Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 59 Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál: Endurheimta þarf í áföngum það sem tekið hefur verið EFTIRFARANDI ályktun um kjaramál var samþykkt á formannafundi Alþýðusambands íslands, sem haldinn var sl. sunnu- dag. Afnám samningsréttar á liðnu sumri var grimmasta atlaga að verkalýðshreyfingunni og lýð- réttindum í landinu frá lýðveld- isstofnun. Samningsrétturinn hefur, þó með takmörkunum sé, nú verið endurreistur í krafti ein- dregins vilja launafólk. Þessu fagnar formannafundur ASÍ. Hins vegar mótmælir fundurinn lögboði um ógildingu kjarasamn- inga sem gerðir voru til lengri tíma. Kjör verkafólks hafa á skömm- um tíma rýrnað um fjórðung. Launþegum hefur með valdboði verið gert að greiða verðbólguna niður. Kaupmáttur rýrnar enn um 1—2% á mánuði meðan verð- lagið eitt hækkar. Lægstu tekjur fyrir fulla dagvinnu, sem eru inn- an við 11 þúsund kr. á mánuði, eru þjóðfélaginu öllu til skamm- ar. II. Um þessar mundir er allt ástand efnahagsmála ótryggara en verið hefur um Iangt skeið. Margt kemur til. Yfir allt skyggir að sá samdráttur þorskafla sem nú er talinn fyrirsjáanlegur hef- ur í för með sér samdrátt í at- vinnu og hættu á atvinnuleysi. Þessi samdráttur mun harkalega bitna á sjómönnum og fiskverk- unarfólki, en hlýtur fyrr eða síð- ar að koma fram í öðrum grein- um. Á miklu veltur, að þessum vanda verði mætt m.a. með auk- inni vöruvöndun í sjávarútvegi, betri nýtingu annarra fiskstofna og átaki á öðrum sviðum atvinnu- lífs. III. Ef tekið er mið af aflahorfum á næsta ári eru líkur á að þjóðar- tekjur á mann verði allt að 15% minni en á árinu 1981. Að óbreyttum kjarasamningum verða samningsbundin launakjör hins vegar nær 30% lakari á 1. ársfjórðungi 1984, en þau voru á árinu 1981. Á þetta bætist að ráðamenn ríkis- og sveitarfélaga stefna að þvi að auka verulega skattbyrði á næsta ári. IV. Markmið verkalýðshreyfingar- innar eru skýr. Hún vill endur- heimta það sem af henni hefur verið tekið. Verkafólki er ljóst að þau vandamál, sem að þjóðinni steðja, eru þess eðlis, að leiðina að þessu markmiði verður að stíga í skrefum. Formannafundur ASÍ leggur áherslu á, að það svigrúm sem til staðar er til kjarabóta verði fyrst og fremst að nýta til þess að bæta hag þeirra tekjulægstu. Öllum er ljóst að ekki verður lifað af 11 þúsund króna launum á mánuði. Tekjulægsta fólkið nýtur ekki yfirborgana, það fær ekki vaxtasummur úr bönkum og skattakerfið er ekki notað til þess að bæta hag þess að neinu marki. í ljósi þessara staðreynda lýsir það fáheyrðu dómgreindar- og sinnuleysi, að ríkisstjórn og at- vinnurekendur skella nú skolla- eyrum við kröfu miðstjórnar ASÍ um hækkun lágmarkstekna. Út yfir allan þjófabálk tekur, að VSÍ krefst nú afnáms ýmissa félags- legra réttinda, sem harðast kæmi niður á þeim tekjulægstu. Undir- tektirnar við kröfu ASÍ um bráðabirgðasamkomulag lýsa betur en mörg orð hver hugur fylgir máli þegar ráðamenn ríkis og atvinnurekstrar tala af fag- urgala um að bæta hag þeirra sem verst eru settir. V. Formannafundur ASÍ sam- þykkir að fela miðstjórn sam- bandsins að halda áfram þeim viðræðum sem hafnar eru við samtök atvinnurekenda og ríkis- stjórn um gerð bráðabirgðasam- komulags eða kjarasamnings til lengri tíma. Markmið viðræðna um bráðabirgðasamkomulag er af hálfu verkalýðssamtakanna tafarlaus hækkun lágmarks- tekna. Formannafundur ASÍ beinir því til aðildarfélaganna, að sam- hliða viðræðum á vettvangi heild- arsamtakanna, leiti þau hvert fyrir sig þeirra leiða sem henta þykja til þess að knýja á um úr- lausn. Jafnframt felur fundurinn miðstjórn að kalla formenn landssambanda og aðildarfélaga til samráðs, meðan á viðræðum stendur, eftir því sem tímabært er hverju sinni. matar-og kaftfístell Gullfalleg Rosenthal vara, — matarstell ídrapplitu, rauðu eða gulu. SCANDIC stellið sameinar gæðaframleiðslu, fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stellið er kjörið fyrir þá, sem kunna að meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerð vara frá Rosenthal. CORDA, nýtt matar- og kaffistell. Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel að sam- eina léttleika og dæmigert skandinavískt útlit. Nýjungar, svo sem lengri börð á diskum og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á notagildk CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar í örbylgjuofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell. HERTA BENGTSON hefur einnig hannað dúka, diskamottur, servíettur og servíettuhringi í stíl við CORDA. ARCTA ER AÐDAUNARVERT ARCTA matar- og kaffistellið vekur óskipta athygli og aðdáun hvar sem það sést; — fyrir fal- legar línur, frábæra hönnun og skemmtilega áferð. ARCTA fæst aðeins hjá okkur. Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holidayer sérlega létt og meðfærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald Leikandi létt og hrifandi, þannig er Holiday alveg eins og sumar- fríið á að vera. Svo við minnumst á veðrið, — nei verðið, þá er það sérlega hag- stætt. Komið og skoðið Holiday. studio-linie Á.EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 SÍMI 18400 [mícroma V SWiLS QUART/-' er framtíðarúrið þitt § | - því getur þú treyst. | Þetta er aðeins hluti | af úrvalinu. VISA EUROCARD FRANC 11 MICHELSEN I URSMIOAMEISTARI LAUGAVEGI 39 SIMI 28355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.