Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 TltEIIOLT NJÓSNAMÁLU) í NOREGI Káre Willoch forsætisráðherra: Njósnirnar valdið okkur gífiirlegu tjóni Njósnamálið er mjög alvarlegt og hefur valdið þjóðinni tjóni, en ómögulegt er að segja á þessu stigi hversu mikið tjónið er, sagði Káre Willoch forsætisráðherra eftir fund rfkisstjórnarinnar um mál Arne Tre- holt í dag. Willoch sagði að njósnamálið yrði til að samband við Sovétríkin stirðnaði og að Sovétmenn bæru alla ábyrgð á því hvernig komið væri. Hrósaði forsætisráðherrann öryggislögreglunni fyrir frammi- stöðu sína við að afhjúpa Treholt, — afhjúpun sem stöðvað hefur leka sem var verulega hættulegur landi voru, sagði Willoch. Svenn Stray utanríkisráðherra segir Ame Treholt hafa valdið mestu tjóni meðan hann var per- sónulegur ritari og ráðherraritari Jens Evensens hafréttarráðherra. Eftir að stjórn Káre Willoch tók við 1981 hafi Treholt ekki haft að- gang að upplýsingum sem skipt hefðu verulegu máli og valdið tjóni ef þær hefðu fallið öðrum í hendur. — í tíð stjórnar Willochs hefur Henti gam- an að KGB Arne Treholt virðist vera svalur njósnari. Aðeins nokkrum dögum áður en hann var handtekinn spaug- aði hann og gerði að gamni sínu um KGB í viðtali við fréttamann norska blaðsins Verdens Gang. Blaðið hafði sama dag birt við- tal við fyrrverandi útsendara KGB í London, sem hélt því fram, að helmingur starfsmanna norska utanríkisráðuneytisins væri á mála hjá sovésku leyni- þjónustunni. Hafði blaðið sam- band við Treholt í tilefni þessara ummæla, þar sem hann var skrif- stofustjóri ráðuneytisins og jafn- framt talsmaður þess. Er blaðamaðurinn bað Treholt að reyna að geta sér til um hversu margir starfsmanna hans væru í þjónustu KGB hló hann við og þætti síðan við, í spaug- sömum tón, að hann gæti komist að því með einu símtali. Hann hélt síðan áfram í hæðnislegum tón og hvatti blaðið eindregið til þess að láta ekki deigan síga í njósnarauppljóstrunum sínum. Bætti því jafnframt við í lokin, að blaðamenn VG hlytu að vera einu mennirnir, sem gætu séð draug um hábjartan dag. Treholt haft takmarkað olnboga- rými og ekki haft aögang að nein- um upplýsingum eða trúnaðar- málum sem snertu NATO eða varnir landsins, sagði Stray. Anders C. Sjástad varnarráð- herra segir að ekki sé hægt að iíta fram hjá þeim möguleika að njósnir Treholts hafi valdið vörn- um landsins tjóni. Hann sagði að Treholt hefði fengið inngöngu í norska landvarnaskólann 1982 (forsvarets högskole), þar sem synjun um inntöku hefði hugsan- lega getað valdið grunsemdum hjá Treholt og hann uppgötvað að hann væri undir eftirliti. Sjástad segir að Treholt hafi ekki haft aðgang að mörgum leyndarmálum er hann var við nám í landvarnaskólanum. Mest- öll kennslan hafi verið í fyrirlestr- aformi þar sem engum skrifuðum gögnum hafi verið deilt út. Gátu ekki fundið mann í betri stöðu Rússar hafa ekki getað óskað sér mann í betri stöðu sem njósn- ara í Noregi; mann sem hafði mikil áhrif í tíð Jens Evensen hafréttar- ráðherra; mann sem vegna þeirrar gífurlegu virðingar sem hann naut, mótaði þróun norskra utanríkis- mála á áttunda áratugnum, segir Ivan Kristoffersen, aðalritstjóri blaðsins Nordlys. Kristoffersen var ráðherrarit- ari í sjávarútvegsráðuneytinu á þeim tíma sem Norðmenn áttu í samningaviðræðum við Sovét- menn um fiskveiðilögsöguna í Barentshafi, sem lauk með samkomulagi um svokallað gráasvæði. Ame Treholt, hinn framsækni stjórnmálamaður og diplómat, hafði lykilhlutverki að gegna við mótun þeirrar stefnu sem leiddi til útfærslu norsku efna- hagslögsögunnar 1976. Hann þekkti betur en aðrir afstöðu Norðmanna í þessum efnum og mótaði þá stefnu sem tekin var í samningaviðræðum við Rússa um skiptingu lögsögu í Bar- entshafi og í málefnum Sval- barða. Hann vissi um hinar mik- ilvægu auðlindir Barentshafsins, í sjónum og á botninum, sem Rússar og Norðmenn deildu um á sínum tíma og nærri leiddu til vinslita þjóðanna, skrifar Krist- offersen. Treholt áður en hann tók þátt í hinu árlega New York-maraþonhlaupi í fyrra. Iþróttaunnendum til fróðleiks má benda á að hann lauk hlaupinu á 2 klst. og 54 mín. Treholt kom ótrúlega víða við á ferii sínum: Hafði aðgang að skýrsl- um um varnir NATO LÖGREGLAN veit enn sem komið er ekki hversu mikilvæg þau skjöl eru, sem Treholt lét Sovétmönnun- um í té. Stöðugar yfirheyrslur standa nú yfir og margar vikur og jafnvel mánuðir geta liðið áður en þeim verður að fullu lokið. Eins og málin standa nú er fátt, sem lögreglan og forráðamenn utanríkisráðuneytisins geta gert, annað en að kanna hvaða möguleika Treholt hefur haft til að afla sér upplýsinga f nafni stöðu sinnar innan utanrfkisráðuneytisins. Sem ritari Evensens á meðan hann gegndi embætti hafréttar- ráðherra hafi Treholt aðgang að öllum skjölum er lutu að stefnu Norðmanna f hafréttarmálum. Mörg þeirra skjala gegndu örygg- is- og hernaðarlegu mikilvægi. Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins halda alltaf fjöldamarga fundi í höfuðstöðvum sínum f Brussel, þar sem þau bera saman bækur sínar og samræma stefnu sína og afstöðu að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt. Treholt var viðstaddur a.m.k. einn slíkan sam- ráðsfund. Eðliiegt er að ætla, að hann hafi við þetta tækifæri haft aðgang að skýrslum frá fyrri fundum. Hann hefur því ekki að- eins haft aðgang að skjölum og skýrslum er snertu varnir Noregs, heldur alls Atlantshafsbandalags- Treholt var á ferð með Evensen í Moskvu 1977, þar sem viðræður fóru fram um hin svonefndu og umdeildu „gráu svæði" Barents- hafsins. Aðrir þeir, sem áttu sæti í sendinefndinni, höfðu á orði hversu vel Sovétmenn virtust að sér í varnarmálum Norðmanna, og kom það þeim stórlega á óvart. Sovétmenn hafa þó alla tíð mætt vel undirbúnir að samningaborð- inu, þannig að ekki þarf að vera, að upplýsingar frá Treholt hafi breytt verulegu þar um. A þessum tíma var Evensen, og þar með auðvitað Treholt, á kafi við lausn hinna viðkvæmu deilu- mála um skiptingu hafsvæðisins Jens Evensen, fyrrum hafréttarráðherra, um njósnir Treholt: „Það hræðilegasta, sem ég hef nokkru sinni upplifað“ ARNE Treholt var árið 1976 út- nefndur ritari þáverandi hafrétt- armálaráðherra, Jens Evensen. Þótt Treholt hafi aðeins gegnt hlutverki ritara Evensen var það haft í flimtingum, að í raun réttri vaeri hlutverkaskiptingin öfug, þ.e. Evensen væri aðstoðarmaður Tre- holt. Það liggur Ijóst fyrir, að Ev- ensen hlustaði jafnan með athygli á allar ráðleggingar Treholts. Sjálfur hefur Evensen lýst sambandi sínu við Treholt, sem sambandi föður og sonar. „Mér fannst ég oft vera faðir hans,“ hefur Evensen sagt. Á síðasta áratug fylgdi Treholt Evensen á ferðum hans um allan heim, m.a. á fjölþjóðaráðstefnu, þar sem fjallað var um samskiptin við Sovétríkin. Núna hefur Jens Evensen þetta að segja: „Ég hef samúð með þessu spillta háttarlagi Tre- holt.“ Evensen sneri þegar í stað heim úr fimm vikna sumarleyfi í Afríku er hann frétti af hand- töku Treholt og kom til Oslóar í gærkvöldi. Virtist hann mjög sleginn yfir tíðindunum og sagði: „Þetta er það hræðilegasta, sem ég hefi nokkru sinni upplifað." Þó sagðist hann ekki vera bitur í garð Treholt. „Þetta er hvorki stund til beiskju né haturs,„“ sagði hann við fréttamenn við heimkomuna. „Maður hlýtur að finna til samúðar," bætti hann við. Evensen verður til taks fyrir öryggislögregluna ef þörf er tal- in krefja. norður af Noregi. Sér f lagi sner- ust viðræðurnar um skiptingu landgrunnsins í Barentshafi. Það deilumál er reyndar enn óleyst. Er Treholt kom heim úr starfi sínu sem ráðgjafi sendiherra Nor- egs hjá Sameinuðu þjóðunum 1982 settist hann á skólabekk í her- skóla norska varnarmálaráðu- neytisins. Þá þegar var hann grunaður um njósnir, en yfirvöld vildu ekki með nokkru móti að hann kæmist að því að hann væri grunaður. Skömmu fyrir jól var hann svo hækkaður í tign, svona rétt til að gera gera hann alveg grunlausan, og skipaður skrif- stofustjóri og þar með um leið talsmaður utanríkisráðuneytisins. Þar hafði hann eins góða yfirsýn yfir utanríkismál Norðmanna og hugsast gat. Það er þvf til efs, að Sovétmenn gætu hugsanlega hafa valið betri mann Engum Rússa vísað úr landi Enginn diplómatanna 36 eða nokkur annar í hópi um 60 starfs- manna sovézka sendiráðsins í Osló hefur verið lýstur „óæskileg per- sóna“ vegna njósnamálsins og vísað úr landi, samkvæmt upplýsingum Geir Grung, blaðafulltrúa utanríkis- ráðuneytisins. Eigi er búist við að hafist verði handa um brottvikningu fyrr en rannsókn málsins er vel á veg komin og yfirheyrslur yfir Treholt hafa leitt betur í ljós umfang þessa njósnamáls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.