Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 64
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 HliKKUR IHBMSKHMU ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Hitaveitan hefur full- nýtt ReykjavíkursvæðiÖ: á Nesja- völlum lofa góðu FYRIR skömmu lauk borunum á Neajavöllum i vegum Hitaveitu Reykjavíkur. Þrjár bohir voru boraðar á svæðinu. „Niðurstöður liggja ekki fyrir, en vissulega gerum við okkur góðar vonir um um þaraa sé framtíðarsvæði fyrir hitaveituna,“ sagði Jóhannes Zoega, forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur í samtali við blm. Mbl. Gufubor jarðboranadeildar Orkustofnunar var notaður við boranir á Nesjavöllum. Honum hefur verið lagt yfir veturinn þar sem engin verkefni biða og bor- anir á Nesjavöllum eru útilokað- ar yfir vetrarmánuðina. Starfs- mönnum, 10 talsins, hefur verið sagtupp. Fyrsta holan, sem boruð var á Nesjavöllum, misheppnaðist. Borinn kom fljótlega niður á mikinn þrýsting og tilraun til þess að dýpka holuna eða bora út mistókst. Næsta hola, sem boruð var, er um þúsund metr- ar og eru góðar vonir um að hún hafi heppnast vel. Lokið var við að bora þriðju holuna fyrir skömmu. Hún er um 1.800 metra djúp og er þess beðið að árangur komi i ljós á næst- unni. „Við bindum miklar vonir við boranir á Nesjavöllum. Lit- ill árangur hefur verið á bor- unum á Reykjavíkursvæðinu, það sýnist fullnýtt. Þannig er ljóst að nýtt svæði þarf að koma til og við bindum vonir við að það verði Nesjavalla- svæðið. Undanfarin ár hefur vatnsþörfin aukist um 4% á ári og við erum að komast í þrot,“ sagði Jóhannes Zöega. Hann sagði að áfram yrði borað á Nesjavöllum næsta sumar og að ákvörðun um virkjun svæð- isins, sem er í norðurhluta Hengilsins, verði væntanlega tekin innan tveggja til þriggja ára. Hitaveita Reykjavíkur eignaðist Nesjavelli fyrir rétt- um 20 árum. Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Sfldaraöltunin hefur lengi verið ævintýri t lífi landsmanna og þeir, sem vettlingi geta valdið, hafa ekki látið sitt eftir liggja við að koma silfri hafsins í tunnur. Það má þó segja að snemma beygist krókurinn hjá Svövu Einarsdóttur á Fáskrúðsfirði þar sem hún mundar hnífinn við söltunina. „Hvað ungur nemur, gamall temur“, segir máltækið og líklega á Svava eftir að leggja gjörva hönd á verkin við sfldaraöltunina þegar hún eldist og hefur tamið sér vinnubrögðin að fulhi. Gengi krónunnar fellt um 12% * Minni gengisbreytingu var ekki unnt að gera - segir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri „ÞETTA ER minnsta gengisbreyting, sem hægt var að komast af með til að endurheimta þá stöðu, sem atvinnuvegirnir höfðu fyrir hækkun launakostn- aðar nú í haust,“ sagði dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, í samtali við blm. Mbl. eftir að tilkynnt hafði verið um 12% gengisfellingu krónunnar síðdegis í gær. Jóhannes Nordal sagði að geng- I að jafnstór stökk og tekin voru islækkunin væri staðfesting á því, | með kjarasamningunum skiluðu Áköf leit að fjór- um strokuföngum ekki árangri. „Þetta étur hvort annað upp,“ sagði hann og taldi meginatriðið nú, að koma aftur á þeim stöðugleika í gengis- og verð- lagsmálum, sem við vorum að ná, aðeins með þeim hætti væri unnt að treysta undirstöðu atvinnu- greina og bæta kjörin í raun. Samkvæmt efnahagsáætlun rík- isstjórnarinnar fyrir 1984 átti ekki að lækka gengi krónunnar um meira en 5% frá 1. janúar til 31. desember. Þetta mark náðist í sumar. Frá því í byrjun september hefur gengi krónunnar lækkað um 4,4% að auki þar til það var fellt um 12% í gær. í fréttatilkynningu Seðlabank- ans um gengisfellinguna segir m.a.: „Meginástæða þessarar gengisbreytingar er hinar miklu hækkanir launakostnaðar sem orðið hafa að undanförnu, en þær hafa bæði í för með sér mjög auk- inn framleiðslukostnað útflutn- ingsatvinnuveganna og vaxandi eftirspurn, sem myndi að öllu óbreyttu leiða til aukins viðskipta- halla. Hafa áhrif þessarar þróun- ar þegar komið fram í ört vaxandi eftirspurn eftir gjaldeyri og ann- arri spákaupmennsku, svo að ekki var lengur unnt að halda uppi eðli- legum gjaldeyrisviðskiptum með óbreyttu gengi.“ Nýtt gengi verður skráð þegar bankar opna í dag. Sjá fréttatilkynningu Seðla- bankans í heild á bls. 42. Einn gaf sig fram í gærkvöldi MIKIL leit var gerð í gær að fjórum strokuföngum, sem í fyrrinótt struku af betrunarheimilinu á Kvíabryggju. Einn þeirra gaf sig fram við lögregluna í Reykjavík í gærkvöldi og þegar Morgunblaðið fór í prentun um miðnætti, var vitað um dvalaratað hinna þriggja og var búist við handtöku þeirra þá og þegar. Mennirnir sem hér um ræðir eru allir um og rétt yfir tvítugt, þrír Reykvikingar og einn Akureyring- ur og afplánuðu þeir dóma fyrir ýmiss konar afbrot, aðallega þjófn- aði. Áttu þeir allir eftir að sitja inni i nokkra mánuði og áttu að auki yfir höfði sér viðbótarrefs- ingu. Vilhjálmur Pétursson, for- stjóri Kvíabryggju, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins i gær, að mennirnir hefðu strokið einhvern tíma eftir klukkan tvö aðfaranótt mánudagsins, en flótti þeirra varð uppvis klukkan átta í gærmorgun. Þannig háttar til á Kvíabryggju, að vistmenn eru einir á herbergj- um, húsið er á einni hæð og engir rimlar fyrir gluggum. Auðvelt er því að sleppa út, ef menn á annað borð hafa hug á því. Munu stroku- fangarnir hafa tekið bil traustataki og komist á honum áleiðis til Reykjavíkur, en bifreiðin sem hér um ræðir fannst mannlaus við Brú- arfoss á Mýrum í gærmorgun. Vilhjálmur Pétursson sagði að borið hefði á óánægju hjá þessum fjórum föngum að undanförnu og mun forsaga málsins vera sú, að samfangi þeirra var sendur burtu af Kvíabryggju i sfðustu viku, en sá hafði orðið uppvis að því að reyna að útvega sér fikniefni. Taldi Vil- hjálmur að flótti fjórmenninganna nú væri í tengslum við brottvísun samfangans, enda hefðu þeir látið í ljósi óánægju með þá ráðstöfun. Á Kvíabryggju er pláss fyrir 11 fanga og að öllu jöfnu vilja fangar fremur taka út refsingu sina þar en f öðr- um fangelsum. Með kókaín, LSD og amfetamín í skónum TVÍTUGUR maður var handtekinn ó Kefiavíkurflugvelli á föstudags- kvöldið með amfetamín, kókaín og LSD. Hann kom með Flugleiðavél fri Kaupmannahöfn og fundu tollverðir liðlega 100 grömm af amfetamíni, 226 skammta af LSI) og liðlega gramm af kókaíni. Fíkniefnin faldi maðurinn í skóm sínum — sólarnir voru sérstaklega holaðir til geymslu fíkniefna. Maðurinn hefur verið úrskurö- var áberandi bæði hérlendis og aður í gæzluvarðhald til 17. des- erlendis fyrir áratug eða svo, en ember næstkomandi. Að undan- verulega dró úr notkun þess vegna förnu hefur borið á að fikniefna- þess hve hættulegt það reyndist neytendur hér á landi neyttu LSD og eiga margir enn um sárt að eða svokallaðrar sýru. Efni þetta binda af völdum „sýru“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.