Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 273. tbl. 70. árg. __________________SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Uppreisnarmenn lofa að virða vopnahléið Trípólí, 26. nóvember. AP. Bamsránið á Sikiley: Telpan fundin Messina, flalíu, 26. nóvember. AP. LÖGREGLAN í Messina fann í gær 18 mánaða gamalt telpukorn sem rænt var 17. október síðastliðinn. Fannst barnið á sveitavegi á Sikiley skömmu eftir að grunsamlegur mað- ur var handtekinn grunaður um barnsránið. Barnið var vel á sig komið er það fannst og var vel fagnað af fjöl- skyldu sinni. Maðurinn sem hand- tekinn var, var fjórði maðurinn sem handtekinn hefur verið í tengslum við þetta mál, en upp- haflega rændu fjórir grímuklædd- ir menn barninu. Misþyrmdu þeir fjölskyldumeðlimum er ránið fór fram, slógu fleiri en einn í andlitið með skammbyssuhlaupi. Ólympíuleikamir: Atvinnu- mennska ekki lengur launung Lausayne, Sviss, 26. nóvember. AP. AÐ SÖGN alþjóða ólympiunefnd- arinnar hefur verið ákveðið að gerbreyta keppnisreglum Ólymp- íuleikanna. Sú breyting, sem mesta athygli vekur, varðar þá grein reglnanna, þar sem fjallað er um hlutgengi keppenda. Undanfarin ár og áratugi hafa smávægilegar breytingar verið gerðar á henni til þess að gera keppendum, sem þegið hafa fé fyrir þátttöku sína í alþjóð- legum mótum, auðveldara að taka þátt í Ólympíuleikunum. Eftir breytingarnar nú rýkur áhugamennskan, sem verið hef- ur aðalsmerki þessarar mestu íþróttakeppni heimsins, út í veð- ur og vind. Að sögn Monique Berlioux, formanns nefndarinnar, var ákvörðunin um að gerbreyta reglunum tekin í kjölfar þriggja daga fundar hennar. Regla nr. 26, sem fjallar um hlutgengi keppenda, er nánast samin að nýju. „Við höfum ákveðið að breyta þessari reglu til þess að vera í takt við tímann. Henni hefur oft verið breytt áður og henni á eftir að verða breytt oft í náinni framtíð." Breytingin á reglunni er sú, að á Ólympíuleikunum í Los Angeles á næsta ári munu sig- urvegararnir í einstökum grein- um hljóta vegleg peningaverð- laun, þótt að nafninu til eigi fjárhæðirnar að renna til sér- stakra styrktarsjóða íþrótta- sambanda viðkomandi kepp- enda. Berlioux segir ennfremur, að þótt keppendur fengju greiðslur fyrir að hafna í einu þriggja efstu sætanna í hverri grein yrði það skilyrði af hálfu ólympíunefndarinnar, að þeir keppendur, sem hlut ættu að máli, hefðu ekki íþróttir sem að- altekjustofn. UPPREISNARMENN innan PLO tilkynntu í gær að þeir myudu virða vopnahlé það sem samið hefur verið um milli stríðandi fylkinga PLO í Trípólí. Kemur yfírlýsingin þvert ofan í fyrri yfirlýsingar uppreisnar- mannanna um vopnahléið og var óttast að þeir myndu ekki virða vopnahléið sem Saudi-Arabar og Sýrlendingar höfðu veg og vanda af. Talal Naji, einn af leiðtogum uppreisnarmannanna, ítrekaði yf- irlýsinguna en bætti síðan við fá- einum orðum sem óttast er að kunni að grafa undan vopnahléinu þegar dagarnir líða. Sagði Naji að uppreisnarmenn væntu þess að Yasser Arafat myndi eftir sem áð- ur hverfa frá Trípólí, en ekki fylg- ismenn hans. Hvatti Naji fylgis- menn Arafats til að snúa við hon- um baki og ganga í raðir uppreisn- armanna og sameina þannig PLO á nýjan leik undir nýrri forystu. Arafat samþykkti vopnahléið, en ekkert sem frá hans herbúðum hefur komið bendir til annars en að Arafat fari hvergi nema að sveitir hans fylgi með. Vopnahléið kveður svo á, að allir Palestínu- menn skuli hverfa frá Trípólí og skal það koma til framkvæmda innan tveggja vikna. óttast er, að þó að Arafat og hans menn fallist á að hverfa á brott, muni upp- reisnarmennirnir ekki gera svo nema þeir fái einhvers konar tryggingu fyrir því að Arafat víki af stalli. Langvinnir þurrkar valda stórtjóni í Mið- og Austur-Evrópu: Neysluvatn á þrotum á sum- um stöðum í Tékkóslóvakíu Skert afkastageta orkuvera og skipaferðir hafa stöðvast Belgrad, 26. nóvember. AP. ÓVENJULEGA langvinnir þurrkar í Mið- og Austur-Evrópu hafa orsakað víðtæka og og langvarandi orkuskömmtun. Hafa þurrkarnir ekki aðeins komiö illa niður á orkuverum, heldur hafa og skipa- samgöngur farið minnkandi vegna lækkaðs vatnsborðs margra af stórfljótum Evrópu. T.d. er Dóná vatnsminni nú en hún hefur verið í rúmlega heila öld. I>á hefur drykkjarvatn víða verið af skorn- um skammti. Júgóslavía er likast til það land, sem verst hefur orðið úti í þessum þurrkum, sem eru hinir verstu í heila mannsævi. Vatn í uppistöðulónum við raforkuver hefur farið mjög minnkandi og leitt af sér stórfellda raf- magnsskömmtun. Sem dæmi má nefna, að mörg heimili eru án rafmagns hálfan sólarhringinn. Þrátt fyrir þessa skömmtun er raforkunotkun um 20% meiri en yfirvöld telja æski- legt í ljósi ástandsins og hafa þau ígrundað að taka rafmagn af heimilum í allt að 16 stundir á sólarhring til þess að fullnægja þörf þungaiðnaðarins í landinu. Þurrkarnir hafa einnig bætt gráu ofan á svart efnahags- ástand í Rúmeníu. Þar hafa stöðuvötn og uppistöðulón ekki verið vatnsminni í 30 ár. Lætur nærri að 1,5 milljónir kíló- wattstunda vanti upp á að hægt sé að fullnægja raforkuþörfinni dag hvern. Raforka er tekin af heimilum í drjúga stund dag hvern en hrekkur hvergi til. Sjónvarpsútsendingar á síð- kvöldum hafa verið felldar niður og áform eru um að loka skólum í janúar. Frá Tékkóslóvakíu hafa borist svipuð tíðindi. Verst hefur ástandið orðið í suðurhluta Móravíu. Þar hafa neysluvatns- birgðir verið um 40% af því sem eðlilegt getur talist. Almenning- ur hefur til þessa skellt skolla- eyrum við hvatningu stjórnvalda um að fara sparlega með vatn. Er nú svo komið, að yfirvöld í héraðinu óttast, að ef ekki fari fljótlega að rigna gæti það orðið uppiskroppa með neysluvatn innan 4 mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.