Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 39 Borgarstjórinn í Manchester heilsar upp á Hilmar Jónsson sem sá um matinn á íslandskynningunum. fært að koma til London, níu ræð- ismenn í Bretlandi auk ræð- ismannsins í Rotterdam, vararæð- ismannsins í Harlingen og aðal- ræðismannsins í Dublin. Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna, sem tóku þátt í kynningunni, gerðu grein fyrir starfsemi fyrirtækjanna, sendiherra fjallaði um störf ræð- ismanna og sendiráðsins og Jónas Haralz ræddi um íslensk efna- hagsmál og svaraði spurningum varðandi þau. ísland hefur kons- úla í Dover, Edinborg, Felixstowe, Glasgow, Grimsby, Hull, Liver- pool, Manchester, Newcastle, Dublin, Rotterdam og gátu þessir komið því við að koma til London, en konsúlarnir í Amsterdam, Bristol, Aberdeen og Bervik kom- ust ekki og óskipað er í stöðu konsúls í Nígeríu. Upphafíö hjá sendiherranum Birgir Þorgilsson, markaðs- stjóri hjá Ferðamálaráði, sagði að upphafið að þessari íslandskynn- ingu á Bretlandseyjum mætti rekja til áhuga Einars Benedikts- sonar, sendiherra, en áður hefði slík kynning verið meðal annars i Frakklandi, þegar Einar var sendiherra. Einar hefði kallað fulltrúa fyrirtækja í London á sinn fund og borið hugmyndina undir þá og þeir verið áhugasamir. Jóhann Sigurðsson hjá Flugieið- Á löngum ferðalögum með langferðabflum milli borga f Bretlandi var ýmis- legt gert sér til dundurs. Það var tekið í spil Frá konsúlaþinginu í London. Taldir frá vinstri: Jóhann Sigurðsson, svæðis- stjóri Flugleiða í London, Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri S.H. í Bretlandi, Sveinn Björnsson, sendiráðunautur, Einar Benediktsson sendi- herra og Jónas Haralz, bankastjóri. Myndir voru teknar af íslenska sýningarfólkinu í íslenskum fötum frá Hildu og Álafossi við ýmis tækifæri á íslandskynningunni. Þessi mynd er tekin í diskótekinu Hippodrome í London, en það opnaði aðeins hálfum mánuði áður en hópurinn var þar á ferð. um í London hefði síðan haft sam- band við sig og hann kannað þátt- töku hér að heiman og úr hefði orðið þessi hópur sem hefði farið í ferðina. Heildarkostnaður um 500 þúsund Birgir sagði að kostnaðurinn af kynningunni deildist jafnt niður á þátttakendur. Heildarkostnaður hefði verið um 500 þúsund krónur og þar sem þátttakendur hefðu verið átta væri þetta tiltölulega ódýrt fyrir hvern aðila. Sá mögu- leiki hefði verið nefndur að halda kynningar sem þessar árlega í Bretlandi, en ekkert hefði verið ákveðið með það enn sem komið væri. Hann kvað íslandskynn- ingar haldnar í tengslum við allar opinberar heimsóknir forsetans. Þá hefði verið þriggja vikna fs- landskynning i sambandi við Skandinavia Today í Bandaríkjun- um. Koma forseta fslands, Vigdís- ar Finnbogadóttur, vekti hvar- vetna mikla athygli erlendis og hún hefði mætt á allar þessar kynningar og þær því vakið meiri athygli en ella. Byggist á fólkinu hvernig til tekst „Það byggist algerlega á fólkinu sem tekur þátt í þessum kynning- um hvernig til tekst. Þegar allir eru sammála um að láta svona nokkuð takast vel, þá skilar það tilætluðum árangri og það hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum þessar kynningar að allir geta staðið saman fyrir land og þjóð, þó svo að um samkeppnisað- ila sé oft að ræða. Mér fannst þessi fslandskynning í Bretlandi takast eins og best varð á kosið, einmitt af þessum ástæðum sem ég hef nefnt. Þarna var um ein- staklega samstilltan hóp að ræða sem var sammála um að láta allt takast vel og samvinnan var árekstralaus. Fyrsta skrefið er að vekja áhuga og síðan er að fylgja því eftir á viðeigandi hátt,“ sagði Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, að lokum. Fyrir utan Olympia Hall á leið á ferðasýninguna. Guðmundur Hreiðarsson, Helga Möller, Dorthe Steenberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.