Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Minning: Guðrún Elísabet Arnórsdóttir Fædd 22. desember 1905 Dáin 18. nóvember 1983 Á morgun, mánudaginn 28. þ.m., fer fram frá Neskirkju hér í borg útför Guðrúnar Elísabetar Arn- órsdóttur prófastsfrúar frá Skinnastað í Öxarfirði, Norður- Þingeyjarsýslu. Á Skinnastað bjó hún samfeílt í 36 ár ásamt eigin- manni sínum, sr. Páli Þorleifssyni frá Hólum í Hornafirði, sem vígð- ist þangað fjórum árum áður en þau gengu í hjónaband, en það gerðu þau í Þingvallakirkju 26. júní á sjálfri Alþingishátíðinni 1930. Frú Guðrún Elísabet var af prestum komin í ættir fram og þykir mér vel hlýða að fara hér nokkrum orðum um ætt hennar og uppruna. Guðrún Elísabet, frú Elísabet, eins og hún var ávallt kölluð með- al sóknarbarna, var fædd að Hesti í Borgarfirði 22. desember 1905 og var því á 78. aldursári er hún lést. Foreldrar hennar voru sr. Arnór Þorláksson Stefánssonar prests að Undirfelli í Vatnsdal og Guðrún Elísabet Jónsdóttir frá Neðranesi Stefánssonar prests í Stafholti. Móðir sr. Arnórs var Sigurbjörg Jónsdóttir prests á Höskuldsstöð- um, en móðir Guðrúnar Elísabetar Jónsdóttur var Marta María Guð- rún Stephensen, dóttir sr. Stefáns Stephensen á Reynivöllum. Af þekktum ættmönnum Guð- rúnar Elísabetar Arnórsdóttur má t.d. nefna, að hún og Jón Þorláks- son landsverkfræðingur voru bræðrabörn og Þórarinn B. Þor- láksson listmálari var föðurbróðir hennar. Frú Eiísabet var yngst tíu systkina. Hálfsmánaðar gömul missti hún móður sína. Eftir móð- urmissinn dvaldi hún heima á Hesti í umsjá föður og eldri systk- ina til eins og hálfs árs aldurs, en þá tóku móðurbróðir hennar, sr. Stefán Jónsson, og kona hans, Jó- hanna Katrín Magnúsdóttir, hana að sér og ólst hún upp hjá þeim að Staðarhrauni á Mýrum við mikið ástríki fósturforeldranna. Áður höfðu þau hjón tekið í fóstur bróð- ur hennar Lárus, er síðar varð prestur að Miklabæ í Skagafirði. Frú Elísabet stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan vorið 1926. Næstu ár vann hún á skrifstofu hér í Reykjavík, en sumarið 1929 hélt hún í náms- og kynnisför til Norðurlanda og Bretlands. Munu slíkar ferðir ungmeyja hafa verið næsta fátíðar á þeim árum. Vetur- inn 1929 til 1930 var hún svo í hússtjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík, en gekk að því loknu í heilagt hjónaband eins og áður segir. Ég, sem þessar línur rita, get varla með sanni sagt, að ég hafi kynnst frú Elísabetu að marki fyrr en veturinn 1938, að ég dvaldi við nám á heimili hennar á Skinnastað þrjá mánuði til undir- búnings 1. bekkjar prófs við Menntaskólann á Akureyri. Mér var að vísu vel kunnugt um ein- læga vináttu foreldra minna og prestshjónanna á Skinnastað og það að móðir mín, sem var ljós- móðir, hafði þá þegar tekið á móti tveim börnum þeirra hjóna, þótt ekki væri í hennar ljósmóðurum- dæmi. Mér þótti dásamlegt að kynnast prestshjónunum og fá að dvelja á þessu friðsæla og fagra menningarheimili. Ég sagði frið- sæla. Það reyndist nú ekki alltaf jafn friðsælt og eitt hið fyrsta, sem ég man frá dvöl minni þarna var, að ég og annar nemandi lent- um í hörku áflogum. Frú Elísabet kom þá á vettvang, stillti til friðar og sagðist ætla að segja okkur sögu. Og hún sagði okkur á myndrænu líkingamáli söguna af Gretti, hinum gáfaða atgerv- ismanni, sem varð ólánsmaður og útlagi mikinn hluta ævinnar sök- um þess, að hann kunni ekki að stilla skap sitt, er mest lá við. Ályktunarorð hennar voru á þá leið, að hversu dugmikill og vel gefinn sem maður væri gæti eng- inn orðið gæfumaður, nema hann kynni að stilla skap sitt. Saga þessi orkaði mjög á okkur og varð okkur hugstæð, þótt e.t.v. hafi hún illu heilli stundum gleymst í lífs- ins ólgusjó. Sjálf var frú Elísabet svo stillt kona og prúð, að ég sá hana aldrei skipta skapi. Látlaus og fáguð framkoma hennar, sýndi svo að ekki varð um villst, að hér færi kynborin höfðingskona. Af þeim sökum vildi enginn gera henni móti skapi heldur að skapi. Mikil hjúasæld þeirra prestshjóna bend- ir einnig á raunsannan hátt til þess að á Skinnastað þótti öllum gott að vera. Þar var hvorki öldu- rót né orrahríð heldur eindrægni og hamingja. Þó að frú Elísabet hefði ekki með námi stefnt að búskap var hún búkona i þess orðs bestu merkingu. Ég hygg að um hana megi segja svo sem Grímur Thomsen kvað forðum um Sigríði Erlingsdóttur af Jaðri: „og með kvenmanns högum huga hún lét allt til nokkurs duga.“ Á heimili hennar, sem var ákaf- lega gestkvæmt, ríkti jafnan sami myndarskapurinn. Og við hádegis- og kvöldverðarborð var beinlínis hátíðlegt. Ætíð var lagt fallega á borð og matur framreiddur af smekkvísi. Enda þótt frú Elísabet hefði mörgu að sinna fór svo, að þrátt fyrir að sr. Páll væri afburðakenn- ari held ég, að ég hafi engu minna lært hjá frú Elísabetu. Henni var mjög í mun að ég lærði og reyndist mér ákaflega góð. Oft hlýddi hún mér yfir óreglulegar sagnir í ensku og dönsku og leiðrétti fyrir mig íslenska stíla. Hafði hún ein- staklega góðan málsmekk og vald á íslenskri tungu. Frú Elísabet gaf sér stundum tóm til að sinna hugðarefnum. Hún lék með ágætum á orgel og greip æði oft í það stund og stund. Einnig fór hún þegar færi gafst á bak Grána sínum, frábærum gæð- ingi, ættuðum frá Litla-Dal í Akrahreppi. Kostaði gripur sá 450 krónur 1930 þ.e. 45 lambsverð og þætti dýr nú á tímum. Hest þenn- an gaf eiginmaðurinn henni í morgungjöf. Þótti gjöf sú ærið rausnarleg. Þau sr. Páll, er lést 19. ágúst 1974, og frú Elísabet eignuðust fimm börn, sem öll eru dugmikið og brattasækið myndarfólk. Börn- in eru: Jóhanna Katrín f. 10. febr. 1933, bankaútibússtjóri í Búnað- arbanka íslands, gift sr. Jóni Bjarman, fangapresti, Stefán f. 7. des. 1934, framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins, kvæntur Arnþrúði Arnórsdóttur kennara, Þorleifur f. 17. júní 1938 lögfræðingur, deildarstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, kvæntur Guðbjörgu Kristinsdótt- ur, lyfjafræðingi, Arnór Lárus, f. 21. apríl 1943, framkvæmdastjóri kvæntur Betsy Ivarsdóttur og Sig- urður f. 30. júlí 1948 leikhúsfræð- ingur og rithöfundur, sambýlis- kona Kristín Jóhannesdóttir, k vikmy ndaleikstj ór i. Að börn þeirra hafa þannig öll komist til manns og mennta held ég að í ríkum mæli megi þakka, að móðir þeirra var þeim sönn móðir, sem taldi háleitasta hlutverk sitt að annast þau, lifa fyrir þau og vinna að þroska þeirra. Hún dreifði aldrei kröftunum til að sýnast. Hún var. Ég sá frú Elísabetu hinsta sinni 9. júlí sl., heima hjá Halldóru systur minni meðal margra Norður-Þingeyinga. Var hún þar í hópi einlægra vina, sem föðmuðu hana að sér. Margir áttu henni og t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, AUDBERGUR INDRIÐASON fré Á»i, Hraunbœ 152, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Margrét Jónsdóttir, dætur, tengdaaynir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN B. KRISTÓFERSSON, bifreiöavirki, Grundartanga 28, Moafellasveit, éður til heimilis aö Bakkaaeli v/Vatnsenda, andaöist 20. nóvember sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda. Hanna Anderaen. t Útför GUÐRÚNARELÍSABETARARNÓRSDÓTTUR fré Skinnastað, er lést 18. þessa mánaöar, fer fram frá Neskirkju mánudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MÖRTU ÓLAFSDÓTTUR, Drépuhlíö 2. Manfreö Vilhjélmsson, Erla Sigurjónsdóttir, Steinunn Vilhjélmsdóttir, Karl O. Karlsson, Karen Vilhjélmsdóttir, Þorvaldur Óskarsson, Vilmar Þór Kristinsson, Unnur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, VILBORG MAGNÚSDÓTTIR, Skólavöröustíg 20A, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Ingibjörg Ólafsdóttir, Jens Guöjónsson, Gróa Ólafsdóttir, Guðmundur Kristjénsson. Vilborg Ólafsdóttir, Hafsteinn Ólafsson. t Hugheilar þakkir færum vlö öllum þelm, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móöur og dóttur, HREFNU JÓHANNSDÓTTUR, Ljósheimum 20. Björgvin Alexandersson, Jóhann Þór Björgvinsson, Sandra Margrét Björgvinsdóttir, Anna Rós Björgvinsdóttir, Gunnþórunn Eirfksdóttir. eiginmanni hennar óborganlega skuld að gjalda og ég veit, að ég mæli fyrir munn allra Norður- Þingeyinga, sem henni kynntust, er ég þakka henni störf hennar og fórnfýsi, sem m.a. lýsti sér í því, að hún hafði á barnmörgu og gestkvæmu heimili sínu fjölda ungra manna og kvenna, sem eig- inmaður hennar kenndi undir skóla og vísaði veginn, er þeir gengu fyrstu spor á menntabraut, fólk, sem margt hvert hefði að öðrum kosti ekki hætt sér út á þá refilstigu. Frú Elísabet var mikil trúkona. Hún trúði því staðfastlega, að jarðneskur dauði væri fæðing til nýs lífs á öðru tilveruskeiði. Þess vegna tók hún dauða, sem hún vissi í nánd, með því æðruleysi, er raun bar vitni. Ég hygg að í reynd hafi hún hlakkað óendanlega mik- ið til vistaskiptanna. Ég bið guð lífs og ljóss að varðveita hina látnu heiðurskonu og gera henni endurfundi við ástvini á næsta til- verustigi ljúfa. Barði Friðriksson Mér var að berast andlátsfregn tengdamóður minnar, Guðrúnar Elísabetar Arnórsdóttur. Þar er fallin frá kona, sem ég hef metið og virt meira en flesta aðra, vegna mannkosta allra, heiðarleika, hreinlyndis og viljastyrks. Hún er síðust barna séra Árnórs Þor- lákssonar á Hesti og Guðrúnar Elísabetar Jónsdóttur, sem frá falla, flest þeirra hefir fellt sami sjúkdómurinn, veilt hjarta. Hún var á sjúkrahúsi aðeins örfáa daga, og var hún í því lík skyld- fólki sínu, kvartaði ekki fyrr en ekki var lengur þolað. Guðrún Elísabet fæddist á Hesti í Borgarfirði 22. desember 1905 og var yngst tíu barna þeirra hjóna séra Arnórs Þorlákssonar og Guðrúnar Elísabetar Jóns- dóttur. Móðir hennar dó af barns- förum og eftir stóð faðirinn með stóran barnahóp. Kornabarnið önnuðust í fyrstu eldri systur hennar, Ingibjörg og Marta, en brátt rak að því að móðurbróðir hennar, séra Stefán Jónsson á Staðarhrauni og kona hans Jó- hanna Katrín Magnúsdóttir, tóku hana í fóstur og önnuðust hana og ólu hana upp. Þau höfðu áður tek- ið í fóstur bróður hennar, Lárus. Þessi börn voru presthjónunum á Staðarhrauni kærari öllu öðru, því kynntist ég er ég bjó undir sama þaki og frú Jóhanna, ástríki henn- ar til fósturbarnanna var dæma- fátt. Heimilið á Staðarhrauni var annálað myndarheimili, höfð- ingjasetur. Þar var rekinn stórbú- skapur á þeirra tíma vísu, risna og höfðingsskapur mikill. Þangað sóttu margir og víða að, jafnt grönnunum. Heyrt hef ég, að frú Jóhanna hafi verið með í ráðum um flest, sem gert var á Mýrunum á þessum árum og hafi þau ráð þótt góð og holl. Börnin tvö voru alin upp til mannvirðinga og ekki beinlínis ætlast til að þau gengju til púls- verka með vinnufólki. En þegar á barnsaldri komu eðliskostir tengdamóður minnar i ljós. f hennar augum var öll vinna, sem leysa þurfti af hendi, kvenleg, hún vildi vera þar sem þörfin var mest hverju sinni, og það var ekki alltaf inni í stofu við hannyrðir. Þannig gekk hún til verka á taðvelli á vori með piltunum, hvað sem fóstur- móðirin sagði, í þessu lét hún eng- an segja sér fyrir verkum. Aðkall- andi verkin voru hennar, og þann- ig var hún alla tíð, fór sínu fram án þess að hafa um það mörg orð, vann það sem vinna þurfti, hvort sem öðrum þóttu þau verkefni hreinleg eða ekki, allt varð hrein- legt í hennar höndum. Hún gekk í Ljós á leiði Sími 23944.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.