Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 28

Morgunblaðið - 25.11.1984, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Léttu Tónlist Egill Friöleifsson Háskólmbíó 22. nóvember 1984. Flytjandi: Sinfóníuhljómsveit Is- Imnds. Stjórnandi: Robert Henderson. Einsöngvari: Thomas Carey. Efnisskri: Þættir úr bandarískum söngleikjum. Og þá var komið að aukatón- leikunum, árvissum atburði, þar sem slegið er á hina svokölluðu léttu strengi. Það var hress Bandaríkjamaður, Robert Hend- erson að nafni, sem stjórnaði hljómsveitinni okkar með vest- urheimskum tilþrifum. Hann hafði fengið til liðs við sig þeld- ökkan landa sinn, söngvarann Thomas Carey, og sameiginlega glöddu þeir hjörtu söngleikj- aunnenda með list sinni i Há- skólabíói sl. fimmtudagskvöld. Aukatónleikarnir hafa alltaf nokkra sérstöðu í starfi hljóm- sveitarinnar. Þá sækja fólk, sem sjást ekki i annan tima og með því næst til breiðari áheyrenda- hóps. Þörfum fleiri er sinnt og hljómsveitin er nær því að vera „hljómsveitin okkar“. Þrátt fyrir stefnuræðu háttvirts forsætis- ráðherra, beina útsendingu í sjónvarpinu og mótmælastöðu svekktra launþega, létu áheyr- endur ekki á sér standa. Húsið var næstum fullsetið og strengirnir stemmning ágæt. Þannig á það að vera. Tónleikarnir hófust með lif- seigum slögurum úr „My Fair Lady“ og rak síðan hvert atríði annað við góðar undirtektir viðstaddra. Stjórnandi var sem fyrr segir Robert Henderson og reyndist hann vel liðtækur. Hann féll þó i sama pyttinn og flestir aðrir. Hljómsveitin lék oftast of sterkt þegar einsöngv- arinn hóf upp raust sína. Thom- as Carey hefur volduga, fallega rödd og beitti henni af myndug- leik. Hann verður ekki sakaður um lélegan hljómburð eða til- litsleysi stjórnandans. Eöa hve margir heyrðu almennilega hið fallega lag Cole Porters „Begin the Beguine"? Ástæðan var of sterkur leikur hljómsveitarinn- ar. Af hverju gekk betur í „I Got Plenty of Nothing" eftir Ger- shwin? Ástæðan er sú, að hljóm- sveitarútsetningin er þannig að röddin nýtur sín (strengirnir geta ekki spilað sterkt pizzicato). Ekki veit ég hversu oft hefur verið hamrað á þessum gegnum- gangandi galla hér á síðum Morgunblaðsins. Að minnsta kosti er aldrei tekið hið minnsta tillit til þess. Sennilega eru þess- ir pistlar rödd hrópandans f eyðimörkinni. Ég ætla samt að benda Sigurði Björnssyni á lftið ráð. Næst, þegar stjórnandi vinnur með söngvara, gefðu hon- um þá tækifæri smá stund til að Robert Henderson setjast f sæti 22 á 12. bekk, og láttu einhvern annan leiða hljómsveitina á meðan. Spurðu hann svo hvað hann heyri (frá því sjónarhorni skyggir stjórn- andinn á söngvarann svo ekki er einu sinni hægt að lesa af vörum hans). Hluturinn er nefnilega sá, að áheyrandinn, sem greitt hef- ur kr. 400 fyrir miðann sinn, á heimtingu á að heyra hvað fram fer á sviðinu. Stjórnandi, sem ekki skilur þetta, er ekki starfi sínu vaxinn. Og af hverju voru skermarnir teknir frá baksvið- inu á sínum tfma? Þeir voru til bóta. Þess vegna voru þeir settir upp. Voru þeir teknir frá til að hljómurinn gæti óhindrað leikið um plasthimin og plasttjaldið og þaðan á plastdúkinn i salnum? Hvernig væri þá að kaupa plast- fiðlur handa bandinu til að hafa nú allt í stíl? Thomas Carey átti f erfiðleikum með salinn. Það er von. Það eiga allir í erfiðleikum f þessum sal. Við þurfum nýjan sal, nýtt hús — Hús tónlistar- innar — og það sem fyrst. Við þurfum öll að leggjast á eitt með að gera þann draum að veru- leika. Frammi f anddyrinu lá fréttabréf frá samtökum um byggingu tónlistarhúss. Þetta eru fjölmenn samtök. Hér með er skorað á alla tónlistarmenn, og þá ekki sfst meðlimi Sinfóníu- hljómsveitar íslands, að ganga til liðs við samtökin og sýna í verki hug sinn til þessa nauð- synjamáls. í dag eru aðstæður erfiðar. En hvað sagði Gershwin á tónleikunum „It Ain’t Necess- arily So“. Getum við ekki verið sammála þvi? Lagið er gott, hugmyndin enn betri. Háskólafyr- irlestrar um skjalasöfn Páfagarðs SÉRA Frank E. Bullivant heldur tvo fyrirlestra við Háskóla íslands í boði Árnastofnunar og guðfræði- deildar Háskólans, miðvikudaginn 28. og fimmtudaginn 29. nóvember. Báðir fyrirlestrarnir munu fjalla um skjalasöfn Páfagarðs. Hinn fyrri verður almennur yfírlitslestur um söfnin, en hinn síðari um rannsókn- ir íslenskra heimilda sem þar er að finna. Séra Bullivant er mörgum kunnur hér á landi. Að loknu meistaraprófi f fornensku og ger- mönskum málum dvaldist hann hér árlangt og nam fslensku við Háskólann. Síðan var hann um skeið háskólakennari í heimalandi sínu, en hóf þá prestnám og var vígður f Rómaborg árið 1967. Hann starfar á vegum alþjóðlegr- ar trúboðsreglu, OMI, sem kennd er við hina flekklausu Guðsmóður, og hefur verið sendur á vegum hennar viða um lönd, en haft aðal- aðsetur í Róm. Hann er mikill vin- ur íslenskra fræða og hefur dval- ist hér f orlofum sinum við rann- sóknir f Árnastofnun, en f skjala- söfnum Páfagarðs hefur hann grafið upp skjöl varðandi ísland frá miðöldum. Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. (Fréttatilkynning) skre ðriivis Við eigum allt efni í aðventukransinn. Lítið inn og fylgist með réttum hand- brögðum við gerð aðventuskreytinga. Helgartilboð: Jólastjarna frá kr. 175 PARKET Nýtt Nýtt Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiöslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferö, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viöhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiöslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markaö- inum. Harðviðarval hf., Skemmuvegi 40, Kópavogi, sími 74111.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.