Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Bjami Helgason, formaður garðyrkjubænda: „Útilokað að heim- ila innflutninginnu „VIÐ TELJUM útilokaö að heimila innflutning á grænmeti nú þegar markaðurinn er orðinn yfirfullur af íslensku grænmeti. Útlitið með upp- skeru grænmetis er mjög gott, svo gott að það er útlit fyrir verðlækkun sumra tegunda strax á næstu dög- um. Okkur skilst einnig að þetta fyrirtæki hafi verið látið vita tíman- lega af þessu og erum undrandi á að það vilji frekar koma út framleiðslu erlendra garðyrkjubænda en leyfa innlendum framleiðendum að koma vöru sinni á markaðinn þennan stutta tíma sem framleiðslutímabilið hér stendur,“ sagði Bjarni Helgason á Laugalandi í Borgarfirði, formaður Sambands garðyrkjubænda, er álits hans var leitað á grænmetisinnflutn- ingi Eggerts Kristjánssonar & co. sem verið hefur í fréttum að undan- förnu. „Ég hef ekkert á móti því að hver sem er fái að flytja inn grænmeti utan framleiðslutímans hér og ég held að flestir garð- yrkjubændur séu svipaðrar skoð- unar. En við teljum nauðsynlegt að settar séu skýrar reglur til verndar innlendu framleiðslunni og að leitað sé upplýsinga hjá okkur um það hvenær við full- nægjum eftirspurninni," sagði Bjarni einnig. Aðspurður um hvort garðyrkjubændur vildu að heildsöludreifing á grænmeti yrði gefin frjáls sagði Bjarni, að garð- yrkjubændur vildu að sjálfsögðu að dreifingin væri sem hagkvæm- ust, bæði sem ódýrust og best, og að hún gæti hugsanlega orðið betri með aukinni samkeppni. Sagði hann að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði ekki leitað til Sambands garðyrkjubænda um álit á umsóknum um leyfi til heildsöludreifingar á grænmeti og hefði stjórn Sambandsins því ekki fjallað um málið. Sjálfur sagðist hann telja sjálfsagt og eðlilegt að gefa fleirum kost á að dreifa þess- um vörum. Samkeppni í þessu sem öðru gæti ekki orðið nema til góðs fyrir alla aðila. „Lengsta golfholarí Ljósm. G. Berg. Akureyri, 11. ágúst SEX félagar í Golfklúbbi Akur- eyrar tóku sig til sl. fimmtudag og léku lengstu golfholu sem leikin hefur verið á íslandi, ef ekki i heiminum öllum, þegar þeir gengu á Vindheimajökul og léku síðan golf þaðan niður Hlíð- arfjallið, yfir Glerána og suður á golfvöllinn á Jaðri, en þar luku þeir holunni á flöt 7. brautar. Tíðindamaður Mbl. rakst á þá kappana í miðju Hlíðarfjalli, þar sem verið var að berjast um í vegarkanti og löng leið enn til Jaðars. Þeir eru frá vinstri: Kjartan Bragason, Kolbeinn Gíslason, Árni Ketill Friðriks- son, Birgir Ólafsson, Gylfi Krist- jánsson og Smári Garðarsson. Gunnar G. Schram alþingismaðun Raforkuverð í Ghana breytist eftir heimsmarkaðsverði áls Morgunblaðið/Júlíus. Kona fyrir bíl FULLORÐIN kona varð fyrir bíl á mótum Vitastígs og Hverf- isgötu um kl. 14 í fyrradag. Hún kvartaði yfir eymshim f baki, en virtist ekki alvarlega slösuð. Myndin var tekin er læknir og hjúkrunarkona komu á slysstað- inn. — getur farið niður í 5,6 mills „Þetta er mikill og góður áfangi sem Ghanamenn hafa náð eftir átján mánaða samningaviðræður við bandaríska Kaiser-álfyrirtæk- ið. Hins vegar var ekki samið um eitt heildarverð — 17 mills — eins og fram hefur komið í fréttum, heldur var meginefni samningsins það að orkuverðið breytist eftir verði áls á heimsmarkaðinum og jafnframt eftir því hve mikil orka er seld framleiðslufyrirtækinu Valco í Ghana,“ sagði Gunnar G. Schram, alþingismaður, en hann á sæti í samninganefnd um stóriðju, þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins bar undir hann frétt þess efnis að ríkisstjórn Ghana hafí samið um raforkuhækkun til Valco-ál- versins í 17 mills úr 5 mills. „Orkuverðið er 60 sent á pund (nú 55 sent) þá verður orkuverð- ið samkvæmt nýja samningnum 10,56 mills, ef afhent er til tveggja kerskála, en 14,9 mills ef afhent er til fjögurra. Hækki verðið í 76 sent á pund, en það hefur ekki lengi verið svo hátt, er orkuverið í fyrra tilvikinu 12,3 mills, en í því síðara 17,4 mills. Lágmarksverð við afhendingu til fjögurra kerskála er 10 mills, en orkuverð má aldrei verða lægra en 5,6 mills í þeim tilfellum þeg- ar fyrirtækið fær litla orku keypta. Þannig má segja að orkuverðið í Ghana sé frá 10,5 til 17,4 mills, þegar álverðið er mjög hátt í heiminum. Þessar fregnir gefa vísbend- ingu um það að orkuverð til ál- vera í heiminum fari hækkandi en nú er meðalverð í Evrópu 14,5 mill. 1 allmörgum löndum er það þó mun lægra, meðal annars 9,6 mills í Noregi. Með bráðabirgða- samkomulaginu sem gert var fyrir tæpu ári við Alusuisse, fékkst fram 49% hækkun raf- orku til ÍSAL, úr 6,4 í 9,5 mills. í þeim samningaviðræðum sem fram munu fara nú í ágúst er stefnt á enn frekari hækkun," sagði Gunnar G. Schram að lok- um. Söluskattsinnheimta hert eft- ir flutning Tollpóststofunnar? Bankastjórar: Vextir verði svipaðir á milli banka en sparn- aðarmöguleikum fjölgi Bankastjórar viðskiptabank- anna virðast á einu máli um að frelsið í vaxtaákvörðunum, sem kemur til framkvæmda hjá bönk- unum á morgun, muni þegar til lengdar lætur, ekki þýða svo mis- munandi vaxtakjör á samskonar sparnaðar- eða lánsformum, held- ur muni bankarnir leitast við að bjóða upp á fleiri valkosti og möguleika til sparnaðar. Þetta kom fram í samtali blm. Mbl. við bankastjóra nokkurra banka í gær. Bankastjórarnir telja að vaxta- kjörin muni samræmast á milli banka, þegar fram í sækir. Það sé eðli þessara nýju aðstæðna, frels- isins, að mismunandi kjör séu boð- in til að byrja með. Markaðurinn leiti hins vegar jafnvægis og þvl muni draga úr mismuninum á vaxtakjörum á eins sparnaðar- möguleikum og svipuðum, þegar fram í sækir. Telja þeir að sam- keppnin muni fyrst og fremst liggja í því að bankarnir muni leitast við að bjóða fleiri valkosti, einkum í inniánum, en jafnframt í útlánum, ef markaðurinn gefur tilefni til slíks. Voru bankastjórar þeir sem blm. Mbl. ræddi við í gær á einu máli um að þróun þessi væri af hinu góða, bæði fyrir bankana og viðskiptavini þeirra. „Eina breytingin sem orðið hefur í þessum efnum er að þegar Tollpóst- stofan flutti fyrr í sumar inn í Ár- múla, þá byrjuðu tollverðir að vera viðstaddir upptöku á öllum pósti frá útlöndum, og það eru þeir sem ákveða hvað er tollskylt eða sölu- skattskylt, en ekki póstmenn eins og það var áður,“ sagði Björn Her- mannsson tollstjóri ( samtali við blm. Mbl. er hann var spurður hvort reglum varðandi innheimtu á sölu- skatti á bókum, sem menn flytja inn sjálfir eða panta frá útlöndum, hefði verið breytL Tollstjóri sagði, að reglum hefði ekki verið breytt á nokkurn hátt. Þær bækur sem væru að verðmæti 250 krónur eða meira væru sölu- skattskyldar, og þannig hefði það verið um allnokkurt skeið. Að- spurður um það hvort þessum reglum hefði þá ekki verið fram- fylgt hingað til sagði tollstjóri: „Vissulega hefur þessum reglum verið framfylgt að því marki sem hægt hefur verið. En framkvæmd- in hefur að vísu verið nokkuð mis- munandi, þar sem ekki hafa alltaf fylgt upplýsingar með sendingun- um um hvað bækurnar hafa kost- að. í þeim tilvikum hafa menn ein- faldlega þurft að meta hvort um- rædd bók væri 250 króna virði eða meira. Fylgi sendingunum hins vegar upplýsingar um verðmæti bókanna, þá eru þær söluskatt- skyldar sem eru verðmeiri en 250 krónur." Björn Hermannsson tollstjóri var að því spurður hvort hann teldi að nýja fyrirkomulagið, það að tollverðir fylgjast með upptöku alls tollpósts, myndi verða til þess að auka tekjur ríkissjóðs að ein- hverju marki: „Það er ekki svo gott að segja. Kannski bætast hér einhverjar krónur í ríkissjóð, en ég hef enga trú á að það muni neinu sem nemur,” sagði tollstjóri. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: „Staða ríkissjóðs er góð“ „ÞESSI fundur var haldinn í samræmi við það sem ég hef áður lýst yfír að ég myndi gera, þ.e. að upplýsa stöðu ríkissjóðs á þriggja mánaða fresti, og ég átti ánægjulegan og málefnalegan fund meó fulltrúum stjórnarandstöðunn- ar í morgun,“ sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, er blm. Mbl. spurði hann fregna af fundi hans með þingflokksformönnum stjórnarand- stöðunnar á fostudag. „Staða ríkissjóðs er góð, og það sem fyrst vekur athygli í því sam- bandi,“ sagði Albert, „er að gjöld- in eru minni en áður. Gjöldin hafa ekki hækkað nema 36% umfram áætlun, en á sama tíma í fyrra höfðu þau hækkað um 86% um- fram áætlun. Tekjur umfram áætlun eru ekkert mikið meiri en þær voru á sama tfma f fyrra, en nú eru þær 49% umfram áætlun. Þetta sýnir að aðhald f öllum út- gjöldum hefur verið mjög strangt, og mér sýnist sem okkur ætli að takast að spara þónokkuð bæði í útgjöldum og launaliðum." Aðspurður hvort hann tcldi að þessi góða staða gæti haldist áfram út árið, sagði fjármála- ráðherra: „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að seinni hluti ársins komi jafn vel út og sá fyrri. Ef það tekst, þá reikna ég með að við getum kom- ist af með minni erlendar lántök- ur, en það bætir auðvitað stöðu þjóðarbúsins verulega." „Það liggur fyrir hvernig stað- an er eftir fyrstu sex mánuði þessa árs, og það kemur í ljós að tolltekjur af innflutningi hafa verið óvenjulega miklar, en þær hafa hækkað um 52% fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra svo og söluskatts- tekjur. Auk þess kemur f ljós að launatekjur fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa hækkað um 25%, miðað við sama tímabil í fyrra, en það er langstærsti útgjaldaliður hins opinbera, en % af útgjöldum rfkisins eru laun. Þeir þættir sem ríkið hefur mestar tekjur af, þ.e.a.s. söluskattur og tollar, hafa hækkað meira en tvöfalt meira en launakostnaður. Þar við bætist að tekjur ríkisins af tekjuskatti eru fyrstu sex mánuði þessa árs 57% meiri en þær voru fyrir sama tíma í fyrra," sagði Ragnar Arn- alds, formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, m.a. er blm. Mbl. spurði hann hvers hann hefði orðið vísari á fundi þing- flokksformanna stjórnarandstöð- unnar með Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, á föstudaginn. Ragnar sagði að þó að bersýni- lega hafi verið mjög mörg göt að fylla upp í á sl. vetri og að sum þeirra væru auðvitað áfram fyrir hendi, þá kæmi þarna inn fjár- magn sem ætti að fylla þau göt, hvað svo sem sfðar yrði. Ragnar sagðist ekki treysta sér til þess að meta stöðuna í dag, hvort hún v3Bri goð eða slaBm. Það V8Bri úti" lokað að geta sér til um það, nema þá að menn hefðu einhverja hugmynd um það hvernig þróunin yrði síðari hluta ársins. „Ég tel þó að staðan á fyrstu sex mánuðum ársins sé allsæmileg, miðað við það hversu mikil got komu f ljós á fjárlögunum, og hvað mikið var skilið eftir,“ sagði Ragnar Arn- alds jafnframt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.