Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 og innri geislameðferðar. Ytri geislameðferð var fyrst gefin hér á landi með röntgentækjum en miklar endurbætur urðu á, þegar Landspítalanum var gefið Cob- olt-tæki árið 1970. Þetta tæki, sem gengt hefur mjög mikilvægu hlutverki í meðferð margra krabbameinssjúklinga hér á landi, hefur nú í flestum löndum verið leyst af hólmi með nýrri tegund geislatækja, m.a. svoköll- uðum línuhröðlum. Slík tæki hafa þá kosti fram yfir Cobolt- tækið að foton-geislun þeirra gefur betri og jafnari djúpgeisl- un og þessi geislun er þá um leið minna ertandi fyrir húðina. Með línuhraðli er jafnframt hægt að gefa nákvæmari geislun í grennd við viðkvæm líffæri, svo sem miðtaugakerfi, þar sem geislun hraðals hefur minni geislaáhrif fyrir utan markað geislasvæði en geislun Cobolt-tækis. Að lok- um má með línuhraðli fá út aðra tegund geislunar, svonefnda el- ektron-geislun, sem gefur litla djúpgeislun og má nota á æxli í húð án þess að valda skaða á undirliggjandi líffærum. Þar sem engin aðstaða er í dag á geisladeild fyrir slíkt tæki er nauðsynlegt að koma því fyrir í húsnæði, sem til þess er sér- staklega hannað með tilliti til geislavarna. Nauðsynlegt er að slíkt tæki sé í nánum tengslum við geislaplönunardeild (simul- ator) og staðsett í námunda við legudeildir og göngudeild geisla- deildar. K-byggingin myndi vissulega leysa þennan vanda en aðrar lausnir kæmu hér einnig til greina. Endurbóta er jafnframt þörf á framkvæmd innri geislunar sjúklinga með illkynja kvensjúk- dóma. Ný tæki (after-loading- tæki) hafa komið fram á seinni árum, sem í mörgum löndum hefur leyst af hóimi radium- hylki þau sem notuð eru hér á landi. Aðalkostir slíkra tækja eru tengdir geislavörnum en jafnframt eru þau talin gefa kost á jafnari geislun í sjúklingi. Slíkt tæki kostar í dag tvær til þrjár millj. króna og mætti koma því fyrir á kvennadeild Landspítalans ef fjármagn feng- ist til kaupa á því. K-byggingu Landspítalans er ætlað að leysa viss vandamál í sambandi við meðferð krabba- meinssjúklinga, þ.e.a.s. aðstöðu fyrir geislun, plönun og göngu- deild geisladeildar. Stór hluti K-byggingar er þó ætlaður undir aðra starfsemi svo sem skurð- stofur og rannsóknarstofur. Ef unnt er að byggja þessa bygg- ingu í áföngum, þannig að koma megi fljótlega upp aðstöðu fyrir geisladeild þar, teljum við að hefjast eigi handa strax, að öðr- um kosti skuii leita annarra ráða til að leysa brýnustu vandamál ytri geislameðferðar. Að lokum verður að telja full- komlega eðlilegt að sömu kröfur séu gerðar hér á landi til með- ferðar krabbameinssjúklinga og gert er á meðal annarra þróaðra landa. ísland hefur náð athyglis- verðum árangri í baráttunni við leghálskrabbameinið og hefur m.a. vakið athygli Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar sem hefur farið þess á leit við íslensk heilbrigðisyfirvöld að leitast verði eftir að engin kona deyi úr leghálskrabbameini hér á landi árið 2000. Þessi viðurkenning ætti að verða okkur hvatning til að ná sem lengst í baráttunni gegn krabbameininu. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir og for- maður Krabba- meinsfélags íslands Krabbameinsfélag Islands fagnar þeirri umræðu, sem fram hefur farið til að vekja athygli á hve mikið vandamál ríkir á sviði krabbameinslækninga. Þótt fé- lagið beiti sér einkum að málefn- um eins og fjöldaleit til að stuðla að fyrri greiningu, frumurann- sóknum, krabbameinsskráningu og fræðslu, hafa bættar krabba- meinslækningar verið eitt af áhugamálum þess. Minni ég hér á það að fyrsta verkefni félagsins, sem verulega kvað að, var gjöf á geislalækn- ingatæki til Landspítalans eftir 1950. Næsta stórátak var undir- búningur kaupa á Cobolt-tæki því, sem enn er í notkun á Landspítala en Oddfellow-reglan stóð fjárhagslega að baki þeirrar gjafar. Þriðja atriðið er snertir lækningar eru allmargir styrkir til lækna í krabbameinslækning- um, auk fjölda ferðastyrkja til námsdvalar eða funda erlendis, er fjölluðu um krabbameins- lækningar, auk fjölda funda og námskeiða hér á landi. Krabbameinsfélögin eru félög áhugafólks er vill láta gott af sér leiða til eflingar rannsókna og lækninga á sviði krabbameins. Slík félög hafa takmarkað bol- magn fjárhagslega en vilja þó styrkja eftir mætti alla þá þætti, er stuðlað geta að bættum árangri. Brýnasta verkefni nú á sviði krabbameinslækninga er kaup á línuhraðli og bygging yfir hann. Cobolt-tækið fyrrnefnda hefur komið að stórkostlegum notum frá því það komst í gagnið en slík tæki ganga úr sér og er stutt í það, að eigi verði hægt að nota það lengur. Hér er um svo stutt- an tíma að tefla, að ákvarðana- taka um byggingu yfir tækið má ekki dragast. Spurningu um hvort hugsan- legt sé að byggja K-byggingu Landspítalans í áföngum er rétt að hönnuðir þeirrar byggingar sv&ri. Allt sem á að fá athvarf í þeirri byggingu er brýnt og því erfitt að sjá hvað dragast má lengur en annað. Um einstaka kostnaðarliði er mér ekki kunn- ugt. Kröfur í sambandi við krabba- meinslækningar hér á landi eru þær, að við á hverjum tíma veit- um þá bestu þjónustu sem völ er á. Geysilegar framfarir hafa orðið á síðari árum á sviði krabbameinslækninga. Við höf- um sérfræðinga með kunnáttu á heimsmælikvarða, með menntun frá þekktustu stofnunum ná- grannalandanna austanhafs og vestan. Þekking í eðlisfræði og meðferð hávolta-geislatækni er einnig fyrir hendi hjá sérfræð- ingum hér á Landspítalanum. Að allra dómi er til þekkja er skortur á fyrrnefndu tæki það sem helst stendur 1. flokks lækn- ingamöguleikum fyrir þrifum. Kostir línuhraðals eru margir og vísa ég til svara annarra þar að lútandi. Sama gildir um spurn- inguna um hve margir sjúkl- ingar hafi gagn af tækinu. Minna má á að lokum, að nú greinast um 600 ný tilfelli af krabbameini á ári í landinu, sem undirstrikar enn hve risavaxið vandamál er hér á ferðinni. Sigurður Árnason sérfræðingur í krabbameinslækn- ingum á geisladeild Landspítalans 1. Mikilvægasta hagsmunamál krabbameinssjúklinga og þá um leið brýnasta fram- kvæmdin er sérstök legudeild fyrir sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Slík legudeild er forsenda þjálfunar starfs- fólks, en sérhæft starfsfólk er megin undirstaða nútíma krabbameinslækninga. Aðferðir þær sem við höfum í dag yfir að ráða til krabba- meinslækninga, hafa einn sam- eiginlegan megingalla. Lyfin og geislarnir skynja ekki muninn á heilbrigðum frumum og krabbameinsfrumu. Þetta þýðir í raun að hinir heilbrigðu vefir líkamans verða óhjá- kvæmilega fyrir einhverjum skakkaföllum, um leið og verið er að berja á krabbameininu. „Skakkaföllin" leiða svo til auka- verkana, mismunandi hættu- legra eftir því á hvaða stigi þær eru. Þessar aukaverkanir geta í upphafi verið bæði leyndar og lúmskar og illgreinanlegar öðr- um en þrautþjálfuðu starfsfólki. Snemmgreining er ein meginfor- senda þess að koma í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir, auka- verkanir, sem geta haft í för með sér mikil óþægindi fyrir sjúkl- inga (t.d. verki, langvarandi sjúkrahúsvist) og jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Samhæfing starfskrafta og ákjósanleg nýt- ing sérþekkingar er forsenda þess að unnt sé að minnka hætt- una af aukaverkunum og gera þannig sjúklingunum meðferð- ina bærilegri. En dreifing krabbameins- sjúklinga út um hvippinn og hvappinn kemur kannski mest niður á þeim sjúklingum, sem eru að deyja úr illkynja sjúk- dómi. Þessir sjúklingar eru oft með stöðuga verki og margskon- ar vanlíðan, sem erfitt getur ver- ið að ráða við nema sérstök kunnátta og skilningur komi til. Og síðast en ekki síst þá væri á legudeild krabbameinssjúklinga unnt að safna starfsfólki, sem er sálarlega þess umkomið að fást við jafn kvíðvænlega sjúkdóma og krabbameinin eru. Með þessu tali mínu um legudeild er ég ekki að draga úr mikilvægi K-bygg- ingar, en þar er ætluð aðstaða fyrir línuhraðal. Línuhraðall er tvímælalaust ein megin forsenda nútímageislalækninga, en geislalækningar eru mjög mikil- vægur þáttur í krabbameins- lækningum. 2. Þetta er of flókin spurning til að svara í stuttu máli og með litlum fyrirvara. Hluti krabbameinslækninganna í K-byggingunni er kjallarinn og má vel vera að unnt sé að koma honum í notkun á und- an hinum. Ég treysti mér ekki til að gera kostnaðaráætlun um það. En ég vara fólk við að halda, að K-bygging á Landspít- alalóð sé einhver allsherjar- lausn fyrir krabbameinssjúkl- inga. I henni er t.d. ekki eitt einasta legupláss. 3. Kröfurnar hljóta að vera þær sömu eins og í öðrum lækn- ingum, þ.e.a.s. eins og þær gerast bestar miðað við vís- indi og langvarandi reynslu á hverjum tíma. Samanburður við stórþjóðir er hollur og eðlilegur hvað þetta varðar. 4. í stuttu máli má segja að geisli úr línuhraðli er skarp- ari og jafnari en úr öðrum geislunartækjum, en það veldur svo aukinni nákvæmni í geislameðferð og minni aukaverkunum. 5. Ljóst er að línuhraðall mun minnka mikið álagið á Cob- olt-tækinu, en það koma þarna inn fjöldamargir aðrir þættir, sem ég get ekki gert skil með svona stuttum fyrir- vara né sagt um hversu stór hluti krabbameinssjúklinga hafi gagn af þessu tæki. Snorri Ingimarsson sérfræðingur í krabbameinslækn- ingum við geisla- deild Landspítalans Miklar framfarir hafa átt sér stað á nánast öllum sviðum er varða krabbameinslækningar. Aukinn skilningur á eðli og eig- inleikum krabbameina hefur gefið okkur möguleika á fyrir- byggjandi aðgerðum, leit að sjúk- dómnum þegar hann er enn á frumstigi og jafnframt æ hnitmið- aðri meðferð þar sem margar greinar læknisfræðinnar tengj- ast í samhentu átaki. Varðandi krabbameinsmálefnin hefur viss verkaskipting orðið hér á landi. Krabbameinsfélögin beita sér fyrir eflingu tveggja fyrstnefndu verkefnanna, þ.e. fyrirbyggjandi aðgerða og leitar að krabba- meinum. Heilbrigðisyfirvöld bera ábyrgð á uppbyggingu að- stöðu til læknismeðferðar krabbameinssjúklinga. Með Þjóðarátaki gegn krabbameini gerði íslenzka þjóðin krabba- meinsfélögunum kleift að herða róðurinn innan síns verksviðs. Söfnunarfénu hefur verið varið til uppbyggingar starfsaðstöðu til víðtækari átaka en áður var unnt. Augljóst er að verði hægt að fyrirbyggja sum krabbamein og ná til annarra á byrjunarstigi veldur það minna álagi á sjúkra- stofnanir. Arðurinn er augljós en enn er langt í land. Meðferð krabbameina er sér- hæfð en þessir sjúkdómar hafa um margt sérstöðu. Þessu veldur hvort tveggja að þættir meðferð- arinnar geta verið margir og flóknir en meðferðartíminn oft langur — vikur, mánuðir, ár og jafnvel áratugur. Aukin sér- hæfni í krabbameinsmeðferð hefur valdið þeirri þróun að sér- stakar krabbameinsdeildir eða jafnvel krabbameinssjúkrahús hafa risið erlendis. Þróun hefur fylgt svipuðum farvegi hér á ís- landi. Útfrá geislatækjum rönt- gendeildar Landspítalans hefur vaxið sérhæfing til krabba- meinslækninga. Sem margoft hefur komið fram býr þessi þjónusta við þröngan kost bæði hvað varðar aðstöðu og útbúnað þó miklar úrbætur hafi fengizt síðustu ár. í dag er það tvennt sem eink- um veldur okkur áhyggjum sem að krabbameinslækningum stöndum. Það fyrra er að núver- andi geta til geislalækninga er ófullnægjandi. í rúman áratug hefur Cobalt-geislatæki Land- spítalans verið eini raunhæfi valkosturinn innanlands. Tækið er gott sem slíkt og með vissum úrbótum er hægt að nýta það áfram en það stenzt ekki þær kröfur sem gera verður í geisla- lækningum í dag. Það er augljóst og viðurkennt að þörfin fyrir nýtt og öflugra geislalækninga- tæki er löngu orðin brýn. Við það skapast skilyrði til öflugri geisl- unar á sýkt svæði með skarpari skilum mót aðliggjandi heil- brigðum vefjum. Nútíma geisla- tæki getur því bæði auki lækn- ingalíkurnar eitthvað en jafn- framt minnkað sjúklingnum fylgikvilla meðferðarinnar. Seinna atriðið sem að mínu mati er allt eins brýnt er sérstök legudeild fyrir krabbameins- sjúklinga. Að öllu jöfnu eru 30—50 krabbameinssjúklingar innliggjandi á Landspítalanum einum. Þótt allir séu reiðubúnir til að hjálpa þá er það augljóst að það er umhendis að sjúkl- ingarnir eru dreifðir út um allan spítala auk þess sem sérþjálfun fasts starfsfólks verður ekki við komið. Reynslan erlendis hefur sýnt að umönnun og aðhlynning sjúklinganna batnar þegar krabbameinslækningar eru reknar sem starfræn heild. Á það er margoft bent að það sé ekki æskilegt að sjúklingum með krabbamein sé hópað saman. Slíkt geti verið þeim andleg ofraun. Þetta sjónarmið á rétt á sér að vissu marki. Þetta er þó sjónarmið hins heilbrigða. Þegar við erum orðin veik lítum við ekki á þftta sömu augum. Þá er- um við öruggust á þeim stað þar sem við vitum að sérhæfing til að annast þarfir okkar, líkam- legar og andlegar, er fyrir hendi. Ekkert húsrými er til í landinu sem hefur verið sérhannað til að annast krabbameinslækningar samkvæmt kröfum nútímans. Fyrirhuguð K-bygging á lóð Landspítalans mun vissulega breyta miklu til batnaðar. Þar er gert ráð fyrir göngudeild og að- stöðu til geislalækninga. Legu- deild vantar sem áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.