Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 5
OOTTFOLK MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 5 Dræm veiöi í Laxá í Aðaldal Frekar gengur veiðin treglega í Laxá í Aðaldal og höfðu f gær veiðst þar tæplega 500 laxar, en það er mun lakari veiði en var á sama tíma í fyrra. Ber mönnum saman um það að lítið sé af fiski í ánni og einnig er hann frekar smár og er stsrsti laxinn 18 pund að þyngd. Þykir slíkur fiskur ekki tíð- indum ssta í Laxá sakir stsrðar, en hitt þykir merkilegra að engin stórlax hefur veiðst í sumar. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána í gær, veiðist nú helst á 3. svæði, fyrir Laxamýrarlandi og á 5. svæði, fyrir Hólmavaðslandi. Ágætlega viðraði við Laxá í gær, þannig að ekki hamlaði veðrið veiðunum. Rokveiöi í Leirvogsá í gær höfðu veiðst um 210 lax- ar í Leirvogsá og er það mjög góð veiði samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Friðrik Stef- ánssyni, framkvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Er það miklum mun betri veiði en á sama tíma í fyrra, en þá hafði veiðimönnum aðeins tekist að bana 75 löxum. Er því veiðin um 180% betri en á sama tíma í fyrra. Á sunnudag og mánudag fengust 19 laxar hvorn dag, en veitt er á 3 stengur í ánni og því veiddust að meðaltali 6,3 laxar á stöng þessa daga. Samkvæmt heimildum Mbl. gengur veiðin ágætlega í Norð- urá og Grímsá í Borgarfirði, en í Norðurá hafa veiðst yfir 1100 laxar og yfir 600 í Grímsá. Mikill afli í Þverá og Kjarrá „Þetta gengur sérlega vel og við erum komnir hátt í heildar- töluna frá síðasta sumri," sagði Halldór veiðivörður við Þverá í samtali í gær. Sagði hann 1.432 laxa vera komna á land, en allt síðasta sumar veiddust 1.616 lax- ar í Þverá og Kjarrá. í gærdag voru 682 laxar komnir á land úr Þverá, miðað við rúmlega 600 laxa í allt fyrrasumar, en úr Kjarrá höfðu fiskast 650 laxar. Að sögn Halldórs gengur enn mikið af laxi, þannig veiddist einn lúsugur fram á Fjalli i gærmorgun og hafði sá greini- lega ekki slegið af ferðahraðan- um. Laxinn er af öllum stærðum og gerðum, allt niður í 4 pund og allt upp í 22 pund. Einn slíkur hefur veiðst eins og greint var frá í Mbl. í gær, hann veiddi Erna Finnsdóttir á maðk í Ár- mótakvörn. Óttar Möller veiddi næststærsta laxinn, 20 punda lax, á maðk í Kirkjustreng. All- margir 15—18 punda laxar hafa og veiðst og Halldór sagði mik- inn stórlax vera í bland við þann smærri. Laxinn veiðist jöfnum höndum á flugu og maðk, vin- sælustu flugurnar hafa verið Blue Charm og Frances. Halldór gat þess að lokum að mikið væri um netarifinn lax og væri það einkum millilaxinn, 5—8 punda fiskarnir. „Netin taka greinilega mikinn toll af stórlaxinum, en millilaxinn festir sig og sleppur gjarnan. Lítið fer fyrir netasár- um á smálaxinum," sagði Hall- dór. á Síndaír Spectrum Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, læra á þær, leika þér við þær, tefla við þær, læra afþeim, vinna með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fylgjast með þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í tölvutækninni, ættirðu að byija á Sindair Spectrum. Sínclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K eða48Kminni, allar nauðsynlegar skipanir fyrir Basic fjöldi leikja-, kennslu- og viðskipta- forrita, graftska útfærslu talna, tengimöguleika við prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað litinn. Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar. Sinclair Spectrum er stórkostleg tölva . 48K tölvan kr. 8.508. - 16K tölvan kr. 6.544. - Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.