Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 44
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Gömlu lummurnar — 4 Enska andhetjan Myndbönd Árni Þórarinsson Breski leikarinn Leslie Howard var i sinni tíð gasalegur hjartaknús- ari og myndir hans eru meðal annars hnýsilegar til samanburðar við seinni tíma kvennagull eins og Paul Newman eða Burt Reynolds. Fátt breytist örar en ímyndir kynþokka og kvenhylli/karlhylli. Howard var frekar fínleg, ef ekki væskilsleg ensk séntilmannstýpa og lék oft rómantíska gáfumenn sem létu uppi lítinn áhuga á konum en áttu gríðar- legan séns í þær samt. Howard var ekki aðeins leikari, heldur fram- leiddi hann og leikstýrði eigin mynd- um. Eftir hann liggja a.m.k. þrjátíu myndir, sumar sígildar. Nokkrar af myndum læslie Howard eru finnan- legar á myndbandaleigunum hér ef vel er gáð og frægasta rayndin sem hann lék í er þar á meðal Gone with the Wind. önnur er ein af seinni myndum Howards (hann lést 1943), Pimp- ernel Smith, gerð 1941 og hann bæði framleiddi og leikstýrði. Sex árum áður hafði Howard leikið að- alhlutverkið í myndinni The Scarlet Pimpernel eða Rauða ak- urliljan, þar sem söguhetjan virð- ist vera fremur andhælislegur enskur sérvitringur en er í raun foringi flokks ofurhuga sem bjarg- ar aristókrötum undan fallöxinni á fyrstu dögum frönsku byltingar- innar. Rauða akurliljan sló eftir- minnilega í gegn og var stæld i mörgum ævintýramyndum eftir það. Mynd Howards, Pimpernel Smith (Akurlilju-Smith) er þann- ig Rauða akurliljan flutt fram i seinni heimsstyrjöldina. Howard leikur utangátta og ánalegan enskan prófessor i fornleifafræði sem fer með hóp af stúdentum sín- um til Þýskalands þegar nasistar eru að leggja út í styrjöldina 1939 undir því yfirskini að um forn- leifaleiðangur sé að ræða. Mark- miðið er hins vegar að bjarga flóttamönnum undan ógnarstjórn- inni. Núna er Pimpernel Smith á köflum svolítið kjánaleg áróð- ursmynd. Til dæmis er nasistafor- ingi á einum stað látinn horfa beint í myndavélina og lýsa þvf yfir að í Þýskalandi undir stjórn nasista sé enginn óhultur. Mikið grín er gert að meintu húmorleysi Þjóðverja og m.a. því haldið fram Leslie Howard ásamt Vivien Leigh og Olivia De Havilland í einni frægustu mynd allra tíma Gone With tbe Wind. að leynivopn Englendinga í stríð- inu sé kímnigáfan. Á hinn bóginn er víst að leynivopn þessarar myndar er einmitt kímnigáfan, auk spennandi sögu sem þó kemst ekki i gang fyrr en um miðja mynd. Og samleikur þeirra How- ards og Francis Sullivan sem leik- ur andstæðing hans, feitan nasistaleiðtoga, er oft óborganleg- ur. Þrátt fyrir neyðarlegar stríðs- klisjur er Pimpernel Smith skemmtileg mynd og ágæt kynn- ing á því sérkennilega átrúnaðar- goði enskra kvikmynda á fjórða og fimmta áratugnum — Leslie How- ard. Stjörnugjöf: Pimpernel Smith -trtr'Á Kristín Gestsdóttir Bragðlaukar bregða á leik Bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Kristín Gestsdóttir: 220 Ijúffengir lambakjötsréttir. Myndskreytingar: Siguróur Þorkelsson. Ljósmyndir: ímynd. Útg. Orn og Öríygur, 1984. Ekki þarf að fjölyrða um það, hversu áhugi á fjölbreyttri matar- gerð og hollri hefur aukizt á síð- ustu árum. Nægir þar að nefna hversu eftirsóknarvert það er orð- ið að útbúa holla og skemmtilega fiskrétti. Sama gildir um kjötrétti, þótt kannski hafi áherzlan verið öllu meiri á fiskinum. Því er ágætt að fá nú í hendur kjötréttabók og 220 Ijúffengir lambakjötsréttir býður upp á nánast ótrúlega marg- breytui. Það gerir einnig mat- reiðslubækur meira aðlaðandi á seinni árum, hversu útgefendur leggja mikið kapp á að hafa þær myndarlega úr garði gerðar og þannig að þær komi i reynd að gagni. íslenzka lambakjötið er með ljúffengara kjöti sem til er. Engu að síður hefur mikil ein- hæfni verið í matbúningi þess lengst af. Sjálfsagt hafa hug- myndaríkar matreiðslumanneskj- ur þó gert ýmsar tilraunir með nýja rétti og í formála Kristínar Gestsdóttur er gerð ágæt grein fyrir „eiginleikum" lambakjöts og hvernig þess verði bezt neytt og hvernig halda skuli bragðinu. Bókin skiptist í marga kafla, og teikningar Sigurðar Þorkelssonar eru til prýði og gagns og sama má segja um Ijósmyndirnar. Ég gerði að gamni mínu að prófa einn rétt- inn á dögunum, ósköp einfaldan rétt sem heitir Kótelettur með eggi, raspi og sitrónuberki. Leið- beiningarnar voru skýrar og rétt- urinn bragðaðist öldungis dægi- lega. Fornminjar og þjóðtrú Bókmenntir Erlendur Jónsson FRÁSÖGUR UM FORNALDAR- LEIFAR 1817—1823.1.—II. 739 bls. Sveinbjörn Rafnsson bjó til pr. Stofnun Árna Magnússonar. Reykja- vík, 1983. Hér er á ferðinni merkilegt framlag til íslenskra fræða — nokkurs konar fornleifatal frá ár- unum 1817—1823. Sveinbjörn Rafnsson gerir í inngangi grein fyrir orsökum þess að skrár þess- ar eða frásögur voru í letur færð- ar. Rómantík og þjóðernisvakning við upphaf 19. aldar olli því að menn tóku að skyggnast eftir sérhverju sem aukið gæti álit þjóðar út á við, svo og sjálfstraust hennar og metnað. Fornleifaáhugi fór stórlega vaxandi, svo í löndum Danakonungs sem annars staðar. Bréf var sent frá prestum á ís- landi þar sem þeim var boðið að skrá fornaldarleifar hver i sinni sókn. Það gerðu þeir og sendu stjórnskipaðri nefnd í Kaup- mannahöfn. Loksins hér og nú kemur svo árangurinn fyrir al- menningssjónir. Prestarnir voru meðal annars beðnir að skrá hauga eða forn- mannaleiði, stóra steina eða kletta sem líklega væru reistir af manna höndum, forna þingstaði og rúna- steina. Þá áttu þeir að geta um gamlar myndir eða bílæti og ennfremur sögusagnir um forn- menn og fornan átrúnað. Varla væri þetta allt talið til fornleifa nú. Haugar og »leiði«, sem um get- ur í skýrslunum, munu t.d. oftar en hitt vera nátttúrlegir hólar í landslaginu og engin mannaverk. Þá er ekki sennilegt að Grettir sterki hafi lyft öllum þeim björg- um sem við hann eru kennd vítt og breitt um landið, Grettistökunum svonefndu. En vorkunn var þeim, lærðu mönnunum í upphafi 19. aldar. Þeir höfðu ekki við að styðjast fornleifarannsóknir þær sem síð- an hafa verið framkvæmdar. Á þeim sviðum stóðu þeir öllu nær miðöldum en nútíma. Merkilegur er þessi fróðleikur eigi að síður. Þarna er lifandi komin íslensk þjóðtrú eins og hún lifði kynslóð fram af kynslóð. Einnig má marka nokkuð af skrám þessum viðhorf íslendinga til fornbókmenntanna og þekk- ingu á þeim áður en tekið var að gefa þær út og kynna fyrir alvöru. Efnislega eru svör flestra prest- anna á sömu lund þó þau séu vit- Sveinbjörn Rafnsson anlega stíluð á marga vegu. Sumir skrifa á dönsku, aðrir á latínu. En langflestir rita á íslensku. Og raunar láta sumir í Ijós þakklæti að mega skrifa á móðurmálinu. Kansellístíllinn — stofnanamál þeirra tíma — var enn hinn viður- kenndi ritháttur lærðra manna. Sýnilega hafði þessum mönnum hvorki verið kennt að beita móð- urmálinu né virða það. Þeir slettu dönsku og latínu að vild, bæði ein- stökum orðum og heilum orða- samböndum. Þó mun hafa verið tekið að draga úr slíku um þessar mundir miðað við það sem áður var. Stafsetningu höguðu menn eftir tiltölulega frjálsum reglum, eða bara tilfinningu. Og beyg- ingarfræðin var ekki enn komin til skjalanna — til að sníða agnúana af »rangri« málvenju! Menn not- uðu t.d. eignarfallið »Grettirs«. Sumir eiga í hálfgerðu basli við að tjá sig. Hinir eru þó fleiri sem fara nokkuð létt með viðfangsefn- ið enda voru þessir menn vanir að semja ræður og flytja þær. Til liprari stílista tel ég t.d. séra Hall- dór Ámundason á Melstað í Mið- firði. Hann var Sunnlendingur (fæddur á Núpi í Fljótshlíð) og tel- ur upp í viðauka merkisstaði sem hann segir að sér sé kunnugt um í Þórsmörk en bætir svo við að »um slíkt mun koma Underrétting frá Prestum þar.« Mislangar og nákvæmar eru greinargerðir prestanna, mjög svo. Séra Jón Þorsteinsson var prestur í Reykjahlíð, ættfaðir frægur. Hann skilar röskri blað- síðu. Steingrímur Jónsson i Odda skrifar hins vegar milli þrjátíu og fjörutíu síður, enda mörgu að lýsa þar um slóðir. Þorkell Arnason á Stöð tilkynnir á dönsku að »þann stutta tima sem ég hef þjónað hér í sókninni sem prestur hef ég ekki komist að neinu sem telja mætti fornleifar... « Sveinbjörn Rafnsson upplýsir í inngangi að »reynt var að koma textanum til skila með sérvisku hvers skýrsluhöfundar i horfi sem líkustu frágangi hans.« Víst getur stafsetningin, sem hlýtur að koma nútímamanni furðulega fyrir sjónir, tafið í lestrinum. Allt um það eykur sá hátturinn — að birta þessa hundrað og sextíu ára gömlu texta stafrétta — á menningar- sögulegt gildi útgáfunnar. Staf- setningin var hluti af stil hvers og eins. Menntun hans og málfar birtist ekki aðeins I þvi hversu hann hagaði orðum sínum heldur einnig í því hvaða bókstafi hann notaði og hvernig hann notaði þá. Ekki má svo láta hjá líða að geta þess að útskýringar og leið- beiningar umsjónarmanns útgáf- unnar auka mjög gagn hennar og almennt notagildi, svo og rit- handasýnishorn og skýringar- myndir og þýðingar á dönsku- og latínutextum. Hvort eða hversu mikið rit þetta mun gagnast fornleifafræðinni á ókomnum árum — um það er valt að dæma. Hitt er ótvirætt að það gefur ágæta hugmynd um hvar is- lensk menning var á vegi stödd á merkilegum tímamótum: við lok upplýsingar og dagsbrún þjóðlegr- ar endurreisnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.