Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 nýtt tilboð, semn hljóðaði upp á 24,6 milljónir Skr. Það höfum við metið sem um 18% lækkun frá fyrsta tilboði Partek. Eftir það tók- um við út ofn, sem lækkaði verðið niður í 21,2 milljónir Skr. en af- slátturinn er háður því, að allur pakkinn yrði keyptur. Ofninn frá þeim vildum við hins vegar ekki, töldum hann of orkufrekan og auk þess að við gætum fengið nýrri teg- und frá t.d. Elkem. En lækkunin í 21,2 milljónir er ekki 18% virði í dag, mismunurinn vegna ofnsins er minni,“ sagði Þorsteinn. Margir hafa bent á, að innan- landsmarkaður fyrir steinull sé hvergi nærri fullnægjandi fyrir af- kastagetu verksmiðjunnar og næg- ir í því sambandi að vitna til orða Björns Friðfinnssonar hér að fram- an. Samkvæmt uppiýsingum Hag- stofunnar voru flutt inn 610,3 tonn af steinull á síðasta ári, 1982. Af glerull voru flutt inn 1001 tonn. Þorsteinn Þorsteinsson segir að svo verksmiðjan geti borið sig þurfi að selja um 3000 tonn á ári. „Fyrsta heila starfsárið munum við fram- leiða 2650 tonn,“ sagði Þorsteinn. „Síðan gerum við ráð fyrir að markaðurinn muni vaxa um 3—4% á ári. Það munu því líða 15—20 ár þar til markaðurinn tekur við þeim 6000 tonnum, sem verksmiðjan mun geta framleitt og þá miða ég við þrískiptar vaktir, fimm sól- arhringa í viku. En verksmiðjan á að bera sig strax á öðru starfsári." Jón Ásbergsson, stjórnarmaður, sagði blaðamanni Mbl., að stjórnin gengi út frá því, að „gæði og verð- munur verði með þeim hætti, að við munum yfirtaka glerullarmarkað- inn á tiltölulega skömmum tíma. Við reiknum einnig með að yfir- taka hluta af plasteinangrunar- markaði. Það hefur verið farið ít- arlega í markaðshliðina á þessu dæmi,“ sagði Jón Ásbergsson, „og er gert ráð fyrir að heildarmarkað- ur fyrir þessa tegund einangrunar vaxi úr 60% af heildarmarkaðnum í 90% á fjórum árum. Þá er tekið tillit til breyttra byggingarreglu- gerða, sem eru almennt farnar að banna plasteinangrun og gera kröfu til óbrennanlegra efna eins og steinullar." Stjórnarformaðurinn, Árni Guð- mundsson, segir magntölurnar ekki alveg marktækar, því „þegar búið er að umreikna glerullina í steinull tvöfaldast magnið, það gerir eðlisþyngdarmunurinn. Þegar upp er staðið gerir markaðurinn um 2600 tonn miðað við árið 1982. Þetta á að verða gott fyrirtæki. Arðsemisútreikningar lofa góðu og í heildina tekið er þetta mjög góður iðnaðarkostur," sagði Árni. „Þótt það sé út frá vissu sjónarmiði held- ur óskemmtilegt að vera með ríkið og SÍS í þessu, þá tel ég það vera tryggingu fyrir því að ekki sé verið að fara út í neina vitleysu. Það hafa allir skoðað málið mjög ræki- lega — Sambandið setti sína sér- fræðinga í útreikningana og þeir fundu engar veilur eða skekkjur. Finnarnir, sem framleiða bæði steinull og glerull auk vélabúnaðar og þekkja því þennan rekstur, telja víst að við munum yfirtaka glerull- armarkaðinn hér. Og okkar vara verður 17—22% ódýrari en innflutt steinull. Þegar það er haft í huga tel ég enga ástæðu til að óttast, að við séum of bjartsýnir, þetta verð- ur það góð vara hjá okkur." Góður bíssniss... Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri, fulltrúi fjármálaráðuneytis- ins í stjórninni, tók undir það að ekki væri farið af stað að óathug- uðu máli. „Þrír aðilar koma inn í félagið eftir að ríkið tók ákvörðun um að vera með og ég vil ekki verða til að kalla þá hjá Sambandinu fjármálaglópa. Bæði þeir og Finn- arnir telja sér augljóslega hag í því að vera með í þessu fyrirtæki, og raunar hafa fleiri en Partek sýnt áhuga á aðild,“ sagði Magnús Pét- ursson. Stefán Guðmundsson alþingis- maður segist vera sannfærður um að Steinullarverksmiðjan sé góður bíssniss fyrir bæjarfélagið, ríkið og alla aðra hluthafa. „Meginmálið er fjarlægðarverndin," sagði Stefán. „Rúmtak þessarar vöru er mikið og því dýrt að fiytja hana til landsins, Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki Sauðárkrókur: þar verður hafist handa innan skamms við byggingu steinullarverksmiðju, sem miklar deilur hafa staðið um og ekki útlit fyrir að þeim sé lokið. Morgunblaðið/Friðþjófur. Þjóðþrifafyrirtæki eða glórulaust ævintýri? NORÐUR á Sauðárkróki eru menn að hefja framkvæmdir við byggingu steinullarverksmiðju í samræmi við fyrri ákvarðanir, m.a. lög frá Alþingi. Verksmiðjunni er ætlað að hefja framleiðslu í byrjun sumars 1985. Ríkis- stjórnin samþykkti fyrir sitt leyti á fundi 13. október sl., að framkvæmdum við hönnun og byggingu verksmiðjunnar yrði haldið áfram, að því er haft var eftir Sverri Hermannssyni iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu daginn eftir. „Ennfremur var samþykkt," sagði Sverrir í viðtali við blaðið, „að ríkisstjórn- in myndi nýta sér heimild til ábyrgðar á lántökum fyrir verksmiðjuna.“ í fyrri viku heimilaði langlána- nefnd steinullarverksmiðjunni er- lenda lántöku til greiðslu á inn- borgun 15% kaupverðs véla til verksmiðjunnar, en kaupverðið nemur liðlega 68 milljónum króna. Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, sem lengst af hefur haft margvíslegar efasemdir um að fjárfestingin væri skynsamleg, sagði eftir þá afgreiðslu í samtali við Mbl., að hvorki viðskiptaráð- herra né iðnaðarráðherra hefðu rætt lántökuheimildina við sig og að hún væri algjörlega án þátttöku og heimildar fjármálaráðuneytis- Margvíslegar efasemdir... Fjármálaráðherra er ekki einn um að hafa efasemdir um steinull- arverksmiðjuna á Sauðárkróki — og þó hefur fulltrúi hans setið í stjórn fyrirtækisins (Magnús Pét- ursson, hagsýslustjóri) og tekið þátt i ýmsum undirbúningi. Ástæðulaust er að rifja upp þær harkalegu deilur, sem urðu milli Steinullarfélagsins hf. á Sauðár- króki og Jarðefnaiðnaðar í Þor- lákshöfn þegar ákveðið var að leggja út í steinullarframleiðslu. Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, lýsti þeirri ákvörðun svo í grein í Mbl. 31. mars 1982: „Athugun ku leiða í ljós, að hag- stæðast muni vera að byggja slíka verksmiðju í Reykjavík, næst hag- kvæmast muni vera að byggja hana í Þorlákshöfn en óhagkvæmast að byggja hana á Sauðárkróki af þeim stöðum, sem teknir voru til sam- anburðar. Með rökfræði, sem kennd er við ákveðna tegund ferfætlinga, er því síðan slegið föstu, að „þar af leið- andi“ skuli velja verksmiðjunni stað á Sauðárkróki. Steinull er einangrunarefni, sem átt hefur í vök að verjast á mark- aðnum fyrir öðrum efnum, einkum glerull og ýmsum frauðefnum. I markaðsáætlunum er gert ráð fyrir að snúa þessari þróun við hér á landi. Gerir sú verksmiðjuáætlun- in, sem smærri er I sniðum, ráð fyrir því að byggja verksmiðju, er fullnægt getur núverandi steinull- armarkaði hér á landi með 7—8 vikna framleiðslu á ári... “ Þetta síðasta staðfesti Stefán Guð- mundsson, alþingismaður, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins í haust og sagði að víða í Evrópu væri verið að loka steinullarverk- smiðjum og margar aðrar væru reknar með 50—60% afköstum. Björn Friðfinnsson, er aðeins einn þeirra, pem gert hafa rök- studdar athugasemdir við verk- smiðjuna. En þó verður ekki með nokkrum rétti sagt, að forystu- menn verksmiðjufélagsins hafi lagt út í „ævintýrið" að óathuguðu máli. I stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. eru: Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki, for- maður, Jafet Ólafsson, deildar- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, Magn- ús Pétursson, hagsýslustjóri f.h. fjármálaráðuneytisins, ólafur Friðriksson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, Jón Asbergsson, framkvæmdastjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki, Stefán Guðmundsson, alþingismaður og núverandi stjórnarformaður Framkvæmda- stofnunar ríkisins, og Stefán Guð- mundsson, bæjarfulltrúi og útsölu- stjóri ÁTVR á Sauðárkróki. Fram- kvæmdastjóri er Þorsteinn Þor- steinsson, rekstrarhagfræðingur hjá Hagvangi og fyrrum bæjar- stjóri á Sauðárkróki. Hlutafé þriðjungur stofnkostnaöar Hlutafé er 70 milljónir en skv. Jón Ásbergsson: Gengið út frá því að við yfirtökum glerullarmarkaðinn líka. lögunum um steinullarverksmiðj- una skal það vera a.m.k. 30% af stofnkostnaði, sem nú er áætlaður 230 milljónir króna. Hlutafé skipt- ist þannig: Ríkissjóður: 40% eða 28 milljónir; SÍS og Kaupfélag Skag- firðinga: 22% eða 15,4 milljónir; Steinullarfélagið (ásamt Sauðár- króksbæ og einstaklingum): 26% eða 18,2 milljónir og finnska stein- ullar- og vélaframleiðslufyrirtækið Partek Oy 12% eða 8,4 milljónir. En 70 milljónir duga ekki til að byggja verksmiðjuna. Viðbótarfjár ætlar verksmiðjustjórnin að afla, skv. upplýsingum Þorsteins Þor- steinssonar, með 80 milljónum af lánsfjárlögum, 40 milljónir eiga að koma úr fjárfestingalánasjóði fyrir iðnaðinn og loks er reiknað með 40 milljónum á lánsfjárlögum 1985 — fyrr verður ekki þörf fyrir þá pen- inga, að sögn Þorsteins. Allar tölur eru miðaðar við verðlag í haust. Auk þess lánar finnski fjárfest- ingalánasjóðurinn 85% í vélunum til fimm ára. Ríkið hefur þegar lagt fram rúmlega helming síns hlutafjár, eða á fimmtándu milljón króna, að sögn Jóns Ásbergssonar. „Einstakl- ingar hafa samþykkt víxla, sem hafa verið greiddir," sagði hann. „Sambandið og Kaupfélag Skag- firðinga borga með vísitölutryggð- um verðbréfum með vísitölu frá í maí, þegar samningar við þá aðila hófust fyrir alvöru. Það hefur verið fylgst mjög rækilega með þvf af hálfu ríkisvaldsins, að hér sé um raunverulega peninga að ræða og stíft haldið fram kröfunni í lögun- um um eigið fjármagn Steinullar- félagsins hf. Bæjarfélagið hér á Sauðárkróki hefur fjármagnað þetta fyrirtæki til þessa að tölu- verðu leyti, m.a. lagt fram lóðina sem hlutafé og gatnagerðargjöld, þannig að frá Sauðárkróksbæ hafa ekki komið beinharðir peningar." Afkastageta marg- föld markaðsþörf í byrjun nóvember voru undirrit- aðir á Sauðárkróki samningar um kaup á vélum, um það bil % alls vélabúnaðar verksmiðjunnar, frá finnska fyrirtækinu Partek Oy. Kaupverðið er um 68 milljónir á gengi dagsins eins og áður er getið. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við blaðamann Mbl. að upphaflega hafi vélarnar átt að kosta talsvert meira, eða 34 millj- ónir sænskra króna, sem í dag nemur um 120 milljónum króna. „I því var að vísu meira en það, sem við ætlum að kaupa af þeim núna,“ sagði Þorsteinn. „Við ákváðum að taka út úr þeirra tilboði ýmsa hluti, sem hægt er að smíða hér heima. Sá hluti hefur verið metinn á um 4 milljónir Skr. Eftir þessar breytingatillögur okkar fengum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.