Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 7
TftTm r\rr»• MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 7 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson Það var fjórtán ára drengur sem skrifaði eitt sinn þessiu orð í eitt dagblaðanna: „Þegar ég hugsa til páskanna, man ég bara eftir góðu veðri. Ég held að það sé vegna þess að þá eru allir svo glaðir." Þetta er fallega mælt og ósköp væri það nú notalegt ef það væri rétt hjá drengnum að góða veðrið og gleðin fylgdu ævinlega páskunum. En því mið- ur, það koma stundum páskahret og sorgin sækir líka suma heim á téðri hátíð, sem aðra tíma. Hitt er þó annað, að svo kann að gera bjart í barmi af boðskap páska, að manni finnist sem aldrei hafi gert dimmt á þeirri tíð, já, svo má vera að boðskapurinn eigi sterk tök í hjarta, að aldrei dimmi svo yfir af daglegri nauð og erli, að ekki búi samt gleði- strengur innra þrátt um allt. Og með það í huga gætu orð drengs- ins verið sönn. Og nú rennur upp nýr páskadagur með frásögninni af atburðunum í garðinum eystra, já, í garðinum. Það er annars einkennilegt til þess að hugsa, að eitt sinn var ekkert slíkt orð til í íslensku máli er nú nefnist kirkjugarður. Þetta orð kemur með kristnum sið. Áður og utan kristni heitir reitur lát- inna aðeins staður hinna látnu, en aldrei kirkjugarður. Og hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur að bletturinn þar sem ástvinir eru lagðir til hinstu hvíldar er kenndur við kirkjuna? Svo segir í ljóði: „ ... maðurinn horfir á tré — blóm — gras, fugla — vatn — sagði hver er ég — horfði á sjálfan sig — spurði — hvaðan — hvert — moldin þagði ..." (I.E.S.) Er það ekki þýðingin og mun- urinn að moldin þegir, gefur ekkert fyrirheit um að mann- eskjan vaxi af nýrri rót eins og jurtin af sáðkorninu, gefur ekki fyrirheit um neitt nema sölnun- ina eina. En um leið og moldin er kennd við kirkjuna, hina eilífu kirkju, sem bendir upp og inn í nýja tíð, þá fær sorgin og sökn- uðurinn mál: Hann er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. ( árdaga sungu Israelsmenn, þegar þeir fögnuðu Exodus, en Exodus þýðir leiðin út: „Þá fyllt- ist munnur vor hlátri — og tung- ur vorar fögnuðu ... Drottinn hefur mikla hluti við oss gjört — vér vorum glaðir“ — þennan söng hafa kristnir menn tekið undir frá upphafi, í nýrri merkingu þó: Þeim hafði verið gefin leiðin út. Gröfin hafði látið laust herfang sitt. Moldin hafði fengið mál, það var orðinn raunveruleiki sem Herrann hafði sagt: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Við könnumst öll við orð Páls úr fyrra Korintubréfi: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt predikun vor og þá er ónýt trú yðar.“ Auðvitað gætum við leikið okkur með páskaeggin og liljurnar og haft gula fallega bómullarunga á hátíðarborðun- um áfram og alla tíð, en ónýt væri trúin og tilgangurinn á bak við herlegheitin, ónýt væri guðs- þjónustan og sérhvert mál með holum hljómi við hinsta beðinn, nema fyrir það eitt að liljan seg- ir: Lífið lifir fyrir Jesúm Krist. Moldin fær ekki mál fyrir minn- ing eftir góðan mann. Við stæð- um þá ennþá í sömu sporum og konurnar, sem komu að gröfinni forðum til þess að uppfylla þá skyidu sína að huga að jarðnesk- um leifum góðs vinar. En við stöndum ekki lengur í þeirra sporum, sem þær áttu að gröf- inni heldur sporunum sem þær áttu frá henni og síðar þegar þær vissu að Hann var upprisinn. í Kristur er upprisinn einni af skáldsögum Dickens segir frá konu nokkurri, sem reyndi til þess á allan hátt að stöðva allt í kringum sig í tíman- um, til þess að tapa ekki minn- ingunni um góðan vin, sem hún hafði misst. Gluggatjöldin voru dregin fyrir, ekkert mátti hreyfa í stofunum, né heldur færa úr stað föt eða muni hins látna. Og síðan byrjaði rykið að setjast að og hægt og bítandi stöðvaðist lífshrynjandin og konan sjálf tærðist upp og lamaðist að allri löngun til lífs og starfa. Hvert okkar er ekki ætíð að missa af og týna einhverju sem mikils virði var, ástvini, kunnugum, eða bara hamingjudegi? Hver vildi ekki á stundum að tíminn stæði kyrr, þegar allt lék í lyndi, að sumar- tíðin í einu og öðru héldist við að eilífu? En þó vitum við að okkur er ekki unnt að stöðva tímann eða hrörnunina, né heldur taka til baka tækifærin sem liðu hjá. Víst getur hin eðlilega hryggð orðið svo djúp og sár að mann- eskjan eins og dofnar á allt sem heyrir til deginum og lífinu, en það má ekki leiða svo langt til myrkurs og tæringar að við gleymum því að engin dimma er svo dökk að Guð geti ekki látið rofa til, því að „leiðin út“ er orð- in kristnu brjósti staðreynd. Þegar sorgin og fölnunin setja mark á það sem við njótum og höfum, þá getum við eins og Lúther orðaði það eitt sinn „látið augun verða að eyrum" og heyrt og treyst röddinni sem mælti: „Skelfist ekki ... Ég er upprisan og lífið." Við þessa rödd erum við frjáls, frjáls frá því að binda huga og hjarta við það sem liðið er, frjáls frá því að sjá bara það sem augun greina og hraðfleyg stundin býður óg það sem mest er, frjáls að því að deyja og sjá vini hverfa með sigursöng pásk- anna fyrir innri augum. Það eru þrjár myndir yfir jafn mörgum dyrum dómkirkjunnar í Mílanó. Yfir fyrstu hliðardyrum standa þessi orð: „Hvaðeina sem gleður varir aðeins um stundar- sakir." Yfir öðrum hliðardyrum er þetta: „Allt, sem veldur kvöl varir um stund.“ En yfir aðal- dyríim er skráð: „Það sem er stærst og mikilvægast er eilíft." Að kristinni sýn er þetta í sann- leika sagt. Það er allt sem ör- skotsblik, sem unað veitir eða með sorgum særir, allt líður, hverfur, eyðist. Það eina sem varir og verður þá vegferð þrýt- ur er það, sem af Guði er fætt og nært til að lifa af í himni hans. Þegar við því hefjum gleðisöng á páskum, þá er það ekki eingöngu til þess að lyfta okkur á tilfinn- ingaöldum yfir dagleg viðfangs- efni og barning hversdagsins, heldur til þess að lofsöngurinn dýpki trú okkar og haldi henni við, að hún verði ekki ónýt og til þess að minna okkur á að við erum öll hvert öðru tengd í kær- leika Guðs, sem er eilífur og tak- markalaus og að við eigum að deila hvert með öðru og votta eins og forðum var gert með því að láta tungur vorar fagna og vera glöð. Við eigum það sameig- inlegt að geta falið Drottni áhyggjur, sem létti lífið sem dauðann. Hann er von okkar hér og nú og framtíðina hefur hann auglýst kröftuglega í Jesú Kristi, auglýst hana í dagrenning hins fyrsta páskadags. Við nefnum það trú, þegar hjarta getur lesið þá auglýsing og tileinkað sér hana. Þaðan er fögnuðurinn sprottinn, fögnuðurinn, sem lýs- ir sér eins og drengurinn skrif- aði um, að sjá ætíð bjart, gott og hlýtt út frá páskaljómanum yfir lífinu, hvernig svo sem veðrin gerast. Því að úr því að Drottinn gerði tré þjáninganna að sigur- örmum hvað hættum við þá um of að láta skuggana og hretin og fölnunina gera okkur dimmt fyrir augum vitandi að gleði og sorgir, birta og dökkvi, rósin og þyrnarnir eru umvafin kærleika Hans, sem þrátt fyrir allt gefur lífinu gildi og mark. Og Hann hefur sýnt inn í framtíð, þar sem hver bratti verður að sléttri grund við hönd Hans og hlífð, sem mælti: „Ég lifi og þér munuð Iifa.“ „Hvert innsigli er brotið og bjargi velt frá.“ Kristur er upp- risinn, Hann er sannarlega upp- risinn. Guð gefi gleðilega hátíð. Aðalfundur NEMA AÐALFUNDUR Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri, „NEMA“, var haldinn í Torfunni, þriðjudaginn 21. feb. sl. Þetta var 10. aðalfundur sambandsins, scm var stofnað 6. júní 1974, en markmið þess eru m.a. að skapa aukin tengsl milli fyrrverandi nemenda MA og stuðla að sambandi þeirra viö núver- andi nemendur og kennara skólans. í stjórn nemendasambandsins voru kjörin Sjöfn Sigurbjörnsd. formaður, Ingibjörg Bragadóttir, fulltrúi 10 ára stúdenta, Þyri Laxdal, fulltrúi 25 ára stúdenta, Eggert Steinsen, fulltrúi 40 ára stúdenta, og Pétur Guðmundsson. 1 varastjórn Iðunn Steinsdóttir, Auður Hrólfsdóttir, Vilhjálmur Skúlason og Héðinn Finnbogason. Endurskoðendur Þórður Ólafs- son og Þorsteinn Marinósson. Vorfagnaður nemendasam- bandsins verður haldinn á Hótel Sögu, föstudaginn 1. júní nk., og verður hann nánar auglýstur síð- ar. (FrétUtilkynning). Hefur þú íhugaö sparnaðarkostina sem eru á markaöinum í dag? Tegund sparnaðar V*rd- trygg- ing Raunávöxtun á éri m/v miam. veróbólguforaendur 12% veróbólgu 15% veróbólgu 20% veróbólgu Verðbr. veðekuldabr. Já 9,87 9,87 9,87 Ektrí tpariakírt. Já 5,30 5,30 5,30 Happdr.skuldabr. Já 5,50 5,50 5,50 Ný spariskírt. Já 5,08 5,08 5.06 Gengistr. sparisk. 7 7 7 7 Ríkisvíxlar Nei 12,47 4,98 4,96 Alm. sparisj.reikn. Nei 2,68 0 -4,17 Sparísj.reikn. 3 mán Nei 5,09 2,35 -1,92 Sparísj.reikn. 12 mán. »•-1 7,05 4,26 -0,08 Banka sparisk. 6 mán. Nei 9,01 6,17 1,75 Vegna aukinnar eftirspurnar óskum viö eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá: □ Eldri spariskírteini ríkissjóös □ Happdrættisskuldabréf ríkissjóös □ Ríkisvíxlar □ Óverötryggð veöskuldabréf, 18—20% □ Óverðtryggð veðskuldabréf, hæstu leyfil. vextir □ Verðtryggð veðskuldabréf, 2—5 ár □ Banka spariskírteini EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ATHUGIÐ! Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1 er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti umfram verðtryggingu á ári. Nú eru á boöstólum spariskírteini sem bera 5,3% vexti umfram verðtryggingu á ári fram að hagstæðasta innlausnardegi. Kynnið ykkur ávöxtunarkjörin á markaðnum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiöubúið að aðstoða við val á hag- kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGIVERÐBREFA 24. apríl 1984. Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab. 5.02.84 1971-1 15.384,23 5,30% 1 ár 141 d. 1972-1 13.894,36 5,30% 1 ár 271 d. 1972-2 11.444,07 5,30% 2 ár 141 d. 1973-1 8.702,09 5,30% 3 ár 141 d. 1973-2 8.276,15 5,30% 3 ár 271 d. 1974-1 5.464,55 5.30% 4 ár 141 d. 1975-1 4.102,91 5.30% 256 d. 1975-2 3.021,25 Innlv. í Seðlab. 25.01.84 1976-1 2.877,97 Innlv. i Seölab. 10.03.84 1976-2 2.273.74 Innlv. ÍSeðlab. 25.01.84 1977-1 2.122,16 Innlv. i Seölab. 25.03.84 1977-2 1.760,14 5.30% 136 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. í Seðlab. 25.03.84 1978-2 1.124,47 5,30% 136 d. 1979-1 951,45 Innlv. í Seölab. 25.02.84 1979-2 731,13 5,30% 141 d. 1980-1 623,41 5,30% 351 d. 1980-2 479,97 5,30% 1 ár 181 d. 1981-1 410,79 5,30% 1 ár 271 d. 1981-2 303,93 5,30% 2 ár 171 d. 1982-1 286,08 5,30% 307 d. 1982-2 211,97 5,30% 1 ár 157 d. 1983-1 163,41 5,30% 1 ár 307 d. 1983-2 105,21 5,30% 2 ár 187 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. i S 9ðlab. 20.03 84 1974-E 3.667,26 5,50% 217 d. 1974-F 3.667,26 5,50% 217 d. 1975-G 2.395,79 5,50% 1 ár 217 d. 1976-H 2.231,81 5,50% 1 ár 336 d. 1976-1 1.730,21 5,50% 2 ár 216 d. 1977-J 1.571,26 5,50% 2 ár 337 d. 1981-1. fl 326,82 5,50% 2 ár 7 d. Veðskuldabrél — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verötr. 1 ar 95,69 2%% 8,75% 2 ár 92,30 2 %% 8,88% 3 ár 91,66 3Ví% 9,00% 4 ár 89.36 3%% 9,12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80,24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4% 9.87% 11 ár 76,51 4% 10,00% 12 ár 74,75 4% 10,12% 13 ár 73,00 4% 10,25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10,49% 16 ár 68,12 4% 10,62% 17 ár 66,61 4% 10,74% 18 ár 65,12 4% 10,87% 19 ár 63.71 4% 10.99% :20 ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryg gð Sölug.m/v 1 afb. á ári 14% 16% 18% 20% (Hlv) 21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 81 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboðssölu. Daglegur gengisútreikningur Vcröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavík lönaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.