Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1984 47 V-þýskt fyrirtæki leggur gervigrasið á völlinn í Laugardal — verkinu lokið fyrir 15. september ÍÞRÓTTARÁO Reykjavíkur hefur mælt meö því ad samið verði við þýska fyrirtækiö Balsam um kaup á gervigrasi á nýjan knattspyrnu- völl í Laugardal. Gervigrasið kemur frá bandaríska fyrirtækinu Chevron. En gervigras frá fyrir- tækinu hefur veriö notaö um langt árabil bæöi í Evrópu og Bandaríkjunum og gefið góöa raun. Þessa dagana er veriö aö ganga frá samningum viö fyrirtækiö með fyrirvara um samþykkti borgar- ráös. Gert er ráð fyrir því, ef allt gengur aö óskum, aö gervigrasiö veröi komiö á knattspyrnuvöllinn fyrir 15. sept i haust. Og þá veröur völlurinn tekinn i notkun. V-Þýska fyrirtækiö Balsam hef- ur mjög mikla reynslu í því aö leggja undirlag fyrir gervigrasvelli og hefur unniö mörg slík verk i N-Evrópu og hafa þau öll tekist vel. Mjög miklu máli skiptir aö lagning á undirlagi takist fullkom- lega. Var þaö samdóma allra sem kynntu sér tilboöin, sem bárust, aö ganga til samninga viö Balsam- fyrirtækiö. Kostnaöur viö lagningu á gervigrasinu mun nema um 10 milljónum króna. Hæsta tilboð sem barst var upp á 22 milljónir króna. En þau tilboö, sem komu til greina, voru flest á bilinu 14 til 16 milljónir. Gervigrasiö frá Chevren stóöst allar gæöakröfur og sérstök áhersla veröur lögö á aö sam- skeytin séu trygg og vel veröi frá þeim gengiö. — ÞR. Landsmót í júdó: 55 keppendur mættu til leiks og keppt var í sjö þyngdarflokkum Laugardaginn 7. apríl sl. var haldið landsmót í júdó á Akur- eyri. Keppendur voru 55 og keppt var í sjö þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna. Vert er að geta þess að nú komu í fyrsta sinn á júdómót keppend- ur frá Egilsstööum. Dvergvigt: 1. Eyþór Hilmarson, Ármanni. 2. Haukur Garöarsson, Ármanni. 3. Gunnlaugur Sigurjónss., ÍBA. Gunnlaugur kom mjög á óvart i þessum flokki þar sem hann var töluvert léttur á vogarskálunum. Gunnlaugur tók í undanúrslitum eitt fallegasta bragö mótsins. Efni- legur júdómaöur Gunnlaugur. Lágvigt: 1. Baldur Stefánsson, ÍBA. 2. Júlíus Sigurösson, UMFG. 3. Tryggvi Heimisson, ÍBA. Baldur Stefánsson bar höfuö og heröar yfir keppinauta sína. Hann kastaöi andstæðingum sínum út um allan völl. Baldur er hvorki þungur né sterkur en treystir á tæknina, sem hann hefur nóg af. Léttvigt: 1. Elías Bjarnason, Ármanni. 2. Ólafur Herbertsson, ÍBA. 3. Jón A. Jónsson, Ármanni. Miövigt: 1. Eiríkur Kristinsson, Ármanni. 2. Trausti Haröarsson, ÍBA. 3. Árni Ólafsson, ÍBA. 3. Magnús Kristinsson, Ármanni. Hávigt: 1. Arnar Haröarson, ÍBA. 2. Hilmar P. Árnason, Ármanni. 3. Cosimo, Egilsstööum. 3. Ástvaldur Sigurb.s., Ármanni. Bræöurnir Arnar og Trausti Haröarsynir komu skemmtilega á óvart. Sýndu geysilegt harðfylgi og stóðu sig mjög vel. Ástvaldur Sig- urbergsson er greinilega upprenn- andi júdómaöur, hann er ís- landsmeistari í unglingaflokki. Juflð V________________/ • Margar glímur á landsmótinu fyrir góöum brögöum. Þrekvigt: 1. Árni Ólafsson, Egilsstööum. 2. Jón Óöinn Óöinsson, ÍBA. 3. Páll M. Jónsson, Ármanni. 3. Halldór Hafsteinss., Ármanni. Jón Óöinn og Árni Ólafsson eru báöir mjög sterkir júdómenn. Þeir eru báöir nýlagöir út á vandrataða keppnisbraut júdómanna. Jón Óöinn meiddist snemma í mótinu og meiöslin ágeröust, svo aö hann varö aö hætta keppni i úrslitaglím- unni viö Árna. Tröllvigt: 1. Siguröur Sverrisson, Ármanni. 2. Jökull Hlööverss., Egilsst. 3. Jón Jakobsson, ÍBA. Mikil átök voru í þessum flokki upp á mikil átök. En það brá líka sem öðrum. Vert er aö taka þaö fram aö Jón Jakobsson er einung- is 14 ára svo hann ætti aö geta náö langt ef hann æfir vel. Konur: + 60 kg. fl.: 1. Líneik Sævarsd., Egilsstööum. 2. Ásta Svavarsd., Egilsstööum. 3. Birgitta Óskarsd., Reykjavik. -60 kg. fl.: 1. Kristín Snæþórsd., Egilsst. 2. Þóra Þórarinsdóttir, ÍBA. 3. Svala Björnsdóttir, ÍBA. 3. Hrund Þórarinsd., Reykjavík. i kvennaflokkum voru Egils- staðabuar nær einráöir eins og sést. Líneik er mjög góö júdókona og getur hæglega náö langt. Hjartans þukkir til allra, sem heidrudu mi<; me<) heim- sóknum, skeytum oy yjfifum á 100 ára ufmœli rhfnu 15. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Jónína Schiöth. GLEÐILEGA PÁSKA GLEÐILEGA PÁSKA £ 3 í OPIÐ UM PÁSKA Hátíðarmtur 7$ 1 s 'S 5 I s alla dagana Skírdag kl. 8—21 Föstudagurinn langi kl. 9—21 Laugardag fyrir páska kl. 7—23.30 Páskadag kl. 9—21 Annar páskadagur kl. 9—21 ER ALLTAF í LEIÐINNI Múlakaffi við Hallarmúla 5*5 V: 5 t>3 C*3 I GLEÐILEGA PÁSKA GLEÐILEGA PÁSKA Glerblástur og sölusýning Við höfum opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 10—12 og 13.30—17 Verkstœðið liggur við Vesturlandsveg, u.þ. b. 30 km frá Lœkjartorgi, (500 m vestan við Kléberg) Opið páskahelgina lokað föstudaginn langa og frá 24. apríl til 8 maí Munir okkar eru einnig til sýnis og sölu hjá: íslenskum heimilisiðnaði Blómaríki, Akranesi Kompunni, Akureyri Versluninni Róm, Keflavík. Sigrún & Sören det* ^ ^ IBERGVÍK Hergvík J. Kjalamesi, J~'(i Vamiá, síiuar 660J8 og 67067.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.