Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 37 Héraðssýningar á kúm á Suöurlandi: Klukka og Mús bestu kýrnar KLUKKA 82 á VoAmúlastöðum og Mús 108 á Efri-Gegnishólum voru verölaunaðar sem bestu kýrnar á hér- aðssýningum kúa á Suðurlandi sem haldnar voru í nóvember. Héraössýn- ingarnar voru haldnar að afloknum sýningum og dómum í nautgriparækt- arfélögunum þar sem 936 kýr voru dæmdar og hlutu 710 af þeim 1. verð- laun. Héraðssýningar á kúm hafa legið niðri um árabil en að þessi sinni fékkst leyfi til að gera tilraun með að halda þær á Suðurlandi með nokkuð sérstæðu sniði. í stað þess að safna öllum úrvalskúnum sam- an á einn eða tvo staði voru haldnir fundir, annar fyrir Árnessýslu og hinn fyrir Rangárvalla- og Vest- ur-Skaftafellssýslu, þar sem dómar voru birtir og sýndar litskyggnur af bestu kúnum. Erlendur Jó- hannsson nautgriparæktarráðu- nautur flutti erindi um kúadóma á fundunum, lýsti dómum og sýndi myndir af bestu kúnum en síðan voru verðlaun afhent. 24 kýr voru valdar á sýningu nautgriparæktarsambands Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu sem haldin var í félagsheimili Vestur-Eyfellinga. Hlutu þrjár þeirra 1. verðlaun A: Klukka 82, eign Guðlaugs Jónssoanr á Voð- múlastöðum, Drottning 46, eign Eggert Pálssonar á Kirkjulæk, og Svana 73, eign Gróu Kristjánsdótt- ur á Hólmi. Klukka var valin besta kýrin. Hún er dóttir Blika 69001 sem er margreyndur kynbótagrip- ur og skipta dætur hans hundruð- um á Suðurlandi. í árslok 1982 hafði Klukka mjólkað í 5,3 ár, að meðaltali 6136 kg mjólkur, með 3,%% fitu. Eigandi Klukku, Guð- laugur Jónsson á Voðmúlastöðum, fékk verðlaunabikar sem Kaupfé- lag Rangæinga gaf. 50 kýr tóku þátt í héraðssýningu Árnessýslu sem haldin var á Flúð- um. Sjö þeirra hlutu sérstök verð- laun, þar af þrjár 1. verðlaun: Mús 108, eign Karls Þorgrímssonar og Guðbjargar Þorgrímsdóttur á Efri-Gegnishólum, Díana 85 frá fé- lagsbúinu Efstadal og Rauðbrá 15, Guðlaugur Jónsson á Voðmúlastöð- um, Austur-Landeyjum, ásamt verð- launakúnni Klukku 82 sem valin var besta kýrin á héraðssýningu 1983 í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslu. eign Bjarna Valdimarsson á Fjalli. Mús var valin besta kýrin og var eigendum hennar veittur verð- launabikar sem Kaupfélag Árnes- inga gaf. Mús hafði í árslok 1982 mjólkað 8,7 ár að meðaltali 5497 kg mjólkur, með 3,91% fitu. 80 ár eru nú frá því fyrstu nautgriparæktarfélögin voru stofn- uð og er greinilegt að sunnlenskir bændur eiga margar glæsilegar kýr, segir í fréttatilkynningu frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, og mikið hefur áunnist í rækt- unarstarfinu á þessum 80 árum. Vonast er til að héraðssýningarnar hafi sýnt bændum fram á mikil- vægi ræktunarstarfsins en allt byggir það á afurðaskýrsluhaldi á vegum nautgriparæktarfélaganna. Dómarnir fara þannig fram að af- urðamestu kúnum eru gefin stig eftir dómstiga Búnaðarfélags ís- lands þar eem tekið er tillit til mjaltalags kúnna og skapgerðar auk ytra útlits. og Hveragerði leiða klóak í vötn eða ár. Fullhreinsun borgar sig Flestir bæir sem losa í sjó, þurfa yfirleitt ekki annað en að forhreinsa, þ.e. taka fleytiefni úr klóaki því saltið drepur E-coli- bakteríur. En bæir sem leiða kló- ak í ferskt vatn verða undantekn- ingarlaust að hreinsa klóakið. Þeir síðarnefndu teldu ef til vill skyn- samlegast að taka þetta stig af stigi og byrja á að forhreinsa kló- akið. Til þess þarf að byggja set- þró (þ.e. einskonar rotþró) en þar sem stærsti hluti af mannvirki hreinsistöðvar er einmitt þró af svipaðri stærð kostar það aðeins sáralitlu meira að koma henni upp strax, því ef hún er fyrir hendi er setþróin óþörf. Aðstæður hvers bæjar þarf að taka með í reikning- inn þegar hönnuð er hreinsistöð. Ef við tökum Hveragerði sem dæmi þá er regnvatn og mikið hitaveituvatn leitt í klóakið sem eykur vatnsmagn þess. Ef breyt- ing yrði á, þannig að þetta hreina vatn rynni sér, þyrfti ekki eins stóra hreinsistöð. Forrannsókn á vatnsmagni sem rennur í klóak, og hvaða meðferð vatnið fær áður en því er hleypt út í sjó eða ár, hafa því mikið gildi. Að þeim loknum getur síðan hver sem er hannað og byggt mannvirkin og það ættu ís- lendingar að gera sjálfir til að missa ekki fé og vinnu úr landi. Tækin, sem eru lítill hluti heild- arkostnaðar, borgar sig hinsvegar að kaupa erlendis og þau fást mjög víða. Reykjavík er undantekning Frárennslismál — hvernig standa þau í nágrannalöndum okkar? „Enginn borg sem telur yfir 100.000 íbúa í Kanada, Bandaríkj- unum og að ég held Evrópu hleyp- ir klóaki alveg óhreinsuðu í sjóinn nema Reykjavík. í Kanada held ég að liðin séu fimmtán ár síðan allt klóak var fullhreinsað enda mikill þrýstingur til aðgerða frá yfir- völdum og veittir styrkir og lán til framkvæmdanna. Hér hef ég á til- finningunni að þessu sé alveg öfugt farið og að það sé miklu fremur fólkið sjálft og heilbrigðis- nefndir sem þrýsta á yfirvöld um úrbætur. Sjóhreinsun hf. Viking Eiriksson tæknifræðing- ur er framkvæmdstjóri hins nýja fyrirtækis og spurðum við hann um fyrirkomulag þess. „Við munum bjóða bæjar- og sveitarfélögum forrannsóknir þær sem Dutton hefur rætt um og hef- ur hann boðist til að vera tengilið- ur okkar við fyrirtækið sem hann vann hjá í Kanada," sagði Viking. „Við munum fá þaðan mælitæki til mengunnarrannsókna og senda þangað niðurstöður til að byrja með. Til baka fáum við svo tillög- ur að aðgerðum. Auk þessa mun- um við bjóða iista yfir framleið- endur ýmissa tækja og útboðs- gögn, en bæjarfélögin geta síðan á eigin vegum boðið út. Eigendur kúnna sem hlutu sérstök verðlaun á héraðssýningu í Árnessýslu 1983, frá vinstri talið: Bjarni og Bryndís á Fjalli, Skeiðum; Margrét, Theódór og Ragnheiður í Efstadal, Laugardalshreppi; Páll í Múla, Biskupstungum; Bergur og Þormóður í Hjálmholti, Hraungerðishreppi; og Guðmundur og Bjarni í Skipholti III, Hrunamannahreppi. Fyrir framan sitja þau Guðbjörg Þorgrímsdóttir og Karl Þorgrímsson á Efri-Gegnishólum, Gaulverjabæjarhreppi, en þau eru eigendur Músar 108 sem valin var besta kýrin í Árnessýslu. S _ ____ _ OGLEYMANLEG KVÖLD SIUND í Kvosinni býður þér fleira en góðan mat og Ijúfar veigar. Glæsi- legar og sérstakar innréttingar eiga stóran þátt í að endurvekja rómantískt and- rúmsloft aldamótaáranna. Fyrir borðhald gefst tóm til að setjast við Rosenberg barinn og hafa það notalegt. Valinkunnir tónlistar- menn tryggja enn frekar ánægjulegt kvöld með Ijúfri tónlist. - Kvöldstundin verður ógleymanleg. Austurstræti 22 (Inn stræti) Upplýsingar og pantanir í síma 11340

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.