Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 45 meðvitund hans er þá orðin sú sem samfélagið heimtar, hann er ekki einstaklingur lengur, hann hafði sigrast á sjálfum sér. „Hann elskaði Stóra-bróður". Orwell hélt því fram að „orkan sem mótar gang mála í heimi hér ætti upptök sín í tilfinningalífinu, þjóðarstolti, foringjadýrkun, trú- arbrögðum, baráttuþorsta o.s.frv.", ef svo er þá verða nei- kvæðar tilfinningar ekki sigraðar með neinni mannúðar-stefnu, að- eins með annarri tilfinningu — óttanum. „1984 vakti vissulega ótta eins og „Félagi Napóleon" vakti hæðn- ishlátur. Það var svo margt í „1984“, sem menn könnuðust við og sem hafði þegar vakið oft du- linn og oftar beinan ótta við vissa gerð samfélaga, fasistískra og kommónískra. Með því að fram- lengja atburðarásina og draga eðlilegar ályktanir af því sem þeg- ar hafði gerst mótaði Orwell mynd samfélags, sem var vel hugsan- legt. Og því miður hafa fjölmörg einkenni úr „1984“ orðið kulda- legur veruleiki þegar þetta kunna ár er upprunnið. Það eru þegar til staðar víða um heim líkön af „Flugbraut eitt“, stórborgir sem telja 12—15 millj- ónir og af þeim milljónum búa prólarnir utangarðs í hroðalegum slummum, búa við hungur og van- þekkingu og tilbreytingin er vid- eo-spólan, sorpblöð og sjónvarp — San Paulo — Mexiko — City o.fl. o.fl. Stóri-bróðir er ekki ósvipaður ýmsum dáðum landsfeðrum, sem hafa sumir hverjir afrekað slíkt fyrir þjóð sína að það nálgast ævintýrin. f menntamálum, framleiðslu námsefnis og einnig í afþreyingar- efnum er stefnan stöðluð víða um heim, ýmist af. fjölþjóða útgáfu- fyrirtækjum eða ríkisvaldi og þá .. ■ ■ T=-/ X >£rrrr"V llfulíf í Kl m •' ■mm w Stóri bróðir fylgist með þér. Úr kvikmyndinni, sem gerð var eftir sögunni „1984“. er oftlega lítt hirt um sannleiks- gildi námsefnis heldur valið úr það sem hentar fræðslustefnunni og þá falsað eftir þörfum og skoð- unum viðkomandi hugmyndafræð- inga. Hópefli var mjög stundað í Oseaníu, nú er mjög tíðkað að vinna saman að vissum verkefn- um, sbr. „samstarfshópar við viss- ar verkefnalausnir". Heilsurækt og íþróttir eru mál málanna nú á dögum, þar glittir í hreinan púrítanisma, eins og þeg- ar lagt er til að lögregla megi fjar- lægja þann sem reykir á stöðum þar sem slíkt er bannað. Hlaup, skokk og skíðaferðir fjölskyldu og hópa. Málið er mikill ásteitingar- steinn í Oseaniu, það var brýnt að einfalda það sem mest. Bók- menntaleg listaverk og málfarsleg grundvallarrit eru tekin og færð til „auðskiljanlegs máls“. Ömur- legasta dæmið um þessa starfsemi eru hinar nýju Biblíuþýðingar og er það þó hégómi samanborið við enn frekari umbreytingar textans. Breyting á klassískum þýðingum biblíunnar draga með sér aðgerðir gegn listaverkum fyrri tíma, ef á að breyta textum Biblíunnar verð- ur einnig að breyta textum sálma- verka og veraldlegra bókmennta, tilvitnanir og tilvísanir í Biblíuna í þessum verkum eru stór þáttur þeirra. Þessu textabreytingum fylgir síðan sú stefna að gera alla texta sem auðveldasta, breyta orðaröð og skipta um orð. Myndatextar ta- ka meira og meira rúm í fræðslu- ritum og í afþreyingarritum yfir- gnæfa þeir textann. Með því að einfalda málið, stuðla að orðfæð og láta myndina gegna hlutverki textans hraðminnkar tjáningar- hæfnin og fljótlega líður að því að meðvitundin þrengist og þar með möguleikinn til hugsunar rýrni. Eitt er það, sem hefði komið sér mjög vel í Oseaníu, tölvan, sem á eftir að þrengja mjög að öllu einkalífi, tölvufærðar upplýsingar um hvern einstakling hefði gert stóra bróður og starfsliði hans enn auðveldara að hafa eftirlit og að- hald með hverjum og einum. Þetta tæki er eitthvert handhægasta sem nú er á markaðnum til per- sónunjósna. Örtölvubyltingin marg umrædda er gott dæmi um tækja- og tækniidíótí nútímans. Með þessum tækjum er mönnum talin trú um að fækka megi starfskröftum og spara ótaldar fjárhæðir, en hér gildir Parkin- sons-lögmálið, því fljótvirkari tæki því fleiri starfskrafta, sem vinna að því að fóðra þessa fram- tíðar-róbóta. En það er róbótinn sem er fram- tíðar hugsjón margra samfélaga nútímans. Orwell er sá höfundur á 20. öld sem hefur haft mest áhrif til þess að sýna lesendum sínum hættuna sem býr í öllum þeim pólitísku hugmyndafræðum, sem byggja að- eins á því sem má: telja, vega og mæla og spillingaráhrif valdsins á drottnara þessa heims, sem eru því hættulegri nú á dögum þar sem samfélagsstefnurnar eru ein- hæfari og takmarkaðri í einfeldn- ingslegri sjálfsdýrkun sinni drýldni og falsöryggi. Ef til vill hafa þessi tvö ritverk Orwells átti mikinn þátt í því að fresta fram- kvæmd drottinsvalds kúgarans, en gerð hans er best lýst í Paradís- armissi Miltons (Þýðing Jóns Þorlákssonar Kh. 1828): En heitt helvíti þat er hvervetna brennr í honum þó bygð ætti á himni miðjum lært honum brádt gjörvalla gleði ganga úr brjósti Þat kvaldi fet hans at því sinni með þess sárara sviða logi sem fleira fagrt ok fagnaðarverdt bar fyrir Bölverk bannat honum. Vekr hann þá upp at vörmu spori ok samankallar sinnar heiptar gjörvalla grúa ... BROTTFARIR í sumar verða: Við bjóðum aðeins Úrvalsgistiaðstöðu: Á Mallorca: íbúðir á Royal Magaluf og Ciudad Blanca í Alcudia, sem sló í gegn á síðasta sumri. Á Ibisa: íbúðir í Rialto á Figueretas og Arlanza á Playa d'en Bossa. Sérstakar Stjörnuferðir verða í öllum Ibiza brottförum í sumar. Kynnið ykkur Úrvalslausnir á greiðsluvandanum; staðgreiðsluafslátt og Úrvalsferðalán og munið eftir barnafslættinum okkar: 0 - 1 árs greiða 10% 2 - 11 ára greiða 50%, 12 - 16 ára greiða 70% Mallorca 18. apríl 2. maí 23. maí 13.júní 4.júlf 25. júlí 8. ágúst 29. ágúst 19. sept. 3. okt. Vertu samferða í sumar, síminn er 26900. PÁSKAR, 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 2 vikur 3 vikur Ibisa 28. maí 20. júnf 11. Júlf 1. ágúst 22. ágúst 12. sept. 3. okt. 23 dagar BIÐLISTI 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur imMéMdGiBizA Það er greinilegt að strandskórnir ætla að verða vinsælir í sumar, því við hjá Úrvali erum þegar byrjuð að bóka íallar ferðir til Mallorca og Ibiza og pantanir aukast með hverjum deginum sem líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.