Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 45 II WM' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þingheimur herði sultar- ólina um tvö til þrjú göt Jóhann Þórólfsson skrifar: „Vill nú ekki einhver þingmaður biðja forsætisráðherra að fara fram á að þingheimur herði sult- arólina um tvö til þrjú göt, eða um það bil fimm prósent af launum sínum, og að heildsalar og kaupfé- lagsstjórar geri slíkt hið sama. Yrði þetta gert myndi það bæta efnahag þjóðarinnar mikið. Það er engin sanngirni að ráðast alltaf á láglaunafólk og láta peninga- mennina sleppa við að taka þátt í að bæta efnahag þjóðarinnar. Hvenær ætli stjórnvöldum lær- ist að byrja ofanfrá en ekki neð- anfrá, þegar að þrengir? Þeir sem ég nefni hér, geta auðveldlega hert ólina um tvö til þrjú göt. Ég skora á ykkur að ganga fram í því, að það sem hér er farið fram á, verði gert. Virðingarfyllst." Hávaði f sundlaugunum: Sammála Jórunni Douglas A. Brotchie, skrifar: „Ég vil koma fram stuðningi mínum við málefni Jórunnar Höllu, sem birt var föstudaginn 20. janúar, þar sem hún ræðir um hávaðamengun í nútímaumhverfi. Fyrir hinn almenna borgara og þá sérstaklega tónlistarunnendur sem fara í sundlaugarnar eða aðrar opinberar stofnanir er það taugastrekkj- andi að þurfa að sætta sig við ærustu eða óþægilegan hávaða og komast engan veginn hjá því. Þessi óskapnaður á ekkert heima á þessum stöðum og síst af öllu í sundlaugunum." Fimmtungur bandarískra skólabarna á í vandræðum með að finna landið sitt H. Sn. skrifar: „Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum skrifaði Hallgrímur Sveinsson skólastjóri hér í þessa dálka um rannsókn, sem hafði verið gerð í bandarísk- um barnaskólum, þ.e. í 6. bekk. Þar kom fram að einn fimmti barnanna gat ekki bent á landið sitt á hnattlíkani. Þetta finnst Hallgrími skólastjóra aldeilis ekki gott og mundu fleiri taka þar und- ir. Hallgrímur segir: „Eru þó Bandaríkin nokkuð drjúgur hluti af jarðkringluhni okkar." Samt gátu börnin þetta ekki. Skoðum þetta nánar: Ameríka nær frá norðurpólnum til suður- pólsins, svona h.u.b. En Bandarík- in eru aðeins hluti af Ameríku, og Hafa ekki unnið fyrir kaupi sínu Launþegi í BSRB, sem ekki er einn af þeim lægstlaunuðu, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: - Sem launþegi í BSRB er ég meira en lítið undrandi á þeim upplýsingum, sem í ljós hafa kom- ið við kaupkröfur nú; að 25% af launþegum BSRB séu með minna en 15.000 króna mánaðarlaun. Hvernig geta þessir menn, sem í forsvari hafa verið fyrir þessa launþega í áraraðir, látið þjóðina sjá sig og heyra? Þeir hafa svo sannarlega ekki unnið fyrir kaupi sínu og ættu vissulega að vera miklu neðar en 25%-hópurinn. Blygðast þeir sín ekki fyrir frammistöðu sína? Er ekki kom- inn tími til að nýir starfsmenn taki að sér að vinna fyrir BSRB, starfsmenn sem ekki starfa blind- aðir af pólitísku ofstæki, starfs- menn sem gera meira en að þvæla fram og aftur ár eftir ár um að eitthvað þurfi að gera fyrir þá lægstlaunuðu? sá hluti skiptist í fimmtíu ríki, sem líta út eins og reitir á ská- borði, nema á skákborðinu eru 64 reitir, en reitirnir á bandaríska landakortinu eru sem sagt 50. Hér er komin skýringin á vandræðum skólabarnanna að benda á sinn reit á kortinu. Þetta er ekki spurn- ing um að benda á Ameríku. Það er stór hópur íslendinga, sem lítur á Bandaríkjamenn sem heimskt fólk og barnalegt og jafn- vel upp til hópa þroskaheft. T.d. sagði Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur í jólaerindi, er hann flutti í útvarpi um næstsíðustu jól, að Bandarikjamenn kæmu sér fyrir sjónir sem stór börn. En ótrúlega oft gerist það aö þessi vangefnu börn, sem ekki geta bent á landið sitt, á hnattlíkani, hljóta Nóbelsverðlaun." |Mál til komið að við [íslendingar fengjum upp-| ireisn aeru í skélamálum ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRIMSSON & CO ^“NEC TÖLVUPRENTARAR NEC 3510 þarf ekki aö kynna lengur fyrir íslendingum. Hér er á feröinni einn bezti prentaraframleiöandi í heiminum í dag. Frábaer leturgaeöi — 128 leturmerki. Mjög lágvær, aðeins 60 db viö prentun. Einstök ending prentara viö mikla notkun. Verö m. tvíhliða pappírsfæöara: Áöur kr. 65.279. Nú kr 54.731 m/sölusk. Bjóöum einnig NEC 7710 m/einhliöa pappírsfæðara. Áöur kr. 85.431. Nú kr 79.456 m/sölusk. Bolholti 4, sími 91-21945 og 84077. ^ £ X 1 bevki 1 Loft- og veggk/æðnmgar, límtré, smíðaplötur, | parket. - Altt úr Beyki, því það er óskaviðurinn í dag! Allar upplýsingar veittar f sfma 25150.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.