Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 38 Jón Isberg sýslu maður sextugur Á sumardaginn fyrsta fyrir sex- tíu árum, 24. mars 1924, mun Jón ísberg, sýslumaður þeirra Hún- vetninga, hafa fyrst litið þennan heim. Nú vill svo til, að þessum tímamótum í ævi Jóns ísberR ber ekki saman, sumarkomunni og af- mælisdeginum. Húnvetningar eru stórir í sér, því segir hugur mér, að afmælisfagnaðurinn fylgi sumarkomunni. Það er ekki eingöngu tilviljun að æviskeið Jóns ísberg tengist sumarkomu, sem að jafnaði boðar bjartsýni um breyttan og bættan hag. Þetta eru tímamót þegar menn búast til stórræða, sem oft skipta sköpum í bráð og lengd. Ekkert tímaskeið í hringrás árs- tíðanna einkennir betur manninn Jón ísberg, vilja hans og lífsvið- horf sem skipar honum frekar sess en margt annað. Það er fram- kvæmdaþráin og hin vakandi hug- myndaauðgi, en ekki síst áræðið, ásamt hlífðarlausum dugnaði sem gerir hann ómetanlegan, þegar til stórræðanna kemur. Því er ekki að leyna, að það fór miður að Jón ís- berg skyldi ekki á unga aldri helga krafta sína viðfangsefnum at- hafnalífs og viðskipta. Hann hefði sómt sér vel í hópi umfangsmikilla iðnrekenda, þar sem stóru hlutirn- ir gerast og athafnaþráin finnur rétta farvegi og verkin tala meira mál, en umþúðamennska sér- fróðra falsspámanna, sem telja að kerfismennska og skýrsluvaðall sé til alls fyrst. Jón ísberg er tengdur sinni heimaslóð fastari böndum en al- mennt gerist. Hann tók þann kost- inn að ganga embættisveginn og taka við grónu hlutverki héraðs- höfðingja og sýslumannsembætti föður síns, Guðbrands ísberg. I höndum Jóns hefur sýslumanns- starfið orðið annað og meira en að sinna lagaþrasi og innheimtu- störfum, sem framkvæmdastjóra- starf þeirra verkefna í sýslunni, sem sameinaði Húnvetninga um lausn eigin mála, og ól með þeim héraðsmetnað. Auk þessa bætti hann við sig umfangsmiklu odd- vitastarfi á Blönduósi á umbrota- tímum með stórframkvæmdum. Blönduós óx á þessum árum að mannfjölda mun meir en almennt gerðist í landinu og hefur nú náð þeirri íbúatölu sem gerir staðinn gjaldgengan sem kaupstað. Með forystu sinni í sveitarmálum tókst honum að virkja stærsta sveitar- félagið í austursýslunni til stærri átaka í samstarfi við aðra hreppa en ella var mögulegt, með því að gera hinn örtvaxandi Blönduós- hrepp að samstarfsaðila við sýsl- una um lausn framkvæmdaverk- efna, auk venjulegrar þátttöku Blönduóss í sýslunefnd. Á sviði atvinnumála braust út athafnaþrá Jóns. Hann átti hlut að fleiru en einu fyrirtæki, en mest fór fyrir forystu hans í plast- iðnaðinum. Austur á Seyðisfirði var föl verksmiðjuskemma í eigu bankanna. Skemma þessi var flutt til Blönduóss og gerð að iðngörð- um. Allt gekk þetta fyrir sig með þeim hraða, sem aðeins fáum mönnum er lagið. Svo fór að upp úr rækjustríðinu við Húnaflóa komst Blönduós í tölu sjávarstaða, með eigin rækjuvinnslu. Næstu stórátök þeirra Húnvetninga er uppbygging stærri iðnaðar í kjöl- far Blönduvirkjunar. Jón ísberg var óragur við að berjast fýrir Blönduvirkjun. Hann er manna líklegastur að vera í fylkingar- brjósti þeirra manna, sem hugsa til stórræða að nýta Blöndu heima í héraði. Leiðir okkar Jóns ísberg lágu fyrst saman 1965, þegar ég á minni bæjarstjóratíð á Húsavík beitti mér fyrir atvinnumála- ráðstefnu norðlenskra byggða. Jón ísberg var fundarstjóri þessarar ráðstefnu og sýndi sem oftar að þar gekk röskur maður að verki. Næst lágu leiðir okkar saman þeg- ar ég í árslok 1966 ferðaðist um Norðurland til að ræða við sveit- arstjórnarmenn um samstarf norðlenskra byggða og um fram- tíðarhlutverk Fjórðungssambands Norðlendinga. Síðar lágu leiðri okkar saman á fjórðungsþingum og þar kynntist ég samstarfsvilja hans og áhuga fyrir sem breiðastri samstöðu Norðlendinga. Hann var formaður sambandsins, þegar ég tók við starfi framkvæmdastjóra á vordögum 1971. Allar götur síð- an hefur hann átt sæti í fjórð- ungsstjórn og fjórðungsráði og verið einn af burðarásum í norð- lensku samstarfi. Á hættustundu um stöðu Fjórðungssambands Norðlendinga snerist hann gegn þeim öflum, sem í pólitískri skammsýni um tilgang og eðli þess samstarfs sem sambandið er grundvallað á, vildu kljúfa það og þar með sundra kröftum þess. Lóð hans vó þungt á þeirri vogarskál. Jón er fulltrúi þeirra viðhorfa að hin hefðbundnu héruð, sýslufé- lögin, fái aukið sjálfræði um framkvæmd héraðsmálefna. Sýsl- urnar verði efldar með aukinni valdatilfærslu og fari með aukna héraðsstjórn. Heildarsamstarf í rrr mm W/jnHBKK s IÁ- Alþjóðleg iiiatvæliLsyniiH) í rarís SÍAL - Alþjóðleg matvælasýning í París 18.-22. júní. Hópferð 16.-23. júní, flug og gisting í tvíbýli. Verð kr. 17.207,-. Sýndar verða allskonar matvörur, ávextir-grænmeti-saelgæti- kökur - kex - brauðtegundir í sérflokki - sykurlausmatvæli(diet- etic) - nýlenduvörur - gosdrykkir - öl - mjólkurvörur - ostur - egg - allskonar fuglafurðir - kjöt - fiskur - pylsur - svfnakjöt - niður- suöuvörur - frosin matvæli. 3000 fyrirtæki sína vörur sfnar. Motíc'84 MATIC '84 - sérsýning á vélum og tækjum fyrir kjötvinnslu og matvæla- framleiðslu er haldinn á sama tíma 18.-25. júní. Bæklingar og allar upplýsingar hjá FERÐAMIÐ- STÖÐINNI, sem er leiðandi fyrirtæki í skipulagn- ingu ferða á vörusýningar og kaupstefnur erlendis. Bferda MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Fjórðungssambandi Norðlendinga byggist á samstillingu krafta í meginmálum til sóknar og varnar, sem grundvallist á jafnvægi milli héraðanna, en ekki forræði heild- arsamtaka um innri mál héraða og sveitarfélaga. Þetta eru boðorð Jóns ísberg. í þeim felst sú megin- lína, sem einkennir starfsemi Fjórðungssambands Norðlend- inga. Það er mikil gifta að hafa notið starfs Jóns ísberg í starfi sambandsins. Hann gengur um- búðalaust til verka. Gagnrýninn þegar við á, en sá er vinur er til vamms segir. Slíkir menn eru ómetanlegir í málefnalegu sam- starfi. Ég vil ekki Ijúka svo skrifi þessu að ég færi Jóni ekki þakkir samtaka þeirra, sem ég starfa fyrir, og árna honum allra heilla á þessum tímamótum. Það kemur dagur eftir þennan dag. Það er trú mín að Jón muni um ókomin ár starfa sem liðsoddi að málefnum Fjórðungssambands Norðlend- inga. Áskell Kinarsson Jón Magnús ísberg er fæddur 24. apríl 1924 á höfuðbólinu Möðrufelli í Eyjafirði, voru for- eldrar hans Guðbrandur Magnús- son fsberg sýslumaður og kona hans Árnína Hólmfríður Jóns- dóttir frá Möðrufelli. Guðbrandur ísberg var Hún- vetningur af Vídalínsætt í karl- legg. Er Jón fsberg fæddist voru foreldrar hans búsettir á Möðru- felli, Guðbrandur var þar bóndi og starfrækti lögfræðiskrifstofu á Akureyri. Honum var veitt sýslu- mannsembættið í Húnavatnssýslu haustið 1932 með aðsetur á Blönduósi. Mátti þá segja að hann væri kominn með fjölskyldu sína í hérað forfeðra sinna og undi þar hag sínum vel. Þau hjón Guð- brandur og Árnína kona hans eignuðust níu börn, sem er mynd- ar- og dugnaðarfólk. Jón ísberg hefur því frá átta ára aldri alist upp og starfað í Húna- vatnssýslu þegar hann eigi var við nám. Þau sýslumannsbörn voru öll starfshneigð og vel gefin til bókar- innar. Þeir sýslumannssynir unnu mikið við búskap föður síns og þá vinnu sem til féll. Þóttu þeir verk- menn góðir. Sýslumannsheimilið var reglusamt og gott í bestan máta. Guðbrandur ísberg var mikill heimilisfaðir, ekki síst er hans góða kona féll frá árið 1941. Hún var af öllum talin mikilhæf húsmóðir og eiginkona. Góður heimilisandi leiddi þessa fjöl- skyldu. Jón ísberg lauk stúdentsprófi frá MA 1946 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1950. — Þegar í skóla kom fram að hann var fé- lagslyndur og lét að sér kveða. Hann starfaði mikið í skátahreyf- ingunni þegar á unga aldri. Var formaður Órators 1948—’49 félags laganema Háskólans, og var í und- irbúningsnefnd norrænna stúd- entamótsins 1949. Þá las Jón ís- berg þjóðarrétt við Lundúnahá- skóla veturinn 1950—51. Það má segja að Jón væri alkominn heim til Húnaþings 1951 er hann er skipaður fulltrúi sýslumanns á Blönduósi og síðan sýslumaður 1961. Hann hefur starfað þar síð- an, sá tími er orðinn einn manns- aldur, tíminn milli kynslóða þriðj- ungur úr öld. Valsmönnum er ekki eingöngu gefið starf að lögvísi heldur öðlast þeir mörg tækifæri til fram- kvæmda og viðreisnar í héraði. Þeir eru oddvitar sýslunefndar, með miklu áhrifavaldi til fram- kvæmda fyrir heildina. Auk þess sem þeir eru þess umkomnir að starfa að framtaki einstaklinga með þekkingu og hugkvæmni. Þessa hluti hefur Jón ísberg rækt í ríkum mæli, enda maður hug- sjóna og atorku. Má þar til nefna að hann var árum saman í hrepps- nefnd á Blönduósi og um árabil oddviti. — Hann var mikill for- ustumaður er snerti Húnavalla- skóla, og einkum þó Blönduós- kauptún er lögð var hitaveita frá Reykjum á Reykjabraut. Stóð hann fyrir kaupum á vatnsréttr indum er var grundvöllur að því að koma þessu nauðsynjamáli fram. Þá var Jón ísberg forgangs- maður að því að reist var veglegt félagsheimili á Blönduósi er var þá annað stærsta félagsheimili á landinu, með stórum sal fyrir kvikmyndasýningar og leiklist auk annars salar fyrir veitingar og dans. — Hefur þetta hús þjónað vel kauptúninu og nærliggjandi sveitum, nú um langt árabil. Jón ísberg hefur verið sem faðir hans, Guðbrandur ísberg, formað- ur sjúkrahússtjórnar Héraðshælis A-Hún. er var reist fyrir atbeina Páls Kolka læknis og Guðbrands. Sama má segja um Sigurstein Guðmundsson héraðslækni og Jón ísberg. Má þar nefna hvað vel hef- ur verið búið í haginn fyrir gamla fólkið, með nýrri byggingu er nefnist Hnitbjörg, er stendur á lóð Héraðshælisins er jafnast á við fað sem best gerist hér á landi. — þessari byggingu er hinum öldr- uðu búið gott skjól, er þeir vilja eyða sínu æfikvöldi heima í héraði meðal skyldra og samferðamanna sinna. — Eigi ber að skilja orðin svo að Jón hafi staðið einn í þessu, heldur hefur hann verið laginn að halda fólki saman til átaka. í embættistíð Jóns hefur verið reist veglegt hús handa sýslu- mannsembættinu, með skrifstof- um og lögreglustöð. Þar hafa feng- ið inni Héraðsbókasafn A-Hún. og Héraðsskjalasafn A-Hún. sem var stofnsett 1966. Hefur það gefið góða raun að safna og varðveita heimildir um starf og menningu Húnvetninga. Þó Jón ísberg sé önnum kafinn við embættisstörf og mikil umsvif, er hann maður gróandans. Hann er einn þeirra sem hafa trú á skógrækt og hefur lengi verið í stjórn Skógræktarfélags A-Hún. Það hefur verið framkvæmdasamt enda gefin jörðin Gunnfríðarstað- ir í miðju héraði til skógræktar. Einnig hefur Jón stundað búskap um árabil sem faðir hans. Jón ísberg kvæntist Þórhildi Guðjónsdóttur ísberg 27. okt. 1951. Hún er dóttir Guðjóns Hall- grímssonar frá Hvammi í Vatns- dal, síðar þjóðkunnur bóndi á Marðarnúpi, og konu hans, Rósu ívarsdóttur. Þau hjón bjuggu góðu búi og voru vel metin. Þórhildur ísberg er myndarkona, góð hús- móðir og hefur búi manni sínum smekklegt heimili. Þau hafa eign- ast sex börn, sem öll eru uppkom- in. Jón hefur verið vinsæll sem yf- irvald á sínum embættisárum meðal sinna samferðamanna. Honum hefur vegnað vel í lífi og starfi. Hann var ekki ókunnugur í héraði er hann hóf starf sitt sem yfirvald. Ég hefi verið samferðamaður Jóns ísberg í nær fjörutíu ár og hefur nkkur samið vel. Ég hefi fundið að hann sem yfirvald hefur viljað greiða vel úr málum manna og er hógvær í tali um náungann. Hann er friðsamur maður og hef- ur eigi viljað gera neista að báli, en heldur viljað færa hlutina til betri vegar eftir því sem auðið var. Jón Isberg er vinur heilagrar kirkju, hefur hann um langt árabil verið safnaðarfulltrúi Blönduós- kirkju. Setið héraðsfundi og flutt erindi á einum slíkum 1970, er hann nefndi Sjálfstæði íslenskrar kirkju. Á þessum tímamótum munu margir Húnvetningar hugsa vel til hans. Pétur Þ. Ingjaldsson Jón ísberg tekur á m'óti gestum á heimili sínu á Blönduósi eftir kl. 5 á þriðjudag 24. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.