Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 Hvað segja „skattakóngamir“ ?: Kyngdi þessu bara með plokkfiskinum — segir Þorvaldur Guðmundsson skatthæsti einstaklingurinn SKATTHÆSTI ein.staklingurinn í Reykjavík að þessu sinni, eins og svo oft áður, er Þorvaldur Guð- mundsson. „Ég hef verið með þeim hæstu síðan ég byrjaði fyrir 40 árum,“ sagði Þorvaldur í samtali við Mbl. í gær. „Mörg árin hef ég verið hæstur svo þetta er ekkert sem kemur á óvart, maður er farinn að vita þetta fyrirfram. Skattarnir sem ég fæ eru hvorki hærri né lægri en ég átti von á að fá. Það væri lítið gagn í bókhaldinu ef maður vissi ekki hvað maður ætti að fá í skatt. Þetta er bara eitt af því sem allir verða að búast við að þurfa að greiða. Því meira sem maðurinn leggur á sig því meira ber hann úr býtum og því meira þarf hann að greiða til þjóðfélagsins. En hvort hann fær jafn mikinn skerf hlutfalls- lega, það er allt önnur saga. Það er fátt um það að segja þó menn séu skattlagðir. Þetta er bara þetta daglega brauð. Ég var að enda við að borða plokkfiskinn minn og ég kyngdi þessu bara með honum,“ sagði Þorvaldur Guð- mundsson að lokum. „ÉG VEIT ekki einu sinni hvað hann er mikill, ég hef ekki séð hann,“ sagði Gunnar B. Jensson, húsasmiður, þegar Mbl. ræddi við hann í gær, en Gunnar kemur næst- ur Þorvaldi með álögð gjöld í Reykjavík, en Gunnar var í fjórða sæti í fyrra. „Þetta er sæmilegur peningur," sagði hann þegar hann hafði verið upplýstur um heildarupphæðina. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað ég fengi hugsanlega mikið að þessu sinni. Það er svo margt sem getur spilað inn í sem maður hefur ekki gert sér grein fyrir. Ég satt að segja spurði aldr- ei að því hjá endurskoðandanum á hverju ég mætti eiga von. Maður verður bara að taka því sem manni ber og svo nær það ekki lengra. Eg geri hins vegar ráð fyrir að skattlagning sé nokkuð há og að það reki fólk frá því að vinna of mikið. Það má hins vegar deila lengi um það hvað það á að vera mikið um samneyslu í okkar þjóð- félagi. Þorvaldur Guðmundsson Ég er ósköp sammála þeirri stefnu sem yfirvöld ætla að taka núna, þ.e. að ríkið sé sem allra minnsti aðili að hvers konar fram- kvæmdum. Það finnst mér vera mjög skynsamleg afstaða. Mér finnst Albert Guðmundsson vera alveg á réttri leið, en hvað það tekur langan tíma að rétta þetta af, veit maður ekki,“ sagði Gunnar B. Jónsson. „ÉG ER fyllilega sáttur við þetta,“ sagði Guðmundur Kristinsson, múr- arameistari, en hann fékk að þessu sinni bronsverðlaunin, eins og hann orðaði það sjálfur. „Ég vissi að ég fengi þetta í skatt þegar búið var að gera skattaskýrsluna. Endurskoðandi minn sagði mér hvað ég fengi og honum skeikaði ekki og því kom þetta mér ekki á óvart. Vissulega var ég óhress fyrst þegar hann gaf mér upp upphæðina, en núna er ég búinn að sætta mig við þetta. Ég var með innan við 100 þúsund í skatta í fyrra og því má segja að þetta hafi verið frekar óvænt aukning. Varðandi skattlagningu finnst mér það ekki óeðlilegt að þeir sem bera mest úr býtum eigi að skila einhverju aftur til baka. Það er hins vegar hryggilegt að horfa upp á það hvernig sumir misnota sér þetta. Þá á ég við þetta lið sem er á tómum styrkjum vegna aum- ingjaskapar síns. Það er eitt sem mér finnst að peningar skattborg- aranna eigi ekki að fara í og það er að púkka undir kerfið. Mér finnst að þessir peningar eigi að fara í að byggja upp og þá t.d. uppbyggingu atvinnuveganna," sagði Guðmund- ur að lokum. INGÓLFUR Guðbrandsson, for- stjóri, fékk fjórðu hæstu álagning- una í Reykjavík, en hann er nú er- lendis og náðist ekki í hann í gær. f álagningarskránni í fyrra var Ingólf- ur Guðbrandsson þriðji hæsti ein- staklingurinn. „ÉG bjóst við þessu svona svipuðu,“ sagði Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri, en hann varð fimmti hæsti skatt- greiðandinn í Reykjavík að þessu sinni, en í fyrra var hann fjórtándi samkvæmt álagningarskrá. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert að því að borga skatta til samfé- lagsins en mér finnst að það mætti fara betur með peningana sem maður er að borga. Samneysl- an eykst ár frá ári á meðan bæði fjárfesting og einkaneysla dregst saman og þetta verður bráðum al- varlegt umhugsunarefni fyrir þá sem eyða peningum okkar skatt- greiðandanna. Það er ekki hægt að skattleggja fólk í það óendanlega, því það er með það eins og fiskana í sjónum, þá verður ekki endalaust hægt að veiða. Og þegar lagt er svona hart að bæði fyrirtækjum og einstaklingum i skattheimtu, þá verða hvorki fyrirtæki né ein- staklingar til þess að borga skatta og þá verður engin samneysla. Mér finnst það mikið að þurfa að borga þetta mikla skatta og ef ekki væri þessi háa skattlagning þá myndi maður nota peningana í fjárfestingu í fyrirtækinu. En ef þú fjárfestir þá eru það tekjur og þú ert skattlagður fyrir það,“ sagði Skúli Þorvaldsson að lokum. MorgunblaftiS/ Steinar. Þjóðverjinn Anders steikir sér steinbít um borð í skútu sinni. Höfn, Hornafirði: Kom einn á 45 ára seglskútu Höfn, Homafiröi 25. júlf. UNGUR Þjóðverji var í morgun dreginn hingað til hafnar á segl- skútu sinni. Var hann einn síns liðs í mánaðarsiglingu frá Þýzka- landi með viðkomu í Noregi. Er hann kom hér upp að Hornafirði sagðist hann hafa misst vind og þá þegið aðstoð við að komast að landi. Hann ætlar fljótlega aftur af stað til Þýzkalands og þá með viðkomu á Shetlandseyjum. Far- kostur Þjóðverjans er vélarlaus 9 metra löng seglskúta, sem heldur er komin til ára sinna, en hún er orðin 45 ára. FrélUriUri Úrskurður sakadóms í Spegilsmálinu staðfestur HÆSTIRÉTTUR kvað upp úrskurð í Spegilsmálinu svonefnda á mánudag og var úrskurður sakadóms í málinu staðfestur, þ.e.a.s. hald það sem lög- reglan að beiðni ríkissaksóknara lagði á 4445 eintök 2. tbl. 43. árgangs Spegilsins og 174 eintök af 1. tbl. 1. árgangs Samvisku þjóðarinnar var Minkar unnir í laxeldisstöðinni á Laxalóni: Lögðust eingöngu á hvítingjalaxana MINKALÆÐA og fjórir yrðlingar voru drepin í laxeldisstöðinni á Laxalóni um helgina. Minkarnir höfðu komið sér fyrir í greni rétt við efstu fiskeldiskerin og virtust eingöngu leggjast á hvítingjalaxa sem eru í uppeldi f keri rétt þar við. Ólafur Skúlason á Laxalóni kallaði til minkabana eftir að hann varð var við bitna laxa I hvítingjatjörninni. Komu fjórir minkabanar strax og náðu þeir læðunni og yrðlingunum fjórum eftir skamma stund. Eyjólfur Rósmundsson, einn minkaban- anna, sagði í samtali við Mbl., að hundarnir hefðu fundið grenið og síðan hefði verið byrjað að grafa grenið upp frá tveimur opum. Sagði hann að læðan hefði sloppið út á enn öðrum stað og týnst. Þeir ráku járnkarl ofan í miðja holuna og gaus þar upp lykt og einn yrðlinganna hljóp út en minkahundarnir náðu honum strax. Minkabanarnir grófu þarna niður og fundu yrðlingana þrjá fljótlega og tóku þá lifandi. Þeir tóku síðan til við að hrista yrðlingana til að láta þá öskra og fór læðan þá að kíkja út úr stokk þar sem hún hafði falið sig og náðu þeir þá að skjóta hana. Þessi aðgerð tók ekki nema klukkutíma að sögn Eyjólfs. Eyjólfur sagði að Skúli á -------- wm i i ■ m Ekki er að efa það að minkafjölskyldan sem hreiðraði um sig í laxeldis- stöðinni á Laxalóni í sfðustu viku hafi haft nóg að bíta og brenna. En hvítingjalaxana lagði hún þó í einelti og lagðist ekki á aðra fiska í laxeldisstöðinni. Morgunblaðið/ RAX. Laxalóni léti þá iðulega vita af minki þarna og reynu þeir alltaf að bregðast strax við til að forða laxeldisstöðinni frá sem mestu tjóni. Sagði hann að þeir færu þarna oft á ári og veiddu 5 til 6 fullorðin dýr að meðaltali í stöð- inni á ári. Minkabanarnir fundu nokkra dauða hvítingjalaxa I greninu, en enga með eðlilegu litarafti. Ekki vissi Eyjólfur af hverju minkarnir legðust ein- göngu á hvítingjana en Ólafur Skúlason sagði í viðtali sem birt- ist í Mbl. á laugardag að þessir fiskar þrifust ekki í náttúrunni vegna litar síns, sem hann nefndi „komdu og éttu mig“ lit og sannaðist það áþreifanlega þarna. Er Morgunblaðsmenn skoðuðu hvítingjalaxana á Laxalóni á föstudag, tóku þeir eftir að margir laxanna voru bitnir og illa útlítandi þó lifandi væru í kerinu. Taldi ólafur þá að það gæti verið vega minkaágangs. Það hefur nú komið á daginn. Ekki vissi Eyjólfur minkabani skýringu á þessu biti, hann sagði að læðan ætti hæglega að ná löx- unum, aðra en þá að læðan hefði verið að kenna yrðlingunum að bjarga sér og dembt þeim út í kerið til veiða en þeir ekki verið lengra komnir I kennslunni en svo að fiskarnir hafi sloppið frá þeim. álitið lögum samkvæmt. f dómnum er vísað til 43. gr. laga nr. 74/1974, en samkvæmt henni „skal hald leggja á muni sem ætla má að gerðir verði upptækir og er eigi gert ráð fyrir að til þess þurfi úrskurð dómara. Eigi er að því er varðar prentað mál gerð um þetta nein undantekning, og hún þykir heldur eigi verða leidd af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Var ákæru- valdinu þannig heimilt að leggja hald á blöðin án undangengis dómsúrskurðar, en varnaraðili átti þess síðan kost að bera ákvörðun- ina undir sakadóm og kæra úrlausn sakadóms til Hæstaréttar sam- kvæmt 1. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974,“ segir meðal annars í dómnum. Dóminn kváðu upp hæstarétt- ardómararnir Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Magnús Þ. Torfason skilaði sératkvæði, þar sem fram kemur að hann telur að 72. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að sérhver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti en þó verði hann að ábyrgjast þær fyrir dómi, beri að skilja svo rúmt að lögregluyfirvöld skuli leita úr- skurðar dómara áður en lagt er hald á útgefið rit. Þess hafi ekki verið gætt. Hins vegar hafi varnar- aðili nú verið ákærður fyrir hegn- ingarlagabrot og brot á lögum um prentrétt. Kunni sú krafa að vera tekin til greina og beri því ekki að fella niður hald það sem lagt var á fyrrgreind rit, og það því fremur sem ekki verði séð, að varnaraðili’ hafi hreyft neinum athugasemd- um, þegar lagt var hald á fram- angreind eintök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.