Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 18 Þóra Kristín Jónsdóttir vió kennslu í Hag&skóla. Morgunblaðið/Arni Snberg Kjaramál kennara í brennidepli Rætt við kennara víðs vegar um landið HUGSANLEGT er að fjöldauppsagnir kennara í grunnskólum landsins komi til framkvæmda á næstunni. Stjórn Kennarasambands íslands var falið 10. þessa mánaðar að safna saman uppsögnum félaga í Kennarasambandinu og verður tekin um það ákvörðun um næstu helgi hvort þær uppsagnir verða lagðar fram til að knýja á um bætt kjör kennara. Kjaramál kennarastéttarinnar hafa verið mjög til umræðu að undanförnu, ekki síst í nýafstöðnu verkfalli BSRB. Kennarasamband Islands hefur mótað kröfur sínar í væntanleg- um sérkjarasamningum og gerir ráð fyrir 10 launaflokka hækkun — þannig að byrjunarlaun kennara verði 26 þúsund krónur og laun eftir 18 ára starf 33 þúsund krónur. Inn í umræðuna um kjör kennara hefur fléttazt umræða um löggildingu starfsheitisins kennari, ábyrgð og skyldur kennara, vinnutíma þeirra og fleira. I liðinni viku ræddu fréttamenn Morgunblaðsins við kennara víðsvegar um landið um kjör þeirra og fleira, sem viðkemur fyrrgreindum málum. Þóra Kristín Jónsdóttir, Reykjavík: „Kennslan er dýrkeypt tóm- stundagaman“ „Því er fljótsvaraó aó kjör kenn- ara eni fyrir neóan aliar hellur og til skammar. bæói fyrir rfkió og þá sem þurfa aó þiggja. Þetta er skömmtun og ekkert annaó,“ segir Þóra Kristín Jónsdóttir, íslenskukennari vió Hagaskóla, er blm. Mbl. innir hana eftir vióhorfum hennar til stöóu kennara f dag, bæói almennt og hvaó hana sjálfa varðar. „Ef miðað er við menntaða kennara fæ ég hvergi annars stað- ar i samfélaginu séð fólk, sem má búa við sambærileg laun nema þá helst hjúkrunarfræðinga, enda kvennastétt eins og kennarastétt- in er óðum að verða,“ bætir Þóra við. — Hver er þín menntun? „Ég tók stúdentspróf og síðan kennarapróf frá Kennaraskólan- um. En þar sem mér þótti þetta eina ár, sem þurfti í kennarapróf- ið heldur „snöggsoðið", dreif ég mig í Háskólann og tók þaðan BA-próf í sagnfræði, íslensku og dönsku og vann með námi mestall- an tímann. Seinna var ég eitt ár við nám við Kennaraháskólann i Kaupmanna- höfn. í það viðbótarnám tók ég orlofsárið, sem hefur verið útmál- að sem geysileg kjarabót fyrir kennara, en er það því miður ekki, vegna þess hve fáir hafa ráð á að nýta sér það. Sjálf hefði ég ekki getað leyft mér þessa endur- menntun hefði maðurinn minn ekki farið með mér og unnið verkamannavinnu til þess að sjá fyrir mér meðan á henni stóð. Og það má reyndar geta þess, að hann hafði hærri tekjur af verka- mannavinnu i Danmörku en sem háskólamenntaður kennari á ís- landi.“ — Finnst þér sú menntun sem þú hefur aflað þér vera metin sem skyldi? „Þegar ég lagði út i mína menntun var mikið af réttinda- lausum kennurum á gagnfræða- skólastigi, því sem nú er kallað 7., 8. og 9. bekkur, sem fengu kenn- araréttindi. Þegar ég lauk há- skólanámi, árið 1976, stóð ég því í nákvæmlega sömu sporum og það fólk, þ.e. svipað að vígi og hefði ég aldrei farið í háskólanám. Að vísu flýtti það eitthvað fyrir því að ég hækkaði í launaflokkum en varla svo orð sé á gerandi." — Hvað með áformaðar fjölda- uppsagnir kennara? „Þær eru heldur betur á döf- inni,“ segir Þóra Kristin, „og ekki meira um annað talað á kennara- stofum þessa dagana. Ég tel tals- vert stóran hóp vera reiðbúinn til þess að segja upp, þó að margir séu eflaust tvistígandi, enda mis- jafnt hvað fólk hefur góðar fyrir- vinnur og hvaða mat það leggur á sjálft sig sem starfsmenn. Stjórn Hins íslenska kennarafé- lags hyggst safna þessum upp- sögnum saman fyrir 23. þ.m. og taka þá afstöðu til frekari aðgerða með hliðsjón af fjölda þeirra. Ef það margar uppsagnir berast að við teljum þær vera vopn í barátt- unni verða þær sendar mennta- málaráðuneytinu. Jafnframt verð- ur gengið frá kröfum í sérkjara- samningum og er varla ástæða til að ætla að þær verði minni en þær sem Kennarasamband íslands hefur sett fram. Sjálf er ég búin að segja upp skrifaði uppsagnarbréfið í dag, 13. nóvember, með trega. Ég hef kennt óslitið frá haustinu 1965, óslitið ef frá er talið orlofsárið og á því tuttugu ára kennaraafmæli i vor.“ — Hvað hefur haldið þér í þessu starfi jafn lengi og raun ber vitni, þrátt fyrir óánægju með kjörin? „í fyrsta lagi þykir mér starfið skemmtilegt og gaman að starfa með unglingum," segir Þóra Krist- in. „í öðru lagi hef ég mestallan minn starfstíma sem kennari ver- ið f góðu starfi á sumrin, sem hef- ur gert það að verkum að ég hef getað lifað, þrátt fyrir þetta dýr- keypta tómstundagaman sem kennslan er. Ég hef starfað sem leiðsögumaður og einnig sem fréttamaður við Ríkisútvarpið á sumrin og hef þar af leiðandi ekki tekið nein sumarfrí, ekki einu sinni þessar lögboðnu þrjár til fjórar vikur. Auk þess hef ég svo auðvitað, líkt og aðrir í stéttinni, lifað í von- inni um betri tið með blóm í haga hvað launin snertir." — Hvernig eru svo launin? „Ég er í launaflokki nr. 110, fimmta þrepi og er nýkomin upp í 21.553 krónur á mánuði i grunn- laun. í þessum taxta felast þrjár aldurshækkanir, eftir niu, þrettán og átján ára starf. Ofan á grunn- launin bætast svo 974 krónur fyrir fjórar yfirvinnustundir á mánuði og 1.155 krónur, sem er svokölluð „heimavinnuyfirvinna", sem mér er skömmtuð. En reiknað er með að 30 stunda kennsla í íslensku á mánuði hafi i för með sér 5,3 stunda yfirvinnu fyrir kennarann heima." Er það raunhæft? „Ég er hrædd um ekki,“ segir Þóra. „Það er af og frá. Auðvitað verður kennari að útbúa verkefni fyrir nemendurna og fara yfir þau. En ég verð að segja, að ég hef ekki lagt mig fram við að taka eins mikla heimavinnu á síðustu misserum og ég myndi gera, teldi ég mig njóta sanngirni i launa- greiöslum og það má vera að það bitni á nemendum mínum að ein- hverju marki." — Nú ert þú félagi í BHM en ekki BSRB, en hvað viltu segja um nýgerða samninga milli samkenn- ara þinna, sem eru í BSRB, og ríkisins? „í þeim fólust að sjálfsögðu nokkrar launabætur, svo framar- lega sem þær verða ekki teknar aftur með hefðbundnum aðferðum eftir nokkrar vikur eða mánuði. En þar sem kennarar sjá, likt og margir aðrir launþegar, ofsjónum yfir skattsvikum, þá fundust mér það mikil mistök, bæði hjá BSRB og ríkisstjórninni, að reyna ekki að koma einhverju bitastæðu á borðið í formi skattalækkana. En ég sé hvorki í þessum samn- ingum né á öðrum vígstöðvum, neina leiðréttingu á kjörum kenn- ara með langt nám að baki,“ segir Þóra Kristín. „Það er sjálfsagt að fólk sem vill leggja á sig langt nám njóti þess í einhverju. Nú eru um 500 réttindalausir kennarar á grunnskólastigi f landinu. En ég er ekki í vafa um að menntaðir kenn- arar með réttindi myndu skila sér inn I skólana ef þeir þyrftu ekki að skammast sfn fyrir launaseðilinn sinn um hver mánaðamót." H.H.S. Jón Ingi Einarsson Jón Ingi Einarsson, Eskifirði: „Uppsagnir nú eru algjör neyðarkostur“ Eskifirði, 14. nórember. „LAUN kennara eru tvímælalaust of lág,“ sagði Jón Ingi Einarsson skóla- stjóri við Grunnskólann á Eskifirði. Hann hefur starfað við kennslu í 14 ár. „Kennaralaunin dugðu mér bet- ur er ég byrjaði kennslu árið 1970 heldur en þau gera í dag. Hitt er hins vegar umdeilanlegt hvaða leiðir kennarar eiga að fara til að ná fram kjarabótum. Uppsagnir nú tel ég algeran neyðarkost og mjög slæmt að verkfall og upp- sagnir stöðvi skólahald jafnvel tvisvar á sama skólaári. Launin verða að hækka. Jafnframt þarf faglegur vinnutími kennara að vera ákveðinn í kjarasamningum og kennarar að ljúka sínum vinnu- degi í skólanum." — Ævar Björn Úlfar Sigurðsson Björn Úlfar Sigurðsson, Reykjavík: „Mitt einkamál hvort ég skila inn uppsögn“ „Ég er óánægður með launin, sé miðað við það sem maður sér á hin- um almenna vinnumarkaði. En þar verður maður var við að fólk gengur inn í hin ýmsu störf án þess að hafa menntað sig til þeirra á nokkurn hátt og þiggur fyrir mun hærri byrj- unarlaun en menntaðir kennarar með áratuga starfsreynslu," segir Björn Úlfar Sigurðsson, húsgagna- smiður og kennari. Björn Úlfar tók kennarapróf fyrir tuttugu og einu ári. Hann hefur einnig meistararétt- indi í húsgagnasmíði og kennir nú handmennt við Hagaskólann í Reykjavík, en samanlagt hefur hann stundað kennslu í sautján ár. „Ég er i nitjánda launaflokki, sem rétt losar 22.000 krónur í mánaðarlaun," segir hann. „Ég er í fullru kennslu og rúmlega það, kenni 36 stundir á viku og siðan eru reiknaðar tvær stundir i það sem kallast eftirlitsstörf. En það felst mikil vinna i því að halda við öllum tækjum og tólum, sem not- uð eru við kennsluna og eins og þeir vita sem til þekkja er þetta starf miklu meira en eingöngu það að vera i tfmum. Ef ég tek saman minn árafjölda i menntun, þá eru þau niu. Það tók fjögur ár að fá réttindi í hús- gagnasmfði, önnur þrjú að ná meistararéttindunum og síðan var ég tvo vetur í kennaraskólanum. Að vfsu var ég á kaupi eitthvað af þessum námstima en það kom ekki króna af láni f mitt nám. Nú er það hins vegar svo að það getur verið fjárhagslega hagstæðara fyrir nema í Kennaraháskólanum að halda áfram námi á námslán- um, heldur en að fara út í starfið sem hann hefur menntað sig til. Það er heldur öfugsnúið að fólk geti, í sumum tilvikum a.m.k., lif- að betra lffi af námslánum í skóla en byrjunarlaunum f starfi þegar það er fullnuma. Fyrir sautján árum var betra að vera kennari en húsgagnasmiður hvað launin snerti. Nú hefur dæm- ið snúist við, en það hvort ég skila inn uppsögn lít ég á sem mitt einkamál," segir Björn. „Ég hef ekki lagt það i vana minn um dag- ana að flakka milli starfa og mér leiðist lagervinna og fjöldafram- leiðsla. Kennslan er hins vegar lif- legt starf, en lfka geysilega krefj- andi og maður er orðinn ansi slit- inn á ekki lengri tíma en sautján árum. En það ríkir sérstaklega góður andi meðal kennara við þennan skóla og það á sinn þátt í að halda manni í starfinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.