Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Brynhildarsaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Steingrímur St. Th. Sigurðsson: ELLEFU LÍF. 121 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. Reykjavík, 1983. Steingrímur Sigurðsson stofn- aði Líf og list 1950. Það var glæsi- legt og afar líflegt menningar- málarit. En ekki varð því langra lífdaga auðið. Tími bókmennta- tímaritanna var í raun liðinn. Enginn kraftamaður er svo stælt- ur að hann stöðvi tímann. Stein- grímur hefði getað orðið miklu stærra nafn í bókmenntunum en raun varð á. En hann hefur skipt sér — milli málaralistar, ritstarfa og svo auðvitað heimsins lysti- semda. Þessi »saga um lífshlaup Bryn- hildar Georgíu Björnsson — Borg- er« nýtur flestra kosta rithöfund- arins Steingríms. Hún er hressi- leg, fjörleg, skemmtileg. »Það er alltaf viss fegurð í eðlislægum húmor.« Hann liggur hér á milli línanna. Sýnu vandasamara er að vera hreinskilinn, vera ekki alltaf að láta satt kyrrt liggja sem er eftirlætissport margra sem skrifa ævisögur. Hér er fólk sem þorir. Brynhildur Georgía lifði bernsku sína í Danmörku og Þýskalandi. Fyrst: yfirvofandi stríð. Síðan: stríð. Uppvaxtarár Brynhildar Georgíu urðu sam- bland af ævintýri og martröð. í danska barnaskólanum var lagst á Brynhildi Georgíu vegna þess að hún var íslendingur og alin upp í Þýskalandi. Tvö ótuktarlönd í augum Dana. Hver dagur af öðr- um fór í slagsmál, síðan þvottur og tölufestingar eftir að heim kom. Skólavistin í Danmörku varð »kveikjan að vissri Dana-andúð, sem hefur aldrei horfið að fullu.« Eftir stríðið kom Brynhildur Georgía heim og dvaldist á Bessa- stöðum. Afi hennar var þá forseti svo hún var eins konar prinsessa. Svo lá leiðin til Argentínu og þar giftist hún í fyrsta skipti. En þá kom líka óstýrilæti hennar í ljós. Henni leiddist í veislunni svo hún brá sér á bar! Eitt sinn sátu fyrir þeim hjónum illmenni fimm. Tveir fantanna réðust á manninn og héldu honum, þrír hugðust leggja hendur á Brynhildi Georgíu. En slík var útreiðin sem þeir fengu hjá valkyrjunni að allir sem einn lögðu þeir á flótta eftir stutta við- ureign. Brynhildur Georgía hefur tals- verða æfingu í að giftast og skilja. Eiginmönnunum ber hún vel sög- una. Hún hefur ekki setið í prins- essuhásæti heldur unnið alla vinnu til sjós og lands. Líf hennar hefur liðið eins og reyfari. Og hún er konunglega opinská. Margar myndir eru í bókinni af fjölskyldunni á Bessastöðum. Skil- merkileg er lýsing Brynhildar Steingrímur Sigurösson Georgíu á afa sínum og ömmu. Sveinn hefur verið maður gam- ansamur. Þó gruna ég þau, Steingrím og Brynhildi Georgíu, að hafa skáldað í sameiningu sögu sem þau segja af samfundum þeirra, Sveins Björnssonar og Sig- urðar skólameistara. Þeir voru vinir og bekkjarbræður úr Reykja- víkur lærða skóla, eða Latínuskól- anum eins og hann var forðum kallaður í daglegu tali. Kápa Sigurþórs Jakobssonar er lýsandi — tvær myndir af Bryn- hildi Georgiu: önnur ljós og skýr og nálæg; hin í mistri fortíðar og fjarlægðar. 007 veitir forréttindi til ásta og dráps. Bond eldist Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson BOND ELDIST Nafn á frummáli: Never Say Never Again. Leikstjóri: Irving Kershner. llandrit: Lorenzo Semple Jr. Myndatökustjórn: Douglas Slo- combe. Sýnd í Bíóhöllinni. Ég sagði einhverntíma hér í grein að kvikmyndahúsin gætu með því móti einu keppt við myndböndin að þar væri boðið uppá kvikmyndir sem bæru af sökum glæsileika og nýstárleika. Það yrði viðburður að fara í bíó, skrautlegri hversdagsleiki á boðstólum en í heimahúsi. Höfð- að yrði til mannsins sem hjarð- veru, slíkrar er sækist eftir stór- fenglegum uppákomum sem sprengja hina þröngu kúpu „égs- ins“ og færa hann nær hópsál- inni. Mér finnst Bíóhöllin í Mjóddinni leitast við að ná þannig til borgarbúa og rífa þá þar með uppúr sjónvarpsstóln- um. Er þakkarvert hve skjótt þeir í Bíóhöllinni ná í skrautleg- ustu myndirnar úr kvikmynda- verksmiðjunum, þannig sjáum við þessa stundina í A-sal Bíó- hallarinnar „allra nýjustu" Bond-myndina: Segðu aldrei aft- ur aldrei. Getum við afdalabúar hrósað happi því stóru kvik- myndahúsin í sjálfri Lundúna- borg bjóða ekki uppá þessa kvikmynd fyrr en líða tekur á febrúar í ári Orwells. Hér ber þess að geta að Tónabíó hefur lýst því yfir að það sýni nú um jólin „allra nýjustu" James Bond-myndina. Ég lít nú svo á málið að hér sé um að ræða tví- bura og þótt annar Bondinn hafi fæðst ögn á undan hinum þá séu þeir vopnabræður jafn gamlir. En eins og allir vita geta tví- burar verið býsna ólíkir þótt þeir séu eineggja, að ég tali nú ekki um séu þeir tvíeggja en sannar- lega má sjá þess merki að „allra nýjasta" James Bond-mynd Bíó- hallarinnar er ekki skriðin úr sama eggi og fyrri Bond-myndir. Finnst mér þessi mynd svo ólík fyrri núll-núll-sjö-myndum að hún eigi fátt sameiginlegt nema nafnið eitt og svo að sjálfsögðu hinn upprunalega James Bond — sjálfan Sean Connery. Mér er ekki alveg ljóst í hverju munur- inn liggur en tel mig þó geta bent á fernt sem aðgreinir þessa mynd frá öðrum Bond-myndum. I fyrsta lagi túlkar hér Edward Fox^-hinn breska leyni- þjónustuforingja „M“ á mjög nýstárlegan hátt. Hingað til hef- ur „M“ verið túlkaður af var- færni enda í samræmi við grunnhugmynd Bond-sagnanna í þá veru að leyniþjónustan skuli ætíð sveipuð dulúð sem jafn- framt magnar þá spennuna í kringum fremsta sendiboða hennar hátignar á sviði njósna, sjálfan 007. Framhleypni Édward Fox rýrir þannig hlut 007 sem leyniþjónustumanns. I öðru iagi er Miss Moneypenny ekki sú sama og verið hefur. Þessi óborganlegi einkaritari er hér ekki svipur hjá sjón og næst hvergi sá léttleiki sem rikti milli Miss Moneypenny og 007 fyrrum daga. Brandararnir koma þess í stað á stund lífsháskans, jafnvel þegar flest sund virðast lokuð 007. Er ekki hægt að kvarta yfir að myndin sé ekki kostuleg og raunar oft bráðfyndin. En höndum ótrauð áfram samanburðinum og víkjum að þriðja atriðinu er greinir þessa mynd frá fyrri James Bond- myndum. Ég saknaði þess ákaf- lega að heyra ekki hér laglfnur Goldfingers sem svo rækilega tengja tilfinningar áhorfandans við nafn hins ódauðlega njósn- ara 007. Það er eins og nafn Bonds sé órjúfanlega tengt þess- um gullna hljómi, án hans næst ekki sú stemmning sem fylgir þessum fremsta njósnara henn- ar hátignar fyrr og síðar. Og þá erum við loks komin að fjórða atriðinu, sum sé hvort Sean Connery sé ekki raunar vaxinn uppúr hlutverki hins vökula James Bond. Ég veit ekki hvort ég hef alveg rétt fyrir mér í þessu efni en einhvern veginn finnst mér að viðbrögðin hjá kappanum séu ekki eins snörp og áður. Líkamlega er Connery vissulega í afburða fínu formi, en það er eins og honum liggi ekkert á að kyssa konurnar eða kreista gikkinn. Niðurstaða þessa samanburð- ar er því sú að „allra nýjasta" James Bond-myndin „Never Say Never Again“ sé ekki dæmigerð Bond-mynd, heldur miklu frem- ur all spennandi sakamálamynd er nýtur afburða leikkrafta Klaus Maria Braundauer sem leikur skúrkinn Largo og Bar- böru Carrera sem kemur á óvart í hlutverki flagðsins Fatímu. Sean Connery minnir okkur svo á hversu hratt tíminn líður, að senn gerist 007 gamall og las- burða. Keli köttur í ævintýrum Bókmenntír Sigurður Haukur Guðjónsson Keli köttur í ævintýrum Saga: Guðni Kolbeinsson Myndir: Pétur Halldórsson Setning: SAM hf. Útlit: Pétur Halldórsson Litgreining og filmuvinna: Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Útgefandi: Vaka bókaforlag Já, var einhver að halda því fram að til þess að gera virkilega góða bók, þá þyrftum við íslend- ingar í erlendar smiðjur? Þeim hinum sama ráðlegg ég að taka sér þessa bók í hönd, skoða hana og lesa, og njóta þess að verða stoltur af íslenzkri hugsun, ís- lenzku handbragði. Hér hefir allt lagst á eitt, í engu til sparað, og árangurinn er líka frábær. Fáir skrifa betur en Guðni, þeg- ar honum tekst upp, og hér fer hann á kostum. Við Þingvallavatn dvelur fjöl- skylda úr höfuðborginni. Tveir stunda veiðar, húsbóndinn og heimiliskötturinn Keli. Báðum ferst illa, og fá snuprur fyrir. Sjálfsagt er aldursmunur á þeim, og sá yngri, Keli, lætur ekki bjóða sér allt og heldur að heiman. En „enginn veit, hvað átt hefir, fyrr en misst hefir," segir í gömlu spekiyrði, og sannast það á kettin- um. Éftir ógn og skelfing kynnst hann fjölskyldu Drómundar dvergs í Almannagjá, og með Guðni Kolbeinsson hjálp hennar nær hann heim að lokum. Leikandi létt og lipurt leikur málið Guðna á tungu, og væri vel, ef börn og unglingar tækju sér það til fyrirmyndar. Og þá er það Pétur. Hann gerir ekki aðeins vel, heldur meistara- lega vel. Myndir hans eru eins og þær gerast beztar á bók, nærri því rísa upp af síðunum og taka að tala við menn. Það er grunur minn, að ef þeir félagar halda samstarfinu áfram, og gera eins vel hér eftir og þessi bók lofar, að þá verði verk þeirra eftirsótt til þess að gleðja fleiri en íslenzk börn. Það þarf ekki mikinn spá- mann til þess að sjá slíkt fyrir. Prentverk, allt frá vinnu Val- geirs til Odda, er íslenzkri kunn- áttu í bókagerð til sóma. Hafi Vaka þökk fyrir frábæra bók. Kvöldlokka Tónlist Jón Ásgeirsson Á kvöldlokkunni í Fríkirkj- unni sl. föstudag léku nokkrir ágætir blásarar þrjú verk eftir meistara Mozart. Tónleikarnir hófust á nokkrum þáttum úr óperunni Cosi fan tutte og var það verk unnið af Johann Nep- omuk Wendt. Bæði er, að óperu- tónlist er gerð með öðrum hætti en kammertónlist og að Wendt hefur lítið getað þar um bætt og því þess valdandi að lítil skemmtan varð af tiltækinu. Það er hálf ankannalegt að heyra röð af smáskotum, þar er ekkert unnið úr hugmyndunum, rétt eins og verið sé að leika nokkur „temu án varíasjóna". önnur „útsetning", eftir Karl Hermann Pillney, var annað viðfangsefnið á þessum kvöldlokkum og það var fantasía í f-moll, sem Mozart samdi fyrir sjálfspilandi orgel! Það vekur í raun og veru furðu að taka til meðferðar svona „út- setningar" þegar um nóg önnur og betri verk eftir meistarann er að velja. Það má endalaust deila um ágæti þess, er litlir hæfi- leikamenn I tónsmíði eru að dunda við að umrita verk eftir jafn góð tónskáld og Mozart. Slíkt hlýtur ævinlega að mis- heppnast og auk þess, að vera vafasamur heiður fyrir tón- skáldið, lítill greiði við hlustend- ur. Þá má og minna á „ærurétt" tónskáldsins, að verk hans fái þann flutning, sem þau voru gerð fyrir. Tónleikunum lauk svo með Serenöðu nr. 11 (KV. 375). Þessa serenöðu samdi Mozart til að vekja athygli „Herra von Strack", svo ég vandaði mig við verkið,“ eins og Mozart komst að orði í bréfi til föður síns. Verkið var upphaflega samið fyrir klar- inett, horn og fagott en hann bætti síðar við óbóum og þannig er það til sem „áttleikur". Verkið er glæsileg tónsmíð. Þarna gat að heyra snillinginn Mozart og einnig frábæran leik. Til gamans má geta þess að verkið var frum- flutt af „fátækum betlurum“, götuhljóðfæraleikurum sem, eft- ir því sem Mozart segir sjálfur, „léku verkið vel saman, sérstak- lega fyrsta karinett og báðir hornistarnir". Verkið varð mjög vinsælt og fengu „betlararnir" nóg að gera við að flytja verkið. Þeir sem stóðu að þessum tónleikum voru Bernard Wilkinsson, Daði Kol- beinsson, Janet Wareing, Einar Jóhannesson, Gunnar Egilsson, Hafsteinn Guðmundsson, Björn Árnason, Joseph Ognibene og Je- an P. Hamilton. Allt eru þetta góðir hljóðfæraleikarar og léku Mozart mjög vel. Tvö fyrri verkin er tæplega hægt að kalla að séu eftir Moz- art og þá alls ekki fyrir þessi hljóðfæri. Mozart var mjög naskur að finna hverju hljóðfæri skemmtilegan rithátt, enda hljómuðu tvö fyrstu verkin ekki eins og þau væru eftir meistar- ann. Síðasta verkið, sem Mozart ritaði fyrir átta blásara, var ekta Mozart og var auk þess mjög vel og skemmtilega flutt. P.S. Vegna athugasemda, er rétt að það komi fram, að þegar Tónleikanefnd Háskóla íslands tók upp þá nýbreytni að halda tónleika sína um hádegisbilið, reyndist ekki fært fyrir gagn- rýnendur blaðsins að koma á þessa tónleika og hefur því ekki verið fjallað um þá af gagnrýn- endum blaðsins, nema með einni undantekningu, er tónleikana bar upp á 1. desember. Hvað varðar undirritaðan, þá þarf hann á þessum tíma að sinna þeim störfum, er ekki verður undan komist og til að fyrir- byggja allan misskilning er það eina ástæðan fyrir fjarveru við- komandi á þessum tónleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.