Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1983 Tíu ár frá sögulegri áskorun „íslendingar krefjist 200 mflna fiskveiðilögsögu“ „UNDIRRITAÐIR skora á Al- þingi íslendinga og ríkisstjórn að lýsa nú þegar yflr, að ís- lendingar muni krefjast 200 mflna fiskveiðilögsögu á vænt- anlegri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna — og skipa sér þar með á bekk með þeim þjóðum, sem lýst hafa yf- ir 200 mflum.“ Þannig hljóðaði áskorun sem fimmtíu kunnir íslend- ingar birtu í Morgunblaðinu 27. júlí 1973, fyrir réttum 10 árum. Morgunblaðið tók undir þetta sjónarmið í for- ystugrein sama dag. Þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sam- þykktu ályktun um þetta efni, 30. ágúst sama ár, þar sem segir m.a.: „Með hliðsjón af því sem framan greinir (samþykkt landsfundar 1973) telja þing- flokkur og miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins nauðsyn á nýrri ákvörðun af hálfu ís- lendinga um víðáttu fisk- veiðilögsögunnar áður en sjálf hafréttarráðstefnan hefst og lýsa yfir eindregn- um stuðningi við 200 mílna fiskveiðilögsögu, en miðað verði við miðlínu milli landa, þar sem vegalengd er minni en 400 mílur. — Þingflokkur og miðstjórn telja rétt, að fiskveiðilögsagan verði færð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árslok 1974.“ í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar Geirs Hallgríms- sonar, 29. ágúst 1974, er því lýst yfir, að fiskveiðilögsaga Islendinga verði færð út í 200 sjómílur 1975 og þegar haf- inn undirbúningur. Matthías Bjarnason, þáverandi sjávar- útvegsráðherra, undirritaði síðan, 15. júlí 1975, reglugerð (nr. 299) um fiskveiðiland- helgi íslands, sem gekk 1 gildi 15. október sama ár. Með henni vóru fiskveiði- mörkin færð út í 200 sjómíl- ur. Og rikiSra WAnu þeLÍSlenrÍnga ÍkveÍS ‘nUnÍ kre#ÍaSt 20» ^ r7ðsíefn ,,T°gU * vœnta»legri hafréttar- aðstefm, samemuðu þjöðanna, - og sk.p, ser þar með á bekk með þeim Þj ðum, sem hafa lýst yfír 200 milum Reykjavík, í júlí 1973 Auðun AuSuiuiob, Skólabraul 57, SeltjarnarnesL Hrólfur Gunaarsson, S*vi8arsundi 32, Reykjavík. HreggviAur Jónsson, Nesvegi 82, Reykjavik. Majfnús Sijfurjónsson, Bergþórugötu 23, Reykjavík. Binar Sigurðsson, Bárugötu 2, Reykjavík. Wvar Vilhjálmsson, Unnarbraut 2, SeltjarnarnesL Guðjón B. ólafsson, Sunnuvegi 5, Reykjavflc. Arni Benedik tsson. BarSavogi 44, Reykjavík. Erlenduf Einarsson, Solvofsgrunni 27, Reykjavík. Hjörtur Hjartar, Ljoghaga 28, Reykjavík. Bogl ÞórAarson, Al/heúnum 38, Reykjavfk. Byjólfur Isfeld Eyjólfsson, Lynfási 4, Garðohreppi. Kristján Rafnarsson, Goðheimum 12, Reykjavík. ólafur V. Sifurftsson, Skólabraut 38, SeltjarnarnesL Markús Guðmundsson, Laugarásvegi 17, Reykjavík. Slfurjón Stefánsson, Austurbrún 33, Reykjavík. Blríkur Kristófersson, . ^jálsfötu 5t. ReykjaviT^ Bjarni Ingimarsson, Ægissíðu 72, Reykjavík. Hans Sifurjónsson, Bjannalandi 16, Reykjavík. Þorsteinn Arnalds, BarmahlíA 13, Reykjavtk. Ingólfur Sif. Infólfsson, Safamýri 13, Reykjavík. Guðm. H. Oddsson, Laugarásvegi 5, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1, Reykjavík. Vilhjálmur Arnason, Flókagötu 53, Reykjavík. Tómas Þorvaldsson, Grindavík. Sigurður Agústsson, Stykkishólmi. Einar Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. ólafur Jónsson, Sandgerði. Garðar Pálsson, Fornhaga 15, Reykjavík. Guðmundur Jörundsson, Gthlíð 12, Reykjavík. Höskuldur Skarphéðinsson, Heiðargerði 4, Reykjavík. Pétur Þorbjörnsson, Kópavogsbraut 78, Kópavogi. Hjálmar Styrkársson, Safamýri 79, Reykjavík. Helgi Þórarinsson, K.plaskjólsvegi «5, Reykj.vík. Bragi Eiríksson, Melhaga 1«, Reykjavík. Saemundur Auðunsson. Nesvegl 5», Reykjavik. Sigurður Pétursson, Ægissíðu 56, Reykjavflk. Ingvar Hallgrimsson, Einarsnesi 33, Reykjavik. Gunnar Bergsteinsson, Skipholti 58. Reykjavik. Aðaisteinn Jtilíusson, Einimel 5, Reykjavik. Jakob Magnússon, Þinghólsbraut 8«, Kópavogl. Jónas Blöndal, Hraunbæ 176, Reykjavik. Jakob Jakobsson, Nökkvavogi 41, Revkjavík. Einar Símonarson, Ránargötu 2, Grindavík. Erling Krisljánsson, Marargötu 3, Grindavík. Halldór Halldórsson, Mávahrauni 14, Haínarfirði. Gunnar Flóvenz, Kópavogsbraut 88, Kópavogi. Hilmar Jónsson, Nesvegi 37, Reykjavik. Guðmundur Pétursson, Grænuhlíð 16, Reykjavík. Guðmundur Kjærnested, ^^rfinnsgötu 8, Revkiavík. Reynsla hjúkrunarkonu af svelti og sjuklegu ofáti — eftir Ingibjörgu Sveinsdóttur „Tvisvar í viku var Elisa- beth ofurseld matnum. Þess á milli fastaði hún eða því sem næst. í veisl- um skyrpti hún matnum í laumi í servéttu, þegar því var við komið.“ — Ég borðaði hrátt kjöthakk með höndunum. Ég vissi ekki, hvernig ég átti að koma matnum sem fljótast að munninum. Áður hafði ég grátið hálfa nóttina yfir því að hafa borðað einu epli meira en dagsskammturinn leyfði. Elisabeth Ljungström, 30 ára hjúkrunarkona í Stokkhólmi, segir frá reynslu sinni af svelti (anorexia) og sjúklegu ofáti (bulimia). Elisabeth var orðin 22 ára, þeg- ar hún fór í megrunarkúr eftir vikublaði. Hún var þá 60 kg og tæpir 170 sm á lengd. Þegar hún hafði lést um 15 kg þótti henni hún enn vera alltof feit. 400 hita- einingar á dag var matarskammt- urinn orðinn. Hún viktaði sig 4—5 sinnum á dag. Angistin yfir að vera feit yfirgnæfði allt annað. — Ég borðaði pönnuköku í vinnunni einn daginn. Um kvöldið hljóp ég upp og niður stigana heima í tvo klukkutíma af ein- tómri angist, segir Elisabeth. Henni fannst hún vera einskis virði og það eina sem komst að í huga hennar var að grennast. — Leitaðir þú aldrei til læknis? — Deildarhjúkrunarkonan, þar sem ég vann sem sjúkraliði, sagði að ég yrði að leggjast inn. Á sjúkrahúsinu tókst mér að léttast enn meira, ég komst niður í 38 kg. Eftir mánaðarlegu á sjúkrahúsi gekk Elisabeth til sálfræðings einu sinni í viku. Eins og aðrir sveltissjúklingar var hún iðin í eldhúsinu við bakst- ur og matseld. Sjálf borðaði hún ekkert. Ýmist fleygði hún kökun- um og matnum eða gaf vinum og vandamönnum. Hún var erfið í umgengni. Þorði ekki að borða soðinn fisk hjá for- eldrum sínum af ótta við, að þau hefðu laumað vítamínum eða kolhydrötum í fiskinn. Hún reyndi að vera félagslynd og glaðleg. — Mig verkjaði í magann af hungri en ég var sérfræðingur í að láta sem ég væri södd. Eg skar matinn í agnarlitla bita og ýtti út á diskbarminn. Miðjan á diskinum varð að vera tóm eins og ég hefði þegar borðað. Af einum litlum konfektmola skildi ég eftir helm- inginn. Það var afskaplega mikil- vægt að skilja eftir og standast freistinguna. Eftir að hafa svelt sig í tvö ár fór Elisabeth að borða sjúklega mikið. Hún var komin með bul- imia. Það byrjaði með því að hún svelti sig í nokkra daga til þess að geta farið út að borða með kunn- ingjum eitt kvöld. — Ég varð ekki södd eftir heila pizzu. Ég keypti mér pylsu, súkku- laði og aftur pylsu. Þegar ég kom heim hélt ég áfram að borða, segir Elisabeth. Hún var byrjuð að borða en gerði sér ekki grein fyrir, hvað var eðlilegur matarskammtur. Hún vissi ekki, hvenær hún var orðin södd. — Ég borðaði allt sem hafði verið bannvara áður. 1 eitt og sama skiptið gat ég troðið í mig stórum súkkulaðipakka, kökum, tveim buffsneiðum, heilu brauði, mjólk, rjóma, pizzu og 250 gr af smjöri. Ég lék mér með matinn, hræðri þangað til hann varð að leðju, útskýrir Elisabeth. — Ég gat ekki ælt þótt ég reyndi, heldur Elisabeth áfram. I staðinn misnotaði ég niðurleys- andi töflur, tók 10—15 töflur á Elisabeth Ljungström kvöldin í stað 2—3 sem er eðlilegt. Hræðilegar magakvalir fylgdu í kjölfarið. Tvisar í viku var Elisabeth ofurseld matnum. Þess á milli fastaði hún eða því sem næst. í veislum skyrpti hún matnum í laumi í servéttu, þegar því var við komið. — Hafðir þú haft nokkra hugmynd um, að til væri þessi hlið á sjúkdómnum? — Nei, ég hélt ég væri vitlaus og það héldu líka þeir kunningja minna sem komust að þessu. Það var ekki bara fyrir umhverfinu sem ég reyndi að dylja þetta, held- ur einnig fyrir sjalfri mér. Ég átti það til að fara inn í fataherbergi og sitja þar í myrkri með allan matinn, segir Elisabeth. Þessi misþyrming á líkamanum setti sín spor. Blæðingar hurfu mjög snemma eða þegar Elisabeth hafði lést um 5 kg í megrunar- kúrnum 1975. Það var ekki fyrr en 1979 sem hún fékk blæðingar aft- ur. Tennurnr hrundu niður og hár- ið varð líflaust. Það er bara síð- asta árið sem þarmarnir hafa starfað eðlilega. — Nú ert þú heilbrigð. Hvernig tókst þér að sigrast á matnum? — Samkvæmt ráði sálfræðings varð ég að finna eitthvað sem þýddi meira fyrir mig en megrun- in gerði. Elisabeth gekk í leiklistarklúbb og sjálfstraustið óx. Árið 1980 komst hún að við hjúkrunarnám og gekk ljómandi vel. Hugsanirn- ar um matinn hurfu smám saman. Hún fleygði viktinni! En hefur hún nokkra hugmynd um hvers vegna allt fór að snúast kringum matinn? — Ég vildi vekja athygli for- eldra minna á mér með því að hætta að borða, segir Elisabeth. Sem barn var Elisabeth afbrýð- issöm út í litlu systur sína. Elisa- beth var bara 15 ára, þegar hún lét eyða fóstri og nokkrum árum seinna fór hún að búa með pilti, sem lék hana grátt. Þegar henni verður hugsað aft- ur í tímann segir hún og er þungt niðri fyrir: — Hvers vegna er aldrei hægt að skrifa um, hvernig maður á að vera eðlilegur í laginu? Ég hef sætt mig við mitt læraspik en hvenær verður slíkt viðurkennt í vikublöðunum sem eðlilegt útlit?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.