Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 49 James Mason — kvikmyndastjarna í hálfa öld. anna. Það leið því nokkur tími þar til flutningurinn vestur um haf fór að bera árangur hjá Mason. Hreinskilni hans var honum fjöt- ur um fót og hlutverkaval hans var ekki alltaf eins og það best gat orðið. Slúðurdálkarnir voru enn fullir af sögum um hann, banda- rísku blöðin voru neikvæð í hans garð og ummæli hans voru oft á þann veg að mál voru höfðuð gegn honum, sem átti eftir að festa það álit fólksins á Mason að hann væri „hinn ódæli maður kvikmynd- anna“. Fyrstu fimm myndir hans í Bandaríkjunum voru hálfgert rusl og lítið sóttar í bíóhúsum, en vin- sældir sínar endurheimti hann i breskri mynd, „Pandora and the Flying Dutchman" (1951) með Ava Gardner og loks kom geysivinsæl Hollywood-mynd, „Rommel-De- sert Fox“ og svo virtist, sem Ma- son hefði náð sér á strik. Og loks- ins rættist sá draumur hans að slá í gegn í Bandaríkjunum. Það var í margfrægri mynd George CukorS, „A Star is Born“, sem gerð var árið 1954 og Mason var útnefndur til Óskarsverðlauna. Myndin var klippt til að stytta hana rétt áður en kom að frumsýningu og það var ekki fyrr en á síðasta ári, að þeim hálftíma myndarinnar, sem klipptur var burt, var komið á framfæri af bandarísku kvik- myndastofnuninni og Mason ferð- aðist um heiminn að kynna hina upprunalegu útgáfu. Arið 1956 lék Mason í og fram- leiddi myndina, „Bigger Than Life“ og af hlutverkum, sem hann lék eftir 1960 hefur Humbert Humbert í mynd Stanley Kubricks „Lolita”, sem gerð var eftir sam- nefndri bók Nabokovs árið 1962, þótt standa uppúr. Myndin er kynlífssaga skólastelpu og þótti umtalaðsta mynd sjöunda áratug- arins. Þremur árum áður hafði hann leikið í mynd Alfred Hitch- cocks, „North By Northwest" og í þeirri mynd, sem Islendingar ættu að þekkja hann sérstaklega fyrir, nefnilega „Journey to the Center of the Earth“, eftir sögu Frans- mannsins Jules Verne, en upphaf ferðarinnar í iður jarðar var á Snæfellsjökli. Mason vann afarmikið á sjö- unda og áttunda áratugnum, lék í tveimur og þremur myndum á ári hverju, sem margar voru hrylli- lega lélegar og þeim var auðvelt ef ekki best að gleyma. Hann gerði góða hluti í „Georgy Girl“ og þótt margar mynda hans hin seinustu ár eins og „Dr. Frankenstein" eða „Mandingo" þættu síst við hans hæfi, varð alltaf að taka hann al- varlega. Einkalífið gekk verr fyrir sig en stjörnulífið. Árið 1964 skildu Mason-hjónin og hófst þá ferill ungs skilnaðarlögfræðings, Marv- in Mitchelson að nafni, en honum tókst á snilldarlegan máta að koma þvi svo fyrir að Mason varð að borga fyrrverandi konu sinni, Pamelu, 535.000 pund við skiln- aðinn, en upphæðin neyddi hann til að minnka nokkuð lífsgæðin og auka vinnugleðina. Seinna ráð- lagði Mason öðru barni sínu, Morgan, að verða sérstakur ráð- gjafi Reagans í Hvíta húsinu: „Gerstu lögfræðingur sonur sæll,“ sagði Mason. „Lögfræðingur getur orðið hryllilega ríkur í Hollywood þessa dagana. Eg hef reynsluna af því.“ Hann flúði aftur til Evrópu, eirðarlaus og kvartaði und- an því að vera það sem hann kall- aði „Hollywoodeign". Hann flutti til Sviss en næsti nágranni hans var Nabokov, höfundur Lolitu og eitt sinn þegar Mason fór til Holl- ywood að leika í kvikmynd, kom hann aftur með borða til höfund- arins, sem á stóð, „Fuck Commun- ism“, og báðir öskruðu þeir af hlátri yfir áletruninni. Mason gifti sig aftur árið 1971, ástralskri konu að nafni Clarissa Kaye og hann sagði þá: „Núna lít ég á mig sem hamingjusaman og ráðsettan mann. Kannski hefur það eitthvað að gera með aldur- inn, en ég nýt lífsins svo miklu meira nú. Ég hef ánægju af því starfi sem ég vinn í kvikmyndum og í Evrópu hefur heil ný veröld opnast fyrir mér.“ Um heimili þeirra hjóna í Sviss, sagði Mason eitt sinn: „Sumir segja að í Sviss sé leiðinlegt að vera, en ég fer ekki þangað til að láta skemmta mér. Ég fer þangað til að hvílast og komast burtu frá fólki — og jafn- vel til að komast í burtu frá vinum mínum. Auðvitað hefur það svo ekkert uppá sig að neita því að maður notfærir sér þau skatta- fríðindi, sem hér bjóðast." Hann gat ekki búið i Bretlandi vegna þess að „ég yrði hundeltur af skattinum allt frá 1948“. Fyrir ári síðan sagði hann um feril sinn í leiklistinni: „Ég held að ég hafi ekki náð því markmiði, sem ég setti mér í upphafi. Ég vildi alltaf ráða ferli mínum sjálfur. Mér varð aldrei unnt að gera það. Ég vildi vera Warren Beatty míns tíma ég hef ennþá svolítinn áhuga fyrir kvikmyndum, — það er satt.“ Mason vann aldrei til neinna Óskarsverðlauna en í gegn- um tíðina var það alltaf Holly- wood, sem sá honum fyrir hans bestu hlutverkum. Þegar hann var 72 ára lék hann á móti Paul Newman í myndinni, „The Verd- ict“ og það urðu honum töluverð vonbrigði að hljóta ekki Óskarinn fyrir leik sinn í henni. Hann sagði í viðtali fyrir ári: „Ég er haldinn þessari skemmtilegu bjartsýni að halda að eitthvað stórfenglegt bíði mín hinum megin við hornið." James Mason var einn af þess- um leikurum Breta, sem, hversu langt sem þeir fara, verða alltaf breskir og kannski það hafi hjálp- að honum að falla ekki með öllu einkennalaus inn 1 Hollywood- kvikmyndirnar eins og hendir svo marga leikarana. Hann var ekki einn af fremstu kvikmyndaleik- urum í heimi, en hann var svo sannarlega mikil kvikmyndaper- sóna á sama hátt og Humphrey Bogart eða Marilyn Monroe voru. Hæfileikar Masons höfðu sjaldan fullt tækifæri til þess að blómstra í Holly- wood-kvikmyndunum. Það er álit margra að ef hann hefði haldið áfram að leika á sviði, má vera að hann hefði orðið einn af helstu og merkustu leikurum Bretlands með samtímamönnum sínum Laurence Olivier og Ralp Richardson. Kvikmyndin býður ekki uppá tækifæri til að spreyta sig á klass- ískum hlutverkum, sem auðveld- ast er að dæma leikara út frá, og þótt hann ylli sjaldnast vonbrigð- um í einu eða neinu sem hann lék í, komu hans sönnu áhrif sjaldan i ljós. „Mig langaði alltaf til að komast á lista yfir menn eins og Cary Grant, Humphrey Bogart eða Clark Gable," sagði hann einu sinni. Árið 1981 kom út sjálfsævisaga James Masons, sem hann nefndi, „Before I Forget" og eins og kom fram hér í upphafi á enn eftir að sýna tvær síðustu myndir hans, en önnur þeirra er „Ficher of Geneva", sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu rithöfundarins Graham Greene. — ai. Fjölskyldu minni, systkinum, tengdafólki og öðrum vin- um, þakka ég innilega gjafir og góðar óskir er ég varð aðnjótandi í tilefni af 60 ára afmæli mínu, 16. júlí sl. Sýslunefnd Ámessýslu þakka ég einstakan heiður. Guð blessi lifog starf ykkar allra. Gunnar Sigurðsson fri Seljatungu. Suöurnesjakonur athugið! Líkamsþjálfun — leikfimi 14. ágúst hefjast ný 4ra vikna leikfiminámskeiö í íþróttahúsi Njarövíkur. Styrkjandi og liökandi æf- ingar fyrir dömur á öllum aldri. Dag- og kvöldtímar tvisvar í viku, byrjenda- og framhaldsflokkar. Ath.: mánaöarkort fyrir vaktavinnufólk. Drífðu þig í fjörið, þú finnur flokk við þitt hæfi. á baöinnréttingum Við seljum baðinnréttingar sem eru eins og nýjar þó þær hafi verið til sýnis hjá okkur. Það hefur t.d. enginn þvegið sér um hendurnar í vöskunum, enginn raðað handklæðum inn í neðri baðskápana og enginn sett tannbursta í efri skápana. Sem sagt svo til nýjar innréttingar þó fjöldi manns hafi barið þær augum. Komdu og gerðu reifarakaup á baðinnréttingum. Opið kl. 1300-!?00 í dag og virka daga kl. 1300-1800. BÚCARÐUR Smiðjuvegi 32, Kópavogi. Sími 79800 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.