Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLf 1983 Sjaldgæf sjón MorgnnbU8,#/HBJ Ær og lamb uppi á húsþökum, algeng sjón hér áöur fyrr en fátíð í dag vegna breyttra byggingahátta. Torfþökin á burstabæjunum voru þá of' athvarf heimalinganna á sumrin og þar voru þeir eins og kóngar í ríki sí»u. Þetta sést varla nú á dögum. Myndin var tekin á eyðibýlinu Laxfossi í Stafholts- tungum í Borgarfirði fyrir skömmu. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan ............. 8/8 Jan ............ 22/8 Jan ............. 5/9 ROTTERDAM: Jan ............. 9/8 Jan ............ 23/8 Jan ............. 6/9 ANTWERPEN: Jan ............ 10/8 Jan ............ 24/8 Jan ............. 7/8 HAMBORG: Jan ............ 29/7 Jan ............ 12/8 Jan ............ 26/8 Jan ............. 9/9 HELSINKI: Helgafell ...... 11/8 Helgafell ....... 7/9 LARVIK: Hvassafell ...... 1/8 Hvassafell ..... 15/8 Hvassafell ..... 29/8 Hvassafell ..... 12/9 GAUTABORG: Hvassafell ...... 2/8 Hvassafell ..... 16/8 Hvassafell ..... 30/8 Hvassafell ..... 13/9 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 3/8 Hvassafell ..... 17/8 Hvassafell ..... 31/8 Hvassafell ..... 14/9 SVENDBORG: Hvassafell ...... 4/8 Helgafell ...... 15/8 Hvassafell ..... 18/8 Hvassafell ..... 15/9 ÁRHUS: Hvassafell ...... 4/8 Helgafell .... 15/8 Hvassafell ..... 18/8 Hvassafell ..... 15/9 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 19/8 Skaftafell ..... 17/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 20/8 Skaftafell ..... 19/9 fSKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Veiðimaður- inn kominn út VEIÐIMAÐURINN, málgagn stangaveiöimanna, er kominn út og er hér um 112. tölublað Veiðimanns- ins að ræða. Útgefandi er Stanga- veiðifélag Reykjavíkur, en ritstjórar Veiðimannsins eru þeir Víglundur Möller og Magnús Ólafsson. Af efni blaðsins má nefna grein eftir Derek Mills um veiðina í Dimmu 1883—1887, en Dimma hét áður efsti hluti Elliðaánna, eða þar til Bugða rann í árnar. Er í greininni sagt frá skoskum stangaveiðimanni, James Mait- land Burnett, en hann veiddi hér á landi frá árinu 1883. Þá er í blað- inu grein eftir Guðmund Árnason þar sem sagt er frá veiðiferð í ána Dee í Skotlandi um síðustu páska. Síðan er í blaðinu grein í flokkn- um „Uppáhalds flugan mín“ og að þessu sinni skýrir hinn kunni stangaveiðimaður, Þórður Pét- ursson frá Húsavík, frá sinni uppáhalds flugu. Kemur það þeim sem til þekkja tæpast á óvart að greinin fjallar um fluguna Laxá- blá, sem hann hannaði sjálfur og Veiðimaðurinn V*»o>Wírr itmf/h+i&m*t.i»# - ti’- 'f l Forsíða Veiðimannsins. Myndin er frá Grettisstillum í Hítará, en mynd- ina tók Rafn Hafnfjörð Ijósmyndari. náð hefur nokkurri útbreiðslu meðal veiðimanna. Þá er í blaðinu grein eftir Rafn Hafnfjörð, þar sem hann fjallar um það hvernig laga eigi flugulínu á vatni, þegar misstreymt er, þ.e. þegar straumur er mismikill í hyl og bugðar þannig línuna í vatninu. Er þetta önnur grein Rafns í Veiðimanninum um tækni við fluguveiði, en í síðasta blaði greindi hann frá nauðsyn þess að kunna að halda línu á lofti. Af öðrum greinum í blaðinu má nefna frásögn af dvöl hins kunna breska fluguhnýtara, Peter Deane, við Langá á Mýrum, kynning á stangaveiðifélaginu Straumar, kynning á niðurstöðum könnunar félagsvísindadeildar Háskóla ís- lands um hve margir stunda stangaveiði hér á landi, en sam- kvæmt því eru það um 20% þjóð- arinnar. Þá er í blaðinu grein eftir Einar Hannesson fulltrúa hjá Veiðimálastofnun um laxveiðar í landnámi Ingólfs, grein eftir Hjört Sandholt um veiðiskap og loks grein sem ber heitið „Heims- ins stærsti lax á stöng“. Auk þessa er í blaðinu litið á laxveiðitölur og einnig er þar skrá yfir veiðifélög á íslandi. Heimsþing alkirkju- ráðsins í Vancouver Vancouver, 25. júlí. Frá séra BernharAi GuAmundssyni SJÓTTA HEIMSÞING alkirkjuráðsins var sett síðastliðinn sunnudag. Þátt- takendur á þinginu er nær 4000 og eru fulltrúar þeirra 440 milljóna kristinna manna sem tilheyra hinum 304 kirkjudeildum sem aðild eiga að alkirkjuráð- inu. Heimsþingið er haldið í háskólanum í Vancouver á vesturströnd Kanada. Geysimikið tjald hefur verið reist á háskólalóðinni i gulum og hvítum litum og verður það mið- stöð helgihaldsins þá átján daga sem þingið stendur. Scott, erki- biskup Kanada, vígði tjaldið til helgihalds: „í Gamla testamentinu er tialdbúðin tákn nærveru Guðs er Israelar voru á eyðimerkur- göngu sinni. Mannkynið er enn á eyðimerkurgöngu og þarfnast nærveru og biessunar Guðs,“ sagði Scott. Fulltrúar allra aðildar- kirkjanna festu síðan veifur í lit- um regnbogans á tjaldið, en regn- boginn er friðartákn í flestum menningarheildum. Yfirskrift þingsins er: Jesús Kristur — Líf heimsins. í guðsþjónustunni bar fólk af ýmsum kynþáttum fram á altarið brauð og önnur efni sem eru tákn um líf í heimalöndum þess. Ung kona frá Nígeríu með kornabarn bundið á bak sér bar fram körfu með ávöxtum. Skyndilega leysti hún barnið af sér og rétti það hin- um stórvaxna framkvæmdastjóra alkirkjuráðsins sem vaggaði því hlýlega í örmum sér. Þessi óvænta uppákoma í þaulskipulagðri at- höfn var trúlega nærtækasta lífs- táknið. Bænir voru lesnar á mörgum tungumálum, þakkarbænir fyrir lífið sem Guðs gjöf, lífið sem sigr- ar dauðann. Beðið var sérstaklega fyrir réttlæti, friði og brauði til handa þeim sem ekki hafa. „Land og haf eru menguð af kjarnorku- tilraunum, vígbúnaðurinn heldur áfram og fólk biður um frið. En það er enginn friður,“ segir í bæn ungrar konu frá Kyrrahafseyjum. I fyrsta sinn í sögu alkirkju- ráðsins predikaði kona við opnunarguðsþjónustuna, Pauline Webb, þekktur enskur útvarps- maður sem er formaður undirbún- ingsnefndar þingsins. Hún minnti á hernaðarátök þjóðanna síðan síðasta heimsþing var haldið í Na- irobi í Kenýa 1975: „Við höfum séð blóðið renna um götur Soweto og á strætum Beirút-borgar, á fjöllum Afganistan sem á sjónum við Falklandseyjar. Það er sprengjur- egn á írlandi og manndráp í Mið- Ameríku. Um allan heim fást menn við blóðidrifin öfgaverk eins og mannslífin væru verðlaus peð í valdaleikjunum. Jafnvel kirkjan hefur ekki hreinar hendur. Við höfum ekki talað nógu skýrt. Þeir sem með spámannlegum inn- blæstri hafa lagt allt sitt af mörk- um til þess að koma viti fyrir fólk- ið hafa stundum orðið fyrir vægð- arlausri gagnrýni og árásum samverkamanna sinna og goldið fyrir með lífi sínu. Aldrei hafa verið fleiri kristnir píslarvottar en á þessari öld. Guð hefur í Jesú Kristi sýnt mönnum hver er vilji hans,“ sagði frú Webb og hvatti kristna menn til að vera slíkir fulltrúar hans, sem vita hvenær á að taka frumkvæðið vegna þess að þeir þekkja þá sem þeir vinna fyrir. Síðar um daginn efndi ríkis- stjórn Kanada til móttökuathafn- ar í íþróttahöll Vancouver-borgar og voru þar tæplega 20 þúsund manns. Áðalræðumaður var Dr. Jean Vanier, stofnandi L’Arche- hreyfingarinnar, sem rekur um 60 sambýli fyrir þroskahefta víða um heim. Hann flutti mál sitt blað- laust til skiptis á ensku og frönsku, sem eru hin opinberu tungumál Kanada: „Ég lifi með fólki sem er álitið úrhrök af því að það er fötlað. Ég tala því í dag í nafni þeirra sem aldrei heyrist í. Fatlaðir kvíða oft örvæntingu. Það er fólkið sem þarfnast þess eins og við öll að heyra og finna að það skiptir okkur svo miklu máli að við gefum okkur tíma til að hlynna að því og hlusta á það. Jes- ús gerði það og hann kallar kirkju sína til þess að vera með þeim sem þjást og bera byrðarnar með þeim. Guðsriki er hér á meðal okkar fal- ið í þeim veiku og þjáðu,“ sagði Vanier. Dr. Allan Boesak frá Suður- Afríku, flutti framsöguerindi um réttlæti og frið á öðrum degi I lok fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins „Sami sirkusinn og undanfarin ár“ — segir Kristján Loftsson um fund Alþjóða hvalveiðiráðsins „ÞAÐ MÁ SEGJA aö þetta sé sami sirkusinn og undanfarin ár,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið f gær, þegar hann var spurður um fund AÍþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn var í Brighton á dögunum. Hann sagði að íslendingar hefðu þó komið eins vel frá fundinum og björtustu vonir stóðu til, miðað við það sem búast hefði mátt við af þeim ríkjum sem þarna réöu ferðinni. „Það að Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, gaf sér tíma til að sitja fundinn hefur haft þar mikið að segja, því hann flutti mál íslendinga af festu og röggsemi," sagði Kristján. Hann var spurður hvort hann teldi mögulegt, að horfið yrði frá hvalveiðibanninu sem ganga á í gildi 1986. Kristján sagði að það yrði að teljast afar ólíklegt, ef fram héldi sem horfði á fundum ráðsins. „Þau ríki sem stöðva vilja hvalveiðar eru í það miklum meirihluta í ráðinu og því yrði eitthvað mjög óvænt að koma til,“ sagði Kristján Loftsson að lokum. Aðeins spurning hvenær hvalveiðar hefjast aftur eftir bannið 1986 * — segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra „í Alþjóðahvalveiöiráöinu eru mjög deildar meiningar. í fyrsta lagi eru þar þjóðir með enga hagsmuni varðandi nýtingu hvalastofna, í öðru lagi þjóðir með mjög ólíka hagsmuni og í þriðja lagi þjóðir sem hafa nán- ast enga þekkingu á þessu sviði og stunda engar rannsóknir. Vandamál- ið er að samræma þessi ólfku sjón- armið, annars vegar hvað varðar nýt- ingu þessara stofna sem fæðuöflun fyrir mannkynið, og hins vegar að sjá til þess, að viðkomandi hvalategund- ir séu ekki í hættu fyrir ofveiði," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var inntur álits á Alþjóðahvalveiðiráðinu og stöðu mála í lok fundar ráðsins, sem lauk um helgina. „í mínum huga er það ekkert vafamál að hættan á ofveiði hefur verið mjög mikil og það eru margir stofnar sem eru friðaðir af góðum og gildum ástæðum. Það er því mikils um vert, að þær veiðar sem eiga sér stað séu undir strangri stjórn. Reynslan er sú, að það hef- ur verið tilhneiging til að ganga á stofnana og þeir hafa verið í út- rýmingarhættu. Vandinn er að mínu mati sá, að það skapist ákv- eðið öfgaástand: Menn telji, vegna sögunnar, að varlegast sé að leyfa engar veiðar. Á sama tfma fleytir þekkingu fram um ástand hvala- stofna og þær þjóðir, sem hafa stundað þessar veiðar, vilja fá að gera það á vísindalegum grundvelli og geta ekki sætt sig við að gengið sé lengra í friðunarátt," sagði Halldór ennfremur. Hann var spurður hvort hann teldi að önnur sjónarmið en vís- indaleg hefðu ráðið þeirri ákvörð- un að banna hvalveiðar. Hann svaraði því til, að sú ákvörðun hefði m.a. mótast af því að viðkom- andi aðilar treystu ekki hvalveiði- þjóðunum til að stunda veiðarnar með skynsamlegum hætti. „Við Is- lendingar höfum sýnt það, að við erum fullfærir um að stýra veiðum innan okkar landhelgi, hvort sem það er á hvölum eða öðrum stofn- um,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að þótt Islendingar hefðu ákv- eðið að hlíta hvalveiðibanni ráðs- ins ættu þeir í framtíðinni að leggja áherslu á sjálfsákvörðun- arrétt sinn í hvalveiðimálum. „En til þess að treysta þann rétt þurf- um við að auka þekkingu okkar á hvalastofnunum. Menn spyrja gjarnan hvort bannið þýði að hval- ir verði ekki nýttir til manneldis í framtíðinni. Eg er ekki þeirrar skoðunar, spurningin er mun frem- ur hvenær hvalveiðar hefjast að nýju,“ sagði Halldór Ásgrímsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.