Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 41
líþrðttlrl ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 Fyrsti leikur Magnúsar á Spáni: Magnús skoraði fyrir Santander Ció nónar hl« 9 Sjá nánar bls. 24. • Árni Þór Árnason, Ármanni, stóó sig vel um helgina á móti í Zinal í Sviss. Árni varö í 13. sœti af 118 keppendum í svig- keppninni. Morgunblaóiö/Þórarinn Ragnarsson. Arni Þór 13 af 118 keppendum ÍSLENSKA skíðafólkið, sem hefur stundað æfingar aö undanförnu erlendis, tók þátt í skíöamótum um síöustu helgí og stóö sig meö ágæt- um. Árni Þór Árnason, svig- maður úr Ármanni, náöi góö- um árangri á móti í Zinal í Sviss. Árni varö í 13. sæti af 118 keppendum sem er góö frammistaða. Árni fór braut- ina af öryggi og góðum hraöa, bæöi í fyrri og síöari feröinni. Tími Árna var 1:51,40 mín. en sigurvegarinn, Anderegg frá Sviss, fékk tímann 1:47,45 mín. ísfiröingurinn Guömundur Jó- hannsson varö í 24. sæti í sömu keppni, fékk tímann 1:56,46 mín. og Daníel Hilmarsson fékk tímann 1:57,50 mín. og varö i 29. sæti. Siguröur Jónsson frá ísafiröi tók líka þátt í keppni þessari en var dæmdur úr leik. Þess má geta aö Árni og Guö- mundur hafa veriö valdir til þess aö keppa á vetrarolympíuleikunum í Sarajevo. Nanna Leifsdóttir, Akureyri, keppti á móti í Immenstand í V-Þýskalandi og þar náöi hún ágætum árangri í svigi. Hún varö í 20. sæti af 94 keppendum, fékk tímann 1:44,52 mín. en sigurvegar- inn, Salvinmoses frá Austurríki fékk timann 1:34,85 mín. Atli Eðvaldsson: „Sá tárin streyma“ — Þetta var atórkoatlegt hjá okkur. Ég held aö þaó sé ekki hægt aö gera betur, sagói Atli Eö- vaidsson er viö spjölluðum viö hann í gærkvöldi um leik Fortuna DUsseldorf og B-Gladbach. Atli og félagar hans fengu mjög góða dóma fyrir leik sinn og voru fjórir úr DUsseldorf-liðinu valdir í lið víkunnar. Leikur liöanna fókk hæstu einkunn í þýsku blööunum og bæöi þjálfarar og leikmenn eins og Rummenigge sögóust vart muna eftir öðrum eins leik hjá liöi í Bundesligunni í vetur. En leikmenn þriggja lióa, þar á meö- al Bayern MUnchen, horföu á leik- inn sem fram fór á föstudags- kvöldið. — Þessi leikur var nokkuö sér- stakur fyrir okkur. Þannig var mál meö vexti aö einn af starfs- mönnum liðsins, Karl Heidelberger aö nafni, lést í síöustu viku. Hann var jarösunginn á föstudagsmorg- uninn. Karl haföi starfaö í 40 ár hjá liöinu og var mikill vinur allra leik- Mál Péturs er óleyst ENN HEFUR ekki verið dæmt í „Pétursmálinu" svokallaöa, kæru Valsmanna á ÍR fyrir aö nota Pét- ur Guómundsson í leik liöanna á dögunum. Ekki veröur dæmt í málinu fyrir leik ÍR og KR í kvöld. Valsmenn byggðu kæru sína á tveimur atriö- um; í fyrsta lagi á því aö leyfi hafi ekki veriö fengiö hjá KKÍ fyrir því aö Pétur hóf aö leika meö ÍR á ný, og í ööru lagi á því aö hann hafi leikið meö Portland Trailblazers á móti atvinnumannaliöa í sumar. Hann fékk áhugamannaréttindi sín aftur síöastliöinn vetur og getur ekki fengiö þau í annaö sinn. mannanna. Hann sá um búninga, skó, innkaup á ýmsum hlutum fyrir leikmenn og fleira. Hann lést skömmu eftir aö viö komum heim frá Kanaríeyjum, en þar dvöldum viö yfir jól og áramót í æfingabúö- um. Viö vorum búnir aö strengja þess heit aö sigra í leiknum fyrir þennan vin okkar og þaö tókst okkur. Á 15. mínútu leiksins stööv- aöi dómarinn leikinn, því aö þá var búiö aö ákveöa aö hafa mínutu þögn til heiöurs Karli Heidelberg- er. Þaö voru 62 þúsund áhorfend- ur á leiknum en samt heföi mátt heyra saumnál detta. Ég sá tárin streyma niður kinnarnar á sumum leikmönnunum þar sem viö stóö- um inni á leikvanginum og horfö- um á stóru Ijósatöfluna fyrir enda vallarins. Þar blikkaöi í sífellu: „Karl Heildelberger, Dusseldorf þakkar þér vináttuna og samfylgd- ina.“ Þetta var allt mjög sérstakt. — Við geröum út um leikinn í fyrri hálfleik meö fjórum fallegum mörkum. En þau heföu alveg eins getaö veriö sjö. Þaö var oft brotiö illa á okkur eftir aö viö vorum komnir í gegnum vörnina hjá Glad- bach. Þá kom iöulega fyrir aö viö vorum sparkaöir niöur aftan frá og aö mínum dómi heföu tveir leik- menn Gladbach í þaö minnsta mátt fá rauða spjaldiö í leiknum. —Þaö er sérlega góöur liösandi hjá okkur núna. Þjálfarinn er frá- bær, gæti ekki veriö betri. Leik- gleðin situr í fyrirrúmi og allir vinna saman sem einn maöur. Þaö er alveg sama hver gerir mörkin. Vonandi tekst okkur jafn vel í næstu leikjum. Sá næsti er á úti- velli gegn nágrönnum okkar, FC- Köln, dýrasta liöi V-Þýskalands. Þá kemur heimaleikur gegn Bay- ern Munchen. Þá veröur vonandi uppselt á völlinn hjá okkur, en hann tekur 65 þúsund manns. Þá er gaman aö spila, sagöi Atli. Morgunblaölö/ Skaptl Hallgrímsson Stórleikur Atla • Atla Eðvaldssyni gekk framúrskarandi vel um helgina, er líð hans Fortuna DUsseldorf sigraöi Gladbach 4—1 á heima- velli sínum. Atli skoraöi eitt mark, lagði upp önnur tvö og er í líöi vikunnar. Sjá bls. 22. íslandsmet Ragnheiðar RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sundstúlka frá Akranesi, sem undanfarió hefur stundað æf- ingar í Svíþjóö, setti nýtt fs- landsmet í 100 metra baksundi á aiþjóðlegu móti í Tromsö í Noregi fyrir helgina. Ragnheiöur synti vegalengdina á 1:10,03 mín. en gamla metiö átti hún sjálf, 1:10,09. Hún bætti þaö því um sex sekúndubrot. Ragnheiöur náöi einnig mjög góöum árangri í 200 metra bringu- sundi á mótinu, synti á 2:44,00 — en þaö er aöeins fimm sekúndu- brotum frá (slandsmeti Guðrúnar Femu Ágústsdóttur. —JG/SH. Lárus á í deilum við þjálfarann — ÉG spilaöi ekki um helgina, var settur út úr liöinu um síöustu helgi án nokkurra skýringa og þegar ég ætlaöi aö ræöa viö þjélf- nrann minn eftir æfinguna í dag vildi hann ekkert vió mig tala. Ég sætti mig illa vió þetta og veit ekki hvernig þetta endar. Eg get ekki veriö hjé svona þjálfara, sagði Lérus Guömundsson knatt- spyrnumaöur hjá Waterschei en hann hefur veriö settur út úr liö- inu og hefur ekki leikiö síöustu tvo leiki meö liöi sínu. Úrslit í leíkjunum í Belgíu um heigina urðu þessi: Waregem — RWDM 0—2 AA Ghent — Kortrijk 0—1 Anderlecht — FC Seraing 2—1 Beerschot — FC Bruges 1—4 Lierse — Beveren 1—2 Waterschei — FC Mechlin 1—0 C. Bruges — FC Antwerp 2—2 Lokeren — Standard Liege 0—1 Sjá bls. 24—25. — ÞR. Kr. 73.605 fyrir 12 rétta í 20. leikviku Getrauna komu fram 12 raðir meö 12 réttum og var vinningur fyrir hverjn röó kr. 73.605. — en með 11 rétta var 121 röö og vinningur fyrir hverja röö kr. 1.303.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.