Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Minningar á 65 ára brúðkaupsafmæli: Helga María Jónsdóttir f og Þórður Halldórsson í dag, 12. ágúst 1984, eiga heið- urshjónin Helga María Jónsdóttir og Þórður Halldórsson, fyrrum búendur á Laugalandi í Skjald- fannardal, sextíu og fimm ára hjúskaparafmæli. Þótt þau hafi látið af búskap fyrir sextán árum hafa þau ekki yfirgefið torfuna. Búa þau nú hjá Guðrúnu dóttur sinni á nýbýli hennar, Laugar- holti, sem byggt er úr landi Laugalands. Bæði eru þau hjónin komin af valinkunnum ættum úr byggðum Djúpsins og Breiðafjarðar, sem kunnar eru af góðum gáfum, margbreytilegum hæfileikum, tápi og dugnaði. Helga María er fædd 2. febrúar 1898. Foreldrar hennar voru hjón- in Kristín Matthíasdóttir og Jón Egilsson á Skarði á Snæfjalla- f strönd, síðar í Hraundal í Naut- eyrarhreppi. Börn hjónanna á Skarði voru mörg og eiga marga afkomendur, vel gefið og vel gert fólk. Á unglingsárum sínum dvaldi Helga María á heimili læknishjónanna á Ármúla, Sig- valda Kaldalóns, göfugmennisins og tónskáldsins ljúfa, og konu hans. Á hún um þau ljúfar og dýrmætar minningar. Sjálf hefur hún verið engill síns húss, hús- freyja á stóru heimili, ástrík móð- ir barna sinna og staðið traust og dygg við hlið bónda síns í lífsbar- áttunni. Þórður Halldórsson er fæddur 22. nóvember 1891 að Rauðamýri í Nauteyrarhreppi, sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur frá Barmi á Skarðströnd og Halldórs Jóns- sonar, Halldórssonar, stórbónda ■ og athafnamanns á Laugabóli í ísafirði. Eru að Laugabóls- mönnum kunnar ættir, sem óþarft er að rekja nánar. Ingibjörg móðir Þórðar var af Burstarfellsætt. Móðir hennar var Hólmfríður Vigfúsdóttir, kona Jóns Bjarna- sonar bónda á Barmi, systir dr. Guðrbrandar Vigfússonar í Ox- ford og Sigurðar fornfræðings í | Reykjavík. Frá þeim er ætt auð- f rakin til Burstarfellsmanna, Guð- brandar Hólabiskups, Árna Gísla- sonar á Hlíðarenda og fleiri stórmenna. Þeir Laugabólsmenn voru engir hversdagsmenn. Mikil atorka og dugnaður annarsvegar, hinsvegar brennandi áhugi framfara og hug- sjóna. Halldór á Rauðamýri var við búnaðarnám f Noregi m.a. fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar forseta. Hann hafði brennandi áhuga á öllu, er horfði til fram- fara allt fram á efstu ár sín. Hann er mér minnisstæður maður. Þórður Halldórsson vann að búi foreldra sinna á æskuárum. Hann nam í Heydalsárskóla í Stranda- sýslu 1909—10. Var það merkur skóli undir stjórn gáfaðs hug- sjónamanns. Ungum mun Þórði hafa hlaupið kapp í kinn, að tak- ast á við búnaðarframkvæmdir, svo sem gert höfðu faðir hans og afi. Hugur hans stóð til heima- haga og á langri og starfsamri ævi hefur hann ekki þaðan hvikað. Árið 1915 kaupir Þórður jörðina Laugaland í Skjaldfannardal, nær húsalausa, og nytjar hana tvö fyrstu árin heiman frá sínum föð- urgarði, Rauðamýri. Árið 1917 byggir hann íbúðarhús og reisir við peningshús að þeirra tíðar hætti. Árið 1919, þ. 12. ágúst, gengur hann að eiga heitmey sína, Helgu Maríu Jónsdóttur. Síðan hafa þau staðið saman sem einn maður í önn daganna og borið byrðar hvors annars í athöfnum búskap- arins og uppeldi dugmikilla og vei gefinna barna sinna. Starfsævi þeirra nær yfir vítt svið, mestu byltingartíma í atvinnulífi þjóðar- innar, frá frumstæðum búnaðar- háttum til tæknibúskapar. Af ölduróti verðlagsbreytinga og gengi fémuna hefur kynslóð þeirra orðið að standa af sér margt ólag- ið. Nægir að nefna í því sambandi kreppuna alræmdu uppúr 1930 og verðþenslu eftirstríðsára. Allt slíkt rót og óstöðugleiki hefur orð- ið þungbært þeim, sem í fram- kvæmdum hafa staðið. Brátt var hafist handa um framkvæmdir í ræktun og bygg- ingum. Fjós byggt 1932 og þegar bú þeirra var stærst taldi það 500 fjár og tólf kýr. Yfir þennan bú- stofn voru byggð hús og fóður- gejrmslur. Árið 1959 stofnaði Jón Fanndal, sonur þeirra Laugalandshjóna, nýbýlið Laugarás úr landi Lauga- lands og hefur rekið þar gróðrar- stöð. Árið 1968 stofnar Guðrún dóttir þeirra nýbýlið Laugarholt, einnig úr Laugalandi. Þá láta þau Helga og Þórður af búskap og flytja í Laugarholt til dóttur sinn- ar en Halldór sonur þeirra tekur þá við jörðinni Laugalandi og býr þar. Kotbýlið Laugaland 1915 varð að góðbýli, sem fleytti 500 fjár og 12 kúm, varð síðan að þremur býl- um, sem rúmar hefðbundinn bú- skap með sauðfé og kýr og ræktun í gróðurhúsum. Þar kemur jarð- hitinn við sögu, en einnig sá manndómshugur sem til þarf, að ævintýrin gerist og verði að hag- rænum veruleika. Þórður á Laugalandi gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, sýslufélag og bændasamtök- in í landinu. Hann var oddviti Nauteyrarhrepps, fulltrúi á fund- um Samb. ísl. sveitarfélaga frá stofnun þess og til 1970. Hann átti sæti í fulltrúaráði þess. Hann var sýslunefndarformaður Norður- Isafjarðarsýslu um árabil. Hann átti sæti í skólanefnd Reykja- nesskólans, var formaður Búnað- arfélags Nauteyrarhrepps, fulltrúi á fundum Búnaðarsambands Vest- fjarða og á fundum Stéttarsam- bands bænda. Börn Helgu Maríu og Þórðar Halldórssonar eru sjö: Halldór, bóndi á Laugalandi, kvæntur Ásu Ketilsdóttur. Ingi- björg, kennari, gift ólafi S. Ólafs- syni, kennara í Reykjavík. ólafur, bóndi á Rauðamýri, kvæntur Jónu Ingólfsdóttur. Jóhann, lögmaður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur. Kristín, húsfreyja á Melgraseyri, gift Guðmundi Magnússyni bónda þar. Jón Fann- dal, bóndi í Laugarási til síðastlið- ins vors, kvæntur Margréti Marí- usdóttur. Guðrún, húsfreyja og bóndi í Laugarholti, stoð og stytta foreldra sinna á efri árum þeirra. Afkomendur Þórðar og Helgu Maríu eru nú um fjörutíu talsins. Öll eru börn þeirra vel gefið af- bragðsfólk að dugnaði og dreng- skap, sem hefði getað haslað sér völl svo að segja hvar sem var í þjóðfélaginu, á ýmsum sviðum þess. Það talar sínu máli um upp- eldi þeirra og gerð að fimm þeirra hafa kosið að lifa og starfa í heimahögum á ættarjörðunum Rauðamýri, Melgraseyri og Laugalandi og nýbýlunum Laug- arási og Laugarholti. Fyrstu kynni okkar af þeim Lauglandshjónum eru orðin um hálfrar aldar gömul. Urðu þau við stofnun Reykjanesskólans 1933—1934 og fyrstu starfsár hans. Börn þeirra voru nemendur í skólanum og báru þau öll foreldr- um sínum og heimili fagurt vitni um góða siði og snyrtimennsku. Ljóst var að bóndinn á Laugalandi var enginn veifiskati. Hann var kappsfullur atorkumaður, sem ekki var tamt að láta undan síga. Festa og einarðleg afstaða í sókn mála, hvort sem var í önnum dag- legra starfa eða á vettvangi trún- aðarstarfa hafa ávallt verið ein- kenni hans og aðal. Bregður hon- um um margt til beggja ætta for- feðra sinna, þeirra Burstarfells- manna og Laugarbólsmanna, en jafnframt er hinn kappsfulli mað- ur eftirminnilega hjartahlýr og elskulegur vinur vina sinna. Hin sextíu og fimm ára gömlu brúðhjón, hann bráðlega 93 ára, hún 86 ára, sitja nú í sæmd og virðingu í sínum ranni í skjóli elskulegrar dóttur sinnar, Guð- rúnar, á fallegu og vistlegu heimili hennar, umvafin umhyggju og ást- úð barna sinna, tengdabarna og barnabarna. Þegar við hjónin heimsóttum þau fyrir nokkrum dögum var loft nokkuð þungbúið yfir dalnum fagra, Skjaldfannardal, og regn- dögg á jörðu. En birta og fögnuður sat að völdum á heimilinu í Laug- arholti þegar gestum var fagnað af höfðinglegri hjartahlýju. Bjart- ast var yfir hjónunum öldnu, sem saman hafa staðið hvort við ann- ars hlið í sæld og þrautum lífsbar- áttunnar svo langan dag. Á þeim sannast orð Steingríms: „Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhær- um.“ Öll hafa börn þeirra Lauga- landshjóna valið sér gott hlut- skipti í lífinu í störfum og sex þeirra í uppeldi barna sinna. Vafalaust er að yngsta barn þeirra, Guðrún, hefur valið sér „hið góða hlutskipti", er hún tók foreldra sína undir sinn verndar- væng, af þeim myndarskap og ást- úð, sem það er gert, enda vel metið af allri fjölskyldunni, og gerði þeim hjónum mögulegt að lifa efri ár ævinnar eftir einni af innstu þrám hjartans og falin er í orðum Jónasar Hallgrímssonar, sem hann leggur Gunnari á Hlíðar- enda á tungu, er hann horfði við sinni fögru hlíð: „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir." Kvöldfegurð getur verið mikil og fjölbreytileg í ísafjarðardjúpi og fegurð himinsins oft undur- samleg. Það er einlæg ósk okkar að fegurð og friður kvöldkyrrðar Djúpsins megi í sem ríkustum mæli umvefja og einkenna ævi- kvöld þessara heiðurshjóna, vina okkar. Jafnframt vottum við þeim virðingu okkar og færum þeim og jörnum þeirra þökk fyrir trygga /ináttu, sem ekki fyrnist þótt fundum hafi fækkað hin seinni ár- in. Megi heill fylgja ykkur öllum í nútíð og framtíð. Með vinarkveðjum, Bjarnveig og Aðalsteinn Eiríksson. „Karlahatarar“ myrtu einn og særðu annan 10. ágÚNt. AP. TVÆR ungar stúlkur gáfu sig fram við lögregluna í Virginíu í dag, eftir að stefnumót þeirra við tvo tyrkn- eska háskólanema endaði með að annar þeirra var skotinn til bana og hinn særður. Stúlkurnar, önnur 18 ára og hin tvítug, eru í hópi sem kallar sig „Peck’s Bad Girls", kylfuknatt- leiksliði sem leystist upp og hefur nú karlahatur á stefnuskrá sinni. Stúlkurnar höfðu hitt mennina í almenningsgarði í Pittsburgh, Pennsylvaníu á þriðjudagskvöld og hélt hópurinn út í skóg, rétt við flugvöllinn í Pittsburgh. Þegar þangað var komið dró önnur stúlk- an upp hníf og hélt að hálsi ann- ars mannsins. Hin tók þá upp byssu og skaut tveimur skotum. Lést annar mannanna, en hinn særðist á öxl og komst undan. Leit að stúlkunum hófst þegar maður- inn komst til byggða og skýrði frá atburðinum. Hann gat borið kennsl á stúlkurnar úr myndabók frá menntaskólaárum þeirra. IÐNAÐARVOGIR Póls-Iönaöar- og skömmtunarvogir er hægt aö fá meö lyklaboröi, prentara og tölvutengingu! Vigtunarsviö frá 2 g upp í 1500 kg. Helstu notkunarsviö: Sælgætisiönaður Mjólkuriðnaður Kjötiðnaður Efnaiðnaöur Lyfjaiönaöur Fuglabú Refa og minkabú Almenn vöruvog. Viö hjá Pólnum vinnum af krafti meö ýmsar nýjungar og endurbætur á vogum fyrir atvinnurekstur og alltaf er veriö aö prófa nýjar leiðir til aö bæta eldri vinnubrögö meö hjálp tölvunnar. Fullkomin viögeröa og varahlutaþjónusta. Veitum fúslega frekari upplýsingar. IV- 46 Póls-Iðnaðarvog: Stærð vogarpalls 28x25 cm. Handvirk eða sjálfvirk törun. © PÓLLINN H/F SKEMMUVEGUR 22A P.O. BOX. 343 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 78822 AÐALSKRIFSTOFA:'AÐALSTRÆT! 9, P.O. BOX 91 400 ÍSAFJÖRÐUR, TLX 2253 POLES ÍS SÍMI 94-4092
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.