Haraldi Matthíassyni, en hann kenndi í mörg ár við ML en hefur nú látið af störfum, þar sem hann er nú orðinn 75 ára. 10 ára stúdentar gáfu málverk af Benjamín Hall- dórssyni, umsjónarmanni og húsverði, en hann hefur starfað Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, færir skólanum að gjól' hátíðarútgáfu Heimskringlu. við skólann frá upphafi og tók reyndar þátt í að byggja skóla- húsið á sínum tíma. Menntaskólinn á Laugarvatni var formlega stofnaður 12. apríl 1953 fyrir ötula forgöngu Bjarna Bjarnasonar, þáverandi skóla- stjóra Héraðsskólans, og sam- kennara hans. Skóiinn hefur út- skrifað 875 stúdenta frá upphafi. Skólameistarar hafa verið fjórir, Sveinn Þórðarson ’53—’58, Ólaf- ur Briem ’58—’59, Jóhann Hann- esson ’60—’70 og Kristinn Kristmundsson sem gegnt hefur því starfi frá 1970. Nú á næst- unni mun koma út 30 ára afmæl- isrit Menntaskólans á Laugar- vatni. Það mun geyma nemenda- skrá skólans auk annars fróð- leiks um skólann í máli og myndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.