Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 53 Keflavík: Karlakórinn gefur bænum neðri hæð félagsheimilisins Jóhann Líndal afhendir Tómasi Tómassyni gjafabréfið fyrir neðri hæð félagsheimilisins. Ljósm.: Heimir Stígsson Karlakór Keflavíkur hélt afmæl- istónleika á laugardaginn í Félags- bíói í tilefni af 30 ára afmæli kórs- ins, sem var 1. des., en kórinn var stofnaður 1. desember árið 1953. Á tónleikum kórsins komu 5 ein- söngvarar fram ásamt kvartett, kór- inn söng undir stjórn Steinars Guð- mundssonar. Steinar er Keflvíking- ur, fæddur árið 1957, undirleikari var Kagnheiður Skúladóttir. Undir- tektir voru mjög góðar og varð kór- inn og einsöngvarar að syngja mörg aukalög. Eftir tónleikana var farið í Félagsheimili kórsins, þar hélt formaður hans stutta ræðu og lysti vígslu efri hæðarinnar, en hún er nú fullfrágengin. Um kvöldið var haldið afmælishóf í Stapa í Njarð- vík, þar afhenti formaður kórsins, Jóhann Líndal, forseta bæjarstjórn- ar Keflavíkur, Tómasi Tómassyni, gjafabréf með eftirfarandi ávarps- orðum: Allt frá stofnun Karlakórs Keflavíkur árið 1953 hafa þeir ágætu menn, sem skipað hafa stjórn Keflavíkurbæjar, sýnt karlakórnum sérstaka ræktar- semi, hlýhug og góða fyrirgeiðslu á margvíslegan hátt, ekki síst eft- ir að hafist var handa um bygg- ingu félagsheimilisins að Vestur- braut 17 árið 1967. Nú þegar áhugi hefur vaknað hjá tveimur ungum mönnum um að hefja rekstur í húsinu og Keflavíkur- bær hefur samþykkt að gerast eignaraðili að húsinu á móti karlakórnum, tilkynnist það hér með að á almennum félagsfundi, sem haldinn var hjá karlakórnum í fyrra mánuði, var samþykkt að gefa Keflavíkurbæ neðri hæð hússins. Það sem um er að ræða er nán- ar tiltekið neðri hæð hússins að Vesturbraut 17, 678mz og 2960m3, það er um 78% af húsinu öllu. Samkomusalir og hliðarsalir eru uppsteyptir ófrágengnir, en eld- hús, geymslur, forstofa ásamt salnum tilbúið undir tréverk og málningu. Efri hæð hússins verð- ur áfram eign Karlakórs Kefla- víkur ásamt stigahúsi að vestan- verðu og hálfu stigahúsi að aust- anverðu. Karlakórinn hefur að- gang og afnot af kjallara undir leiksviði. Skilmálar voru fyrir gjöfinni. í ræðu formanns sagði m.a. Það voru þáttaskil í sögu kórs- ins þ. 26. maí 1976, þegar Berg- steinn heitinn Sigurðsson tók fyrstu skóflustunguna að félags- heimilinu að Vesturbraut 17. Byggingarsaga hússins verður ekki rakin hér, aðeins drepið á það helsta. Allir félagar á hverj- um tíma hafa lagt eitthvað af mörkum en mismunandi mikið, bæði vinnu og fjármuni, beint eða óbeint, unnið hefur verið við bygginguna yfir 40 þúsund vinnu- stundir í sjálfboðavinnu, það svarar til þess að hver félagi hafi unnið að meðaltali 18 vinnuvikur samfleytt. Margar ræður voru fluttar og bárust kórnum pen- ingagjafir frá ýmsum velunnur- um hans. (Fréttatilkynning) Tónlist á Irvcrjii heimili umjólin RAFTÆKJAURVAL / NÆG BILASTÆÐI /?onix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Tryggðu pipar- svein- inum eaaa sern irr 590. \ 11« • - 0 ^8880 i * eintak af Enn er von — handbók pipar- sveinsins. Ættin mun ekki sjá eftir því. FJÖLSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.