Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Dollaraverð hækkaði um 0,92% í sl. viku Aðrir gjaldmiðlar lækkuðu í verði DOLLARAVERÐ hækkaði um 0,92% í síðustu viku, en í upphafi viku var sölugengi Bandaríkjadoll- ars skráð 28,320 krónur, en sl. fostu- dags hins vegar 28,580 krónur. Frá áramótum hefur dollaraverð hækk- að um 71,65%, en í ársbyrjun var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið lækkaði um 0,6% í verði í liðinni viku, en í vikubyrj- un var sölugengi pundsins skráð 41,326 krónur, en sl. föstudag hins vegar 41,077 krónur. Frá áramót- um hefur brezka pundið hækkað um 53,10% í verði, en sölugengi þess var skráð 26,831 króna í árs- byrjun. DANSKA KRÓNAN Danska krónan lækkaði um 0,84% í verði í liðinni viku, en í vikubyrjun var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,8968 krónur, en sl. föstudag var sölugengi hennar skráð 2,8724 krónur. Frá áramót- um hefur danska króna hækkað um 44,7% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. V-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið lækkaði um 0,36% í liðinni viku, en í viku- byrjun var sölugengi marksins skráð 10,4589 krónur, en sl. föstu- dag var það skráð 10,4211 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið hækkað um 48,79% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. GENGISÞRÓUNIN VIKURNAR 28 NÓV.-2 0ES 0G 5.-9 OESEMBER 1983 Spá 0,9% aukningu þjóðarframleiðslu EFTA-ríkjanna: Þjóðarframleiðsla dregst saman um 5,9% á íslandi Þjóóarframleiðsla í löndum Frí- verzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, mun aukast um nær 0,9% á þessu ári, samkvæmt upplýsingum samtak- anna, en síðan er gert ráð fyrir, að aukning þjóðarframleiðslunnar verði í námunda við 1,6% á næsta ári. Aukning þjóðarfraraleiðslu ríkj- anna var um 0,3% á síðasta ári. Sérfræðingar EFTA gera ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla muni aukast í öllum aðildarríkjunum, nema á íslandi og í Sviss á yfir- standandi ári. Gert er ráð fyrir 5,9% samdrætti hér á landi, en um 1,9% samdrætti í Sviss. Hins veg- ar er gert ráð fyrir 1,0% aukningu í Austurríki, 2,5% aukningu í Finnlandi, 2,5% aukningu í Finn- landi og 1,8% aukningu í Portúgal. A næsta ári er gert ráð fyrir 0,5% samdrætti þjóðarframleiðslu á íslandi, um 1,0% samdrætti í Portúgal, 0,5% aukningu í Austur- ríki, 3,9% aukningu í Finnlandi, 3,3% aukningu í Svíþjóð og 0,9% aukningu í Sviss. Hins vegar er gert ráð fyrir að þjóðarfram- leiðsla muni standa í stað í Noregi. Á síðasta ári jókst þjóðarfram- leiðsla í Austurríki um 1,1%, um 2,5% aukning varð í Finnlandi, um 2,0% samdráttur á Islandi, um 0,6% samdráttur í Noregi, um 3,3% aukningn í Portúgal, um 0,1% samdráttur í Svíþjóð og um 1,2% samdráttur í Sviss. Þá kemur fram í upplýsingum EFTA, að þjóðarframleiðsla Efna- hagsbandalagslandanna jókst að meðaltali um 0,3% á liðnu ári og mun væntanlega aukast um svipað hlutfall á þessu ári. Hins vegar er gert ráð fyrir um 1,5% aukningu á næsta ári. Ef litið er á ríki OECD kemur í ljós, að þjóðarframleiðsla dróst þar saman að meðaltali um 0,2% á síðasta ári. Hins vegar er gert ráð fyrir um 2,0% aukningu á þessu ári og um 3,3% aukningu á því næsta. UlfÍCIflDTI líltldlmli 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAtíSMÁL - ATHAFNALÍF — UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL — Heildarútflutningur jókst um 10% janúar—október: Idnaðarvöruútflutn- ingurinn jókst um 55% Heildarútflutningur lands- manna jókst um 10%, í magni talið fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 488.685,6 tonn, borið saman við 443.597,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ingin milli ára er um 132%, eða 14.680,1 milljón króna borið sam- an við 6.320,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Til skýringar er rétt að hafa í huga, að meðalgengi dollarans hefur á umræddu tíma- bili hækkað um liðlega 108,6%, eða úr 11,68 krónum í 24,37 krón- ur. SJÁ V ARAFURÐIR Útflutningur á sjávarafurðum dróst saman um 8% í magni talið á umræddu tíu mánaða tímabili, þegar út voru flutt 271.826,9 tonn, borið saman við 294.322,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 114%, eða 10.131,7 milljónir króna í ár, borið saman við 4.732,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. LANDBÚNAÐARAFURÐIR Útflutningur á landbúnaðar- vörum dróst saman um 5% fyrstu tíu mánuði ársins, f magni talið, þegar út voru flutt 4.331,0 tonn Útflutningur á áli og álmelmi jókst um 79% borið saman við 4.563,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er aðeins 74%, eða 136,9 milljónir króna í ár, borið saman við 78,5 milljónir á sama tíma í fyrra. IÐNAÐARVÖRUR Útflutningur iðnaðarvara jókst á umræddu tímabili um 55% í magni talið, þegar út voru flutt 203.358,1 tonn, borið saman við 131.262,0 tonn á sama tíma i fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 191%, eða 4.273,6 millj- ónir króna, borið saman við 1.465,0 milljónir króna á sama tíma í fyrra. ÁL OG ÁLMELMI Útflutningur áls og álmelmis jókst á fyrstu tíu mánuðum árs- ins um 79%, í magni talið, þegar út voru flutt 87.870,1 tonn, borið saman við 49.022,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 297%, eða 2.537,2 milljónir króna, borið saman við 639,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. KÍSIUÁRN Kísiljárnsútflutningur jókst um 14% í magni talið fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 39.256,0 tonn, borið saman við 34.458,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 138%, eða 467,5 milljónir króna á móti 196,2 milljónum króna á sama tíma í fyrra. ULLARVARA Útflutningur ullarvara dróst saman um 6% í magni talið fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 1.139,7 tonn, borið saman við 1.217,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er aðeins 86%, eða 583,5 milljónir króna, borið saman við 313,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. SKINNAVARA Útflutningur á skinnavörum dróst saman um 38% á fyrstu tíu mánuðum ársins, í magni talið, þegar út voru flutt 263,6 tonn, borið saman við 425,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er aðeins 32%, eða 111,2 milljónir króna, borið saman við 84,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. VÖRUR TIL SJÁ V ARÚTVEGS Útflutningur á vörum til sjáv- arútvegs jókst um 14% á um- ræddu tíu mánaða tímabili, í magni talið, þegar út voru flutt 1.499,2 tonn, borið saman við 1.317,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 115%, eða 78,0 milljónir króna, borið saman við 36,2 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. NIÐURLAGÐAR SJÁVARAFURÐIR Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst um 9%, í magni talið, fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt 2.085,7 tonn, borið saman við 1.911,4 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 142%, eða 275,0 milljónir króna, borið saman við 113,8 milljónir króna á sama tíma í fyrra. KÍSILGÚR Kísilgúrútflutningur dróst saman um 4% í magni talið fyrstu tíu mánuði ársins, þegar út voru flutt samtals 19.438,0 tonn, borið saman við 20.198,2 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er um 100%, eða 105,9 milljónir króna, borið saman við 52,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.