Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 53 Undirnefnd fjárveitinganefndar starfar á sumrin. Nefndin heyrir undir fjármálaráðherra, hún er ekki hefðbundin þingnefnd. Það var Magnús Jónsson þáverandi fjármálaráðherra sem fór þess fyrst á leit við þingflokkana að þeir tilnefndu menn í nefnd, sem hann vildi að ynni að ýmsu sem varðar framkvæmd fjárlaga, t.d. því að fylgjast með starfsmanna- haldi, yfirvinnu opinberra starfsmanna o.fl. Þessi undir- nefnd hefur starfað æ síðan. Hún fær þóknun frá fjármálaráðu- neyti, og er hún eina fastanefnd þingmanna, sem starfar innan veggja Aiþingis, sem er sérstak- lega iaunuð. Stefnum að raunhæfum fjárlögum — Er þessi nefnd eini vísirinn að þvi að löggjafinn hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu? Það má segja að þetta sé eini vísirinn að því að nefnd þing- manna fylgist með framkvæmd laga. Ég hef alitaf verið þeirrar skoðunar að það beri að efla og auka starf undirnefndarinnar eða hvað sem menn vilja nú kalla hana. Það tengist einnig öðrum hugmyndum um eftirlit með ríkis- fjármálunum, t.d. þeirri að Ríkis- endurskoðun, ásamt Fjárlaga- og hagsýslustofnun og þessari undir- nefnd ynnu að úttekt á ýmsum sviðum er varða framkvæmd fjár- laganna. Þetta eru hugmyndir sem hafa verið mikið ræddar und- anfarin ár, en hefur lítið miðað í þá átt að koma í framkvæmd. Ég reikna með að það verði reynt að gera ýmsar breytingar á þessum sviðum í framhaldi af þessari fjár- lagaafgreiðslu. Ég tel hana marka nokkur þáttaskil þar sem við stefnum alla vega að því að fjár- lögin verði raunhæf. Það sé ætlað fé til að reka þá þætti ríkis- búskaparins sem ekki eru beinlín- is skornir niður. Á grundvelli fjár- laga séu síðan gerðar raunhæfar greiðsluáætlanir sem fylgst verði með að séu haldnar með þeirri tölvutækni sem við búum við nú. Þannig komi rautt ljós á liði, sem eru að fara úrskeiðis, en ekki rauð ljós á alla liði eins og nú. Með þessu verður hægt að ná miklu betri yfirsýn yfir reksturinn og fylgjast betur með án þess að allt sé í hnút. Við teljum líka að með þessu eigi stjórnendur í ráðuneyt- um og opinberum stofnunum að geta beint kröftum sínum fremur að því að stjórna sinum stofnun- um i stað þess að standa i eilífum erindrekstri vegna peningamála. Reikna ekki með að menn hrópi húrra yfir fjárveitingum — Verður að þínu mati rekið upp mikið ramakvein í þjóðfélag- inu þegar fjárlög ársins 1984 liggja fyrir? Eg reikna ekki með að menn hrópi neitt húrra yfir þeim fjár- veitingum sem við erum að ákveða til einstakra framkvæmdaliða. Málið er einfaldlega, að það er ekki svigrúm til þess að gera bet- ur. Menn verða að átta sig á því að til þess að koma saman fjárlögum og lánsfjárlögum höfum við aðeins þrjár fjáröflunarleiðir. í fyrsta lagi skatta, í öðru lagi innlend lán og í þriðja lagi erlend lán. Ef við viljum ekki auka skattana og mið- um við það innlenda fé sem ríkið getur tekið til sinna þarfa endum við alltaf á því, ef við förum út fyrir þann ramma, að taka þarf erlend lán. Þetta er glíman sem við stöndum í. Við verðum að ná saman endum í fjárlögum og lánsfjárlögum án þess að leggja á meiri skatta, án þess að taka óhóflega mikil innlend lán og án þess að fara yfir strikið í erlend- um lánum. — Verða þetta kreppufjárlög? Það stefnir í það að þetta verði þriðja árið í röð sem þjóðartekjur dragast mikið saman. Aflahorfur eru enn verri en við gerðum okkur vonir um í haust. Þorskafli verður næstum því kannski helmingi minni en hann var á árinu 1981 þannig að það má auðvitað segja að þetta séu fjárlög afgreidd við erfiðar aðstæður, hvort sem við eigum að kalla þau kreppufjárlög eða eitthvað annað. Én ljósu punktarnir í tilverunni eru þó hversu verðbólgan hefur náðst ört niður og hvað tekist hefur á stutt- um tíma að draga úr viðskipta- halla og erlendri skuldasöfnun. Þess vegna má segja að það sé þrátt fyrir allt hægt að búast við því að með þeirri stefnu sem felst í fjárlögunum og lánsfjárlögunum sé hægt að fylgja eftir þessum bata og árangri á næsta ári. Ef verðbólgan hefði hins vegar ætt áfram og viðskiptahallinn orðið eins geigvænlegur eins og á horfð- ist þá byði ég yfirleitt ekki í að standa í því að reyna að stjórna íslenskum þjóðarbúskap. Tel ekki ástæðu til að óttast verulegt atvinnuleysi — Er hætta á að atvinnuleys- isvofan verði fylgifiskur þessara fjárlaga? Það sem maður hefur áhyggjur af i sambandi við atvinnumálin eru aflahorfur og það hefur líka orðið allmikill slakki i ýmsum greinum iðnaðar, fyrst og fremst byggingariðnaðar og skipasmíða- iðnaðar. Allt tengist það meira og minna þvi að það er minni afli en áður. Á þessum sviðum er ástæða til að hafa mikla gát, en að öðru ieyti held ég að það sé ekki ástæða til að óttast verulegt atvinnuleysi. Niðurskurðurinn eins og hann er hugsaður á ekki að bitna á at- vinnustiginu að minnsta kosti ekki teljandi. Auðvitað þýða þrengri fjárveitingar til fram- kvæmda að það verður minni at- vinna miðað við hvað annars hefði orðið, en ég tel ekki ástæðu til að ætla að það aðhald sem í þessu er verði til þess að atvinnuleysi hljótist af. Varðandi opinbera starfsmenn má til dæmis nefna að í heilbrigðiskerfinu er frekar að búast við að starfsfólki i heild fjölgi, einfaldlega vegna þess að á ýmsum sviðum heilbrigðisþjón- ustunnar er verið að bæta þjón- ustuna og auka hana, t.d. er verið að auka rými til þess að hjúkra öldruðum. F.P. Á norrænu umferðarári: Spurningakeppni skólabarna ÞESSA dagana fer fram í skólum um allt land spurningakeppni 6—12 ára barna um umferðarmál, sera kallast „í jólaumferðinni'*. Ætla má að þetta verði síðasta verkefnið á Norrænu umferðaröryggisári sem börnin fá við að glíma, og er um að ræða 10 spurningar um hin ýmsu atriði umferðarinnar. Tilgangur keppninnar er sem fyrr að vekja athygli barna og fjölskyldna þeirra á umferðarregl- um og mikilvægi þess að hafa þær í heiðri í hvívetna. Ætlast er til að börnin glími sem mest sjálf við spurngingarnar, en foreldrar fari yfir þær með börnum sínum. Með þvi móti má ætla að málin verði rædd fram og aftur, og allir verði hæfari þátttakendur í umferðinni á eftir. Félög, stofnanir og fyrirtæki gefa yfirleitt þau verðlaun sem í boði eru, en venjan er að draga úr réttum lausnum. Þeir heppnu mega svo eiga von á að einkenn- isklæddur lögreglumaður heim- sæki þá rétt fyrir jólin. í Reykja- vík fá 175 börn bókaverðlaun, og mun lögreglan heimsækja þau á aðfangadag. Umferðarráð hvetur skólastjóra um allt land eindregið til þess að nálgast getraunaseðlana á póst- húsi sínu, þannig að ekkert barn verði afskipt i þessum efnum. Á sama hátt eru kennarar og foreldrar vinsamlegast beðnir um að sjá af nokkrum mfnútum í þessu skyni, þrátt fyrir marghátt- aðar annir fyrir jólin. (Fréttatilkynning) ítölsk hnífapörúr eðalstáli ítölsk hönnun og handverk. Hver hlutur er úr handslípuðu stáli, og hnífarnir eru þar að auki með sérhert stál og sög í hnífsblaðinu. ALESSI DRY fást hvort heldur er í lausu eða í settum. ítölsk gjafavara — þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.