Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Umferðin — er skynsemin útlæg? — eftir Svein Ólafsson, SUfwrtúni Hvaða stefnu eru umferðarmál að taka í Reykjavík nú í seinni tíð? Er Reykjavík á leiðinni að taka upp sömu heimsku í tilhögun um- ferðarmála eins og í Kópavogi? í flestum borgum erlendis er það yfirleitt stefnan að reyna að greiða úr umferðarhnútum og fjölga leiðum sem fara má út og inn úr borgum til að létta álagið. f Kópavogi er það frægt, að í stað þess að beina t.d. utanaðkom- andi umferð framhjá miðsvæðum, þá er eins og öllu sé dembt inn á aðalumferðaræðar og þar mynd- ast svo umferðarstraumur sem oft er órofinn langtímum saman, þeg- ar létta hefði mátt á með þvi að opna framhjáhlaup, þar sem slíks væri kostur. Nú hafa Reykjavík og Kópavog- ur verið svo forsjálir eða öllu held- ur öfugt, að gera breytingar á um- ferðaræðum milli byggðarlag- anna, þar sem beinlínis virðist farið algjörlega aftan að siðum, byrjað á öfugum enda. Og af því hefir þegar leitt algjört öngþveiti á mestu annatímum í umferðinni út og inn í Reykjavík úr bæði Kópavogi, Garðabæ og Hafnar- firði og jafnvel Breiðholti, sem mikil umferð er frá og til um Kópavog og yfir á Kringlumýr- arbraut, sem fór áður yfir á gamla Hafnarfjarðarveginn, og framhjá Kringlumýrarbraut niður eldri Hafnarfjarðarveginn, sem nú hef- ir verið lokað af Kópavogi. Reykjavík hefir opnað nýja inn- keyrslu á Kringlumýrarbrautina og fer þar suðureftir öll umferð sem áður fór um gamla Hafnar- fjarðarveginn framhjá Kringlu- mýrarbraut. Svo afleitlega hefir líka tekist til að innkeyrslan á Kringlumýr- arbrautina í suður kemur inn beint á móti annarri innkeyrslu frá Borgarspítala og þarna er stór hætta á árekstrum og mikil óvissa, en nýlega lentu þarna 4 eða 5 bílar í árekstrakös. Þessi tilhög- un mun samt vera hugsuð til bráðabirgða, en brú fyrirhuguð á Bústaðaveg sem hefði átt að koma á undan áður en allt var stoppað þarna og sett í nýtt horf. Og hvernig fer þegar nýi miðbærinn kemur í viðbót? Dæmi um afleiðingar er t.d. nú að umferðarþunginn um Lauga- veg, Miklubraut og Kringlumýr- arbraut, vegna umferðar suður í Kópavog og suðurbyggðir er, að það tók þann sem hér ritar næst- um 'h. klst. að komast spottann frá ofanverðum Laugavegi suður að Verslunarhöllinni. Allt var troð- fullt af bílum á öllum götum til hliðar og ekkert gekk, aðeins mjakaðist áfram. Lögregla, sem var við Suðurver/ Verslunarhöll- ina reyndi eftir bestu getu að bæta úr öngþveitinu, en gat ekki rönd við reist. Hér hefir fleiri þúsund bílum verið beint inná götur sem varla báru þá umferð sem fyrir var. Umferðargötum er þannig að fækka og horfir ekki glæsilega með framhald þessa ef ekki er að gert hið bráðasta. Segja verður afdráttarlaust að sú vitleysa og fyrirhyggjuleysi, sem lýsir sér í því hvernig bæði Kópavogur og Reykjavík standa að þessu gengur nánast fram af manni. Það er eins og börn séu að verki en ekki vitiborið fólk. Sam- starf virðist heldur ekkert milli þeirra og bætir það ekki úr skák, enda gamalt og óskiljanlegt vandamál. Það er búið að vera augljóst mál í sem næst síðasta aldarfjórðung, að beint hefði legið við að gera nokkrar tengigötur milli Kópa- vogs og Reykjavíkur, en ekkert hefir gerst. Fossvogsbraut, sú mikla úrbót, sem fyrirhuguð var, virðist algjörlega í strandi. Orsök- in virðist vera einhver stífni, sem enginn getur skilið á hverju bygg- ist. Er ekki umferðin hluti af vel- ferðarmálum bæjarbúa, og geta bæjar- og borgaryfirvöld látið sér sæma að bera slík velferðarmál fyrir borð um áratuga skeið? Hef- ir ekki algjörlega gleymst einnig, að í umferðarmálum eru til neyt- endasjónarmið? Og hvernig er staðið að því að vernda neytand- ann? Svo virðist sem ýmsum framkvæmdadeildum innan bæj- ar- og borgarkerfanna geti haldist uppi að fara sínar eigin götur án þess að nokkur geri athugasemd Sveinn Ólafsson „Nú hafa Reykjavík og Kópavogur verið svo forsjálir eða öllu heldur öfugt, að gera breytingar á umferðaræðum milli byggðarlaganna, þar sem beinlínis virðist farið al- gjörlega aftan að siðum, byrj- að á öfugum enda. Og af því hefir þegar leitt algjört öng- þveiti á mestu annatímum í umferðinni út og inn í Reykjavík úr bæði Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og jafnvel Breiðholti.“ eða geti gert það. Borgarskipulag „þéttir byggð“ og bæjarverkfræð- ingur leysir svo vandamálið, sem upp kemur af því, án þess að taka tillit til víðari sjónarmiða. Og ekki virðist vera neinn sem hefir hönd í bagga. Umferðarnefndir eiga að gera það, en þar skiptir mjög um fólk vegna skipunar nefndanna og hætt við að þar komist ekki sú reynsla og þekking að, sem tryggir að neytendasjónarmiðið verði ekki útundan. Lögreglan ætti að vera miklu sterkari áhrifaaðili þar, en fulltrúar þaðan eru tiltölulega áhrifalitlir, þeir hafa tillögurétt, en hvað vegur það í þessum mál- um? Hún er samt einmitt sá aðili, sem hvað helst hefir neytenda- eða notendaviðhorfið fyrir augum, og hún ásamt t.d. fulltrúa Slysa- varnafélagsins ættu að vera þarna verulega mikið sterkari áhrifaað- ilar. Svo mikið er víst, að eitthvað vantar í allt þetta, og þar er til- finnanlega skortur á að víðari verkanir ýmissa ráðstafana séu metnar sem skyldi, enda sýna verkin merkin eins og hér kemur fram á undan. Er vonandi að ábyrgir aðilar í umferðarmálum ráði hér ráðum sínum í fullu og einlægu samráði en láti ekki slík mistök, sem hér blasa við, valda borgurum byggð- arlaganna í og við Reykjavík vandamálum og miklum óþægind- um og tímasóun, og séu ekki hver að braska í sínu horni og taki ekki tillit hver til annars og víðari sjónarmiða. Við núverandi ástand verður ekki unað og er óskandi að borgar- arnir almennt gangi líka fram í að þessi mál liggi ekki í láginni eins og hefir viljað brenna við á undan- förnum árum. Þessi mál varða alla borgara í Reykjavík og nágrenni og þeir eiga ekki að líða neitt sleif- arlag á þessum hlutum umfram það sem orðið er. Þar er nóg kom- ið. Umferðarhnútana verður að leysa og það án þess að það drag- ist. Væri ekki heillaráð að Reykja- vík og nágrannasveitarfélögin skipi sérstaka samstarfsnefnd til að leysa þessi mál í einlægni og bróðerni á víðari grundvelli? Nokkur kveðjuorð til dr. Gunnlaugs Þórðarsonar — Eftir Angantý H. Hjálmarsson Þegar mér barst í hendur grein um fjárplógsmennsku í áfengism- álum eftir dr. Gunnlaug Þórðars- on, sýndist mér hún ekki svara- verð, svo mikil fjarstæða sem hún var frá upphafi til enda. Seinna varð ég þess lítillega var, að stöku maður misskildi þögn mína og hélt að ég ætti engin svör við því sem þar er sagt um mig og mínar skoðanir. Satt er það, að dr. Gunnlaugur gerir heldur lítið úr mér og mínum málflutningi í um- ræddri grein, en ég læt mér það í léttu' rúml liggja. Sjálfur hefur Gunnlaugur í greinum sínum vitn- að í sína miklu þekkingu á ýmsum sviðum og er svo hreykinn af henni að mér kemur ósjálfrátt í hug sagan af faríseanum og tollh- eimtumanninum, og ég er alveg ánægður með að vera þar í hlut- verki tollheimtumannsins. Málflutningur dr. Gunnlaugs Gunnlaugur flytur mál sitt með allmiklum stóryrðum á köflum, en hann gerir ekki tilraun til að hrekja nema eitt atriði úr síðustu grein minni og röksemdafærslan er sú, að ég hafi vitnað í grein sem ungur læknir hafi þýtt úr lítt þekktu erlendu tímariti fyrir 14 árum og sá læknir mundi engan veginn treysta sér til að standa við þau orð í dag. Þessu varpar hann fram án þess að kynna sér málið nánar, enda kom það brátt í ljós, að þessi tilgáta hans reyndist röng, því umræddur læknir hefur nú svarað skörulega fyrir sig og er ekkert hræddur við að standa við fyrri þýðingar sínar. Aftur á móti gerir dr. Gunnlaugur enga tilraun til að hrekja það sem ég tók upp úr skýrslu landlæknis, né afsanna ástæðuna fyrir því að ökumönnum er lögbannað að aka bifreið ef áfengismagn í blóði þeirra fer yfir 0,5%o. Hvernig skyldi standa á því? Það skyldi þó aldrei vera að iögmanninn sjálfan hafi skort gagnrök? A einum stað í greininni frá 26. október kallar Gunnlaugur mig sjálfskipaðan fræðimann, sem vitni einna helst í mínar eigin greinar. Ekki samdi ég neitt af þeim tilvitnunum sjálfur sem tal- að er um hér að framan. Dr. Gunnlaugur reynir ekki að hrekja tvær þeirra og honum mistókst al- gerlega að hrekja þá þriðju. Ein- hver mótsögn er í þessu hjá dokt- ornum. Svona í leiðinni leyfir hann sér svo að skrökva pínulítið upp á mig þegar hann segir, að ég hafi stimplað hann sem „skaðleg- asta mengunarvald þjóðarinnar". Þetta stendur hvergi í mínum greinum. Að vísu kemur það fram í greinum mínum, að ég tel dr. Gunnlaug mengunarvald í ís- Iensku þjóðlífi, en það er langt frá því að ég telji hann þann skaðleg- asta, sú hugmynd er komin frá Gunnlaugi sjálfum. Á einum stað segi ég í grein minni: „Áfengisdýrkendur eru ótrúlega víða og einn af þeim trúuðustu er ábyggilega dr. Gunnlaugur Þórðarson." Þetta hljóta að vera orðin sem doktorinn hefur í huga, en honum hefur einhverra hluta vegna þótt hentara að snúa þeim á hinn veg- inn. Enn um Biblíuna Á einum stað þykist dr. Gunn- laugur hafa komið ár sinni vel fyrir borð með því að vitna í gerðir Jesú Krists. Auðvitað dettur mér ekki í hug að rengja orð Biblíunn- ar, en eitt vil ég samt benda fólki á í sambandi við frásögnina af brúð- kaupinu í Kana. Kristur er ekki að breyta vatni í vín vegna gestanna, „Ég er ekki mjög kunnug- ur í réttarsölum, en þó hef ég grun um að það sé held- ur lítið gert með framburð þeirra manna, sem vitna í orð annarra en vilja þó ekki nafngreina þá né láta þá koma fyrlr rétt til að staðfesta orð sín.“ heldur vegna húsbændanna, sem voru vinir hans og urðu að þola þá smán að hafa ekki nægar veit- ingar handa gestum sínum. Hann var að bjarga heiðri þeirra. Það kemur ljóst fram í Biblíunni. Get- ur svo Gunnlaugur Þórðarson eða nokkur annar raunverulega sann- að að Kristur hafi breytt vatninu í vín? Kristur sjálfur minnist ekki á að hann hafi gert það. Það þarf ekki Krist til að láta fólk drekka vatn í þeirri góðu trú að það sé vín. Það hefur margoft verið leikið af dávöldum og það þarf ekki einu sinni dávalda til þess. Ég hef sjálfur orðið vitni að því, að strák- ar létu ölvaðan mann drekka vökva, sem hvorki var vatn né áfengi, en hann hélt auðsjáanlega sjálfur að hann væri að drekka vínbland, og það hélt ég líka sem áhorfandi, en komst svo síðar að raun um hið sanna. SHÍ harmar íhlutun Bandarfkja- manna og ríkja í Karfbahafí í mál- efni Grenada, segir í frétt frá Stú- dcntaráði Háskóla íslands, síðan segir: Málflutningur í réttarsölum Ég er ekki mjög kunnugur í réttarsölum, en þó hef ég grun um að þar sé heldur lítið gert með framburð þeirra manna, sem vitna í orð annarra en vilja þó ekki nafngreina þá né láta þá koma fyrir rétt til að staðfesta orð sín. 1 fyrrnefndum blaðagreinum sínum leyfir lögmaðurinn sér að gera þetta og ætlast samt til að fólk trúi orðum hans. Að vísu nafngreinir hann menn sem nú eru látnir eða svo víðs fjarri að ekki er auðvelt að ná tii þeirra og láta þá staðfesta orð sín, en hann talar líka um marga nútímalækna hér á landi og nafngreinir engan þeirra. Hann vitnar samt í orð þeirra og telur þá alla sammála um að vínnotkun geri fólki aðeins gott. Máltækið segir að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og það á sjálfsagt við um vín eins og annað. En hvers vegna lok- ar dr. Gunnlaugur augunum fyrir því að aðeins sumum mönnum heppnast að nota áfengi á þann hátt að ekki valdi tjóni? Hann sér ekkert nema ljósu hliðarnar á áfengisnotkuninni og lætur svo sem hitt sé ekki til. Svo brigslar hann mér og öðrum um ofstæki vegna þess að við erum að reyna að draga úr hinum skaðlegu áhrif- um af þessari einhliða túlkun hans. Ósjálfrátt verður mér hugs- „Hér er um að ræða fullvalda ríki og ber að fordæma óeðlileg afskipti erlendra þjóða af þeirra málefnum. Jafnframt er hvatt til þess að erlendar hersveitir Angantýr H. Hjálmarsson að til þess hvernig málaflutnings- maður Gunnlaugur sé, eða hvort það sé venja lögmanna að flytja mál á þennan hátt. Túlka þeir bara jákvæðu hliðarnar á málum sínum og neita því að hinar séu til? Lokaorð Fyrst dr. Gunnlaugur vill ekki gefa upp nöfn þeirra íslensku lækna, sem hann vitnar í, skora ég á þá að gefa sig fram og skýra frá því, hvað þeir sjá jákvætt við áfengisnotkun og í framhaldi af því, hvort þeir sjái ekkert nei- kvætt við hana og hvers vegna þeir sjái það ekki. Ef þetta kemur ekki fram, munu fáir menn trúa því sem dr. Gunnlaugur segir um áfengismálin. Ég tel greinar hans hér eftir ekki svara verðar. Angantýr H. Iljálmarsson er kenn- ari rið Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. verði dregnar sem fyrst til baka og efnt til kosninga þar sem Grenadabúar velja um sína framtíð." Stúdentaráð Háskóla íslands: Harmar íhlutun í málefni Grenada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.