Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 19 Andropov, leiðtogi Sovétríkjanna: Breytingar boðaðar á stöðnuðu efnahagslífi Moskvu, 16. ágúst, New York Times. YURI V. Andropov, leiðtogi Sovét- ríkjanna, sagði í Moskvu í gær, mánudag, að sovéskt efnahagslíf væri staðnað og nú gengi ekki leng- ur að taka málin þeim „vettlingatök- um“, sem alltof lengi hefði viðgeng- ist. Það var á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, sem Andropov flutti ræðu sína, en orðalag hennar bendir til, að Andropov hafi fyrst og fremst verið að leita eftir stuðningi mið- stjórnarinnar við þær breytingar á efnahagslífinu, sem hann hefur barist fyrir. Hefur hann þá haft í huga forvera sína Krúsjoff og Brezhnev, en tilraunir þeirra til að draga úr miðstýringunni voru að engu gerðar af miðstjórninni. Fyrir um hálfum mánuði voru kynntar ráðstafanir til að gera stjórnendur og aðra ábyrgðar- menn í tveimur iðngreinum óháð- ari ríkisvaldinu en hingað til, en þessar tilraunir ná ekki nema til tveggja ráðuneyta af 60. Af ræðu Andropovs í gær mátti ráða, að í næstu fimm ára áætlun, sem hefst árið 1986, verði þessar nýjungar látnar ná til miklu fleiri greina atvinnulífsins. Andropov varði allnokkrum hluta ræðu sinnar eingöngu til að bera lof á miðstjórnarmennina, sem hann sagði „alltaf hafa notið mikillar virðingar í flokknum og meðal þjóðarinnar" og sem með verkum sínum hefði „auðgað allt mannkyn". Hann vék líka að æsk- unni í Sovétríkjunum, sem hann sakaði um leti, iðjuleysi og „sníkjudýrshátt" en slíkar skammir eru sagðar falla vel í geð gömlu mannanna í miðstjórninni. Andropov lagði á það mikla áherslu í ræðu sinni, að farið yrði varlega í fyrirhugaðar breytingar á efnahagsiífinu og hugað grannt að áhrifum þeirra á vinnuaga, framleiðni vinnuaflsins og að öðr- um þjóðfélagslegum afleiðingum. Bangkok, 16. ágúst. AP. RÚMLEGA 2,7 milljónir manna týndu lífi í Kambódíu í valdatíð Rauðu khmeranna frá 1975 til 1979, að því er yfirvöld í Phnom Penh til- kynntu í dag. Aðrar óháðar heimildir telja að milljónir manna hafi verið líflátnar í tíð Rauðu khmeranna. Fréttastofan SPK í Phnom Penh sagði töluna byggða á sam- tölum við fólk sem lifði af ofsóknir og pyntingar fyrrverandi vald- hafa, og hafa verið birtir nafna- listar yfir þá sem hurfu á þessu tímabili. Upplýsingarnar voru birtar opinberlega í dag og lagðar fyrir þing Kambódíu, sem kom saman í dag. Rauðu khmerarnir, sem voru öfgafullir kommúnistar, steyptu stjórn Lon Nols í apríl 1975, og hófu þegar í stað að stjórna af mikilli hörku og grimmd. Borgir voru tæmdar og fjöldaaftökur ur- Rauði þráðurinn var þó þessi: Sov- étmenn verða að venda sínu kvæði í kross í efnahagsmálum og stjórnun þeirra ef koma á í veg fyrir síminnkandi hagvöxt en hann hefur hrapað úr 8% snemma á síðasta áratug í 2,5% nú. ðu nánast daglegt brauð, auk þess sem fjöldi lézt úr hungri og sjúk- dómum. Víetnamar réðust inn í Kamb- Yuri Andropov ódíu seint á árinu 1978 og settu leppstjórn að völdum þar eftir að tekizt hafði að hrekja Rauðu khmerana burt frá Phnom Penh. Stríðsglæpamaður hlýtur dauðadóm Moskvu, 16. ágúst. AP. NÁÐUNARBEIÐNI Sovétmanns, sem gefið hefur verið að sök að hafa starfað með nazistum í heimsstyrjöldinni síðari, hefur verið hafnað, að sögn TASS-fréttastofunnar. Maðurinn, Alexander Korol, hefur verið dæmdur til dauða. Hann er frá þorpinu Lyenino, sem áður hét Romanovo, í lýðveldinu Hvíta-Rússlandi, sem liggur að pólsku landamærunum. Korol er sakaður um að hafa átt aðild að morði 140 kvenna, barna og gamalmenna í Lyenino 12. júní 1942. „Korol gekk harðast stríðs- glæpamanna fram. Hann tók beinan þátt í morðunum," sagði TASS. 2,7 milljónir manna líflátnar í Kambódíu Frönsk jagúar-orrustuþota á flugsýningunni í París. Á myndinni má sjá þann búnað sem þotan getur borið. Stjórnin í Chad hefur beðið Frakka um að senda þotur af þcssari gerð til að verjast líbýskum árásarþotum. Fjórar jagúar-þotur eru í viðbragðsstöðu í Mið-Afríkulýðveldinu. Skæruliðar felldu 20 stjórnarhermenn San Salvador, 16. ágúst. AP. VINSTRI sinnaðir skæruliðar felldu eða særðu 20 stjórnarhermenn í átökum á Guazapa-eldfjallinu norð- ur af höfuðborginni, að sögn skæru- liðanna. Af hálfu stjórnarhersins var hins vegar skýrt frá falli þriggja skæruliða f tvennum átökum. Hermt var af hálfu skæruliða að þeir hefðu ráðist á stöðvar stjórn- arhermanna nærri borginni San Jose Guayabal, sem er 25 km norð- ur af San Salvador, en ekki var getið um mannfall í röðum skæru- liða. Tilboði Nicaragua um að senda til baka kúbanska ráðgjafa gegn því að bandarískir ráðgjafar verði kallaðir frá Mið-Ameríku, „virðist sanngjarnt", að sögn utanríkis- ráðherra Hondúras, sem hvatti til að þessi möguleiki yrði kannaður í næstu tilraunum til að koma á friði í Mið-Ameríku. Ráðherrann sagði hins vegar að einnig yrði að koma til fækkun herja í Nicaragua, stöðvun her- gagnaflutninga þangað og loforð um kosningar. Ráðherrann kvað tilboð Nicaragua þó líklega bragð, sem væri til þess eins fallið að grafa undan mikilvægi friðartil- rauna Contadora-hópsins. Yfirvöld í Hondúras hafa boðið nágrannaríkjunum, þar á meðal stjórninni í Nicaragua, að fylgjast með heræfingum Bandaríkja- manna og Hondúrasmanna, sem hefjast í Hondúras í þessum mán- uði. Þing E1 Salvador hóf í dag um- ræður um drög að nýrri stjórn- arskrá. Noel Coward í góðum hópi London, 16. ágúst. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa leikritaskáldinu, rithöf- undinum, leikaranum og háðfuglinum, Noel Coward, minningarstein í Westminst- er Abbey, en tíu ár eru liðin frá því hann lést. Minningarsteininum verður komið fyrir skammt frá minnis- merki um „drottningu bresks leik- húss“, Dame Sybil Thorndike en af öðru frægum mönnum sem þarna er minnst, má nefna velska skáldið Dylan Thomas, Henry James, T.S. Eliot, Shakespeare og Charles Dickens. Noel Coward skrifaði meira en 40 leikrit og kvikmyndahandrit, lék í mörgum myndum, gaf út bækur og samdi tónlist fyrir kabaretta, revíur og óperettur. Noel Coward Enn leitað • • að Orkinni hans Nóa Ankara, 16. ágúst. AP. BANDARÍSKI geimfarinn fyrr- verandi James Irwin segist von- ast til að finna „eitthvað skemmtilegt" í annarri ferð sinni á fjallið Ararat þar sem Nói lagði Örkinni sinni loksins við festar. „Við höldum að Örkin sé al- veg úti í ísjaðrinum og munum þess vegna ekki fara alveg upp á fjallstoppinn," sagði Irwin í dag við fréttamann AP-frétta- stofunnar. Hann og félagar hans komu til Tyrklands sl. sunnudag og munu á morgun fara að fjallsrótunum. Ararat er 5165 m hátt og er á landa- mærum Tyrklands og Sovét- ríkjanna. Irwin, sem dvaldist í þrjá daga á tunglinu árið 1971, hef- ur 18 fjallgöngumenn sér til aðstoðar. Irwin segist ákveðinn í að leita af sér allan grun um að Örkin sé á Ararat. Gaupum sleppt í Pýrennea- fjöllum Matlock, 16. ágúst. AP. TVEIMUR fimm ára gömlum gaupum úr Riber-dýragarðinum í Matlock í Norður-Englandi verð- ur sleppt lausum í Pýrennea- fjöllunum í Frakklandi á næst- unni, í þeirri von að þessi dýra- tegund eigi eftir að tímgast þar, en gaupur urðu útdauðar í fyrri heimkynnum sínum i Pýrennea- fjöllunum fyrir árhundraði. Gaupur hafa verið ræktaðar í Riber-garðinum undanfarna tvo áratugi og hefur tekist að koma 40 dýrum á legg. Frönsk yfirvöld og World Wildlife Fund munu styðja tilraunir aðstandenda dýragarðsins. Litlu senditæki verður komið fyrir á hálsi dýranna, svo hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra úr fjarlægð. Þau verða einnig bólusett fyrir hunda- æði. Ungverjar halda fegurð- arsamkeppni Kúdapcsi. 16. ágúst. AP. ÞRJÁTÍU og níu fegurðardísir hafa öðlast rétt til að keppa í fyrstu fegurðarsamkeppninni f Ungverjalandi eftir stríð og jafn- framt þeirri fyrstu, sem vitað er um í kommúnistaríki. Kemur þetta fram í frétt frá ungversku fréttastofunni MTI, en keppnin á að fara fram 12. september nk. Fegurðardísirnar 39 voru í hópi 300 stúlkna, sem þátt tóku í undanúrslitunum, en þar komu þær fram í baðfötum og gengu fyrir dómnefnd, sem mat þær eftir „heilsufari, hve íþróttamannslega þær voru vaxnar, persónutöfrum og þokka í hreyfingum". Búist er við, að uni 10.000 manns verði viðstaddir loka- keppnina en fyrstu verðlaun eru ferð til Parísar og önnur og þriðju ferð til Vínar. Ákveðið hefur verið að halda svona keppni árlega hér eftir. I ríkjum kommúnista hafa fegurðarsamkeppnir hingað til verið álitnar dæmigerðar fyrir vestræna úrkynjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.