Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Votheyid gefið úr vagninum á garðana í fjárhúsinu. MorgunblaJiJ/AS Brcdurnir á Bjargshóli og Ytra-Bjargi slá votheyið með sláttutsturum sem blása heyinu beint upp á vagn. Heyinu er ekið heim á vögnunum og sturtað fyrir framan flatgryfjurnar. „Mikið má ganga á til þess að ekki sé hægt að ná inn góðu fóðri“ - Rætt við Eggert Pálsson bónda á Bjarghóli í Miðfirði sem verkar allt sitt hey í vothey ingu sumra að þeir vilji ekki fara út í votheysverkun af því þurrheyskap- urinn sé svo miklu skemmtilegri? „Ég veit ekki hvað segja skal um slíkt. Að því leyti er skemmtilegra að verka í vothey að maður lýkur við hvert tún fyrir sig og þarf síð- an ekki að hafa áhyggjur af því túni meira. Einnig get ég sagt að ekki er skemmtilegt að fást við þurrheyskap á óþurrkasumri eins og var í sumar. Svarið gæti verið það að báðar aðferðirnar eru skemmtilegar við vissar aðstæð- ur.“ — Hvað með lyktina, sumir segja að hún fæli bændur frá votheysverk- un? „Það verða aðrir að dæma um. Ég held þó að óþarfi sé að láta hana hindra sig í að velja hag- kvæmustu heyverkunaraðferðina. Auðvelt á að vera að koma í veg fyrir slíkt með því að skipta um föt, en eitthvað fer lyktin líka eftir verkuninni. En allavega er ég ekki með neina „komplexa" yfir lykt- inni.“ — Eru bændur hvattir til að taka upp votheysverkun í meira mæli? „Ráðunautarnir gerðu það ekki, en ég held að þetta hafi verið að breytast. Við byggðum hér 1975—’77. Þá og fyrir þann tíma var enginn hvattur til að byggja fyrir vothey en ég held að þetta sé að breytast. Áhuginn vaknar líka alltaf á rigningarsumrum. Ekki hefur heldur verið tekið tillit til þessa við veitingu lána og styrkja í sambandi við byggingar. Vot- heysgeymslur eru dýrari í bygg- ingu en ekkert er tekið tillit til þess við lánveitingar. Ef mögu- leikar eiga að vera til að breyta þurrheyshlöðum í votheyshlöður síðar, þarf að byggja þær með til- liti til þess. Veggirnir þurfa að vera burðarmeiri og einnig þarf að vera hægt að koma vélum við, annars fælir það menn frá breyt- ingum síðar. En það að ekki skuli vera tekið tillit til þessa auka- kostnaðar fælir menn frá því að byggja í upphafi með þeim mögu- leikum að breyta síðar til í sam- bandi við heyverkunina.“ Þekkingarskortur — Af hverju fara bændur ekki meira út í votheysverkunina? „I og með er það þekkingar- skortur. Menn hafa verið ákaflega Eftir rigningasumarið 1983 hef- ur umræða um hagkvæmni hey- verkunaraðferða vaknað upp að nýiu, ekki síst meðal bænda, en um nokkurt árabil hefur verið hljótt um þau mál. Ekki eru mörg ár síðan umræður á opinberum vettvangi um kosti og galla vot- heysverkunar voru heitar svo líkt var við trúarbragðadeilur. Er blm. Morgunblaðsins var á ferð í Mið- firði í Vestur-Húnavatnssýslu í haust heimsótti hann Eggert Pálsson bónda og oddvita á Bjargshóli í Fremri-Torfustaða- hreppi og ræddi við hann um hey- verkunaraðferðir hans. Eggert á Bjargshóli býr ein- göngu með sauðfé og verkar svo til eingöngu í vothey. Hann er með nýleg fjárhús og við þau flatgryfj- ur þar sem hann kemur við vélum til að leysa við gegningar á vetr- um. „Já, ég verka allt það hey í vothey sem ég nota sjálfur. Ég þurrka lítinn hluta heysins og köggla og gef fénu þá í staðinn fyrir fóðurbæti, sem ég þarf ekki lengur að kaupa,“ sagði Eggert. Samvinna um heyskapinn — Þið hafid ad einhverju leyti samvinnu um heyskapinn. þú og Þorvaldur bróðir þinn á Ytra-Bjargi? „Já, við stöndum alveg saman að heyskapnum. Við byrjum á að slá það tún sem okkur þykir mest liggja á og fyllum eina gryfju og lokum. Síðan fyllum við yfirleitt gryfjurnar á þessum tveimur bæj- um til skiptis." — Hvað vinnst með þessu, þetta fyrirkomulag sparar auðvitað véla- kost? „Samstarfið sparar að einhverju leyti vélakost. En aðalkosturinn er sá að geta fyllt og lokað hverri Því er ekið inn í flatgryfjuna með heykvísl i dráttarvél og troðið um leið. Þorvaldur Pálsson á dráttarvélinni. Ðráttarvélar eru notaðar til að leysa votheyið úr stæðunum f flatgryfjunum i veturna. Það er sett beint í vagna. Eggert Pálsson að störfum. gryfju á sem stystum tíma. Við véltroðum gryfjurnar og reynum að loka hverri gryfju á 4—5 dög- um.“ — Ég hef heyrt menn bera því við að vinnan við votheyið sé erfiðari en við þurrheyið, hvað er til í því? „Þá er sennilega átt við að erfið- ara sé að gefa votheyið. Mín reynsla er sú að það sé ekkert erf- iðara við þær aðstæður sem við höfum skapað, það er að segja með flatgryfju og leysingu með vélum — eða þarf allavega ekki að vera það. Og vinnan við heyskapinn er miklu auðveldari en við þurr- heyskapinn — allt er unnið með vélum og kemur mannshöndin hvergi nærri. Ef góður þurrkur er gengur votheyskapurinn ekki bet- ur en þurrheyskapurinn en á slæmu þurrkasumri eins og var í sumar gengur votheysverkunin miklu fyrr fyrir sig.“ — Þú vilt þá ekki skipta? „Ég hef prófað hvort tveggja og hef engan áhuga á að skipta, enda byggði ég upp hérna með votheys- verkunina fyrir augum." — Hefðu meiri möguleikar til votheysverkunar sparað bændum óhyggjur á óþurrkasumri eins og var í sumar? „Já, ég hefði haldið það. Mikið má ganga á ef ekki er hægt að ná inn góðu fóðri með þessu móti, ef menn passa sig á að slá nógu snemma. Menn geta bjargað sér með votheyinu á meðan úrkoman er ekki það mikil að hægt er að komast um túnin.“ Þurrheyskapurinn skemmtilegri? — En hvað segirðu um þá fullyrð- hræddir við að drepa skepnurnar úr „Hvanneyrarveikinni" svoköll- uðu. Einnig kemur það til að menn hafa ekki hugsað fyrir þessu í upphafi þegar byggt var, og skipta síðan ekki svo glatt.“ — Telurðu að eintóm votheys- verkun sé framtíðin? „Ég tel að framtíðin sé að byggja eingöngu fyrir vothey. Það er síðan alltaf hægt að nota hlöð- urnar fyrir þurrhey eða verka í þurrhey og vothey jafnhliða. Votheysgeymslurnar gefa meiri möguleika, til dæmis er hægt að koma þar við súgþurrkun í lausum stokkum í sumum gryfjunum eða setja þurrheysbakka ofan á vot- heyið.“ — Skiptir það máli fyrir afurða- semi eða frjósemi fjárins hvor hey- verkunaraðferðin er notuð? „Það á ekki að skipta máli, ef á annað borð er hægt að ná góðum heyjum — en hinsvegar eru betri líkur til að ná góðu votheyi,“ sagði Eggert Pálsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.