Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 262. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tómas Guðmundsson látinn ÁSTSÆLASTA skáld þjóðarinnar, Tómas Guðmundsson, lést í Borg- arspítalanum um sex-leytið síðdeg- is í gær, 82 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Þegar Fagra veröld kom út 1933 hlaut Tómas titilinn borgarskáld vegna þeirrar nýju reynslu og óvenjulegu skáldsýnar, sem þar kom fram. Bókin varð ein vinsælasta Ijóðabók á íslandi fyrr og síðar. Reykvíkingar uppgötvuðu borg sína með nýjum hætti þegar þeir lásu þessa fersku og nýstár- legu Ijóðabók skáldsins. Að Davíð Stefánssyni látnum hlaut Tómas þjóðskáldstitil. Sú nafngift hefur komið frá þjóð- inni sjálfri án tilnefningar. Tóm- as Guðmundsson er eitt mesta ættjarðarskáld íslensku þjóðar- innar fyrr og síðar. Landið, þjóð- in og örlög hennar voru honum ávallt efst í huga. Sjálfur sagði hann, að Jónas Hallgrímsson hefði varla ort svo ljóð, að það yrði ekki að lofsöng til íslands. Tómas var sjálfur arftaki Jónas- ar að þessu leyti og kom það ekki síst fram í Fljótinu helga, 1950, og síöustu lióðabók skáldsins, Heim til þín ísland, sem út kom 1977. Tómas Guðmundsson var fæddur 6. janúar 1901 á Efri-Brú í Grímsnesi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1921, lauk lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1926, stundaði málflutningsstörf næstu þrjú ár en var síðan starfsmaður á Hag- stofu fslands til 1943. Hann var ritstjóri tímaritsins Menn og menntir 1951—’52 og Helgafells frá stofnun þess 1942 og þar til það hætti að koma út 1959, fyrst ásamt Magnúsi Ásgeirssyni en síðar ásamt Ragnari Jónssyni, Kristjáni Karlssyni og Jóhannesi Nordal. Tómas þótti einn besti ræðusnillingur sinnar samtíðar og eftir hann voru oft flutt þjóð- hátíðarljóð 17. júní. Flestum mun í minni þegar hann flutti stórbrotið þjóðhátíðarljóð sitt á Þingvöllum 28. júlí 1974. Tómas Guðmundsson skrifaði auk ljóðanna margar ritgerðir og frásöguþætti, sem báru óvenju- legri stílsnilld vitni. Ritsafn hans kom út hjá Almenna bókafélag- inu 1981 en hann var formaður bókmenntaráðs þess um margra ára skeið. Þá sá hann um útgáfu á fjölmörgum bókum og um hann og ljóð hans hafa verið skrifaðar margar greinar og ritgerðir. Um skoðanir hans og lífsafstöðu er fjallað í bók þeirra Matthíasar Johannessen, Svo kvað Tómas (1960), þar sem einnig er að finna ævisöguívaf. Auk fyrrnefndra ljóðabóka gaf Tómas Guðmundsson út Við sundin blá, 1925, Stjörnur vors- ins 1940, Mjallhvít og dvergarnir sjö (ljóð við myndasögu), 1941, Forljóð við vígslu Þjóðleikhúss- ins, sérprentun, 1950, og loks má nefna Myndir og minningar, 1956, sem eru endurminningar Ásgríms Jónssonar. Tómas Guð- mundsson hefur annast útgáfu á mörgum ritsöfnum. Heildarút- gáfa ljóða hans kom út 1953 og oft síðan. Méð andláti Tómasar Guð- mundssonar eru þáttaskil í ís- lenskri samtíðarsögu. Vinsældir og ástsæld hans með þjóðinni eru einsdæmi enda vart listrænni skáldum til að dreifa á okkar tímum. Með honum er í valinn hniginn það skáld, sem best og mest hefur haldið á loft list- rænni og fágaðri tjáningu Jón- asar Hallgrímssonar og annarra slikra höfuðskálda íslenskrar tungu. Það er engin tilviljun, að síð- asta ljóðabók Tómasar Guð- mundssonar ber nafnið Heim til þín ísland. Morgunblaðið sendir eftirlif- andi ekkju skáldsins, Berthu Maríu Jensen, og sonum þeirra innilegar samúðarkveðjur og mælir þar fyrir munn allra les- enda sinna. Blaðinu hefur verið mikill styrkur í því að eiga Tóm- as Guðmundsson að vini. Palest- ínumenn fá sov- ézk vopn Belgrad, Beirút, 14. nóvember. AP. Rússar hafa sent Palestínuskæruliö- um, sem fylgja Arafat, nýrri og full- komnari vopn en PLO hefur áður feng- ið, og geta þau skipt sköpum í barátt- unni við uppreisnarmenn í PLO, sem Sýrlendingar hafa lagt lið, að sögn heimilda í arabarfkjum. Sömu heimildir herma að Banda- ríkin hafi samþykkt áætlun um að Líbanonsher og friðargæzlusveitirn- ar taki sér stöðu í austurhluta Beir- út, sem verið hefur á valdi falangista, leggi þar hald á öll vopn og undirbúi að borgin verði lýst vopnlaust svæði. Andropov forseti Sovétríkjanna hvatti enn á ný til sátta meðal Pal- estínuskæruliða og veitti Sýrlending- um aftur ofanígjöf fyrir aðild að átökunum. Hvatti hann Assad Sýr- landsforseta og Arafat til að sættast heilum sáttum í þágu samstöðu meðal araba. „Sovétríkin hafa látið yður í té vopn til að nota gegn óvinum Araba, en ekki gegn Palestínumönnum," tjáði Andropov Assad. „Það er grundvallaratriði af hálfu Sovétríkj- anna að tryggja samstöðu Palestínu- manna," sagði Andropov. Bandarískar orrustuþotur flugu enn á ný lágflug yfir Beirút í morg- un, og hersveitir drúsa héldu uppi stórskotahrið á austurhluta borgar- innar í fyrsta sinn frá því vopnahlé tókst fyrir sjö vikum. Beittu þeir einnig sovézkum Grad-eldflaugum. Blöð í Israel slógu þvi upp í dag að Sýrlendingar hefðu aukið liðsstyrk sinn í Gólan-hæðunum, en yfirvöld virðast ekki hafa af því miklar áhyggjur, þar sem frá var skýrt að um það mál yrði fjallað á ríkisstjórn- arfundi í næstu viku. Fyrstu eldflaugar NATO eru komnar til Bretlands London, 14. nóvember. AP. Reagan ánægð- ur með ferða- lag sitt WashinjHon, 14. névember. AP. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði við heimkomuna úr ferð sinni til Japan og S-Kóreu að ferðin hefði ver- ið „mjög árangursrik", samband ríkj- anna væri nánara eftir ferðina og hún hefði aukiö á vonir um varanlegan frið í þessum hcimshluta. Reagan fór til vopnahléslínunn- ar, sem skilur kóresku ríkin að, og fyrirskipaði Chun Doo-hwan forseti sveitum sínum við beltið að vera tilbúnir að skjóta ef nauðsyn krefði til að verja Reagan. Er hann fyrsti Bandaríkjaforseti sem fer til lín- unnar. Reagan sagði að mikils árangurs væri að vænta á sviði viðskipta- og öryggismála eftir viðræður í Japan, og gerðar voru áætlanir um afnám viðskiptahafta. í Seoul kvaðst for- setinn hafa „fullvissað kóresku þjóðina um skuldbindingar Banda- ríkjamanna gagnvart frelsis- og friðarþrá hennar. Og ég hvatti Kóreumenn til að útfæra frekar lýðræði hjá sér,“ en talið er að með þessu orðalagi hafi forsetinn átt við að Kóreumenn yrðu að bæta orðstír sinn á sviði mannréHinda. _ FYRSTU stýriflaugarnar, sem komið veröur upp í Yestur-Evrópu, komu til bandarísku flugstöðvarinnar í Greenham Common vestur af London í dag, en brezka stjórnin tilkynnti að vopnin yrðu auðveldlega fjarlægð ef samningar tækjust í Genf um fækkun kjarnorkuvopna. Bandaríkjamenn kynntu nýjar tillögur í Genfarviðræð- unum í dag, en Rússar sögðu þær óað- gengilegar. Michael Heseltine varnarmála- ráðherra tilkynnti við umræður í brezka þinginu að bandarísk flutn- ingaflugvél hefði komið með fyrstu stýriflaugarnar til Bretlands í morgun. Þingmenn Verkamanna- flokksins höfðu í frammi mikil hróp og köll, og lýstu komu flauganna sem miklum harmleik. Samkvæmt áætlunum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) verður 572 stýri- og Pershing II eldflaugum komið fyrir á skotpöllum í Evrópu á næstu fimm árum, til að vega á móti 360 SS-20 flaugum, sem hafa þrjá kjarnaodda hver, sem Rússar hafa komið fyrir austan járntjalds og beint er að skotmörkum í V-Evrópu. Andstæðingar kjarnorkuvopna í Bretlandi voru vonsviknir vegna lít- ils árangurs af baráttu sinni og hóp- ur manna, sem búið hafði í tjöldum við hlið herstöðvarinnar í Green- ham Common í rúm tvö ár til að mótmæla komu flauganna svaf vært er flutningaflugvélin kom og misstu því meira og minna af öllu saman. Neil Kinnock nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins sagði meiri hættu á að Bretland yrði fyrir árás með tilkomu stýriflauganna. Hesel- tine sagði stjórn Thatchers enn gera sér vonir um samkomulag í Genf, sem þýða mundi að flaugarnar yrðu teknar niður. Rússar sögðust ekki geta fallizt á nýjar tillögur Bandarikjamanna í Genfarviðræðunum, sem gera ráð fyrir því að báðir aðilar hafi yfir að ráða 420 kjarnaoddum. Mundi það þýða verulega fækkun sovézkra kjarnorkuflauga, sem beint er að NATO-ríkjum, þar sem Rússar hafa þegar komið fyrir 360 SS-20 flaug- um með rúmlega þúsund kjarna- oddum. Andropov forseti bauðst í síðasta mánuði til að fækka SS-20 flaugum vestan Ural-fjalla úr 243 í 140, eða í 420 kjarnaodda, en Bandarikjamenn vilja telja flaugar í Asíu með. Krafðist Andropov að brezkar og franskar kjarnorkuflaugar yrðu taldar með bandariskum flaugum, sem koma á fyrir í Evrópu, en því er hafnað. Ef Rússar féllust á 420 odda markið myndu NATO-ríkin fækka verulega flaugunum, sem áætlað er að koma fyrir, þar sem Tomahawk- stýriflaugarnar bera fjóra kjarna- odda en Pershing II einn. Bandarísk herflutningaflugvél komin í hlað í herstöðinni á Greenham ('ommon í Englandi í gær með fyrstu kjarnorkuflaug- arnar, sem settar verða upp í Evrópu samkvæmt áætlunum Atlantshafsbandalagsins. AP/simani;nd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.