Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 SIEMENS Vestur-þýzk í húð og hár! Nýja S/WAMAT SIWAMAT 640 SIEMENS þvottavélin fyrirferöarlítil en fullkomin og tekur 4,5 kg. Aöeins 67 cm á hæö. 45 cm á breidd. Sparnaöarkerfi. Frjálst hitastigsval. Vinduhraöar: 350/700/850 sn./mín. SIEMENS EINKAUMBOÐ SMITH & NORLAND H/F., Nóatúni 4,105 Reykjavík. Sími 28300. LADA Vetrarskoðun 4983—198- Nú er rétti tíminn fyrir Ladaeigendur að koma með bifreiðir sínar í vetrarskoðun 1 Athuga ástand ökutækisins. 2 Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á raf- geymi, kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu. 3 Mæla frostlög og bæta á ef þarf. 4 Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa geyma- sambönd. 5 Hreinsa síur í bensíndælu og blöndungi. 6 Athuga og skipta um ef þarf, þétti, platínur, kveikjuhamar, kveikjulok, kertaþræöi, kerti, loftsíu og viftureim. 7 Athuga ventlalokspakkningu og viöbragðs- dælunál. 8 Strekkja tímakeðju. 9 Stilla kveikju og blöndung. 10 Athuga sviss, startara, mæla, kveikjara, þurrk- ur og miöstöö. 11 Athuga öll Ijós. 12 Stilla Ijós. 13 Athuga huröir, þéttikanta og smyrja læsingar. INNIFALIÐ ^ 1.690 Hver man ekki eftir síöasta vetri? Bein lína á verkstæði 39760 LÁTIÐ FAGMENN YFIRFARA ÁSTAND BIFREIÐARINNAR____________________________ Z Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Z! ■I JIIi sJiLl Suöurlandsbraut 14 — Síml 38600 — 31236. ■ I Séð yfir hluta stíflugarðsins. Morgunblaðift/ KEE. Sultartangastífla tekin í notkun síðasta sunnudag Lokubúnaður stíflunnar. Stíflan efnismesta mannvirki á íslandi Framkvæmdum Lands- virkjunar við Sultartanga- stíflu er nú að mestu lokið samkvæmt áætlun og var hún tekin í rekstur á sunnu- dag að viðstaddri stjórn Landsvirkjunar. Stíflan er jarðstífla og byggð á ármót- um Þjórsár og Tungnaár. Hún liggur frá Sandafelli austur yfír farveg Þjórsár og þvert yflr Sultartanga, síðan áfram yflr farveg Tungnaár og á suöurbakka hennar í átt að Haldi. Við vesturenda stíflunnar við farveg Þjórsár er steypt lokuvirki með tveimur geiralokum, en nálægt aust- urenda stíflunnar er yfirfall úr steinsteypu, sem mun veita flóðvatni í farveg Tungnaár, þar sem hann mætir Þjórsá. Ofan stíflunnar myndast miðlunarlón, sem verður allt að 19 kmz og 70 Gl. Verður fyllt í lónið smátt og smátt og er reikn- að með að það verði komið í fulla hæð um miðjan janúar nk. Lónið mun draga mjög úr ísmyndun í ánum ofan Búrfellsvirkjunar og auka rekstraröryggi hennar til muna. Við tilkomu Sultartangastíflu og miðlunarlónsins mun orku- vinnslugeta Landsvirkjunar- kerfisins aukast um allt að 130 GWst. á ári eða um 3,5% sem svarar til um það bil árlegrar aukningar í orkueftirspurn almenningsrafveitna. Stíflan er efnismesta mann- virki á íslandi. Heildarlengd stíflunnar er um 6 km og meðal- hæðin um 10 metrar, en mest er hæðin um 20 metrar í farvegi Þjórsár. Gert er ráð fyrir að síð- ar megi hækka stífluna, ef t.d. verður virkjað frekar á þessum stað. Alls þurfti að grafa um 560 þúsund rúmmetra í stíflu- stæðinu og fyrir lokuvirki og leggja um 2 milljónir rúmmetra af jarðefnum í stífluna. Stein- steypa í lokuvirki og yfirfalli er rúmir 8 þúsund rúmmetrar. Undirstaða stíflunnar, en hún stendur að mestu leyti á hrauni, var styrkt og þétt með steypu- dælingu í bergið. Að undangengnum útboðum fyrri hluta ársins 1982 var und- irritaður verksamningur við Hagvirki hf. um byggingarvinnu við stiflugerðina og annar samn- ingur við Framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna s.v.f. um smíði og uppsetningu á lokum og lokubúnaði. Undirverktaki við smíði á lokum er finnska fyrir- tækið Tampella. Bygging stíflunnar hófst í apr- íl 1982 og á því ári var lokið við um 40% af verkinu. Unnið var við að steypa lokuvirkið yfir vetrartímann og tekið til við jarðvinnu, þar sem frá var horf- ið um haustið, strax og aðstæður leyfðu í vor. Lokurnar í lokuvirkið voru smíðaðar í Finnlandi í vetur sem leið og fluttar til landsins og settar upp í sumar og haust. Hinn 8. nóvember sl. var verkinu lokið að því marki að byrjað var að fylla í lónið sem myndast á bak við stífluna. Tímaáætlanir um framkvæmdir hafa staðist, og munu verktakar ljúka ýmsum frágangi fyrir árs- lok. Ráðunautar um hönnun og byggingu Sultartangastíflu eru Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hf. um byggingarmann- virki og lokur og Rafteikning hf. um rafbúnað í lokuvirki. Eftirlit með framkvæmdum við Sultartangastíflu hefur Landsvirkjun annast með eigin mannafla og aðstoð frá ráðu- nautum. Vinnubúðir vegna fram- kvæmdanna lagði Landsvirkjun til að mestu leyti. Flestir voru skráðir starfsmenn hjá verktök- um og byggingareftiríiti um 400. Byggingarkostnaður eins og hann er bókfærður á hverjum tíma mun nema samtals 480 milljónum króna og eru vextir þá ekki taldir með. A núgildandi verðlagi miðað við breytingar á vfsitölu byggingarkostnaðar svarar það til um 595 milljóna króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.