Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 1983 37 skorar • Hér á þessari myndasyrpu, sem Ijósmyndari Mbl. tók í leik Vals og Þróttar um helgina, sést Páll ólafsson, Þrótti, taka eina af sínum mörgu syrpum í leiknum en hann lék mjög vel meö Þrótti á dögunum. Ljóamyndlr Morgunblaðió/Kristján Einarsaon. • Hér hefur Páll snúiö á tvo varnarmenn Vals og geysist inn (vítateig- inn. • Næstur á dagskránni var Brynjar í markinu og hann var lítil hindrun fyrirPál ... • Þá er ekkert eftir annaö en renna boltanum í netið ... • Og svo fagnar maöur markinu og brosir því staðan er orðin 4—0. Hverju spá þeir um landsleikinn í kvöld? • Við tókum þrjá leikmenn tali þer sem þeir voru í afslöppun á milli þess sem þeir ssfðu og horfðu á leiki Svía á myndbandi. Fyrstur á vegi okkar varð Þorsteinn Bjarnason markvörður. „Ja, ág veit ekki hvað maður á að segja um þennan leik. Við höfum veriö að skoða þá á myndbandi og þeir eru mjðg sterkir, en við þurfum engu að kviða ef við spilum eins og menn, og ef við náum að stoppa þá nógu fram- arlega. Nei, ág vil engu spá um úrslit,“ sagði markvörður íslenska liðsins, Þorsteinn Bjarnason frá Keflavík. • „Þessi leikur leggst vel í mig. Mað- ur er að vísu nokkuð smeykur því þeir hafa leikið mjög vel í undanförnum leikjum. Þeir pressa mjög vel og við verðum aö passa okkur á þvi. Hópur- inn er alveg frábter og andinn í liðinu mjög góður þannig að þetta leggst bara vel í mig,“ sagði Ragnar Mar- geirsson úr Keflavík en hann mun leika á miðjunni ásamt hinum unga Sigurði Jónssyni frá Skaganum, og Ragnar spáði þvi að við myndum vinna leikinn 1—0. • „Ef við náum að stöðva þá á miðj- unni og halda þeim þar, þá er engu að kvíða, en þeir eru með sterkt lið og greinilegt að þeir pressa mjög stíft þannig að þetta gæti orðið hörku leik- ur. Þeir eru einnig mjög góðir í auka- spyrnum og hornum og þar verðum við að gæta okkar vel. Eg spái því að þessi leikur endi 1—1," sagði Ólafur Björnsson úr Breiöabliki en hann leik- ur miðvörð ásamt Sigurði Lárussyni frá Akranesi. Sigur vannst í fyrsta leiknum LANDSLEIKUR íslands og Sví- þjóðar í kvöld er 6. landsleikur þjóöanna. Tveir leikjanna hafa farið fram hér é landi, en þrír í Svíþjóð. Svíar hafa haft betur til þessa, því þeir hafa unnið 3 leiki, tapaö einum og einum lauk með jafntefli. Markatalan er 9—7, Sví- þjóð í hag. Fyrsti landsleikur íslands og Sví- þjóðar fór fram á gamla Melavell- inum 29. júní 1951 og lauk honum með sigri íslands, 4—3, en þann sama dag unnu frjálsíþróttamenn okkar sigur á Dönum og Norö- mönnum í landskeppni í frjálsum íþróttum á Bislet í Osló. 29. júní 1951 er því einn mesti sigurdagur í íþróttasögu okkar. En nánar um fyrsta landsleikinn gegn Svíum, sem þótti mjög skemmtilegur og vel leikinn. Sérstaklega átti Rík- aröur Jónsson góöan leik, en hann skoraöi öll mörk íslands. Liö ís- lands var þannig skipað í þessum leik: Bergur Bergsson KR 1 Karl Guðmundss fyrirl. Fram 5 Haukur Bjarnason Fram 1 Hafsteinn Guðmundsson Val 3 Einar Halldórsson Val 2 Sæmundur Gíslason Fram 5 Ólafur Hannesson KR 3 Ríkaröur Jónsson ÍA 4 Þóröur Þórðarson ÍA 1 Bjarni Gydrtason Víkingi 1 GunnáTGuðmannsson KR 1 Varamenn komu ekki viö sögu í þessum leik, enda fátítt á þessum árum aö nota varamenn nema vegna meiösla, en á varamanna- bekknum sátu: Helgi Daníelsson Val, Guöbjörn Jónsson KR, Guð- jón Finnbogason ÍA, Halldór Hall- dórsson Val, Höröur Óskarsson KR og Gunnlaugur Lárusson Vík- ingi. Þjálfari var Óli B. Jónsson og leikinn dæmdi Guöjón Einarsson, sem var okkar eini milliríkjadómari á þessum árum. Ekki eru tök á að rekja gang leiksins, en staöan í hálfleik var 2— 0 fyrir Island og skoraöi Rík- aröur á 32. og 38. mín. í síöari hálfleik hresstust Svíar og skoruöu þrjú mörk, en Ríkaröur svaraöi meö tveimur mörkum á 48. og 82. mín. og tryggöi þar meö sigur ís- lands. Næst mættust þjóöirnar í Kalm- ar í Svíþjóö 24. ágúst 1954 og var aftur um jafnan og skemmtilegan leik aö ræða. Svíar sigruöu með 3— 2, en mörk islands skoruðu þeir Skagamennlrnlr Ríkaröur Jónsson og Þóröur Þóröarson. SINDRA STÁLHF Borgartúni 31 sími27222 Íþvíliggnr styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.