Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 65 Katrín Fjeldsted læknir og formaður Heilbrigðisráðs 1. Hér á landi fara krabba- meinslækningar að stórum hluta fram á Landspítalanum þótt skurðaðgerðir, ýmsar rannsóknir auk lyfjameðferð- ar gegn illkynja sjúkdómum eigi sér einnig stað á öðrum sjúkrahúsum. Krabbameinssjúklingar njóta þó góðs af heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa að auki. Má þar nefna heimahjúkrun sem dæmi. Þá hafa heimilislækn- ar oftast mikið af sínum krabbameinssjúklingum að segja. Ég treysti mer ekki til að segja hver sé brýnasta fram- kvæmd á sviði krabbameins- lækninga nú eða á hverju ofangreindra sviða megi gera átak sem komi sem flestum krabbameinssjúklingum að sem mestu gagni. Hvað tækjabúnað varðar leggja sér- fræðingar í krabbameins- og geislalækningum mikla áherslu á línuhraðal (linear accelerator) og treysti ég þeirra umsögn. Þótt tækið sjálft kosti ekki nema 20—30 milljónir og tækniþekking og sérmenntað starfsfólk sé þeg- ar fyrir hendi, skortir þó hús- næði og þar stendur hnífurinn í kúnni. Bygging húss fyrir línuhraðal tengist svokallaðri K-byggingu Landspítalans sem getur í heild kostað 500 milljónir króna. 2. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun K-álmu og nýtingu hennar. Þar er fyrirhuguð framtíðarstaða fyrir skurð- stofur spítalans, rannsóknar- stofur, krabbameins- og geislalækningar. Þessi starf- semi Ríkisspítalanna býr við þröngan og óhagkvæman húsakost og að stórum hluta úreltan tækjabúnað. Kostnað- ur við byggingu K-álmu var áætlaður 250 milljónir króna í árslok 1981 og mun nú láta nærri að byggingin fullbúin með tækjum kosti um 500 milljónir króna. Til þess að byrja á verkinu þarf um 14—15 milljónir á næsta ári en líklega 50—60 milljónir króna árlega næstu árin. Samkvæmt nýjustu hug- myndum er betra að reisa húsið á tiltöiulega skömmum tíma þótt það yrði ekki tekið í notkun nema smám saman en krabbameinslækningar gætu hafist þar eftir 3—4 ár. 3. Kröfur til krabbameinslækn- inga hér á landi hljóta að vera háar þótt við búum við fá- menni og fjarri öðrum þjóð- um. íslendingar gera kröfu um bestu fáanlegu þekkinguí heil- brigðismálum og ljóst er að slík þekking og að geta beitt henni kostar peninga þótt hægt sé að senda sjúklinga utan til lækninga, t.d. með línuhraðli eða í hjartaskurð- aðgerðir, en það kostar það líka sitt. Það gæti líka þýtt að kostnaðarins vegna eða sjúkl- ingsins vegna veigruðu menn sér við að senda veikt fólk milli landa, sem gæti leitt til þess að sjúklingar fengju ekki bestu meðferð sem völ er á. Þetta held ég að sé kjarni málsins með línuhraðalinn. Mér er sagt að helmingur eða jafnvel % þeirra sjúklinga sem nú eru meðhöndlaðir með cobalt-geislum fengju betri lækningu, áhrifameiri, mark- vissari og með færri auka- verkunum ef hér væri línu- hraðall. 4. Línuhraðall er sérhæft tæki sem þarf sérhannað húsnæði og sérfræðiþekkingu. Hann er notaður við meðferð á sömu sjúkdómum og cobalt-tæki en hefur háenergískari geislun, er nákvæmari, markvissari og hefur að auki minni áhrif á svæði sem ekki eiga að fá geislun. Línuhraðallinn drep- ur fleiri krabbameinsfrumur en hefur færri aukaverkanir. 5. Láta mun nærri að upp undir % allra þeirra sem nú eru meðhöndlaðir með cobalt- geislum fengju betri aðferð með línuhraðli. Ég hef sem formaður Heil- brigðisráðs Reykjavíkur ekkert með þetta mál að gera þar sem heilbrigðisráð fer með stjórn heilbrigðismála utan sjúkrahúsa. Hins vegar vil ég vekja athygli á mikilvægi þess að verkefnum í heilbrigðismálum innan og utan sjúkrahúsa sé raðað í forgangs- röð og eftir henni farið. Fjár- veitingar til heilbrigðismála virðast oft hafa verið tilviljana- kenndar, hreppapólitík og sér- hagsmunir haft mikil áhrif. Á þetta ekki síst við um byggingu heilsugæslustöðva úti á lands- byggðinni sem margar hverjar eru allt of stórar miðað við íbúa- fjöldann. Ljóst er þó að í mála- flokki eins og heilbrigðismálum þarf fé til að standa undir kostn- aði við hjúkrun, heilsuvernd, heilsugæslu, fræðslu, tækjakaup og byggingar. Tækniþekkingu fleygir fram og við höfum gert kröfu um fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Þetta er meira að segja í upphafsgrein laga um heilbrigðisþjónustu. Þar sem fjármunir eru af skornum skammti og þjóðar- framleiðsla hefur dregist saman verður með öllum ráðum að draga saman seglin í ríkisgeir- anum. Ég held þó að þróun lækn- inga megi ekki setja skorður þótt án efa megi spara víða í heil- brigðiskerfinu eins og annars staðar. Þórarinn Sveinsson sérfræðingur í geislalækningum á geisladeild Land- spítalans Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á krabba- meinsmeðferð með tilkomu nýrra geislalækningatækja og lyfja. Á geisladeild Landspítal- ans hefur geislameðferð krabba- meinssjúklinga verið sinnt, fyrst með röntgentækjum og Radium en frá árinu 1970 hefur Cobalt- tæki deildarinnar verið aðal- geislameðferðartæki lands- manna. Frá árslokum 1977 hefur byggst upp göngudeildarþjón- usta fyrir krabbameinssjúklinga á geisladeild Landspítalans og er þar sinnt jöfnum höndum geisla- og lyfjameðferð svo og reglu- bundnu eftirliti í framhaldi meðferðar. Eru sjúklingakomur á deildina nú um 15.000 árlega. Bráðabirgðahúsnæði fékkst í kvennadeild Landspítalans í janúarmánuði 1981 fyrir göngu- deildarþjónustu að hluta til svo og undirbúning geislameðferðar. Húsnæði þetta var lánað til 3ja ára til þess að leysa úr brýnustu vandamálum deildarinnar, eða þar til framtíðarlausn væri fengin á húsnæðismálunum með nýbyggingu á Landspítalalóð, svonefndri K-byggingu. í ársbyrjun 1978 var farið fram á að keypt yrði til landsins nýtt geislameðferðartæki, svo- nefndur línuhraðall, til þess að unnt væri að bæta geislameðferð krabbameinssjúklinga. í framhaldi þessa var leitað til breska ráðgjafarfyrirtækisins Lewelin Davis Weeks, en full- trúar þess höfðu á árunum 1970 til 1971 gert þróunaráætlun yfir byggingarframkvæmdir á Land- spítalalóð. Skilaði fyrirtækið áliti sínu á árinu 1979 sem unnið hafði verið í samvinnu við yfir- stjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, húsameistara ríkisins og læknaráð Landspítal- ans. Niðurstaðan var sú að lagt var til að reist yrði byggingar- samstæða á norðvesturhluta Landspítalalóðar. Var henni ætl- að að hýsa geisladeild (krabba- meinslækningadeild) Landspít- alans og þar með línuhraðal og að auki að leysa úr húsnæðis- vanda þeirra deilda sjúkrahúss- ins sem verst eru settar. Má þar meðal annars nefnda meinaefna- og blóðmeinafræðideild, ísótópa- stofu, skurðstofur og gjörgæslu- deild auk daggæsludeildar og næturmóttöku. Jafnframt var ætlað að húsnæði það sem losn- aði við flutning þessara deilda yrði nýtt af öðrum stoðdeildum sjúkrahússins, t.d. röntgendeild sem skortir mjög viðunandi hús- næði. Á þennan hátt átti að tryggja gæði sérhæfðrar læknisþjónustu á Landspítalanum þar eð ljóst var að húsnæðisskortur og að- stöðuleysi stefndu sérhæfðri þjónustu sjúkrahússins í bráðan voða. Ljóst varð einnig að ekki er lengur unnt að leysa vanda einn- ar sérgreinar án þess að jafn- framt sé tekið tillit til þarfa þeirra stoðdeilda sem sérhæfð læknisþjónusta byggir á. í framhaldi þessarar undir- búningsvinnu var veitt á fjárlög- um ársins 1980 100 millj. gam- alla króna til undirbúnings framkvæmda. Síðan hefur fjár- veitinganefnd Alþingis veitt fé árlega til byggingarinnar frá 1 millj. nýkróna til 4 milljóna. í fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er veitt fé til K-byggingarinnar 5. árið í röð. Upphæðin nú er 2,3 millj. króna og ef hún fæst ekki hækk- uð í meðferð þingsins er tryggt að framkvæmdum verði frestað um enn eitt árið til viðbótar. Ef svo verður er ábyrgð fjár- veitingavalds og Alþingis mikil. í framhaldi þess má minna á leiðaraskrif Morgunblaðsins fyrir rúmu ári eða þann 11. nóv. 1982, en í honum segir meðal annars: „Mjög brýn þörf kallar á að koma K-byggingu Landspítalans upp sem allra fyrst, til að koma þýðingarmiklum þáttum í heil- brigðismálum þjóðarinnar í við- unandi horf, hvað starfsaðstöðu og tækjakost varðar. Það er tímabært fyrir póli- tíska yfirstjórn heilbrigðismála í landinu að reka af sér slyðruorð- ið og láta verkin tala í stað van- efndra orða. K-bygging Landspítalans er verkefni sem verður prófsteinn á vilja hennar við afgreiðslu fjár- laga fyrir komandi ár.“ Svo mörg voru þau orð. Hvað varðar spurningar Morgunblaðsins nú um þarfir krabbameinslækninga á Islandi, skal þeim svarað á eftirfarandi hátt: I. Brýnasta framkvæmdin er sem áður að taka línuhraðal í notkun hérlendis til geisla- meðferðar eins fljótt og unnt er. Jafnframt er brýn nauðsyn á því að legudeild fáist fyrir krabbameinssjúklinga. Þá er og nauðsynlegt að bæta úr húsnæðisþrengslum annarra sérgreina til þess að tryggja gæði þessarar sérhæfðu þjón- ustu. II. Áætlaður byggingarkostnað- ur K-álmu er 261 milljón króna en búnaður og tæki eru áætluð kosta 203 milljónir. Til samanburðar má t.d. benda á kostnað við byggingu skuttog- ara. Tæknilega er unnt að byggja K-álmu í áföngum. Við það yrði heildarkostnaður byggingarinnar nokkru hærri, en hins vegar yrði þá unnt að taka hluta hennar í notkun fyrr en áætlað hefur verið. Kostnaður mundi þá ráðast af stærð áfanga og byggingar- hraða. III. Hvað varðar aðstöðu og tækjabúnað til krabbameins- lækninga hérlendis, þá eru kröfurnar einfaldlega þær að gæði þjónustunnar standist samanburð við meðferð þá sem veitt er á Norðurlöndum. IV. -V. Línuhraðall gefur mögu- leika til nákvæmari geisla- meðferðar, einkum ef um er að ræða djúpstæð æxli í lík- amanum. Jafnframt verður geislaskammtur í aðliggjandi heilbrigð líffæri lægri og aukaverkanir meðferðar því oft minni. Á síðasta ári fengu tæplega 290 sjúklingar geislameðferð á Cobalt-tæki Landspítalans. Áætla má að sú tala fari heldur hækkandi á komandi árúm og u.þ.b. helmingur þeirra sjúkl- inga myndi hafa gagn af línu- hraðalgeislun. Áætlaður meðalkostnaður við geislameðferð erlendis á næsta ári er a.m.k. 5—600 þús. krónur á sjúkling. Sést á þessari tölu að unnt er að spara þjóðarbúinu verulegar fjárhæðir, verði bygg- ingarframkvæmdum hér hraðað. Er því skorað á Alþingi og hæstvirta ríkisstjórn að styðja óskir hæstvirts heilbrigðisráð- herra og auka fjárveitingu til K-byggingar Landspítalans við 2. eða 3. umræðu um fjárlög, þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir af fullum krafti á komandi ári. Kjartan Magnús- son læknir á geisladeild Land- spítalans 1. Erfitt er að svara þessari spurningu í stuttu máli. Aðstaða krabbameinslækningadeildar Landspítalans er bágborin og úr- bóta þörf á mörgum sviðum. Deildin er landfræðilega séð tvískipt. Cobolt-tækið, þar sem geislameðferðin er gefin, er stað- sett í kjallara gamla spítalans, en göngudeildin, þar sem reglu- bundið eftirlit og lyfjagjöf fer fram er staðsett í húsi kven- sjúkdómadeildar og er þar um að ræða bráðabirgðahúsnæði. Fullkominn tölvubúnaður í tengslum við tölvusneiðmynda- tæki spítalans hefur aukið ná- kvæmni við undirbúning geisla- meðferðar m.t.t. ákvörðunar á geislareitum. Engin keðja er þó sterkari en veikasti hlekkur hennar. Cobolt-tækið, sem deild- in hefur til umráða í dag upp- fyllir ekki þær kröfur, sem gera verður til nútímageislameðferð- ar. Af þessum sökum hefur verið nauðsynlegt að senda sjúklinga til útlanda til meðferðar og gera má ráð fyrir að slíkt verði gert í vaxandi mæli, ef ekki fæst til landsins nýtt geislameðferðar- tæki, svonefndur línuhraðall. Hins vegar rúmar húsnæði geisladeildar nú engan veginn slíkt tæki og kallar þetta á sér- hannað húsnæði, sem rúma myndi geislatæki og væri i nán- um landfræðilegum tengslum við göngudeildarþjónustuna. Annað mál sem ég tel brýnt að leysa er að komið verði á legu- deildaraðstöðu. Sjúklingar deild- arinnar eru dreifðir um allan spítalann og öll sjúkrahúsin í Reykjavík, sem er allsendis ófullnægjandi þegar haft er í huga hversu sérhæfð meðferð og hjúkrun er. Krabbameinslækn- ingadeild án legudeildar er sér- fyrirbrigði. 2. Frá því í haust hefur verið rætt um að byggja upp u.þ.b. % hluta hússins, þar sem byrjað yrði á svonefndum lagnagangi, sem þjóna skyldi byggingunni svo og öðrum byggingum á Landspítalalóð. Gangur þessi mun liggja undir austasta hluta álmunnar, en til greina kæmi að bíða með lagnagang og byggja þann hluta byggingar sem er vestan lagnagangs og yrði að gólffleti u.þ.b. % hluti hússins fullbyggðs. Ætla má að heildar- kostnaður við gerð hússins hækki eitthvað við að byggjá í áföngum, kostnaður vegna lagnagangs fellur þó brott að sinni verði vestasti hlutinn byggður nú. Verði þessi leið val- in getur það þýtt að húsnæði krabbameinsdeildar, sem hýsa mun geislatæki kæmist fyrr í gagnið. 3. Islendingar hafa alltaf verið kröfuharðir og borið sig saman við stærri og ríkari þjóðir. Hefur þetta ekki síst átt við heilbrigð- iskerfið. íslenskir læknar sækja sérfræðimenntun sína til margra landa, þannig að breidd þekkingar hér er oft meiri en gengur og gerist í öðrum lönd- um. Finnst mér eðlilegt að gerð- ar séu sömu kröfur hér til krabbameinslækninga og erlend- is. Ef aðstaða hér á landi er ekki jafngóð eiga sjúkl. rétt á ferð til útlanda til lækninga. Hins vegar bera að hafa í huga að sjúklingar sem nýlega hafa fengið greint krabbamein eru síst til þess fallnir að vera slitnir upp með rótum frá sínu eðlilega umhverfi og sendir til framandi stofnana erlendis, þar sem málakunnátta getur verið Þrándur í Götu. 4. Línuhraðall getur gefið tvennskonar geislun, það er svo- kallaða gammageislun, sam- bærilega við geislun frá Cobolt- tæki, en margfalt orkumeiri, en einnig svokallaða elektrónugeisl- un, sem er grunngeislun. í báð- um tilfellum gefur tækið mögu- leika á mismunandi orkustill- ingu. Háorku-gammageislun er hentug við djúpliggjandi æxli, svo og við æxli sem liggja nálægt viðkvæmum, heilbrigðum vefj- um með takmarkað geislaþol. Þessi tegund geislunar hlífir húð SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.