Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 37 Minning: Ellert Ólafsson bifreiðastjóri Fæddur 24. aprfl 1917 Dáinn 17. janúar 1984 í dag verður til moldar borinn Ellert ólafsson bifreiðarstjóri, Hrauntungu 89, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum 17. þ.m. Hann var fæddur á Stóra- Knarrarnesi, Vatnsleysustrandar- hreppi 24. apríl 1917, þriðja barn foreldra sinna í hópi 14 er þau eignuðust. Foreldrar Ellerts voru sæmdar- og merkishjónin Þuríður Guð- mundsdóttir og Ólafur Pétursson, Þuríður var frá Bræðraparti í Vogum, en Ólafur var frá Tuma- koti í sömu sveit. Þuríður og Ólaf- ur festu kaup á jörðinni Stóra- Knarramesi ári eftir að þau gengu í hjónaband. Með mikilli elju stækkuðu þau jörðina og juku landgæði hennar, eftir því sem börnunum fjölgaði. Á Stóra- Knarrarnesi bjuggu þau í hálfa öld. Þeim hjónum tókst að koma öllum börnum sínum vel til manns, en það var þeim mikil sorg þegar þau misstu eitt barna sinna, 14 ára gamlan son, ólaf, og sökn- uður foreldra og systkina var mik- ill. Ellert ólst upp í hinum stóra barnahópi. Á uppvaxtarárum hans voru ekki afþreyingarmið- stöðvar fyrir unglinga eins og þjóðfélagið býður uppá í dag. En þessi mörgu systkini voru fundvís á ýmsa þá leiki sem glöddu hið saklausa geð, þegar tími gafst til frá hinum mörgu störfum, sem þau gátu tekið þátt í með foreldrum sínum. Systkinin minnast með mikilli hlýju þegar þau undu glöð við hina skemmtilegu og heilnæmu leiki bernsku- og unglingsáranna, enda höfðu þau alltaf nóg fyrir stafni. Ellert fór snemma að taka til hendinni og vinna ýmis störf sem til féllu, enda var lífsbaráttan erf- ið á þessum árum og oft var hann viljugur og ósérhlífinn og skilaði allri vinnu þannig úr garði að til fyrirmyndar var. Árið 1942 hóf hann starf við akstur vörubifreiða hjá Þrótti, en árið 1949 byrjaði hann leigubif- reiðaakstur hjá Hreyfli og hefur stundaði það starf óslitið síðan, eða þar til hann kenndi þess sjúk- leika á óveðursdaginn 4. janúar sl. er leiddi hann til dauða. Hann kvæntist árið 1956 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Júlíusdóttur kjólameistara. Hjónaband þeirra var ham- ingjuríkt, enda var gagnkvæmur skilningur og virðing hvors til annars, sem skapaði hlýju og kær- leika í lífi þeirra. Ingibjörg bjó þeim fagurt og hlýlegt heimili sem gaman var að heimsækja. í faðmi fjölskyldunnar og á hinu góða heimili þeirra leið Ella ávallt best. Með sameiginlegum dugnaði og mikilli elju byggðu þau Ingibjörg og Elli sér hús að Hrauntungu 89, Kópavogi, og þar hafa þau búið síðan. Tvo syni eignuðust þau, Ólaf, bifvélavirkja og vélstjóra, unnusta hans er Guðmunda Árnadóttir snyrtifræðingur, og Baldur, sem er blikksmiður. Áður hafði Ingibjörg eignast dóttur, Ágústa Högnadóttur. Það hefur ávallt verið mjög kært með þeim. Hún er gift yngsta bróður Ella, Eyjólfi, börn þeirra Ágústu og Eyjólfs voru mjög hænd að Ella afa. Ellert var mjög dagfarsprúður maður og barngóður svo af bar. Alltaf gaf hann sér tíma til þess að spjalla við börnin og hlusta með næmleika á þau, þegar þau vildu segja honum frá því, sem þau höfðu fyrir stafni, enda var alltaf tilhlökkunarblik í augum þeirra þegar Elli frændi kom. Alltaf átti hann eitthvað handa þeim, góðgæti eða annað sem gladdi þau. Ellert var vinsæll maður, hrein- í dag verður til moldar borinn Haukur Kristjánsson, fyrrum skipstjóri og síðast næturvörður í húsi sjónvarpsins. Andlát hans bar að með snögg- um hætti þegar hjarta þessa góða drengs fékk eigi lengur gegnt hlut- verki sínu, en áður hafði Haukur oftar en einu sini haft betur í við- ureigninni við sláttumanninn slynga. Haukur var fæddur 2. júní 1923. Aðeins sjö ára gamall varð hann að sjá á bak föður sínum í sjó- mannsins votu gröf. Kröpp munu kjör hafa verið hjá móður hans með fjögur ung börn á aldrinum 6 mánaða til sjö ára á þessum tím- um. Elstur systkina sinna hóf hann aðeins 14 ára að aldri lífs- starf sitt á sjónum og stýri- mannspróf tók hann árið 1945. Haukur stundaði sjómennsku á bátum og togurum og síðasta ára- tug sjómannsævi sinnar var hann skipstjóri á bátum frá Suðurnesj- um. skiptinn og heill í allri umgengni, skemmtilegur í tilsvörum, með ívafi græskulausrar fyndni. Hann hafði mikla ánægju af að taka í spil, enda var hann góður bridgespilari og tók gjarnan þátt í mótum bridgefélags Hreyfils. Og nú að leiðarlokum, þegar Elli frændi er horfinn þá þökkum við fyrir hinar hlýju og björtu minn- ingar um góðan frænda, þær minningar munu ylja okkur á komandi árum. Það er þungur harmur og mikill söknuður kveðinn að Ingibjörgu og börnunum við fráfall Ella. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja þau í sorg þeirra. Ella og Kristín. í dag er til moldar borinn Ellert Ólafsson bifreiðastjóri. Hann lést í Landspítalanum þann 17. þ.m. eftir stutta legu. Ellert var bif- reiðastjóri á Bifreiðastöðinni Hreyfli og þar kynntist ég honum. Hann var farsæll í starfi sínu, Árið 1974 varð Haukur fyrir fyrstu atlögu mannsins með ljá- inn, en tókst þá að verjast þótt tæpt stæði. Hann fór þá í land, en hélt áfram nánum tengslum við hafið, i starfi sem vaktmaður hjá Eimskip. Þegar Haukur hóf störf hjá sjónvarpinu fyrir tæpu ári, var hann okkur ókunnugur, en með ljúfmennsku sinni, brosmildi og elskulegri framkomu ávann hann sér fljótt virðingu og væntum- þykju samstarfsmanna sinna og urðu þau hughrif æ sterkari með auknum kynnum. Undirritaður var svo lánsamur að eiga sameiginlegt áhugamál með Hauki og í hópi góðra félaga áttum við margar ánægjustundir við skákborðið. Þegar hann skráði sig til þátttöku í hraðskákmóti Ríkisútvarpsins í fyrravetur, lét hann lítið yfir getu sinni í svo snörpum leik. Úrslitin urðu þó á þann veg, að Haukur stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari, þegar Minning: Haukur Kristjáns- son fv. skipstjóri gætinn og öruggur bifreiðastjóri, mjög hlédrægur og dagfarsprúður maður, en harðduglegur og fylg- inn sér, sem sést best á því að hann var við vinnu sína í óveðrinu 4. þ.m. er hann veiktist. Það var hjartað sem gaf sig í átökunum við náttúruöflin, en það var hann sjálfur sem gat kallað til sjúkrabíl til að komast undir læknishendur, en álagið var orðið of mikið til að líkaminn réði við það. Ellert var mikill félagshyggju- maður og lét sig ekki vanta þar sem haldnir voru fundir er vörð- uðu bifreiðastjóra, né heldur ef mannfagnaður var. Ellert var í bridgefélagi Hreyf- ils og starfaði þar af miklum áhuga, hann var góður spilamaður og fór í keppnisferðir fyrir félagið bæði innanlands og utan. Hann var kosinn féhirðir félagsins og gegndi því starfi til dauðadags. Ellert var fæddur að Stóra- Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, þann 24. apríl 1917, 3. elstur 14 systkina. Hann ólst upp í foreldra- húsum, en liðlega tvítugur flutti hann til Reykjavíkur og gerðist bifreiðastjóri, fyrst á vörubílum, en um 1949 hóf hann störf á Hreyfli. Síðustu ár ævinnar bjó hann að Hrauntungu 89 í Kópa- vogi. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Júlíusdótt- ur, 1956. Þau hjón eignuðust 2 syni, ólaf, bifvélavirkja og vél- stjóra, og Baldur, blikksmið. Með Ingibjörgu kom einnig á heimilið dóttir hennar Ágústa Högnadótt- ir, húsfrú. Þessar línur eru fátækleg kveðja til vinar míns og samstarfsmanns, Ellerts ólafs- sonar, og bið ég Guð að styrkja konu hans, börn og systkini í að ólokinni síðustu umferð, sem engu gat breytt þar um. Haukur stóð í bréfskákarsambandi við tugi manna víðsvegar um heim og nýlega fékk hann staðfestan Is- landmeistaratitil sinn i bréfskák. Er hann lést, var hann í efsta sæti í aðalskákmóti Ríkisútvarpsins með fullt hús vinninga. Því hef ég látið mér svo tíðrætt um iðkun Hauks á þessari göfugu íþrótt hugans, að á þeim vettvangi urðu okkar helstu kynni, sem ég finn með söknuði að hefðu mátt verða svo miklu lengri en þetta tæpa eina ár. Þegar við starfsfé- lagar hans rifjum nú upp þennan þeirra djúpu sorg, er þau sjá á eftir þessum góða dreng, en end- urminningin er björt. Birgir Sigurðsson Á mínum yngri árum leitaði maður um margt til þeirra eldri. Ellert var þriðji elsti í okkar stóra systkinahópi. Nú rifjast margt upp, og þá fyrst og fremst hvað gott var að hafa hann að vini. Við systkinin vorum mjög samrýnd og einlægt samband var á milli okkar allra. Fljótt fækkaði samveru- stundunum, leiðin lá í vinnu vítt og breitt og þá fjarri heimili okkar. Ég á Ijúfar minningar úr foreldrahúsum. Vil ég þakka Ella allt sem hann var mér, og þá ekki síður það sem hann var foreldrum okkar. Alltaf hafði hann tíma fyrir þau og leit inn til þeirra hvenær sem hann gat því við kom- ið. Þótt ætlunin væri að stoppa stutt gat Elli sjaldan neitað kaffi- bolla, og væru til staðar nógu margir til að slá í spil, ódrýgðist dagurinn gjarnan, þá var bara vinna lengur fram eftir kvöldinu eða nóttunni. Öldruðum og ungl- ingum var hann viljugur að sinna. Þegar ég kom í heimsóknir með- an ég dvaldist erlendis fylgdist Elli ávallt með ferðum mínum, og aldrei var ég fyrr komin heim en hann birtist reiðubúinn til að að- stoða mig og hjálpa á allan hátt. Þannig var Elli, ávallt kominn þar sem rétta þurfti hjálparhönd. Ég þakka Élla innilega samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu á nýjar slóðir. Ingibjörgu, konu hans, sonum og öðrum nákomnum votta ég samúð mína og bið þeim guðs blessunar. Hrefna stutta tíma, er það einkennandi hve mörgum liggja sömu orð á tungu: Hlýr maður, innilegur og elskulegur í allri framgöngu. Við minnumst hans fyrir hlýtt viðmót, glaðlegar kveðjur og upplífgandi spjall þegar við komum til vinnu í grárri skímu vetrarmorgna. Haukur hafði fyrir skömmu orð á því, að meðal sinna nýju vinnu- félaga mætti hann aðeins ein- stakri vinsemd og indælu fólki. Nú er starfsfólk sjónvarpsins sjálf- sagt aðeins venjulegt fólk, svona eins og gengur og gerist. En við- brögð manna gagnvart gistifélög- um sínum hér á Hótel Jörð mótast gjarnan af gagnkvæmum áhrifum. Sú Ijúfmennska, sem einkenndi Hauk Kristjánsson hlaut að laða fram hið besta í flestum þeim, er samskipti áttu við hann, svo þar sem skiptust á heiðar og dalir í mannlegri lund, mættu sjónum hans grænar grundir og friðsæl vötn, hvar næðis mátti njóta. Fyrir hönd okkar skákfélaga hans og sjónvarpsstarfsfólks vil ég flytja eiginkonu Hauks, Jónu Sigurðardóttur, afkomendum, tengdabörnum og systkinum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þótt hann Haukur sé nú horfinn á braut, mun hann áfram lifa í huga okkar, sem af honum höfðum kynni. Sverrir Kr. Bjarnason í I Valgarður Leirubakka T laugardaga kl. 9——16 Verið ávallt velkomin í verslanir okkar ■P" ■■■ E . bubocapo. V/SA Straumnes Vesturbergi Bætt þjonusta í Breiðholti Hólagarður Lóuhólum 1 1 Kjöt og fiskur Seljabraut Nú höfum viö breytt opnunartíma verslana okkar sem hér segir: virka daga kl. 9—"19 föstudaga kl. 9—19-30 Ásgeir Tindaseli I Breiðholtskjör Arnarbakka I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.