Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 21 og í Sturlungu er þess m.a. getið að höfðingjar hafi haldið sérstaka hitunarmenn, sem þeir höfðu jafn- vel með sér til Alþingis. Þá bendir einnig ýmislegt til, að ekki hafi aðeins verið bruggað til heimilis- þarfa, heldur einnig með sölu og hagnað í huga, þannig að hér hef- ur verið um iðnað að ræða í nú- tímaskilningi þess orðs. Þessu til stuðnings skulum við líta í Öl- kofra þátt, en þar segir m.a.: „Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum á Þórhallsstöðum. Hann var vel fjáreigandi og held- ur við aldur, er saga þessi gerðist. Lítill var hann og ljótur. Enginn var hann íþróttamaður, en þó var hann hagur við járn og tré. Hann hafði þá iðju að gera öl á þingum til fjár sér, en af þessari iðn varð hann brátt málkunnugur öllu stórmenni, því að þeir keyptu mest mungát. Var þá, sem oft kann verða, að mungátin eru mis- jafnt vinsæl, og svo þeir er seldu. Enginn var Þórhallur veifiskati kallaður og heldur sínkur. Honum voru augu þung. Oftlega var það siður hans að hafa kofra á höfði og jafnan á þingum, en af því að hann var maður ekki nafnfrægur, þá gáfu þingmenn honum það nafn, er við hann festist, að þeir kölluðu hann Ölkofra." Af þessari frásögn er ljóst að Þórhallur ölkofri hefur stundað framleiðslu og sölu á öli, farið á milli vorþinga, leiðarþinga og Al- þingis, og boðið vöru sína þeim er sóttu þingin. Og frásögnin ber einnig með sér að hann hafi ekki verið einn um þá iðju heldur hafi margir aðrir gengið um velli og selt ölhitu sína. Jafnframt því sem þingin til forna voru dómstólar og fóru með opinber mál, voru þau um leið almennar skemmtisam- komur og þar hafa því ölföng verið vel þegin, eins og Guðbrandur Jónsson bendir á í áðurnefndri grein sinni og þar segir ennfrem- ur: „Það er augljóst af stað í Sturl- ungu, að á Alþingi hafa verið öl- búðir, þar sem menn settust að mungátsdrykkju og ræddu sín mál innbyrðis, rétt eins og gert er á veitingastöðum vorra daga. Hefur ölhita væntanlega verið tengd við þessar búðir, og mun Þórhallur Ölkofri hafa rekið eina slíka. Að líkindum mun af þessum sökum hafa orðið allsvallsamt á þingum, ekki síst á Alþingi, og drykkju- skapur hafa orðið fram úr hófi mikill þar. Til þess bendir ákvæði Jónsbókar, að „drykk skal engi til Lögréttu bera, hvorki til sölu eða á annan veg.“ — En staðurinn sýnir líka, að ölhitunarmennirnir og öl- salarnir hafi ekki bundið starf- semi sína við krárnar, sem þeir héldu uppi, heldur hafi þeir labbað út velli og upp í Lögréttu og selt þar öl sitt úr skjólum eða kútum." Innlent öl og útlendur bjór í íslenskum heimildum er varla getið um vin eða vínneyslu fyrir siðaskipti nema þá í tengslum við altarisgöngur og sakramentið. Því verður að gera ráð fyrir að til forna hafi menn aðallega notað öl sér til hýrgunar en ekki vín. Má í því sambandi benda á, að langflest gömul íslensk orð, er lúta að áfengisnautn, tengjast ölinu: Menn urðu ölvaðir, ölreifir, öl- drukknir, ofurölvi og ölóðir, eftir að hafa setið að ölteiti og öl- drykkju, þar sem mikið var um ölföng. Engar áreiðanlegar sagnir eru þó af því að öldrykkjan hafi verið í óhófi. En þótt ekki fari miklar sögur af ofdrykkju hér fyrir siðaskiptin gæti þögnin um hana stafað af því, að hún hafi verið svo hversdagslegt fyrirbrigði og svo sjáifsögð, að hún hafi ekki þótt í frásögur færandi. Um slíkt er þó útilokað að dæma. Hins veg- ar er fráleitt að byggja á frásögn- um útlendra manna, sem hingað rákust, um óhóflegan drykkjuskap ísiendinga. ölframleiðsla á íslandi fyrr á öldum hefur sjáifsagt byggst á svipuðum lögmálum og iðnaðar- framleiðsla í dag, þ.e. eftirspurn, þörf, hráefnum í landinu sjálfu svo og þéttbýli og samgöngum. Ljóst er að eftirspurn hefur verið nokkur þótt við látum þörfina liggja á milli hluta. Hráefni var til staðar í landinu á meðan korn- rækt hélst hér allt fram á 16. öld. Skilyrði til ölgerðar hafa því verið fyrir hendi þótt þéttbýli hafi ekk- ert verið í landinu og samgöngur ekki ýtt undir iðnaðarframleiðslu. ölið hefur þó þótt bráðnauðsyn- legur drykkur hér á fyrri tíð og í íslensku fornbréfasafni má jafn- vel finna heimildir fyrir því, að biskupar hafi tilskilið það í vísi- tasíum sínum, að öl yrði haft til reiðu fyrir þá og fylgdarmenn þeirra. Af sömu heimild má einnig ráða, að innlenda framleiðslan fullnægði ekki þörfum lands- manna og var því snemma farið að flytja inn öl frá útlöndum, og var það venjulega nefnt bjór, til að- greiningar frá innlendu fram- leiðsiunni. Mun aðflutta ölið aðal- lega hafa komið frá Rostokk og Hamborg, og reyndar víða annars staðar að. Sumar frásagnir herma, að ís- lendingar hafi mjög verið sólgnir í útlenda ölið og tekið það fram yfir eigin framleiðslu. Segir sagan að jafnskjótt og skip bar að landi hafi fólk drifið að og sest að öl- drykkju og kneifað ótæpilega uns allt var uppurið. Hafi þetta bráð- læti stafað af því að menn óttuð- ust að ölið myndi skemmast ella. Einhver fótur er eflaust fyrir þessu því vitað er, að íslenska ölið, að minnsta kosti framan af, var mjög gjarnt á að skemmast, enda var humall ekki tiltækur hér á landi, en erlendis var hann notað- ur við ölgerð til að verja það skemmdum. íslendingar gripu hins vegar til ýmissa ráða til að verja öl sitt skemmdum, m.a. með fyrirbænum og heitum á helga menn. Þótti þá jafnan vænlegt til árangurs að heita á Þorlák biskup helga, en um þann mæta kenni- mann segir m.a. í Þorláks sögu: „Svo var honum um drykk farið, að aldrei mátti finna, að á hann fengi, þó hann hefði þess kyns drykk. En hann var svo drykksæll, að það öl brást aldrei, er hann blessaði og hann signdi sinni hendi, þá er gerð skyldi korna." Vatnsblönduö sýra í stað öls Eftir siðaskiptin brá mjög til hins verra með efnahag og afkomu íslendinga og smám saman hnign- aði íslenskri menningu og mann- lífi, sem varð fábreyttara og öm- urlegra fyrir örbirgðar sakir. Öl- gerö meðal almennings iagðist af smám saman og samkvæmt ís- landslýsingu Þórðar biskups Þor- lákssonar, sem út kom 1666, virð- ist ölhita almennings þá vera úr sögunni. Þórður biskup segir þar að sumir íslendingar drekki útlent öl, sumir geri sér drykk úr jurtum og berjum, en flestir drekki þó vatnsblandaða sýru. Höfðingjar héldu þó ölhitun áfram þar til bjóriðnaði í útlöndum hafði farið svo fram, að heimilisiðnaðurinn gat hvorki keppt við hann um verð né gæði. Lýður Björnsson, sagn- fræðingur, sagði í samtali við und- irritaðan, að heimildir væru þó fyrir því að bruggað hefði verið á Bessastöðum alla sautjándu öld- ina og eitthvað fram á þá átjándu. SJÁ VIÐTÖL Á NÆSTU SÍÐU Einnig benti ýmislegt til þess að brugg hefði verið stundað í stórum stíl í Reykjavík á fyrri hluta nítj- ándu aldar, sem marka mætti m.a. af óvenju miklum innflutningi á malti. Ölgerðarsaga íslendinga er þó ekki öll sögð með þessum orð- um og skal hér stiklað á stóru með framhaldið og er að mestu stuðst við áðurnefnda grein Guðbrands Jónssonar í „Iðnsögu íslands". Eftir að kaupstaðamyndun skapaði skilyrði fyrir bakstursiðn hér á landi, var notað ölger til að lyfta með brauðdeiginu, allt fram til aldamótanna 1900, er farið var að nota svonefnt pressuger. Fyrir bragðið hlutu öll bökunarhús í þá daga að brugga öl. Var þar, sem bakað var á hverjum degi, hitað öl tvisvar í viku. Gerið settist undir og ofan á ölið, og var það tekið og geymt og hnoðað í súrdeig eftir þörfum. En ölið sjálft var haft til drykkjar og þótti gott og var talið vera vel áfengt. Mest var það not- að til heimilisþarfa í bökunarhús- um hér syðra, en. þó ef til vill selt eitthvað 1 ítilsháttar. En sums staðar úti á landi höfðu bakarar drjúgar aukatekjur af því að selja ölið. I grein sinni getur Guðbrandur þess að fleiri en bakarar hafi rekið ölgerð eftir að þéttbýlið skapaði möguleika til að gera hana arð- vænlega. Nefnir hann þar Henrik Scheel, sem í lok átjándu aldar rak heimabakstur fyrir menn og jafnhliða veitingahús, og telur lík- legt að hann hafi sjálfur bruggað mungát þá, er þar var framreidd. Þá nefnir hann einnig ölgerð í svonefndu Davíðshúsi í Reykjavík á nítjándu öld og loks, að Guð- mundur agent Lambertsen hafi rétt eftir miðja 19. öld haft ölgerð í Reykjavík. Öll hafi þessi ölhita verið g.írð í ábataskyni og vel megi vera að fleiri menn í Reykjavík og úti á landi hafi rekið ölhitu í sama tilgangi á öldinni sem leið. Þá getur Guðbrandur Gísla Guðmundssonar, gerlafræðings, sem lét gera öl í „Sanitas" meðan sú verksmiðja starfaði frammi á Seltjarnarnesi 1905 til 1912 og einnig nefnir hann hvítölsgerð nokkurra Dana, sem búsettir voru í Reykjavík, en ölgerð þessi var rekin á árunum 1912 til 1915. Þá rekur Guðbrandur í stuttu máli sögu „Ölgerðar Egils Skallagríms- sonar“ frá því Tómas Tómasson stofnaði hana árið 1913 og til þess dags er greinin var rituð, árið 1943. Hins vegar má segja að viðfangi þessa greinarkorns ljúki með bannlögunum 1915. Síðan þá hefur íslendingum ekki verið heimilt að brugga áfengan bjór til eigin nota, þótt nokkuð hafi verið bruggað af sterku öli til útflutnings. Raunar mætti rekja hér tilraunir nokk- urra stjórnmálamanna til breyt- inga á þessari löggjöf, svo sem til- löguflutning alþingismannanna Lárusar Jóhannessonar, Péturs Sigurðssonar og Jóns Sólness. Við látum okkur hins vegar nægja að nefna að lokum tillögu þá sem nú liggur fyrir Alþingi þess efnis, að við næstu kosningar, hvort heldur sem verða fyrr sveitarstjórnar- eða alþingiskosningar, verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leyfa skuli bruggun og sölu á meðalsterku öli. Flutningsmenn eru Magnús H. Magnússon, Frið- rik Sophusson, Guðrún Helgadótt- ir og Stefán Benediktsson og í greinargerð með tillögunni gera þeir ráð fyrir að ölið verði aðeins til sölu í Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins, í heilum eða hálfum kössum, og svo í vínveitingahús- um. Hér er að vísu ekki lagt til að breytingar verði gerðar á áfengis- löggjöfinni heldur einungis spurt um vilja þjóðarinnar f þessum efnum og það gefur augaleið, að tillagan á eftir að vekja miklar umræður um þessi mál, enda skoð- anir skiptar eins og sjá má á svörum þeirra þriggja manna sem spurðir voru álits, en þeir eru Björgólfur Guðmundsson formað- ur SÁÁ, Halldór Jónsson, verk- fræðingur, sem ritað hefur grein- ar um þjóðmál f Morgunblaðið, þ.á m. bjórmálið, og ólafur Hauk- ur Árnason, áfengisvarnaráðu- nautur. (Samantekt: Sv.G.) ÁVÖXTUNSf-gy VERÐBRÉFAMARKAÐUR Spilið á rétta strengi íslendingar Látið Ávöxtun sf. annast fjármál ykkar. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Gengi 28.11.’83 Fl. Sg./100 kr. 1.639 , 1330 Overðtryggð 1 906 veðskuldabréf 679 593 447 382 282 269 199 153 Ár Fl. Sg./100 kr. Ár 1977 Fl. 2 1971 1 14.598 1978 1 1972 1 13.304 1978 2 1972 2 10.798 1979 1 1973 1 8.164 1979 2 1973 2 7.835 1980 1 1974 1 5.097 1980 2 1975 1 4.012 1981 1 1975 2 2.976 1981 2 1976 1 2.702 1982 1 1976 2 2.239 1982 2 1977 1 1.962 1983 1 Ár 20% 37% 1 75,8 86,5 2 67,3 81,2 3 60,5 76,8 4 55,1 72,9 5 50,8 69,7 6 47,2 66.8 r Verðtryggð veðskuldabréf "N Ár Söhig. 2 afb/ári. i 95,2 2 91,9 3 89,4 4 86,4 5 84,5 6 81,6 7 78,8 8 76,1 9 73,4 10 70,8 Höfum kaupendur að óverðtryggðum veðskuldabréfum 20% og 40% Verðtryggð Veðskulda- bréf óskast í umboðssölu. Öll kaup og sala verðbréfa miðast við daglegan gengisútreikning. Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVÖXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815 gjF Gc)dan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.