Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 61 Layton-Qölskyldan með sitt hafur task á járnbrautarstöðinni. Samantckt: — ai. Daphne Manners og Hari Kumar í myndaflokknum Dýrasta djásnið eru leikin af tveimur óþekktum leik- urum, Susan Wooldridge og Art Malik. (Til hægri má sjá þau í hlut- verkum sínum í þáttunum.) unnar í rétta tímaröð og síðan skipti hann frásögninni i atriði og kafla. „Það var fjáranum erfið- ara,“ sagði hann, en það gekk. Áð- ur en fólkið hjá Granada fór út f að kvikmynda söguna reyndi það fyrir sér með kvikmyndun á síð- ustu bók Scott, Staying On, sem tekin var aö hluta til á Indlandi með Trevor Howard og Celia Johnson í aðalhlutverkum. Leik- ritið hefur tvisvar sinnum verið sýnt í islenska sjónvarpinu en það fjallar um gömul bresk hjón, sem vilja ekki hypja sig frá Indlandi þótt aðrir Bretar fari. í desember 1980 tilkynnti svo Granada f Lundúnarblaðinu The Times að sjónvarpsstöðin hefði áhuga á að sjá ljósmyndir og einkakvikmynd- ir af hverskonar þáttum breskra lifnaðarhátta á Indlandi frá árun- um 1942 til 1947. - O - Dag einn um þetta leyti beið leikkonan Peggy Ashcroft eftir einhverjum við sviðið i Þjóðleik- húsinu í London þegar hún heyrði Christopher Morahan (sem þá var aðstoðarmaður þjóðleikhússtjór- ans Peters Hall en átti eftir að verða annar leikstjóri og fram- leiðandi The Jewel in the Crown) tala í símann. Þegar símtalinu lauk spurði hún Morahan hvort Granada ætlaði virkilega að kvik- mynda Raj Quartet-inn. Morahan sagði já. „Jæja, ég yrði ekki fram- ar á þig ef þú hefur mig ekki með f því,“ sagði Ashcroft. Morahan spurði hverja hún vildi leika. „Auðvitað Barbie,“ svaraði hún. (Barbie Batchelor er breskur trú- boði, sem hætt hefur störfum og er félagi Mabel gömlu Layton.) Árið 1981 var búið að ráða leik- ara og kvikmyndalið fyrir „Djásn- ið“, handritið hafði verið skrifað og kvikmyndatökustaðir valdir. 1 janúar 1982 flaug hópurinn til Udaipur. „í fyrstunni sendi ég Chris ákaflega löng skeyti," sagði Sir Denis. „En svo þegar filmu- bútarnir fóru að berast til Bret- lands urðu skeytin styttri. Eftir nokkra daga hafði maginn í mér róast.“ Christopher Morahan tókst að halda timaáætlun og það sem var meira um vert, fjárhagsáætlun- inni, en myndaflokkurinn kostaði 5,6 milljónir punda. Kvikmyndat- ökur stóðu yfir f fjóra mánuði á Indlandi og þaö þurfti að leysa úr ótal vandamálum og töfum. Milly Preece, meðframleiðandi þátt- anna segir svo frá: „Ekkert mál“ er afarvinsælt orðatiltæki á Ind- landi og það er þægilegt að ganga af fundi fullviss um að þetta sé ekkert mál. Svo kemur þú aftur daginn eftir og þú stendur frammi fyrir milljón vandamálum." En annars fór kvikmyndatakan fram úr björtustu vonum. Mora- han segir að erfiðast hafi verið að „reyna að láta 60 konur og karla með heimþrá, vera í sambandi við fjölskyldu sína“. - O - Peggy Ashcroft, sem hefur ver- ið sérstakur aðdáandi Paul Scott um nokkurra ára skeið, fannst alltaf að Barbie myndi vera frá- bært hlutverk. Það var samt erf- itt. „Barbie er persóna, sem þú getur ekki gert fullkomin skil vegna þess að Paul Scott skrifar hana út frá hennar eigin og sér- staka þankagangi, sem ekki er hægt að lýsa í sjónvarpshandriti. En um leið veistu meira um hana en þú gætir nokkru sinni komist að í gegnum setningar í leikriti, því henni er lýst svo fullkomlega í bókinni, jafnvel faldinum á skyrt- unni hennar.“ Elskendurnir I „Djásninu" eru leiknir af tveimur óþekktum leik- urum, Susan Wooldridge og Art Malik. Fyrir þá getur mynda- flokkurinn haft afgerandi áhrif. „I þessum bransa færðu aðeins eitt tækifæri, ef þú ert heppin," segir Susan Wooldridge. „Ég veit að þetta er mitt tækifæri.“ Þegar henni var veitt hlutverk Daphne Manners og hún fékk handritið f hendur, „var það eins og að vera kynnt fyrir einhverjum, sem þú þekkir þegar mjög vel“. Art Malik, sem er sonur indversk augnlæknis í London hefur svipaða sögu að segja. Fyrir nokkrum árum benti kollegi Malik honum á að lesa Raj Quartet-inn: „Vegna þess að þú ert Hari Kumar," sagði hann. Paul Scott hafði mikla löngun til aö verða leikritaskáld. Hann skrifaði útvarps- og sjónvarpsgerð eftir nokkrum af bókum sinum, þó ekki þeim sem hér um ræðir. Og eins og dóttir hans, Carol Scott, segir skrifaði hann handritin upp aftur og aftur, bætti við hér og tók úr þar. „Fjölskyldan gerði grín að því þegar pabbi sat á kontórnum sínum klukkustundum saman og reyndi að ákveða hvort hann ætti heldur að skrifa „og“ og „einnig".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.